Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Vitnisburður spakvitringa Kafli úr bók Ásgeirs Jakobssonar um Þórð kakala Einn af beztu mönnum Þórðar kakala, Þórður Bjarnason, var óvænt tekinn höndum í Görðum og var í þann veginn að ganga til baðs. Honum var leyft að ná prestfundi, en síðan „lagðist hann niður opinn“ (hann lagðist á bakið og horfði við öxinni). Þar hittum við Þórð fyrir í sögunni, að hann hefiir fengið fréttirn- ar af Örlygsstaðabardaga og situr einn með skósveini sínum og ölkr- ús í búðarlofti. Þórður hélt vestur Mýrar með lið sitt, en umbrotafærð var og tóku hestar að gefast upp. Kolbeinsmenn komu á eftir og flettu þá klæð- um á hjarninu, sem orðnir voru hestlausir. Bókaútgáfán Skuggsjá hefur gefíð út Þórðarsögu kakala í samantekt Ásgeirs Jakobssonar og er hún myndskreytt af Gísla Sigurðssyni. Hér á eftir fer einn kafli bókarinnar og nefhist hann Vitnisburður spakvitringa, svo og myndir eftir Gísla: Þórður kakali er helzt þekktur með þjóðinni af drykkjukvæði Hannesar Hafstein. Sögulega er kvæðið bull. Þórður er sagður hafa boðið konungi landið og sótzt eftir jarlstign, og brennivínsslag bjargað honum frá óhæfuverkunum. Þetta var vinsælt kvæði, þegar íslending- ar voru að æsa sig í sjálfstæðis- baráttu og bjuggu sér til landráða- menn að yrkja um níðkvæði. Fræðimenn hafa látið Kakalann afskiptalítinn, nema glímt við að finna sögubrotum af honum stað í fræðunum. Þar sem hvorki þeir, né sagnfræðingar, hafast neitt að í umfjallan eða samfelldri sögugerð af Þórði kakala, láta þeir standa opnar gáttir fyrir leikmann að ryðj- ast inn til sín, án þess þó að hætta sé á, að þeir missi það vopn úr höndum sér að láta sem ekki sé. Ekki er það þó svo, að menn úr þessara hópi hafi ekki vitnað um Þórð sem einn merkasta mánn Sturlungaaldar. Sigurður Nordal, sagnfræðingur jafnt og fræðimaður, fann að feitt var á stykkinu um Þórð. Hann fer svofelldum orðum um Þórð kakala í íslenzkri menningu: „Þórður kakali var sá af niðjum Hvamms-Sturlu, sem bezt reyndist til stórhöfðingja fallinn, ferill hans minnir helzt á sögu Sverris kon- ungs. Þórði tókst jafnan með snar- ræði og giftu að forða lífi sínu, þó að fylgismenn Kolbeins og Gissurar sætu um hann við hvert fótmál, og smámsaman óx liðstyrkur hans. Þórður var öruggur til sóknar jafnt sem vamar, vinsæll, stjómsamur, siðaði menn sína, bannaði ránskap, að níðast á konum og taka menn úr kirkjum." Ólafur Hansson, sá margvísi maður, segir svo um Þórð í bók sinni Gissur jarl: „Með honum fékk Sturlunga- flokkurinn mikilhæfan og vilja- fastan foringja, sem átti eftir að rétta hlut hans meira en nokkur annar. Þórður kakali sameinaði hörku, vitsmuni og skipulagsgáfu. Hann var mikill hermaður sem Sturla bróðir hans, en risti miklu dýpra og var fyrirhyggjusamari. Þó að Þórður væri oft harður and- stæðingum sínum, hafði hann ekki til að bera hina duttlungafullu grimmd, sem Sturla bróðir hans átti til. Sturla virðist um margt hafa verið líkari Ásbimingum, móður- frændum sínum, en Sturlungum. Þórður hefur erft vitsmuni föður síns, en er harðari af sér en hann. Þórður er meiri alvörumaður en Sighvatur, sem gat haft á sér gár- ungsskap fram í elli. Sennilega hef- ur Þórður ekki átt kímnigáfu á við foður sinn. Hann er trúmaður meiri en frændur hans flestir, nema þá ef til vill Sturla Þórðarson. Hann heitir á guð og helga menn sér til fulltingis. Hann er auðsjáanlega sannfærður um réttmæti málstaðar síns og illsku óvinanna, og hefur þetta eflaust verið honum mikill styrkur. Þórður kakali er eitt mesta mikilmenni Sturlungaáldarinnar og heildarmyndin geðþekk af honum, vegna þess hve mennskur hann er.“ Einar Ólafur Sveinsson, prófess- or í fræðunum og skáld (um of gleymdur sem slíkur), kallar Þórð í riti sínu um Sturlungaöld „mesta stjómanda aldarinnar", og telur hann hafa „hugað á bera uppreisn við konung". Fyrir höfundinum hér, sem er hallur undir lærdómsmenn og spak- vitringa, en trúir ekki á þá sem guði sína, er sagan af Þórði kakala saga manns, sem er borinn til mik- illa afreka, en fínnur sér ekki stað í heimalandi sínu; þar er fyrir hon- um í stórræðum faiðir hans og eldri bróðir; hann fer í útlönd að framast og vinna þar frægðarverk, en lend- ir þar í aðgerðaleysi sem leiðir hann til drykkju — og það verður svo ekki, að hann sýni hvað í honum býr, fyrr en faðir hans og bróðir eru fallnir og örlögin gera honum tvo kostina, annan þann að lifa við fátækt og vansæmd, láta ræna sig föðurarfí og hefna ekki föður síns, en hinn að beijast til erfða og hefnda. Ástvinamissir: Erfitt að fá viðmælendur - segir Guðbjörg Guðmundsdóttir er skráði bókina OPINBER umræða um sorg vegna dauða hefíir aukist að undanfórnu. Eitt merki þess er bókin „Ástvinamissir“ sem bó- kaútgáfan Tákn hefíir sent frá sér. Guðbjörg Guðmundsdóttir skráði bókin og í tilefíii af út- komunni ræddi Morgunblaðið stuttlega við Guðbjörgu um verkið. Hvað kom til að þú tókst þetta að þér? „Matthías Viðar Sæmundsson lektor í íslenskum fræðum við Há- skóla íslands bað mig að skrá við- talsbók um viðbrögð fólks við sorg vegna andláts en Matthías er bók- menntaráðunautur Tákns. Hug- myndin að bókinni er hinsvegar komin frá Önundi Bjömssyni útgef- enda. Til að auka gildi bókarinnar bað ég Kristján Ámason bókmennta- fræðing og skáld að velja með mér íslensk ljóð frá ýmsum öldum um sorg og dauða. Kristján skrifar auk þess grein í bókina um sorg í skáld- skap þar sem hann leggur út af þeim ljóðum sem við völdum. Það er rétt að taka það fram að við Guðbjörg Guðmundsdóttir. Kristján völdum ekki'vísvitandi ljóð eftir karlmenn en ég áttaði mig ekki á því að svo var fyrr en bókin var farin í prentun og ekki til baka snúið að ekkert kvennljóðskáld er til staðar. Hinsvegar er réttlætinu kannski fullnægt í þessu þar sem flestir viðmælenda minna em kon- ur“. Var erfítt að fá viðmælendur? „Já, ekki var hægt að auglýsa eft- ir fólki. Ég varð að reyna að grafa upp viðmælendur og láta það ber- ast í ættingja, vina og kunningja- hóp að ég væri að leita ljósum log- um að viðmælendum sem gætu, þyrðu og vildu leggja mér lið. Og það var erfítt að bera upp erindið af ótta við að fá neikvætt svar og að fólk hætti við eftir að það hafði gefið jákvætt svar. Sá ótti var til staðar þar til bókin kom út. Hvemig tóku viðkomandi því að - vera beðnir um viðtal í þessa bók? • „Misjafnlega. Sumir þurftu hvatningar við en aðrir bmgðust strax vel við þessari beiðni. Nán- ustu ættingjar vom sumir uggandi og óskuðu eftir að fá að lesa við- tölin áður en þau birtust í bókinni. Það var sjálfsagt því andlát sér- hvers manns snertir yfírleitt fjölda fólks. Sem betur fer héldu allir við- mælendur mínir tjáningarfrelsinu og ég er mjög þakklát fyrir það traust sem þeir sýndu mér. Hvað sjálfa mig varðar var allt annað en gaman að skrásetja þessi viðtöl. Mér leið mjög illa eftir hvert þeirra og var á stundum komin að því að gefast upp. Ég hefði aldrei lagt það á mig að skrásetja þessa bók hefði mig órað fyrir því hversu efnið er erfítt viðfangs. En bókin er staðreynd og þótt var sé hægt að kalla hana draumaverkefni hef ég lært mikið á þeim tíma sem ég vann verkið og þroskast að sama skapi.“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur áður skrifað greinar í ýmis blöð og tímarit en er kannski þekktust fyrir störf að leiklistarmálum. Hún stofnaði bamaleikhúsið Tinnu og var ein af stofnendum Stúdenta- leikhússins við Háskóla íslands árið 1980 og fyrsti framkvæmda- stjóri þess...„Það var minn draum- ur að Stúdentaleikhúsið tengdist bókmenntafræðinni við Háskólann og að innan skólans yrði öflug leik- listar-og kvikmyndafræðideild þar sem Tjamarbíó yrði nýtt sem leik- og kvikmyndahús."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.