Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 72
T-Jöfðar til i i fólks í öllum starfsgreinum! ior0MDMíiS»*í> MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Pjölförnustu flugleiðir milli íslands og Evrópu: Um 10% dýrara að kaupa farmiða hér Flugfargjöld tU og frá íslandi á Qölfömustu leiðum innan Evr- ópu eru um 10% dýrari ef farmiðinn er keyptur á Islandi. Morgun- blaðið hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur og fékk verð á venjulegum svokölluðum Y-farmiða án takmarkana í eitt ár samkvæmt skráðu IATA-verði sem á við hvaða flugfélag sem er á leiðum milli íslagds og annarra landa.í undantekningartilvikum er miðinn dýrari ef hann er keyptur erlendis. Ef Y-farmiði til Kaupmannahafn- ar, fram og til baka, er keyptur á Islandi kostar hann 55.160 kr., en ef hann er keyptur í Kaupmanna- höfn kostar hann 50.390 kr. Miði til Glasgow keyptur á íslandi kostar 45.120 kr. en 39.800 ef hann er keyptur erlendis. Miði til Frankfurt kostar 60.840 kr. á íslandi, en 61.700 kr. ytra og er það annað til- vikið af 9 sem upplýsingar voru fengnar um og verðið ytra er hærra. Miði til Osló keyptur á íslandi kost- ar 52.940 kr., en 50.000 kr. ef hann er keyptur í Osló. Miði til Stokk- hólms keyptur á íslandi kostar 66.080 kr., en 62.900 ef hann er keyptur erlendis. Farmiði til London keyptur á íslandi kostar 52.080 kr., en 45.860 ef hann er keyptur erlend- is. Farmiði frá íslandi til Amsterdam kostar 54.620 kr. keyptur á íslandi, en 58.190 kr. í Hollandi. Farmiði tií New York, báðar leiðir, kostar 41.210 kr. keyptur á íslandi, en 24 þúsund krónur keyptur í Banda- ríkjunum og farmiði frá íslandi til Lúxemborgar, báðar leiðir eins og allt verð sem hér er getið um mið- ast við, kostar 54.620 kr. keyptur á íslandi en 58.260 kr. keyptur í Lúx- emborg, en þess má geta að þeir sem kaupa miða erlendis milli Lúxem- borgar og Bandaríkjanna og milli- lenda á íslandi þurfa að greiða óverulega viðbót við fyrrgreint verð. Morgunblaðið/Hafþór Jólsistemmning á Hveravöllum Hjónin Kristinn Pálsson og Kristín Þorleifsdóttir undirbúa nú jólahald í veðurathugunarstöðinni á Hveravöllum. Jólavarningur- inn var fluttur til þeirra um síðustu helgi yfir snjólétt hálendið. Stofan hefiir tekið á sig jólasvip og hundurinn Bangsi og köttur- inn Halla ærslast á gólfinu eins og hvert annað ungviði sem hlakk- ar til jólanna. Þau Kristín og Kristinn hafa starfað á Hveravöllum síðan sumarið 1987. Sjá miðopnu. Arnarflug: Starfsmenn einhuga um launalækkun ALLIR starfsmenn Amarflugs, um 120 talsins, hafa ákveðið að gefa eftir 10% af launum sinum frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta hlutfall af laununum er um 20 millj- ónir króna á ári, að sögn Önnu G. Sverrisdóttur, talsmanns stjómar starfsmannafélags Amarflugs. Þessi hugmynd kom fram á fundi starfsmanna Arnarflugs, sem hald- inn var 7. desember síðastliðinn, en lokaákvörðun í málinu var tekin í gær, að sögn Önnu G. Sverris- dóttur. „Starfsmönnum er ljóst að þessi aðgerð ein leysir ekki vanda félagsins og fleira þarf til að koma," segir í frétt frá starfsmannafélag- inu. Rúða brot- in I Alþingi RÚÐA var brotin í Alþingishús- inu laust fyrir miðnætti í gær- kvöldi. Þingfundir stóðu yfir þegar rúða var brotin Kirkjustrætismegin í húsinu. Sá sem þar var að verki komst undan og ieit lögreglu um miðbæiitn og nágrenni hafði ekki borið árangur síðast þegar fréttist. Umtalsverður samdráttur á þorskafla í N-Atlantsliafi SAMDRÁTTUR í þorskafla helztu fiskveiðaþjóða við Norður- Atlantshaf er áætlaður á næsta ári 300.000 tonn. Samkvæmt tillög- um stjórnvalda og fiskifræðinga í hveiju landi fyrir sig verður aflinn 1.325.000 tonn nú, en á þessu ári 1.580.000 samkvæmt veiðiheimildum. Framboð af þorski — firystum, ferskum og söltuð- um — mun því fara þverrandi. „Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann .. 3DAGAR TILJÓLA ÞRÍR DAGAR eru til jóla og í dag, miðvikudag, kemur jólasveinninn Gluggagægir til byggða. Gluggagægir heimsækir Þjóðminjasafnið klukkan 11 í dag. Atvinnutryggingarsjóður: 750 millj. til um 20 fyrirtælga NÍU fyrirtæki fengu í gær fyrir- greiðslu úr Atvinnutryggingar- sjóði í formi skuldbreytinga og lánveitinga, fyrir um 300 milljón- ir króna að sögn Gunnars Hilm- arssonar, _ formanns sjóðsstjórn- arinnar. Á fúndi stjórnarinnar í gær var gengið frá efiii svar- bréfs til Ríkisendurskoðunar vegna fyrirspuma hennar um atarfshætti sjóðsstjórnarinnar við mat á umsóknum. Gunnar Hilmarsson segir að 20 fyrirtæki hafí nú fengið fyrir- greiðslu fyrir um 750 milljónir króna úr Atvinnutryggingarsjóði en 10 umsóknum hafí verið hafnað. Þá á sjóðsstjómin eftir að taka endanlega afstöðu til um 40 af þeim umsóknum sem til afgreiðslu eru. Birgðir af þorskafurðum fara minnkandi og ýsuafli dregst saman hjá öllum þjóðum öðrum en íslend- ingum. Fiskseljendur treysta sér ekki um þessar mundir til að segja hvort þessi þróun valdi verðhækkun á þorskafurðum eða hvort skortur á þorski þýði að kaupendur vilji heldur ódýrari físktegundir. Þorskafli, samkvæmt upplýsingum Jakobs Jakobssonar, formanns Al- þjóða hafrannsóknaráðsins, mun dragast verulega saman á næsta ári á helztu veiðisvæðum álfunnar. Það, sem einnig skiptir miklu máli, er að ýsuafli mun dragast saman líka. Aflinn á þessu ári er talinn verða 1.580.000 tonn en á því næsta 1.325.000. Talið er að Kanadamenn afli um 600.000 tonna á næsta ári, svipað og á þessu. Þorskafli íslend- inga er talinn verða 325.000 tonn, 40.000 minni en á þessu ári, úr Norðursjó er talið að afli minnki úr 160.000 í 120.000 og í Barentshafi (afli Norðmanna) úr 455.000 í 300.000 tonn. Birgðir af þorskafurðum í Banda- ríkjunum eru taldar fara minnkandi. Sala á þorski hefur gengið vel undan- farið. Hátt verð á bæði þorskblokk og flökum á síðasta ári olli þvi að mjög margir kaupendur hættu að kaupa þorsk og keyptu þess í stað ódýrari tegundir eins og ufsa frá Alaska og lýsing frá Suður-Ameriku. Skortur á þorski þarf því ekki að hafa í för með sér hækkandi afurða- verð, hann gæti líka aukið sölu af öðrum tegundum. Seljendur vestra telja að verð geti tæpast lækkað. Sigurður Markússon, fram- Bráðabirgðalögin voru tekin til annarrar umræðu í gær en atkvæða- greiðslu var frestað að ósk Borgara- flokks. Þá lá fyrir, að einstakir þing- menn flokksins myndu styðja um- deild ákvæði laganna, þar á meðal ákvæði, sem bindur samninga tii 15. febrúar, og kaflann um Atvinnu- tryggingarsjóð, en ríkisstjómin lagði fram breytingartillögur við þann kafla í gær. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir sagði við Morgunblaðið í gær, að þær breytingar sem gerðar hefðu verið kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagðist ekki geta tjáð sig um möguleg áhrif minnkandi þorskafla á afurðaverð. „Þó minnk- andi framboð þýði stundum hærra verð, er óvíst að svo verði nú. Hitt er hins vegar líklegra að sala afurð- anna muni ganga greiðlegar." „Innflutningur þorskflaka á tíma- bilinu janúar til september 1987 var 139,8 milljónir punda, en á þessu ári er sambærileg tala 110,5 milljónir; á lögunum, bæði varðandi Atvinnu- tryggingarsjóð og að verkföll yrðu leyfð á ný, skiptu miklu máli varð- andi hennar afstöðu. Þegar hún var spurð hvort þetta þýddi að hún styddi ákvæðið um bindingu samn- ingsréttarins svaraði hún: „Eins og þjóðfélagsástandið er megum við allra síst við einhverri upplausn í stjómmálum, svo sem kosningum um háveturinn og ég læt mig áreið- anlega hafa það, að gera það sem ég get til að koma í veg fyrir slíkt.“ Júlíus Sólnes formaður þingflokks samdráttur er 21%. Birgðir í október- lok 1988 vom taldar 24,3 milljónir og hefur örlítið gengið á þær. Við vitum líka að stærstu kaupendumir em með margra mánaða birgðir, og svipað má segja um blokkina; 1987 vora fluttar inn 132,2 milljónir punda en á þessu ári 118,8 eða 10% minnk- un. Birgðir jukust á síðasta ári og höfðu þá aðeins einu sinni verið meiri,“ sagði Pétur Másson, upplýs- ingafúlltrúi Coldwater. Borgaraflokksins sagði við Morgun- blaðið að ríkisstjómin hefði komið vemlega til móts við hugmyndir Borgaraflokksins um breytingar á Atvinnutryggingarsjóði, með breyt- ingartillögum sem lagðar vom fram í gær, og ýmsir þingmenn flokksins gætu því hugsað sér að styðja lögin á þeim forsendum. Ekki er enn ljóst hvort ríkisstjórn- in kemur fmmvarpi um vöragjald gegnum neðri deild, en fulltrúar stjómarandstöðuflokkanna skrifuðu sameiginlega undir álit minni hluta fjárhags- og viðskiptanefndar, þar sem lagt er til að frumvarpið verði fellt. Það á að færa ríkissjóði 1.600 milljónir í viðbótartekjur á næsta ári. Stefnt er að atkvæðagreiðslu um það fmmvarp í dag. Sjá fréttir bls. 2, 30 og 41. Stefint að afgreiðslu fjár- laga á milli jóla og nýárs Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar verða væntanlega samþykkt til þriðju umræðu í neðri deild Alþingis í dag með stuðningi þingmanna Borgaraflokksins, en atkvæðagreiðsla verður um þau í dag. Stefiit er að því að afgreiða bráðabirgðalögin, frumvarp um vörugjald, og tekju- og eignaskatt á Alþingi fyrir jól, en afgreiða fjárlög milli jóla og nýárs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.