Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 70
70 ÍHémR FOLK ■ LÖGREGLAN í Hollandi hef- ur kyrrsett danska landsliðsmann- inn Sören Lerby á meðan mál hans og Ajax er í rannsókn. Lög- reglan tók vegabréf Lerby, þannig að hann komst ekki til Danmerk- ur. Lögfræðingur Lerbys sagði í gær að hann væri saklaus. Sagði að Lerby hefði aðeins fengið pen- ingalán hjá Ajax, sem hann hefði borgað aftur þegar hann fór til Bayem Mtinchen. ■ MAURICE „Mo“ Johnston, sem á eftir ár af samningi sínum við Nantes í Frakklandi, hefur ekki almennilega náð fótfestu hjá liðinu og svo getur farið að hann verði seldur á næstunni. Mörg félög hafa sýnt áhuga á skoska landsliðs- miðheijanum, en aðeins Borussia Dortmund hefur gert ákveðið til- boð og er rætt um tæplega 150 milljónir íslenskra króna. ■ GYOERGY Mezey, sem tók við ungverska landsliðinu í knatt- spymu fyrir fimm mánuðum hefur sagt starfi sínu lausu vegna þess að hann taldi að stjóm knattspymu- sambands landsins væri ekki starfi sínu tfaxin. Báðir aðstoðarþjálfarar hans sögðu upp um leið sem og læknir liðsins og nuddari. „Þetta er hræðilegt. Staða ungverskrar knattspymu hefur aldrei verið eins slæm og nú,“ sagði landsliðsmaður- inn Imre Garaba. ■ JOHN Brophy var rekinn frá Toronto Maple Leafs á mánudag. Liðið hafði þá leikið 10 leiki í röð í NHL án sigurs og því var þjálfar- inn látinn fara. George Arm- strong, sém var fyrirliði íshok- kíliðsins hér á. árum áður, tók við og um kvöldið vann Torontó St. Louis Blues 4:3. ■ JUAN Lozano, fyrrum fyrir- liði Anderlecht, hefur verið frá keppni í 20 mánuði, en hann tvífót- brotnaði í leik gegn Waregem í apríl 1987 og hefur níu sinnum verið skorinn upp vegna meiðsl- anna. Yvan Desloover sparkaði í fyrirliðann með fyrrgreindum af- leiðingum og nú hefur Lozano höfðað mál gegn þeim brotlega. ■ VRENI Schneider frá Sviss ' er ósigrandi í heimsbikarkeppni kvenna þessa dagana. í gær sigraði hún í fjórða sinn, að þessu sinni í svigi í Courmayeur á Ítalíu — fékk samanlagðan tíma 1:37,53. Blanca Femandez Ochoa frá Spáni var 0,01 sekúndu á eftir svissnesku drottningunni og hafn- aði í öðm sæti. ■ VIV Anderson og John Fas- hanu voru dæmdir í leikbann í gær og sektaðir fyrir slagsmál eftir að Wimbledon hafði unnið Manc- hester United 2:1 í byijun nóvem- ber. Fashanu fékk þriggja leikja bann og tvö þúsund punda sekt, en Anderson fékk eins leiks bann og 750 punda sekt. Þá þurftu þeir að greiða málskostnað. Bannið tekur gildi 9. janúar. ■ MARY Decker Slaney sagði á blaðamannafundi í gær að lyfja- próf hefðu verið af skomum skammti á Ólympíuleikunum í Seoul. „Ég veit að í mínum grein- um var maðkur í mysunni," sagði bandariska stúlkan, sem keppti í 3.000 m og 1.500 m hlaupi en vann ekki til verðlauna. „Ben Johnson var ekki eini gullhafínn, sem var á ólöglegum lyfjum," bætti hún við en vildi ekki nefna nein nöfn. Hún sagði ennfremur að lyfja- notkun væri mun meiri en fólk gerði sér grein fyrir og nefndi sérstaklega íþróttafólk frá Evrópu í því sam- bandi. Hún vildi herða viðurlög og dæma þá sem féllu á lyfjaprófí í æfílangt bann. „Hvers vegna á fólk að fá annað tækifæri til að svindla," spurði hún. MORGUNBLAÐŒ) IÞROTHR MIDVIKUDAGUR 2?. PESEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA „Mótherjar við hæfi“ - sagði Stanisiaw Modrowski þjálfari Vals, sem mætir Magdeburg. Framstúlkurtil Sovétríkjanna „VIÐ þurfum að leika við sterk lið til að halda okkur við efnið og því má með sanni segja að leikmenn Magdeburg séu mót- herjar við hœfi,“ sagði Stan- islaw Modrowski, þjálfari Vals, aðspurður um dráttinn í átta liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Modrowski sagði að sennilega hefði verið auðveldast að lenda gegn ítalska liðinu. „SKA Minsk er sigurstranglegast í keppn- inni, en Steaua og Barcelona eru einnig mjög sterk. Hins vegar má ætla að við séum á svipuðu róli og hin þijú — Magdeburg, Drott og „Verður erfitt" - sagði Viggó Sig- urðsson, þjálfari FH, sem mætir Krasnodar „ÞAÐ eina sem ég veit um SKIF Krasnodar er að liðið er frá Sovétríkjunum, þar sem handknattieikurinn er sá besti í heimi, og markverðirnireru í landsliðinu. En liðið átti í erfið- leikum með austurríska liðið í síðustu umferð, sem bendir til að ekki sé um ofurmenni að ræða. Þetta verður erfitt en er ekki vonlaust" sagði Viggó Sig- urðsson, þjálfari FH, um leiki liðsins i átta liða úrslitum IHF- keppninnar. Dusseldorf var óskalið Viggós, en eins hafði hann ekkert á móti að leika gegn Hellerup. „Vor- wart frá Austur-Þýskalandi er sennilega með besta liðið í keppn- inni, en þetta eru samt allt góð lið. Sjálfstraust okkar er allt annað og meira eftir að hafa slegið Evrópu- meistara Baia Mare frá Rúmeníu út og því eru sigurmöguleikar FH alveg eins fyrir hendi, þó báðir markverðir SKIF Krasnodar séu í sovéska landsliðinu,“ sagði Viggó. Viggó sagði ennfremur að FH ætti erfíða og dýra ferð fyrir hönd- um, en hann vonaði að liðið þyrfti ekki að fara í ámóta rútuferð og í Rúmeníu á dögunum. „En það er langt í leikina — þeir verða ekki fyrr en í mars og við eigum heima- leik á undan, sem getur verið sterkt," sagði Viggó. Dukla Prag,“ sagði hann, en það er ekki þar með sagt að leiðin í undanúrslit sé greið," bætti þjálfar- inn við. Með Magdeburg leika sex til sjö landsliðsmenn og sagði Modrowski að þess vegna kæmi sér vel fyrir Val að landslið Austur-Þjóðveija leikur hér í janúar. „Þá getum við fylgst með þeim, en eins mun ég rejma að fá upplýsingar um liðið frá vini mínum í Póllandi. Við und- irbúum okkur sem best við getum og ég kvarta alls ekki yfír drættin- um,“ sagði þjálfari Vals. Framstúlkur til Sovétríkanna „Það er ekki fysilegur kostur að fara til Sovétríkjanna, en ekki verð- ur á allt kosið. Við leikum gegn sterkasta kvennaliði heims og því gefst kærkomið tækifæri til að bera okkur saman við það besta — við sjáum hvar við stöndum," sagði Steindór Gunnarsson, þjálfari Fram, í samtali við Morgunblaðið. Stúlkumar í Fram drógust gegn sovésku meisturunum og Evrópu- meisturum Spartak Kiev í 16 liða úrslitum Evrópukeppni meistara- liða. í sovéska liðinu eru níu stúlk- ur, sem léku með landsliði Sov- étríkjanna á Ólympíuleikunum í Seoul, en 10. landsliðskonan var meidd! „Ekki er raunhæft að við gemm stóra hluti, en við fömm í þessa leiki af mikilli grimmd. En auðvitað em stelpumar hræddar við skell og þær hafa sagt að best væri að semja um að leika báða leikina úti, því þá fréttist ekki af þeim! En að öllu gamni slepptu þá verður þetta mik- il lífsreynsla fyrir stúlkumar í Fram því ég efa að íslenskt kvennalið hafí leikið gegn svo sterku liði. Möguleikarnir á pappírnum em samt nánast engir, en við gemm okkar besta,“ sagði Steindór. Fram á fyrst heimaleik og á hann að fara fram 9. - 15. janúar, en seinni leikurinn skal leikinn 16. - 22. janúar. LANDSLEIKUR Morgunblaðiö/Einar Falur Konrád Olavson var með 100% skotnýtingn gegn Svíum og skoraði tvívegis. „Uppskorið eins og til var sáð“ - sagði Hilmar Björnsson „Það er lítið um þennan leik að segja og raunar best að segja sem minnst annað en að uppskeran hafi verið eins og tii var sáð,“ sagði Hilmar Björnsson fyrrum landsliðs- þjálfari í handknattleik eftir leikinn í gær. Og hann hélt áfram: Hvemig á öðm vísi að fara þeg- ar svona er dembt á landsliðs- menn, að koma saman óundirbúnir inni í miðri hrinu deildar- og Evr- ópuleikja og leika landsleiki Það er fáránlegt. Að mínum dómi er ekki hægt að dæma liðið af þessum leik og úrslitunm." „Vantaði stemmingu" Annar fyrmm landsliðsþjálfari, Jó- hann Ingi Gunnarsson var einnig þama á ferðinni. Hann sagði m.a. þetta: „Ég vonaðist til þess að sjá þokkalegan landsleik, en hann var það alls ekki, að minnsta kosti ekki hjá okkar mönnum. Sænska liðið var mun betra og átti sigurinn fylli- lega skilið. En það var einkenn- andi, að það vantaði alla stemmingu í íslenska liðið og manni virtist það alltaf vera svolítið á hælunum. Það er óeðlilegt, því í landsleik eiga menn að keyra á fullu og gefa allt í leikinn." EVROPUKEPPNIN í HANDBOLTA í gær var dregið í átta liða úrslit Evrópumótanna í hand- knattleik. Fyrri leikirnir eiga að fara fram 6. mars til 12. mars, en seinni leikirnir 13. - 19. mars 1989. Keppnl meistarallða Ortigia Siracusa (Italíu) - Steaua Búkárest (Rúmeníu) Valur - Magdeburg (A-Þýskalandi) Drott (Svíþjóð) - Barcelona (Spáni) SKA Minsk (Sovétríkjunum) - Dukla Prag (Tékkoslóvakíu) Keppnl bikarhafa Bramac Veszprem (Ungveijalandi) - TUSEM Essen (V-Þýskalandi) „Crvenka" (Júgóslavíu) - US Créteil (Frakklandi) Dinamo Bukarest (Rúmenfu) - Empor Rostock (A-Þýskalandi) Stavanger (Noregi) - Bidasoa (Spáni) IHF-keppnln FH - SKIF Krasnodar (Sovétríkjunum) Dusseldorf (V-Þýskalandi) - Politehchnica (Rúmeníu) Vorwart Frankfurt/O (A-Þýskalandi) - Pelister (Júgóslavíu) Hellemp (Danmörku) - Cajamadrid (Spáni) „Mikilvægir fjár- öflunarleikirf< sagði Bogdan landsliðsþjálfari Bogdan landsliðsþjálfari sagði í viðtali við Sjónvarpið á laugardag að liðsins vegna væri slæmt að leika núna. Eftir leikinn útskýrði hann hvers vegna. „Það er tvennt ólíkt að leika deildarleik eða landsleik. í deildinni þekkja menn mótheijana og vita að hveiju þeir ganga, en öðru máli gegnir í landsleik. Því þarf liðið að æfa saman, sama hve leikreynt það er. Við æfðum ekkert fyrir þennan leik og uppskárum sem til var sáð. En þetta eru fjáröflun- arleikir og mikilvægir sem sl$kir.“ Bogdan sagðist velja liðið fyrir leikinn í kvöld eftir hádegisæf- ingu. „Ég veit ekki hveijir mæta eða hvort einhver eða einhveijir eru meiddir. Því get ég ekki sagt hveijir verða vaidir en víst er að annar eða báðir markverðimir fá að hvíla," sagði landsliðsþjálfar- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.