Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 69
88ei aaaMaaaa .xs auoAauaivaiM .aiaAjaMuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 21. DESEMBER 1988 80 69 Þessir hringdu . . Ljótur leikur Stefania Jónasdótti hringdi: „Mér ofbauð að sjá í fréttum sjónvarps fyrir nokkru að stofna ætti til keppni í ijúpnaveiði. Að mínu áliti getur svona dráp ekki flokkast undir veiðimennsku. Sannur veiðimaður hlýtur að bera virðingu fyrir bráð sinni og lífínu og höfða ég til allra sannra veiði- manna um að taka ekki þátt í þessum leik, því þetta er leikur fundinn upp af einhveijum versl- unareiganda tii að gærða á. Eða á lff ijúpunnar að vera undir því komið að einhveijum kaupmönn- um detti í hug að nú þurfí leik til að drepa sem flestar? Þvílíkt virðingarleysi gagnvart lífínu og náttúrunni. Þetta er til skammar og ég get ekki séð að hér á landi þurfí menn að veiða sér til matar. Vona ég að enginn taki þátt í þessu.“ Góður upplestur Hafsteinn hringdi: „Ég heyrði Guðmund J. lesa upp í þætti sr. Bemharðs í útvarp- inu 11. desember. Upplestur hans var svo frábær að ég vil stinga uppá því að hann verði fenginn til að lesa Passíusálmana í vetur." Sjóður vegna læknamistaka Gísli Halldórsson hringdi: „Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra ætti að koma á fót nefnd til að stofna sjóð sem greiddi bætur fyrir mistök lækna. Það ætti að láta lækna taka þátt í þessum sjóði, það mætti t.d. taka ákveðna prósentu af launum þeirra og ættu tannlæknar að taka þátt í þessu líka. Borgin ætti að reka Kvennathvarfíð. Gaman væri að vita hvað borgin fær mikið í aðstöðugjöld og eign- arskatta- af ríkiseignum í Reykjavík og hvað hún tekur mörg rúm á ríkisspítölum. Svo tel ég að Reykjavíkurborg ætti að sjá um allan rekstur og viðhald á Þjóðleikhúsinu, það er ekki fyrir landsbyggðarmenn sefn þurfa að leggja í kostnaðarsöm ferðalög til að sjá sýningar þar.“ Kötturinn Kolur týndur Kolur er svartur sex mánaða fressköttur og var með svarta flauelsól um hálsinn er hann fór að heiman frá sér í Bústaðahverfí að kvöldi 14. desember. Ef ein- hver hefur orðið hans var eða ef til vill annast hann núna, mundi sá hinn sami geta fært litlum 9 ára dreng gleðilegri jól með því að láta vita í síma 37920. Góðbók S.Þ. hringdi: „Ég var að lesa bókina Leynd- armálið í Engidal eftir Hugrúnu. Það er mjög góð bók og ætti að vera til ’a hveiju heimili. Ég vil benda fólki á að lesa þessa bók því hún er mjög skemmtileg." Vasatölva Casio vasatölva fannst í Hlíðun- um í síðustu viku. Upplýsingar í síma 18613 eftir kl. 19. Gullarmband Gullarmband tapaðist einhvers staðar á leiðinni frá Ánanaustum suður í Hafnarfjörð. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 51949. Raunsæ unglingabók Bryndís Sigurðardóttir- hringdi: „Fyrir skömmu birtist pistill í Velvakanda þar sem kvartað var yfir því að unglingabækur skorti raunæsæi. Ég vil benda á bókina Táningar og togstreita eftir Þóri S. Guðbergsson. Þar er fjallað um unglinga á mjög raunsæjan hátt og ættu sem flestir unglingar að lesa hana.“ Grár köttur Grár köttur er í óskilum í Selás- hverfí. Upplýsingar í síma 673964. Budda Budda með strætómiðum o. fl. fannst við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 697112. Gullúr Gullúr með svartri ól tapaðist í síðustu viku á leið frá Sólheimum út á Langholtsveg. Finnandi vin- samlegast hingi í síma 36741. Úr Pier Point úr fannst við Blóm- vang í Hafnarfírði fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 53375. Xenófón, ekki Xenófanes! Ágæti Velvakandi. Ég er ekki þrasgjam maður. En nú er svo komið að ég get ekki leng- ur orða bundist. Með einhveiju móti verður að stemma stigu við þeirri ónákvæmni, að ég ekki segi subbuskap, sem hitt og annað fjöl- miðlafólk er sýknt og heilagt að gera sig sekt um. Dropinn sem minn mæli fyHti féll 11. desember. Ungur maður, raunar orðlagður fyrir fróðleik um óskyldustu efni, þrástagaðist á því í miðnæturþætti á rás 1 í Ríkisútvarpinu að ritið Anabasis eftir gríska sagnritarann Xenófón væri samið af allt öðrum manni. Vildi umsjónarmaðurinn ungi ólmur eigna frásögnina um för hinna tíu þúsund einhveijum Xenó- fanesi (farandskáldinu frá KÓlófón í Litlu-Asíu?). Þetta stenst engan veginn, m.a. af því að sá Xenófan- es, sem við þekkjum, var og hét einum tveimur öldum áður en þeir atburðir gerðust sem greint er frá í Anabasis. Um þetta leyti var Xenófón hins vegar á besta aldri og var aukinheldur einn hinna tíu þúsund málaliða sem réðust til her- fararinnar. Verður því að teljast líklegt að Xenófón hafi ritað Ana- basis en ekki Xenófanes, nema umsjónarmaðurinn liggi á áður óþekktum upplýsingum um þetta efni. Ég vil geta þess hér að end- ingu að það er hlálegt en engu að síður satt: umræddur umsjónar- maður húðskammaði eitt sinn hér í Velvakanda einhvem aumingja plötusnúð fyrir vanþekkingu á grískri sögu og landafræði. Hafði sá velt vöngum upphátt í útvarpi yfir því hvort Arkadía væri ekki bara bull (en ekki hérað á Pelops- skaga). En sá skammar oft best sem síðast skammar. Til að fyllstu sanngimi sé þó gætt tek ég fram að miðnæturþátturinn var — fyrir utan þetta með Xenófanes fyrir Xenófón, sem er hneyksli — ekkert ónotalegur undir svefninn, þar voru kveðnar armenskar rímur af nokk- urri íþrótt o.s.frv. Hreint alls ekki óviðeigandi núna þegar hið marg- hijáða land, Armenía, er svo ofar- lega á baugi, allt í einu. Fyrst ég er nú farinn af stað vildi ég beina tvennu til Morgun- blaðsins. Hið fyrra er að gaman er að sjá að höfundur Helgispjalls (11. des.) er ekki síður vel að sér um kínversk ævintýr fom en eitt átrún- aðargoð hans, Borges. Hið síðara snertir endalaus skrif Hrólfs Sveinssonar og attaníossa hans. Hættið þessu, eru vinsamleg til- mæli mín og fleiri Morgunblaðsles- enda, sem ég veit af, til þessara mætu manna. Skuggi HEILRÆÐI Slysalaus jólaundirbúningur Gæta verður þess að höldur og sköft ílátanna á eldavélinni snúi til veggjar þannig, að stuttir handleggir geti ekki teygt sig í þau og steypt yfir sig sjóðandi og brennheitu innihaldinu. Alltof oft hefur það hent að börn hafa stungið sig og hlotiö djúp sár á eggjárnum sem skilin hafa verið eftir í hirðuleysi að aflokinni notkun. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. «Viftu b\c5a.efb\ranr\ari lyftu f" Vínandamælinn sió út við verðum að fara með hann til blóðtöku ... HÖGNI HREKKVÍSI „ PA€> ER (SOTT AS> SJÁ A£> EIMH\/Eí? ER KO/VUNN i' JÓLASKAP. "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.