Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 14
is auoAauxivaiM .aiaAJSMUOflOM MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 JÓLA- MARKAÐUR Kertastjaki 599,- Stakar slaufur 10,- 12 kerti í pakka 139,- HAGKAUP Afram KA Sextíu ára saga félagsins efltir Jón Hjaltason Svavar Ottesen til vinstri og Jón Hjaltason með KA-bókina. ________Bækur______________ Gísli Jónsson Frjáls íþróttasamtök á íslandi hafa lyft grettistaki. Stundum gleymist mönnum þetta eða sést yfir það. Meðal annars af þessum sökum er mönnum hollt að rifja upp sex áratuga sögu Knattspyrnufé- lags Akureyrar sem nú er nýkomin út og með þeim myndarbrag sem félaginu og íslenskri íþróttahreyf- ingu hæfir. KA hefur alltaf fylgt sérstakt andrúmsloft athafnar og gleði, þar sem ekki hefur verið látið sitja við orðin ein. Og á sextugsafmælinu var ákveðið að gefa út sögu félags- ins frá upphafí. Var til þess verks ráðinn Jón Hjaltason sagnfræðing- ur, sem skráð hefur textann og tekið viðtöl við nokkra félaga. En þriggja manna ritstjóm undir for- ystu Svavars Ottesens tók að sér að safna myndum og skrá mynda- texta og hafa veg og vanda af út- gáfunni að öðru leyti. Nú er sagan komin út, og er að öllu leyti hið myndarlegasta verk. Enda þótt mörgum sé að ein- hverju kunnugt margþætt og þróttmikið starf KA fyrr og síðar, hygg ég að eftir lestur bókarinnar muni menn undrast hversu víða KA hefur komið við. á sviði íþróttanna og hve þetta félag norður á verald- arhjara hefur átt á að skipa lið- tækum mönnum í mörgum grein- um. Þó hafa KA-menn líklega ekki komist nær því að ná máli á strang- an kvarða heimsins en í skíðaíþrótt- inni. Nú er það ekki ætlun undirritaðs að fara að rekja sögu félagsins, þegar nýbúið er að gera það jafn- vel og raun ber vitni. Slíkt er reynd- ar meiri vandi én margan gmnar. Saga íþróttafélags er barmafull af nöfnum og tölum, afrekaskrám í alls konar mælieiningum. Sögurit- ari þarf að sigla þröngan skeijavog skýrslugerðarlegs staðreyndatals og lífmynda þess fólks, persónu- krafta og félagsanda sem að baki býr öllum athöfnum og afrekum. En þetta hefur höfundi tekist í lát- lausum, lifandi og áreynslulausum stfl. Er þá enn ótalinn sá vandi sem valinu fylgir. Hvað á að taka með, hveiju að sleppa? Ég sé ekki betur en ritnefnd KA-sögunnar hafí unnið þrekvirki við söfnun mynda og skráningu upplýsinga með þeim. Þetta eykur líf bókarinnar til muna og veiti henni á sumum sviðum stórmikið heimildagildi. Nær það reyndar langt út fyrir félagssöguna í þrengsta skilningi. 011 er bókin til vitnis um vand- fysi og metnað, svo sem vera ber og við á. Hún er ekki aðeins söfíiun og varðveisla staðreynda liðins tíma, heldur hvatning og áskorun til nútíðar og framtíðar. Ég leyfí mér að þakka fyrir þessa bók, ekki síst í nafni þeirra KA- félaga sem mikið vildu en voru ekki eins miklir afreksmenn og hinir. Ekki er vafí á því að hún mun hvetja til nýrra dáða og eiga þátt í því að efla ómetanlegt æskulýðs- og félagsstarf. Höfímdur er menntaskólakennari. Að eig-a einhvern að Bókmenntir Friðrika Benónýs Vita Andersen: Hvora höndina viltu? Þýðandi: Inga Birna Jónsdóttir Tákn 1988 Vita Andersen er sennilega &kktust danskra nútímahöfunda á andi. Tvær bækur hennar hafa verið þýddar og leikritið „Elskaðu mig“ var sýnt hjá Alþýðuleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Nú er komin út íslensk þýðing á hennar nýjustu bók og jafhframt fyrstu skáldsögu „Hvora höndina viltu?“ sem lögð var fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Dana 1987. Bemskan hefur löngum verið Vitu Andersen hugleikin og er þessi bók engin undantekning því hér er aðalpersónan níu ára gömul stúlka, Anna, sem leggur sig í líma við að öðlast ást móður sinnar, Melissu, sem ekki lifír í raunveruleikanum nema til hálfs og dreymir um foma frægð og betri framtíð. Og Anna tekur út ómældar þján- ingar í baráttu sinni fyrir ást móð- urinnar. Hugarheimi hennar er lýst af nærfæmi og innsæi og ósjaldan hrekkur lesandinn við og spyr sjálfa sig: er það svona sem bömunum okkar líður? En þó er engin leið að ásaka móðurina. Keðja ástleysis, fátæktar og mannfyrirlitningar virðist hafa haldist óslitin í kynslóð- ir og mótað hana og raunar aðrar persónur sögunnar I þann ís sem ekki verður bræddur. í fátækra- hverfum stórborgarinnar er hver sjálfum sér næstur og ekki rúm fyrir lúxusvörur eins og ást og umhyggju. En Anna neitar að læs- ast í ísinn. Með ótrúlegum viljastyrk brýst hún áfram uns henni að lokum hefur tekist að gera móður sína svo háða sér að hlutverk þeirra hafa umsnúist; Anna ber amstrið og ábyrgðina, móðirin gengur í bam- dóm. En ástin sem eftir var sóst er jafn ljarlæg og fyrr, og í baráttu hversdagsins er hún jafnvel orðin aukaatriði. Bókin er mestan part skrifuð út frá sjónarhóli Önnu, en inn á milli er skotið köflum þar sem sjónar- Vita Andersen hom móðurinnar er ríkjandi. Draumar, martraðir, ímyndanir og ótti er jafn snar þáttur í lífí Önnu og hinn svokallaði raunveruleiki, nomir, fyrirboðar, óvættir og töfrar jafn verulegt og íbúðin, skólinn, kennarinn og faðirinn. Aðeins móð- irin er hafín yfír allt annað, goð- kynja vera sem ekki lýtur lögmálum dauðlegra. Upphaf og endir alls, gleði, sorg, hlýja og hamingja af holdi og blóði. Öllu þessu kemur Vita Andersen vel til skila í textanum, en það rýr- ir óneitanlega ánægjuna af lestrin- um hve þýðingin er á köflum klúð- ursleg og dönskuskotin. Einhvem tíma var talað um prentsmiðju- dönsku og þótti sniðugt, en manni er ekki hlátur í hug við að lesa bókmenntatexta sem er svo gegn- sýrður af frummálinu að einföld- ustu reglur íslenskunnar eru brotn- ar. Það er til dæmis ekki mér vitan- lega farið að tala um föðurömmur og móðurömmur á íslensku, þótt þær heiti farmor og mormor á dönsku. Eins fínnst mér óþægilegt að lesa orðin pabbi og mamma sífellt með ákveðnum greini, þótt það teljist kannski ekki beinlínis rangt. Svona mætti lengi telja og er synd, því þetta verk verðskuldar betri meðhöndlun en þessa hroð- virkni í þýðingu. Alúðarþakkir til allra, sem glöddu mig á 70 ára afmœli mínu 13. desember sl. með heim- sóknum, kveðjum og gjöfum. LifiÖ heil. Árni Þorláksson. Alúöarþakkir fœri ég öllum þeim, sem minnt- ust mín meÖ heillaóskum á 95 ára afmceli mínu 11. des. sl. Börnum mínum ogajkomend- um sérstakar þakkir fyrir hversu þau gerðu mér daginn ógleymanlegan meö samsœti í Hótel Stykkishómi nefndan dag. BiÖ ég GuÖ aÖ blessa ykkur öll fyrir. Snæbjörn Einarsson, Klettsbúð á Hellissandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.