Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Höfundurinn Jose Cela og Krist inn R. Ólafsson Allir órar okkar Uppgjör Aylu fyr- ir 35 þúsund árum Bókmerintir Jóhanna Kristjónsdóttir Camilo Jose Cela: Paskval Dvarte og hvski hans Kristinn R. Olafsson þýddi Útg. Vaka/Helgafell Paskval, söguhetja bókarinnar, situr í dauðaklefanum og meðan hann bíður dauðans skrifar hann niður sögu sína. Hann hafði alist upp í litlu spönsku þorpi við harðan kost og horfði upp á föður sinn lemja móðurina reglulega, móðirin er raunar ekki engill heidur og Paskval þykir snemma heldur bald- inn og sérsinna. Fyrsta óhæfuverk hans er að skjóta tíkina, vin sinn, með haglabyssu og verður þó ekki séð annað en hún hafí verið honum kær. Sá atburður eða sú gjörð er raun- ar dæmigerð fyrir allar athafnir Paskvals um hans ólánsömu daga. Hann fremur ódæði, kannski án þess beinlínis að vera illmenni og ef gerðir hans eru illar má veija það sem hann aðhefst með ljótu og vondu umhverfí, hræðilegum öflum sem ná valdi á honum. Það er sennilega réttara að segja að hann trúi því að honum hafí strax frá frumbemsku verið sköpuð ör- lög, sem hann er að reyna að flýja en tekst sjaldan. Systirin Rósaríó er ein fárra í uppvextinum sem Paskval hefur hlýjar tilfinningar til. Er þó flarri þvf að hún sé nein sérstök fyrir- mjmdarstúlka, hleypst ung að heiman og kemur sér fyrir í hóru- húsi og stundar þá iðju alltaf annað veifíð síðan. Paskval gengur að eiga stúlkuna Lólu, sem hann hefur gert bam. Hann unir glaður við Bókmenntir Jenna Jensdóttir Jens Sigsgaard: Mídas konung- ur er með asnaeyru. Vilbergur Júlíusson endursagði. Teikning- ar eftir Jon Ranheimsæter. Bókaútgáfan Björk 1988. Danski rithöfundurinn Jens Sigs- gaard (1910) varð heimsfrægur fyrir bók sína Palli var einn í heim- inum, sem kom út 1942. Sigsgaard sem er bæði kennari og sálfræðing- ur skrifaði bókina um Palla út frá því að þúsund böm voru spurð hvað þau myndu gera ef þau væru ósýni- leg. Með sögu sinni vildi höfundur sýna fram á að enginn getur lifað án annarra. Sigsgaard breytti upp- runalegri útgáfu 1954, þar sem að þurfa að giftast henni en ólánið hefíir ekki vikið langt. Strax í brúð- kaupsferðinni gerast atburðir sem boða illt. Þegar þau eignast bam fá þau ekki að halda baminu og Paskval tryllist af sorg og viðbjóði yfír lífi sínu þegar bamið deyr ungt. Hann stekkur á flakk og fer vítt um og stefnir að því að kom- ast úr landi, en það lánast auðvitað ekki frekar en annað. Þegar hann ákveður loks að snúa heim aftur hefur Lólu leiðst biðin eftir honum og orðið fótaskortur í siðferðinu, hún er ólétt eftir Sperrilegg, fyrrum kvalara Rósaríó systur hans. Það er ekki ástæða til að rekja söguþráðinn út í æsar, en áfram veltir höfundur fyrir sér þessum rílqandi öflum í skaphöfn Paskvals, er hann hrotti og illmenni en þó öðlingur? Er hann leiksoppur ör- laga og aðstæðna allt í kringum hann sem hann fær ekkert við ráð- ið? Ef svo er er líka spumingin hver er sá seki í alvöru, hvað eru örlög og hvað er ásetningur og er hægt að ásaka Paskval fyrir það sem gerist í lífí hans og umhverfis hann. Altjent verður Paskval margt í senn í huga lesanda, leiksoppur fúlla skapanoma eða illmenni sem svífst einksins og þarf sjaldnast að hafa neinar ástæður fyrir þeim ódæðum sem hann fremur. Sagan er þmngin kímni og háði, stílsnilld höfundar leynir sér ekki og Kristinn R. Ólafsson hefur unn- ið ekki minna verk með þýðingu sinni sem er á skemmtilegu og auðugu máli. Þó felli ég mig ekki alls kostar við þá sérvisku að skrifa nöfn eftir framburði, það virðist dálítið út í bláinn. En hvað sem því líður, hér er merkileg bók á ferð. Og tekur hug manns fanginn meðan sagan er lesin. sýnt þótti að óheppilegt var að Palli vaknaði grátandi í rúmi sínu í sögulok. Og 1974 varð breyting á Pallabókinni f myndskreytingu Ame Ungerman, sem einnig mynd- skreytti fyrri útgáfu. Þetta sýnir að Sigsgaard telur að breytingar séu æskilegar til þess að skáldverk standist „tímans tönn“. Hér kemur í íslenskri þýðingu sagan um Mídas konung eins og Sigsgaard hefur endursagt hana á sína vísu og með því beint boðskap hennar og áhrifum í nokkuð aðra átt en hin fræga saga austan úr Asíu gerir í sinni upprunalegu mynd. Allir sem lesið hafa ævintýr- ið gamla muna að Mídas konungur fékk asnaeyrun af því að hann hafði meira gaman af flautuspili en hörpuleik. I endursögn sinni lætur Sigs- Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jean Auel: Mammútaþjóðin, skáldsaga um börn jarðar íslensk þýðing: Ásgeir Ingólfs- son og Bjarni Gunnarsson Útg. Vaka/HelgafeU Jean Auel hefur eignast tryggan lesendahóp með fyrri bókum sínum um Þjóð bjamarins mikla og Dal hestanna. Þar var sögð saga stúlk- unnar Aylu, sem er af kynstofni nútímamannsins, en hafði alist upp hjá Ætt hellisbjamarins vegna náttúruhamfara sem gerðu að verkum að hún varð viðskila við fólk sitt. Ayla og Jondalar ástmaður hennar hitta nú fyrir í þessari bók „Mammútaþjóðina", en þeir eru einnig af hennar stofni. Þó er hægara sagt en gert fyrir hana að laga sig að lifnaðarháttum þeirra í upphafi og sama má um þá segja, það er gagnkvæm tor- tryggni sem ríkir en viljinn til að skilja er fyrir hendi. Það vekur með Mammútafólk- inu skelfíngu og hálfgerðan við- bjóð, þegar það upplýsist að Ayla hefur alist upp hjá fólki sem aðrir ættflokkar líta á sem dýr og það vefst fyrir því að átta sig á, hvem- ig skynlausar skepnur geta þó hafa kennt Aylu ótrúlegustu hluti. En hún vinnur traust þeirra smám saman og sjálf lærir hún að átta sig á þeim ávinningi sem hún hef- ur af því að kynnast fólki af eigin ætt. Að vísu hafði Ayla um langa Bókmenritir Jóhann Hjálmarsson FERSKEYTLAN. Vísur og stef frá ýmsum timum. Kárí Tryggvason valdi. Almenna bókafélagið 1988. Kári Tryggvason kallar Fer- skeytluna í formálsorðum „örlítið sýnishom af íslenskri vísnagerð frá ýmsum tímum“. Hann heldur fáfram: „Til em fjölmargar lausavísur sem enginn veit um höfund að. Ekki þótti ástæða til að sleppa þeim er til mála komu og birtast nokkrar slíkar vísur í þessari bók. Það er líka staðreynd, að vísan gaard konunginn fæðast með asna- eyrun og foreldrar hans dylja van- sköpun sonar síns. Þegar þeirra nýtur ekki lengur við eyðir Mídas miklu gulli í að dylja asnaeyru sín. Grundvallarbreytingin felst $ því að kjami málsins sé sá að enginn verði hamingjusamari af því að andlegt eða líkamlegt ástand hans sé öðrum dulið. Það sé helgur réttur hvers einstaklings að samfélagið virði hann og taki hann gildan eins og hann er. í ævintýrinu losnar Mídas við asnaeymn, en hér lærir hann að lifa með þau. Sigsgaard hefúr áður endursagt verk eftir sínu höfði. T.d. bjó hann til sögu úr gamla þjóðkvæðinu um Hróa Hött og félaga (1952). Þýðingin er vel gerð og myndir em bæði skrautlegar og stórskom- ar. hríð þurft að bjarga sér sjálf er hún var gerð útlæg frá Ættinni og komst þá að mörgu sem gerði henni auðveldara að bjarga sér. Son sinn Durc hefur hún orðið að yfírgefa, en hjá Mammútafólkinu hittir hún fyrir dreng, sem einnig virðist vera blendingur af Ættinni og það vekur upp hjá henni miklar hugsanir um son sinn og svo sér- stakar tilfínningar til drengsins, sem hún sér í hendi sér að á nokk- uð undir högg að sækja hjá mamm- útafólkinu. Kærleikur þeirra Aylu og Jond- alars er sterkur og innilegur, en hjá hinni nýju þjóð liggja leiðir þeirra og Ranecs saman og hann lítur Aylu hým auga. Sjálf á hún í nokkmm vanda með að skilja eigin kenndir, en um hríð fer svo að hún og Ranec tengjast tryggða- böndum. Þessi bók Jean Auel er í ætt við hina fyrstu, full af fróðleik um lifn- aðarháttu fólks fyrir 35 þúsund áram, en sett fram af miklu meira lífi og frásagnargleði en í bók núm- er tvö, þar sem upplýsingamar vom að færa söguþráðinn í kaf. Þeirrar tilhneigingar verður ekki vart hér og er það vel. Frásagnar- gleði Auel er mikil og hún miðlar vel til lesandans eigin gleði og áhuga á efninu. Það er mjög skemmtilegt að lesa um hvemig þetta fólk hefur skynjað umhverfí sitt og hvert annað, hvemig litið er á samskipti innbyrðis, stöðu hvers og eins inn- sjálf er mest um verð og skiptir þá ekki öllu máli hver hana orti. Sá sem valdi efni þessarar bókar hafði fyrir meginreglu að kjósa það helst sem hann kunni og hafði mætur á. Þó var alltaf nokkurt tillit tekið til höfunda, ef kunnir vom.“ Kári Tryggvason er sjálfur ljóð- skáld og ljóð hans hafa orðið æ frjálslegri í formi, en upphaflega vom þau frekar hefðbundin. Kári bendir á að ljóðagerðin íslenska hafí breyst mikið. „Nútímaljóðið er skemmtileg tilbreyting frá hinu bundna formi. Það hefur án efa auðgað bókmenntir okkar og gef- ið þeim nýjan svip,“ skrifar Kári. Mig langar ekki til að snúa út úr fyrir Kára Tryggvasyni sem er maður sanngjam og hófsamur. En alveg eins mætti standa þama að bundna formið sé skemmtileg tilbreyting frá nútímaljóðinu því að það er fyrir löngu orðið alls ráðandi í þeim skáldskap sem hefur mest til mála að leggja, ljóðagerð samtímans. Vel kveðnar vísur fymast seint og vissulega munu þær „ylja“ áfram hvað sem ljóðbyltingunni líður. Nokkur greinarmunur hlýt- ur að verða gerður á vísum sem em fyrst og fremst laglega orðað- ar og hnyttnar og vísum sem nálg- ast það að vera skáldskapur og em það sumar hveijar. Dæmi um fyrmefndar vísur í Ferskeytlunni er eftirfarandi eftir Jóhannes á Skjögrastöðum: Fallinn lofar margur maður margan kauðann. Ætli ég verði annálaður eftir dauðann? Meðal dæma um hinar síðar- nefndu er þessi vísa Þórodds Guð- mundssonar: Gömul saga — og ný Allt í sama Jean Auel an hópsins og þá innilegu vináttu sem getur tengt fólkið saman, án þess þó að það geri sér í raun og vem grein fyrir hinum ýmsu kenndum sínum. Og afbrýðisemi og öfund hefur svo auðvitað fylgt okkur alla tíð. Sem fyrr en Ayla miðpnktur og þungamiðja sögunnar; leikni henn- ar við veiðar, lækningakunnátta hennar sem hún hafði alla lært hjá ættinni, skila okkur mjög heil- steyptri mynd af stúlkunni. Undir lokin er „happy-ending“ og Ayla og Jondalar ákveða að fara saman í burt. Það niðurlag er vel undir- byggt og sannfærandi og almennt er sagan, þótt löng sé og gríðar- lega umfangsmikil með þeim læsi- legri og skemmtilegri. Þýðing Ásgeirs Ingólfssonar og Bjama Gunnarssonar er þjál og á ágætu máli, um flest hið besta verk. hafið Kári Tryggvason Gleði mín og æskuár, undur lífsins, tíbrá vafið, þjáning, raunir, tregatár týndist allt í sama hafið. Það em fleiri vísur í fyrmefhda flokknum í Ferskeytlunni, en nokkrar em í líkum anda, og vísa Þórodds Guðmundssonar, til dæmis ágætar vísur eftir Theod- óm Thoroddsen og Helga Sveins- son. Ferskeytlan er hin laglegasta bók og leynir á sér. Kára Tryggva- syni hefur tekist valið vel. Vísum- ar ylja og em m.a. til vitnis um fyrirmyndar málfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.