Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988
t
Sambýlismaöur minn,
JÖRUNDURÞÓRÐARSON
frá Ingjaldshóli,
lést 19. desember.
Guðný Magnúsdóttir
og börn hins látna.
t
Elskulegur faðir okkar og afi,
SIGMAR STEFÁN PÉTURSSON,
Hrfsateigi 41,
andaðist á heimili sínu þann 18. desember.
Herbjörn Sigmarsson, Ingibjörg Ýr Herbjörnsdóttir,
Sigrfður Hildur Sigmarsdóttir,
Jóhann Sigurjón Sigmarsson.
Faðir okkar.
t
JÓN PÁLSSON
fyrrv. hóraðsdýralœknir,
lóst 19. desember í Ljósheimum, Selfossi.
Garðar Jónsson,
Ólafur Jónsson,
Páll Jónsson,
Helgi Jónsson,
Steinunn Sigurðardóttir.
t
Móðir mín, tengdamóöir, systir og amma,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Bjarnabœ,
Suðurgötu 38, Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, þriðjudaginn 20. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eirfkur Ólafsson,
Hafdfs Jóhannesdóttir.
Bjarni Helgason
og barnabörn.
t
ólafIa jónsdóttir
frá Hlfð,
Klapparstfg 17, Reykjavík,
andaöist í Landakotsspítala 20. desember.
Árni Ólafsson,
Erna R. Sigurgrfmsdóttir.
t
Útför bróður okkar,
GUNNARS ÖSSURARSONAR
húsasmfðameistara
frá Kollsvík f Rauðasandshreppi,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. desember kl. 10.30.
Sigurvin Össurarson,
Guðrún Össurardóttir,
Torfi Össurarson.
t
Útför eiginmanns míns, frænda og bróður,
AGNARS GUNNLAUGSSONAR
garöyrkjumanns,
sem andaðist þann 16. desember á öldrunarlækningadeild Land-
spítalans, Hátuni 10B, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
22. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hans er bent á öldrunarlækningadeild
Landspítalans.
Þorgerður Kristjánsdóttir,
Sigrún Guðlaug Ragnarsdóttir,
Kristinn Heigi Gunnarsson
og systkini.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÚLFAR JACOBSEN,
Sóleyjargötu 13,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. desember
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á að láta
Flugbjörgunarsveitina njóta þess.
Bára Jacobsen,
Sofffa Jacobsen,
Auður Jacobsen,
Hilmar Jacobsen,
Egill Jacobsen,
Jóhanna Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Minning:
Stefanía Sigrún
Steinsdóttir
Fædd 1. maí 1916
Dáin 13. desember 1988
Mig langar til að minnast móður
minnar, Stefaníu Sigrúnar Steins-
dóttur, er lést á Landspítalanum
13. desember sl. eftir aðeins viku
legu.
Mamma fæddist 1. maí 1916 að
bænum Litla-Hvammi í Miðfirði,
Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar
hennar voru hjónin, Valgerður Jón-
asdóttir og Steinn Ásmundsson.
Böm Valgerðar og Steins urðu 13
svo að mamma ólst upp í stórum
systkinahópi. Foreldrar mömmu
vom fátækt fólk, jörðin lítil, bömin
mörg og húsakynnin aðeins einn
lítill torfbær. Lífsbarátta þeirra var
erfið.
Þegar mamma var 11 ára missti
hún móður sína. Heimilið var þá
leyst upp og hún send til vanda-
lausra. Þar bjó hún við misjöfn kjör
næstu árin uns hún réðst í vist til
kaupmannshjóna í Reykjavík. Þar
kynntist hún nýjum heimi og öðmm
aðstæðum. Henni leið mjög vel á
þessu heimili og dvaldi þar í eitt
ár. Þegar mamma var 16 ára réðst
hún sem ráðskona til Hauks Eyj-
ólfssonar sem þá var bóndi að Efri-
Völlum í Gaulveijarbæjarhreppi.
Mamma gerðist sambýliskona
Hauks og eignaðist með honum tvö
böm, Ingólf f. 1933 og Valgerði f.
1937. Haukur var um 20 ámm eldri
en mamma, merkilegur maður,
greindur og skáldmæltur en nokkuð
fomiegur í háttum. Þau fluttust til
Reykjavíkur til að freista gæfunnar
og bjuggu þar um tíma. Þar kynnt-
ust þau vonleysi kreppuáranna, fá-
tækt og atvinnuleysi. Þau fluttu því
aftur út á land og hófu búskap að
Horni í Borgarfírði.
Árið 1941 kynntist mamma föður
mínum, Herði Runólfssyni, sem þá
var bóndi á Hálsi í Skorradal. Þau
felldu hugi saman og ákváðu að
flytjast suður til Reykjavíkur og
stofna heimili. Mamma fór með
Valgerði dóttur sína með sér en
Ingólfur varð eftir hjá föður sínum
að Homi og ólst þar upp. Það var
mjög sárt fyrir mömmu að skilja
drenginn sinn eftir. Þá voru líka
víðsjárverðir tímar í landinu, heims-
styijöld geisaði og landið hemumið,
atvinnuleysi og vandamál að fá
húsnæði. Staða og kjör konunnar
önnur en nú í þjóðfélaginu og öll
lífsbarátta mun erfíðari.
Mamma og pabbi byggðu stórt
og myndarlegt hús að Hólsvegi 16,
Kleppsholti í Reykjavík. Þau eign-
uðust 5 böm: Auði f. 1943; Berg-
ljótu f. 1945; Úlfar Öm f. 1947;
Ingibjörgu Láru f. 1953 og Hörð
Þór f. 1958. Þau ólu einnig upp
Kolbrúnu dóttur Valgerðar en hún
lést 1969 aðeins 31 árs. Á þeim
tímum er þau fluttu suður þ.e. styij-
aldarámnum var pabbi sjómaður
og sigldi til Englands. Þá voru erfíð-
ir tímar fyrir mömmu, pabbi úti á
sjó vikum saman og hún ein heima
með bömin. Þá var líka vöru-
skömmtun í landinu og erfítt með
alla aðdrætti og þessu fylgdu
áhyggjur hvort skip pabba kæmist
í öragga höfn. f
Eftir stíð fór pabbi að vinna í
landi þá kom líka betri tíð og sam-
eiginlega hlúðu þau að sínu heimili.
Mamma og pabbi fluttu aldrei frá
Holsveginum. Þau bjuggu þar í rúm
40 ár og þar var æskuheimili okkar
systkinanna. Þar öðluðumst við til-
fínningar og þroska sem við búum
að allt lífíð. Mamma var yndisleg
móðir, hún var alltaf heima, tilbúin
að veita hlýju og hlúa að okkur og
hvort við komum heim úr vinnu eða
skóla var alltaf sérstakt að koma
heim. Hún tók þátt í öllu sem við
gerðum og fylgdist vel með er við
fluttumst að heiman og eignuðumst
heimili og fjölskyldu. Barnabömin
hændust að henni, hún átti líka svo
auðvelt með að skilja bamssálina
og „amma í Hó“ varð sérstök per-
sóna í hugum þeirra.
Mamma var tilfínningarík kona,
hreinskilin og trúuð. Hún var
blóma- og dýravinur, sérstaklega
þótti henni vænt um þrestina, vini
sína, er bjuggu í tijánum í garðinum
heima á vetuma og hún sá alltaf
um að gefa er veður vora köld. Hún
unni fögram hlutum og elskaði
t
Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÁGÚST HERMANNSSON
húsgagnabólstrari,
Bollagötu 6,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desem-
ber kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess.
Fyrir hönd systkina, tengdaforeldra og annarra vandamanna,
Ardfs Erlendsdóttir,
Hermann Björgvinsson, Kristfn Fjóla Þorbergsdóttir,
Gerður Sigurðardóttir, Þorsteinn Sæberg,
Fjóla Sigurðardóttir, Jakob Óskar Sigurðsson,
Svava Sigurðardóttir,
Sigurður Sæberg, Hrafnhildur Sæberg.
t
Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Foldahrauni 41F,
Vestmannaeyjum,
er lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 15. desember
verður jarðsungin frá Landakirkju fimmtudaginn 22. desember
kl. 14.00.
Þórarinn Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
EYÞÓRS ÓMARS ÞÓRHALLSSONAR
tannlæknis,
Helga Brynjólfsdóttir,
Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gfsladóttir,
Guðrún Eyþórsdóttir, Pótur Friðrik Arthúrsson,
Ragnar Eyþórsson,
Þórhallur Friðfinnsson, Guðrún Guðlaugsdóttir,
Kolbrún Þórhallsdóttir, Erling Aspelund.
íslensk ljóð og ættjarðarlög.
Oft rifjaði mamma upp endur-
minningar sínar frá því í gamla
daga. Oft vora þær sárar og henni
vöknaði um augu en oft var líka
hlegið dátt.
Hún minntist þess er hún var
bam í stóram systkinahópi, fátækt-
inni í litla kotinu, móður sinni sem
var sístritandi og féll svo frá stóra
bamahópnum sínum rúmlega fer-
tug. Hún minntist þess er hún var
hjá vandalausum og naut ekki allt-
aif hlýju eða skilnings, vinnuhörk-
unnar og einmanaleikans er gagn-
tók hana. Hún minntist þess er hún
var bamfóstra í Reykjavík 1930 og
hún kynntist kjöram almúgafólks-
ins er vann fyrir yfírstéttina. Líka
er hún fluttist til Hauks komung
og varð móðir í fyrsta sinn. Hve
fáfróð og fákunnandi hún var um
marga hluti þegar hún bjó með
fullorðnum manni og ungabami.
Mamma upplifði margt á sinni
ævi. Hún sagði mér margar merki-
legar sögur af reynslu sinni og
ævi, lífsskilyrðum og háttum sam-
ferðafólksins fyrr á tímum. Nú vildi
ég óska að ég hefði skrifað þær
allar niður.
Gott var að ræða við mömmu
því hún bjó yfír þroska og hún
skildi lífið og fólkið vel og margt
var gert að trúnaði. Sárt er að
hugsa til þess að hún býr ekki leng-
ur á Holsveginum. Nú verður pabbi
þar einn og á um sárt að binda.
En þannig líða æskuheimilin burtu,
foreldramir falla frá og húsin seld
en minningamar lifa í hjörtum okk-
ar allra.
Ég vil þakka elsku mömmu minni
fyrir allt og allt. Guð geymi hana.
Ingibjörg Lára
Okkur systumar langar til að
skrifa kveðjuorð til ömmu okkar,
Stefaníu Sigrúnar Steinsdóttur eða
ömmu á Hó eins og hún hét í hug-
um okkar.
Hún amma var okkur systranum
mjög kær og við umgengumst hana
mikið vegna þess að við bjuggum
í sama húsi og hún og afi. Hún var
hluti af okkar daglega lífi og að
heyra um skyndilegt fráfall hennar
er okkur mikil sorg og mikið áfall.
Erfitt er að ímynda sér framtíðina
án hennar ömmu og sérstaklega er
það erfítt núna um jólin. Það er
okkar trú að henni líði vel núna en
erfitt er fyrir okkur hin að halda
áfram án hennar.
Við söknum hennar ömmu mikið
og óskum henni góðrar hvíldar.
Ragnheiður Helena
og Sigrún Edda.
Kransar, krossar
w og kisíuskreytingar. w
r*' Sendum um allt land. '*'
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álrticimum 74. sími 84200