Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 57
með sér í áhöfninni, m.a. Pálma Gunnarsson söngvara sem syngur þrjú lög á plötunni. Aðrir söngyarar auk Lýðs og Pálma eru Flosi Ólafs- son leikari og Rannveig Kristjáns- dóttir. Lómurinn Lævís er létt og leik- andi spiluð enda úrvals hljómlistar- menn sem hafa tekið það hlutverk að sér. Lögin eru með ýmsum blæ, síbreytilegu veðri og standa vel fyr- ir sínu, en textamir eru nokkuð misjafnir og þótt segja megi að Lýður hafi lengi haldið uppi þeim sið að setja saman vísur þá er hann þéttari á velli í lagasmíði en texta- gerð. Það er að sjálfsögðu sjómanna- stemmning á Lómnum Lævísum, en innifalið er þjóðhátíðarfjör í ágætu lagi Lýðs tengt þjóðhátíð Vestmannaeyja í flutningi Pálma Gunnarssonar og ekki má gleyma ástarljóðum Lýðs sem eru sérgrein hans í textagerð. Það er sem sagt í stuttu máli létt og leikandi stemmning hjá Lómnum Lævísa og ekki neinn vafi á því að þar er tón- listarmaður á ferð sem hefur mikið yndi af því sem hann er að gera og leikgleðin skiptir miklu máli þeg- ar upp er staðið. Það er ekkert með hangandi haus á þessari plötu Lýðs Ægissonar. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 57 Skólakór Kársness Unga fólkið notar borðana óspart í skammdeginu. Garður: Yngstu borgararnir fa glitborða Garði. NÝLEGA afhenti Slysavarnadeild kvenna og kiwanisklúbburinn Hof börnum í yngstu bekkjardeildum Gerðaskóla glitborða til notkunar í svartasta skammdeginu. Borðamir eru keyptir af Stefáni Sigurjónssyni, skósmið í Vestmanna- eyjum. Þeir lýsa mjög vel og auka á öryggi bamanna. Hugmyndir em uppi með að setja upp hvetjandi kerfi til að auka notkun borðanna. Einnig er ætlunin að bömin skili borðunum inn í vor og að þeim verði svo dreift á ný að hausti. Amór Hljómplötur Egill Friðleifsson Skólakór Kársness hefur sent frá sér jólaplötu, sem ber heitið „Hringja klukkurnar í kvöld“. Á hlið A er að finna níu jólasöngva úr ýmsum áttum en á hlið B er „Söngvasveigur" A Ceremony of Carols eftir Benjamín Britten en þýðandi textans er Heimir Pálsson. Stjómandi kórsins er Þómnn Bjömsdóttir. Hún hefur af miklum dugnaði og listfengi drifið áfram öflugt kórstarf í Kópavogi undan- farin ár og virðist eflast við hvert nýtt átak. Sá er þessar línur ritar hefur af áhuga fylgst með eftir- tektarverðu starfi hennar og hefur átt margar ánægjustundir með kómum. . Sérstakiega em mér minnisstæðir tónleikar kórsins í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum sumarið 1987 sem vakti verðskuldaða athygli allra við- staddra. Það era fáir sem gera sér grein fyrir hvílík óhemju vinna liggur að baki þess að þjálfa og stjóma bamakór þannig að hann syngi með slíkum ágætum sem Skólakór Kársness á þessari plötu. Þeir, sem unna hreinum, tæram og listræn- um bamasöng ættu að kynna sér þessa plötu. Hún er þess virði og á það skilið. Á hlið A era níu jóla- söngvar úr ýmsum áttum, sem fyrr segir. Verður fyrst fyrir okkur hið gamalkunna sálmalag „Það aldin út er sprangið" í frábærri raddfærslu Eugen Klause. Og þeg- ar saman fer góð útsetning og mjög góður og fágaður söngur undir öraggri og listrænni hand- leiðslu stjómandans verður útkom- an einnig góð. í næsta lagi „Hringja klukkumar í kvöld“ er höfundur texta sagður ókunnur. Það er ekki rétt. Höfundurinn er Sigríður Þorgeirsdóttir kennari, sem gert hefur margan góðan text- ann. Raunar er óþarft að telja upp fleiri lög. Það skal fullyrt að þeir sem hlusta á plötuna verða ekki fyrir vonbrigðum. Þetta á einnig við um hlið B en þar er að finna „Söngvasveig" A Ceremony og Carols eftir Benjamin Britten. Þar koma við sögu nokkrir einsöngvar- ar úr röðum kórfélaga. Þau era Höm Hrafnsdóttir, Eva Ólafsdótt- ir, Haraldur V. Sveinbjömsson, Ólafur Guðnason og Finnur Geir Beck. Öll standa þau sig með prýði. Það er ástæða til að óska Skóla- kór Kársness og stjómandanum Þóranni Bjömsdóttur til hamingju með plötuna. FJÖLFRÆÐI- B Ó K I N U M ISIMSU ÁUCIÝSINGASTOFAN HF ÍSÉ Létt og einfolci leiðsögn um allt sem vcirðar nudd og nuddtœkni. Skýrar og auðskildar leið- beiningar ásamt miklumfjölda Ijósnqrida. Baknudd fótanudd bandanudd andlitsnudd ungþamanudd þrýstinudd siökunamudd fegrunamudd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.