Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 33
Miövikíj'BXgflfc Heimslistin í listasöfh- umjapanskra fyrirtækja The Economist. LÍKJA sagnfræðing-ar framtíðarinnar Mitsukoshi-verslunar- keðjunni japönsku við Medici-ættina ítölsku? 28. nóvember síðastliðinn keypti stórverslunin málverk Picassos „Loftfim- leikamaður og trúður" á uppboði Christie’s í London fyrir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir 20. aldar málverk, eða 1,72 milljarða ísl. krónur. Málverkið verður til sölu í aðalversl- un Mitsukoshi í verslunarhverfinu í Tókió. Málverkinu hefur verið stillt út í glugga verslunarinnar og gera nýju eigendum- ir sér vonir um að geta selt það fyrir enn hærri upphæð. Japanskir auðmenn hafa keppst um að kaupa vestræn lista- verk undanfarin ár, einkum eftir að hrunið á kauphallarmörkuðum í október 1987 skaðaði tiltrú þeirra á erlendum fjárfestingum. Og um leið og staða jensins gagn- vart öðrum gjaldmiðlum styrkist, virðast vestræn listaverk falla í verði. Sú upphæð sem Japanir veija til listaverkakaupa á hveiju uppboði nemur nú að meðaltali 64,4 milljónum ísl. kr. en fyrir hrunið á kauphallarmörkuðum nam sú upphæð 23 milljónum. Á undanfömum tveimur árum hefur fjórðungur allra listaverka á al- þjóðlegum listaverkamörkuðum verið sleginn Japönum. Japanir vörðu 55,2 milljörðum króna til listaverkakaupa á fyrstu 9 mán- uðum þessa árs en á síðasta ári nam sú upphæð 43,5 milljörðum króna og hafði sú upphæð tvöfald- ast frá árinu áður. Raunverð sambærilegt og á 3. áratugnum Það er japönskum kaupendum að þakka að verð á impressjónísk- um og for-impressjónískum verk- um hefur hækkað um helming á þessu ári. Á hinn bóginn hefur verð á verkum gömlu meistaranna aðeins hækkað um 15%. En mál- verk geta fallið í verði, rétt eins og hlutabréf, einkum verði þau of eftirsótt meðal auðmanna. Bre- skar andlitsmyndir frá nítjándu öld voru afar eftirsóttar meðal kauphallarmanna í Wall Street á þriðja áratug þessarar aldar, síðan hríðféllu þær í verði. Það er ekki Reuter Olíumálverkið „Sólblóm" eftir Vincent van Gogh. fyrr en nú að raunverð þeirra er sambærilegt og það var á þriðja áratugnum, þ.e.a.s. ef verðbætur og vextir eru undanskildir. Mörg japönsk fyrirtæki kaupa listaverk ekki síður með það í huga að auka hróður fyrirtækj- anna en til fjárfestinga. í mars á síðasta ári keypti tryggingafélag- ið Yasuda „Sólblóm" eftir Van Gogh fyrir rúma 2 milljarða króna. Málverkið hangir nú uppi á vegg í listasafni fyrirtækisins í aðalskrifstofum þess í Tókíó. Mitsukoshi-fyrirtækið ætlar hins vegar að hagnast á „Trúðnum“. Heimslistin til sölu í stórmörkuðum Umboðsaðilum í New York og London kæmi ekki til hugar að taka málverk í umboðssölu fyrir stórverslun. En Japanir eru því vanir. Málverkasýningar eru haldnar reglulega í mörgum versl- unum í Japan. Seibu-verslunin, sem nýlega festi kaup á málverki eftir Monet fyrir 546,6 milljónir króna, hélt sýningu á verkum Pauls Klee árið 1961. Ungum og óreyndum kaupendum, sem marg- ir hafa- hagnast með skjótum hætti á verðbréfa- og fasteigna- markaðnum í Tókíó, finnst þægi- legra að kaupa listaverk í verslun- um en hjá snobbuðum eigendum listasafna. Þrátt fyrir hin háu umboðslaun sem verslanimar taka fyrir þessa þjónustu hefur sala þeirra á listverkum aukist mikið á undanfömum tveimur árum. Fyrirtækin njóta skattafrádráttar Fýrir tveimur árum byggðu mörg japönsk bæjarfélög ný lista- söfn og hófu listaverkakaup. Borgaryfirvöld í Nagoya greiddu t.a.m. 350 milljónir jena (101,1 milljón krónur) fyrir málverk Modiglianis „Kona með tíkar- spena". Þessu mættu fyrirtækin með umfangsmiklum listaverka- kaupum til eigin listasafna. í Jap- an em flest listasöfn rekin af fyr- irtækjum. Ástæðan er sú að slíkur rekstur er frádráttarbær til skatts eigi fyrirtæki í hlut en ekki ef það er einstaklingur. Flestir listaverkakaupendur koma úr stétt fasteignasala, hlutabréfasala og eigenda lítilla fyrirtækja. Hinir nýríku kaupa einnig demanta, gullskartgripi og gullstangir. Forsvarsmenn pen- ingastofnana og fjárfestingar- og fasteignafyrirtækja óttast að spamaður fyrirtækja renni til annarra og gaumgæfa því nýjar þjónustuleiðir fyrir hina vellríku. Medici-ættinni, sem sjálf stundaði bankastörf, hefði litist vel á þá fyrirætlan. Bretland: Enn dregur úr atvinnuleysi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í nóvembermánuði dró úr at- vinnuleysi i Bretlandi 28. mánuð- inn í röð. Launahækkanir i októ- ber voru minni en búist var við. Verðbólga var 4,6% í nóvember, miðað við heilt ár, hin sama og mánuðinn á undan. Atvinnulausum fækkaði í nóvem- ber um ríflega 49.000, niður í rúm- lega 2,1 milljón manna. Atvinnu- lausum hefur fækkað að jafnaði um 40.000 á mánuði að undanfömu, og ættu þeir að verða færri en tvær milljónir á næsta ári, ef svo heldur fram sem horfir. Atvinnulausir era nú 7,5% af mannafla. Launahækkanir í október höfðu orðið 9% miðað við sama mánuð árið á undan. Sömu tölur fyrir sept- ember voru 9,25%. Þetta er í fyrsta skipti síðan í janúar 1987, að launa- hækkanir minnka á milli mánaða. Vinnuaflskostnaður á fram- leiðslueiningu í október hafði hækk- að um 1,4% miðað við samá tíma árið á undan. í september hafði hann hins vegar lækkað um 0,3% miðað við árið á undan. Verðbólga í nóvember var 6,4% miðað við heilt ár og hafði haldist óbreytt frá því í október. En vegna hækkana vaxta á húsnæðislánum, fyrirhugaðrar hækkunar á lestar- fargjöldum og rafmagni er talið öraggt, að verðbólga muni aukast í 7% eða meir í upphafi næsta árs. 206 milljón punda hagnaður varð á rekstri rflcissjóðs í nóvember. Það sem af er fjárhagsárinu hefur hagn- aðurinn á ríkissjóði verið 6,2 millj- arðar punda, en á sama tíma í fyrra var 800 milljóna punda halli á ríkis- sjóði. Búist er við, að hagnaðurinn gæti numið allt að 15 milljörðum punda í lok fjárhagsársins. Sovétríkin árið 1991: Gengi rúblunnar fellt um helming SOVÉSK stjórnvöld hafa ákveðið, að £rá og með árinu 1991 verði gengi rúblunnar í viðskiptum sovéskra fyrirtækja við útlönd fellt um helming. Sagði nýlega frá þessu í danska blaðinu Jyllands- Posten en það hafði fréttina úr sovésku dagblaði. Frá 1. janúar 1991 fá sovésk skráningu rúblunnar, sem þá verð- fyrirtæki 100% bónus frá stjóm- völdum fyrir þann erlenda gjald- eyri, sem þau afla sér í viðskiptun- um við útlönd, en það jafngildir 50% gengisfellingu rúblunnar. Op- inberlega er hún nú skráð á 1,60 dollara eða um 73 ísl. kr. „Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að gera rúbluna gjaldgenga," sagði Níkolaj Garetovskíj ríkisbanka- stjóri í viðtali við stjómarmálgag- nið Ízvestíu. Þá er það önnur nýlunda, að eftir 1. apríl nk. geta sovésk fyrir- tæki milliliðalaust leitað eftir fjár- magni á erlendum peningamark- aði. Þau geta einnig keypt erlendan gjaldeyri á gjaldeyrisuppboði í Sov- étríkjunum en með þvi er í raun verið að afnema opinbera gengis- ur vegin á alþjóðlega vog. Sovésk stjómvöld hafa einnig til endurskoðunar reglur um aðild út- lendinga að atvinnurekstri og verð- ur fallið frá því, að Sovétmenn eigi minnst 51% í slíkum fyrirtækjum. Forstjórinn má þá vera útlendingur og fyrirtækið getur sjálft ákveðið launakjör og ráðið fólk eða sagt upp. Forsvarsmenn evrópskra fyrir- tækja hafa fagnað síðargefndu breytingunum, þeim, sem snúa að fyrirtækjasamvinnu, en hafa hins vegar efasemdir um framtlð rúbl- unnar sem alþjóðlegs gjaldmiðils. Segja sumir, að rúblan sé nokkurs konar gervigjaldmiðill og eiginlega ómögulegt að ákveða hvert mark- aðsverðið er hveiju sinni. SINGER SAUMAVÉLAR SPARA ÞÉR SPORIN SAMBA EXCLUSIVE Saumavél með 11 mismunandi -fr Loksaumur Einnig hefur véiin sjálfvirkan hnappagatasaum, frjálsan arm og þægilega yfirbreiðslu. • m kr. 18.915 stgr. Vélln er með frjálsum armi og sjálfvirkum hnappagatasaum. Það er auðvelt að þræða hana og iétt að spóla. kr. 15.820 stgr. Við kaup á einni af neðangreindum saumavélum fylgir Magic Taylor tölufestingavél eða viðgerðavél í bónus. SINGER tölvuvél mód. 6268 kr. 54.500 stgr. SINGER Serenade 30 mód. 6235 kr. 42.720 stgr. SINGER Serenade 10 mód. 6233 kr. 30.780 stgr. _ GREIÐSLU- $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM, SÍM1685550 ÁRMÚLA 3, SÍMI687910 OG KAUPFÉLÖGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.