Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 ® kukiiBcht Þvottavél, WA 8310 WS Kr. 47.405 stgr. Uppþvottavél, GSF 1142 WS Kr. 43.985 stgr. Eldhúsvifta, DFG 1360 WS Eldavél, DFG 1360 WS Kr. 37.810 stgr. Kæli7frystiskápur, kvc 2411 H: 140 cm B: 55 cm D: 59 cm ■ Kr. 35.720 stgr. RME§5 ^SAMBANDSINS HOLTAQÖRÐUM SIMI68 55 50 ÁRMÚLA3 SÍMI687910 - 681266 Fagur garður og fróðlegur __Bækur Magnús Þórðarson Björn Th. Björnsson: Minning- armörk í Hólavallagarði. 278 bls., 22 x 28 cm. Ljósmyndun: Pjetur Þ. Maack. Landabréf: Þorsteinn Jónsson. Prentsmiðjan Oddi. Mál og menning, Reykjavík 1988. 7.875 kr. Kirkjugarðar eru mikilsverður hluti í menningarsögu hverrar þjóð- ar. Hér á landi jafnast enginn á við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu í Reykjavík. Sannarlega var kominn tími til þess að ijalla rækilega um hann í máli og myndum. Nú í nóv- ember gafst tilefni til þess, þegar 150 ár voru liðin frá vígslu hans. Bjöm Th. Bjömsson, listfræðingur, er manna kunnugastur í garðinum, en hann fór ámm saman með nem- endur sína í listasögu í „stærsta og elzta minjasafn Reykjavíkur" til þess að lesa stfltegundasögu af steinunum, eins og hann segir frá í eftirmála þessarar bókar. Það var mikið happ, að hann skyldi gefa sér tíma til þess að skrifa hana, því að greinilegt er, að höfundur hefur fest ást á viðfangsefni sínu, grafið upp margvíslegan og mjög fjöl- breytilegan fróðleik um það og fært f letur á þægilegan og einkar aðgengilegan hátt fyrir lesanda. Bókin er stór í sniðum og vönduð að allri gerð. Hún er bæði fögur og fróðleg eins og garðurinn. Að sjálfsögðu em Ijósmyndir ómissandi í bók sem þessari, og þær em marg- ar, bæði gamlar og nýjar. Allar nýju myndimar tók Pjetur Þ. Maack. Mikill fengur er að tveimur landakortum í bókinni, sem Þor- steinn Jónsson hefur teiknað. Þau em fjarska snotur að allri gerð og munu vera fyrstu heildarkortin yfir allan garðinn í samræmdum stærð- um. Þótt bókin fjalli um kirkjugarð, skyldi enginn halda, að hún sé þurr og „dauð“ lesning. Öðm nær. Hún fjallar einmitt á mjög lifandi og skemmtilegan hátt um margt í sögu lands og þjóðar, einkum þó Reyk- víkinga, og höfundur lætur sér ekk- ert óviðkomandi í grúski sínu og upprifjun. Mikill persónufróðleikur er þama samþjappaður og mikið metarefni handa sagnfræðingum, ættfræðingum, mannfræðingum, listfræðingum og raunar hveijum fróðleiksþyrstum íslendingi. Margt smáskrítið (og reyndar stórskrítið líka) úr sögu Reykjavíkur og Reyk- víkinga hefur höfundur grafíð upp og fært í stflinn með sínum hætti. Því miður gefst hér hvorki rúm né tími til þess að fjalla svo ýtar- lega um ritverk þetta sem vert væri. Þetta verður því fremur stutt- araleg umsögn en raunveralegur ritdómur. í nákvæmum ritdómi (eins og sjást t.d. í tímaritunum Skími og Sögu) raskast hlutföll í lengd prentmáls oft bókinni í óhag. Þá á ég við það, að tæmandi upp- talning á alls konar tittlingaskít, svo sem meinlausum prentvillum, og langorð umQöllun um smávægi- leg ágreiningsefni ritdómara og höfundar tekur oft yfir meginhluta ritdómsins, svo að lesandi getur hafa gleymt því í lokin, að í upp- hafi var fullyrt, að þetta væri hin bezta bók. Prentvillur sá ég varla nokkrar, en get þó nefnt meinleysingja eins og „vinakona" fyrir „vinkona" (bls. 235), „dauðadómar" f. „dauðadóm- ur“ (136), og tilvitnunarmerki vant- ar á einum stað á bls. 257. Rangt er að segja „Magnús Magnússon á Ofanleiti", því að skv. málvenju í Reykjavík er aldrei sagt annað en „í Ofanleiti" (þ.e. Ingólfsstræti 7). Ekki kann ég við að kalla hið foma Ijármálaráðuneyti okkar „Rentu- kamarinn" (15); oftast var það nefnt „Rentukammerið“. „í Grímnismálinu segir" stendur á bls. 172. Á það ekki að vera „í Grímnis- málum“? Þá finnst mér óþarft að taka upp enska rit- og málvenju og skrifa 97.50 og 1.20.. í upplestri nefnum við kommuna, eins og Eng- ilsaxar nefiia punktinn. Þá finnst mér höfundur nota ábendingarfor- nafh óþarflega oft í stað greinis. í tvennu lagi era skrifuð orð eins og smásteinn (55), allsérkennilegur (57), allþétt (93), jafnmakalaust (108), allharðdrægur (113) o.s.frv. Skárra er að hafa bandstrik á milli en slíta þau alveg í sundur. „Það“ er stundum notað, þar sem „svo“ færi betur, „innan í“ fyrir „inni í“, „sín hvoram megin" fyrir „sitt hvor- um megin“, og „embætti" er rang- lega skipt milli lína. Klaufalegt er að segja (198) „sem dóu báðar með árs millibili", en sjálfsagt er það leyfíleg sérvizka höfundar að skrifa jafnan „mai“ f. „maí“. í grein, sem ég skrifaði um kirkjugarðinn hér í Morgunblaðið 23. nóv., sagði ég, að óvenju mörg nöfn væra höfð um hann. Mér hef- ur síðan verið bent á, að séra Jón heitinn Auðuns, dómprófastur, hafi viljað kalla hann „Sólvallagarð" eða „Sólvallakirkjugarð" og reynt að festa það við hann, en ekki tekizt. Nú vill Bjöm Th. Bjömsson kalla hann „Hólavallagarð" og rökstyður það í eftirmála. Naftiið „Sólvellir" er ekki gamalt ömefni, heldur til- búningur félagsstjómar, sem vildi selja fasteignir undir hús á þessum slóðum, og era slík nöfn víða þekkt erlendis (jafnvel næstum alveg eins, svo sem í Svíþjóð). Öll Valla-nöfnin í Vesturbænum era tilbúin, nema Hólavöllur eða Hólavellir. Það er lofsvert að vilja festa gömul ömefiii innan borgarmarka, en það verður þá að gerast á réttum stöðum. Góð- ur hljómur er í orðinu Hólavalla- garði, en gallinn er sá, að gömlum Reykvíkingum (og ég hef talað við marga) finnst það ekki hæfa um kirkjugarðinn. I hugum þeirra er Hólavöllur eða Hólavellir allnokkra norðar, eins og ég rakti í grein minni, en kirkjugarðurinn er á Mel- unum, gerður í landi Melshúsa. Land Melshúsa endaði við Hólavöll (hjáleiguna Hólakot). Annars get ég skotið því hér inn, að ég er nógu gamall til þess að hafa talað við fólk, sem fætt var upp úr 1870, og talaði það alltaf um „að fara suður í garð“ eða „fara upp í garð“. Ná- kvæmara orðalag var það nú ekki, enda var ekki um aðra garða að ræða f Reykjavík í æsku þessa fólks, nema elzta garðinn við Aðalstræti, Bjöm Th. Bjömsson en þangað var að sjálfsögðu hvorki farið „suður" né „upp“. A bls. 168 stendur „í Hólavallargarði“, en líklega er það prentvilla fyrir „Hóla- vallagarði" (og reyndar er punktur í kommu stað fyrir aftan orðið). Kostur er það við þessa bók, að heimilda er getið jafnharðan á spássíu, svo og merkinga grafreita. Þar eiga líka svona upplýsingar að vera (eða í neðanmálsgreinum), en ekki í hrúgum aftast í bókum, eins og farið er að tíðkast, lesendum til hins mesta óhagræðis. Á bls. 61 hefur þó gleymzt að geta um merk- ingu á leiði Sveinbjamar Egilssonar (N 525). Texta finnst mér vanta við myndir, t.d. í legstaðaskrá (bls. 258—271) og víða f aðaltexta, þó oftast megi fljótlega átta sig á myndunum. Hætt er samt við, að einhver raglist á mjmdunum á bls. 149—152. Ég hefði kosið að fá heillegri mynd af legsteini og minn- isvarða Jóns Sigurðssonar (90), og myndir á bls. 195 og 196 virðast hafa víxlazt, þótt ekki komi það að sök. Auk legstaðaskrár með merk- ingum, sem handhægt er að nota á aðalkortinu, er nafnaskrá (mannanafna en ekki staðanafna) aftast í bókinni. Hún er svo rammís- lenzk, að útlendingum er einnig raðað eftir skímamöfnum, jafnvel upphafsstöfum. Stiftamtmaðurinn Bardenfleth finnst því hvergi undir B, en tvisvar undir C (C. E. Barden- fleth 24 og Carl Emil Bardenfleth 22). Virðist það ofrausn, þó að góð- ur væri sá amtmaður. Nú sýnist mér, að ég sé sjálfur dottinn í þá giyfju Skímisskrifara, sem ég reyndi að vara við hér að framan. Farinn að rýna í moðið fyrir fótum mér í stað þess að horfa á stóra heyið fyrir framan mig. Bókin er kjörgripur og verður von- andi til þess, að fleiri fari að láta sér annt um garðinn, læri að meta hann og umgangast með þeirri virð- ingu og alúð, sem hann á skilið. Helgi heitinn Hjörvar skrifaði svo Þig langar í bað þegar iú sérð Luxor Pima íandklæði frá Martex í hvert einasta Luxor Pima handklæði frá Martex® þarf 675,580 lykkjur og 11.4 kílómetra af 100% Supima bómullarþræði, sem er sérstaklega grannur en að sama skapi sterkur. Jaðarinn er ofinn á sérstakan hátt svo hann trosni ekki við mikinn þvott. Þetta tryggir að hvert handklæði er mjúkt, drekk- ur vel í sig og er sérstaklega endingargott. Nú fæst Luxor Pima í fjölbreyttu litaúrali hjá Hag- kaupi í Kringlunni. Luxor Pima,-frábær, amerísk gæðahandklæði i og gesti hennar. Þau eru falleg, mjúk og litskrúðug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.