Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 17
í grein í Morgunblaðinu 11. júní 1960: „Grafarfriðurinn er hinzta athvarf í mannheimi; hann hefur verið heilagur haldinn jafnlengi allri menningu, og miklu lengur — nema í einum stað á íslandi: Miðbænum í Reykjavík, í lostagarði Landssím- ans, að kórbaki hinnar elztu kristnu kirkju að bæ Ingólfs og Þorkels mána, sem óhreyfð stóð í átta ald- ir“. Þama var Helgi að andmæla hinu fruntalega róti og ruddalega raski, sem allt of lengi hefur við- gengizt í hinum foma legstað Reyk- víkinga við Aðalstræti og Kirkju- stræti. Það ætti að segja sig sjálft, að menn, sem hafa ekki tilfínningu fyrir helgi grafreita og virðingu fyrir forfeðrum sínum og söguleg- um minjum, ættu aldrei að vinna eftirlitslaust í kirkjugörðum. Helga var þungt niðri fyrir á þessum árum, en mér sýnist líka, að Björn hafi nokkrar áhyggjur af garðinum, sem bók hans fjallar um, sbr. eink- um bls. 39, 81, 99 og 103—104. Það er ótækt, að steinar séu teknir af réttum stöðum og þeim kastað í hrúgur, nema tryggt sé, að þeir verði fluttir aftur á sinn stað. Satt bezt að segja, fínnst mér stundum hafa dregizt óþægilega lengi, að steinar, krossar og önnur legmörk fari aftur á sinn eina samastað. Fyrir mörgum árum man ég eftir því, að brot úr trékrossi lá á þriðja ár á milli þúfna. Lesa mátti skímar- nafn og fyrri hluta bæjamafns. Svo var þetta brot horfið, en ég hef alltaf vonað, að það hafi ratað aftur á réttan stað. Þetta var seinasta minningin um manninn. Þessi bók verður vonandi eindregin áminning til allra, sem hér eiga um að fjalla, að gæta þessa menningararfs okkar svo vel, að í fullkomnu lagi sé. Ég vil ekki þurfa að óttast neitt annað. Höfandur er framkvæmdastjóri. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. jPPSptBEJl. 1988 3íl7 Austfirskar frásagnir Bókmenntir Sigurjón Björnsson Geymdar stundir 4. bindi. Frásagnir af Austurlandi. Armann Halldórsson valdi efiiið og bjó til prentunar. Víkurútgáfan. Guðjón Eliasson 1988. 223 blaðsíður. í þetta ijórða bindi hefur Ármann Halldórsson safnað saman ýmsum fróðleik um Austurland og Aust- firðinga frá liðnum tímum. Allt efn- ið með einni undantekningu að ég held hefur birst áður í blöðutn, bók- um eða tímaritum. Er efnið hið margbreytilegasta og í flestum til- vikum skemmtilegt aflestrar. Ragnar Ásgeirsson bytjar frá- sagnimar með lifandi ferðasögu af því er hann fór víða um Austurland laust fyrir 1930 að halda land- búnaðamámskeið. Þá koma nokkrir kaflar úr bók eftir Pál Guðmunds- son. Páll þessi fæddist og ólst upp á Austurlandi, en fluttist ungur vestur um haf. Segir þar einkum frá vem hans í Möðrudal. Öllu veigameiri er löng og vandlega unnin ritgerð Einars Braga Sig- urðssonar um síðustu aftöku á Austfjörðum og tildrög hennar. Hafði grein þessi áður birst í 1. bindi Eskju. Er þetta hin fróðleg- asta lesning. Stuttur pistill er eftir Jón Þórðarson prentara um kosn- inguna á Seyðisfirði 1909. Það var nokkuð söguleg kosning og þurfti að tvítaka hana. Þá féll dr. Valtýr Guðmundsson út af þingi með litlum atkvæðamun. Gísli Jónsson fi-á Háreksstöðum segir i alllöngu máli frá æskuámm sínum í Jökul- dalsheiði fyrir og eftir síðustu alda- mót. Þá kemur fróðleg ferðasaga frá sumrinu 1864 eftir séra Sigurð Gunnarsson á Valþjófsstað. Þá fóm þrír ungir piltar alla leið úr Fljótsdal og suður til Reykjavíkur að taka inntökupróf í latínuskólann. Var það að vonum mikið ferðalag. Hefði sú frásögn raunar mátt vera allmiklu lengri. Þorsteinn Magn- ússon £rá Höfii segir hér einkenni- lega sögu af því hvemig kú sem hlekktist á í burði var bjargað. Smáþáttur er um hina gömlu Bu- starfellsætt eftir Ólaf Daviðsson. Raunar er fyrst og fremst um sagn- ir af hinum kunna sýslumanni Bimi að Bustarfelli að ræða. Ármann Halldórsson ritar um Bjöm Hall- dórsson frá Úlfarsfelli, birtir bréf frá honum og vísur eftir hann. Er þetta langur og velgerður þáttur með miklum skýringum. Hluti þessa efnis hafði áður birst í 4. h. Múla- þings, ársriti þeirra Austfírðinga. En hér er bætt við nýju efni, sem Ármann hefur grafið upp. Þá em prentaðar hér þijár stuttar frásagn- ir af þremur austfirskum landnáms- mönnum. Glefsur em birtar úr Desjamýrarannál og ber þar hæst sögu Ljúflings-Áma. Loks em tíndar til allmargar austfirskar þjóðsögur, fengnar úr þjóðsagna- söfnum og ýmsum öðmm ritum. Hverjum efnisþætti fylgir stuttur inngangur safnanda, þar sem getið er hvar og hvenær efnið hefur birst áður og gerð er grein fyrir höf- undi. Talsvert er um skýringar. Þá er að lokum nafnaskrá. Mér virðist að efni í þetta bindi ritsafnsins sé vel valið og ágætlega að útgáfu staðið á alla lund. Þrír ólíkir drengir Bókmenntir JennaJensdóttir Heiðdis NorðQörð: Góður betrí bestur. Myndir gerði Jóhann Valdimar Gunnarsson. Skjald- borg 1988. Það er bjart yfír öllu því er Heiðdís Norðfjörð flytur ungum les- endum. Lífsviðhorf hennar sýnast mér þau að leysa megi með dreng- skap og hreinlyndi úr hvers kyns flækjum er alltaf verða á vegi bama í samskiptum við aðra, á hvaða aldri sem þeir era. I sögum hennar endurspeglast þessi viðhorf. Þrír tápmiklir strákar em aðalpersónur í sögunni Góður betri bestur. Þeir era allir mjög ólík- ir og búa við ákaflega ólíkar heimil- isaðstæður. Ástæðulaust þras og afskipta- semi fullorðna fólksins fer i taug- amar á þeim. Þó reka þeir sig á að oftast hlýst betra af því að fara að ráðum þess. Öllum verða þeim á mistök — eftir eðli og uppeldi hvers og eins misjafnlega mikil. Hjólastuldurinn sýnir annars vegar hve móðir Halla, er sinnir lítið syni sínum, er grandalaus um líferni hans og hegðun — og hins vegar hvað vökulir foreldrar Dóra geta Ieyst farsællega úr viðkvæmu vand- ræðamáli. Gömlu hjónin koma óvænt inn í söguna, þegar Siggi getur ekki hamið reiði sína og þau verða fyrir óhappi af hans völdum. Höfundur vinnur vel úr sámskipt- um gömlu hjónanna og drengjanna vegna óviljaverks Sigga. Og þau kynni eiga eftir að verða til góðs bæði fyrir gömlu hjónin og dreng- ina. Jákvæð starfsemi skapar að lok- Heiðdís Norðfjörð um félagsanda með drengjunum þrem. Fmmlegar tússmyndir era margar í bókinni. Dæmi um á góðu verði hjá Ellingsen Vestur-þýskur olíu vegglampi með grænum geymi og messing spegli. Hollenskur olíulampi með hvítum glerskerm og messing brennara með dreifara. Handunnið kertaljós frá Bretlandi með hvítu gleri. Norskur handmálaður físibelgur. Handunnin aringrind úr messing. Breytileg uppsetning. Mesta lengd: 85 sm. Hæð: 55 sm. Makita borvél nr. \ M802, með höggi, réttum og öfugum snúningi, stiglausum hraðastilli og 13 mm patrónu. Bosch borvél, CSB 500 RE. Stiglaus hraðastill- ir, með réttum og öfug- um snúningi og 1/2" patrónu. Makita borvél nr. M00I, með rafhlöðu (engin snúra), réttum og öfugum snúningi og 10 mm patrónu. Amerísk vasaljós „Maglite" sterk og endingagóð með halogen peru, innifalið í verði rafhlöður og vara pera. Stærra Ijósið. Klukka úr messing, v-þýsk gæðavara með quartz-úrverki. Sjónauki 7X5Ö7BCF næturgler. Loftvog úr messing, v-þýsk. Norskt arinsett úr smíðajárni „Acantus Minna Ijósið, Kr. 7.998,- S 1 Kr. 1.842,- 1 I Kr. 1.430,- 3 I Kr. 3.271,- Kr. 5.855,- I Kr. 8.790,- 1 H. kr. 5.995,- Kr. 4.416,- I I Kr. 4.144,- Á 1 Kr. 5.395,- 1 i Kr. 1.325,- i Kr. 6.230,- SENDUM UM ALLT LAND aLLitiassaa Grandagarði 2, Rvík, sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.