Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 46
46 fjölskyldunnar J2255** A*SÖr“ I2ger5’»r Toshiba ER5420 17 lítra 9 orkustillingar. 45 mín. klukka. Hvítur eða brúnn. Mál: 45 x 31 x 33. Kr. 19.900,-Kr. 18.900, - stgr. Toshiba ER 5720 17 lítra Tölvustýring. 9 orkustillingar. Hraðþýðing. Hvítur eða brúnn. Mál: 45 x 31 x 33. Hvítur eða brúnn Kr. 25.900,- Kr. 24.600,- stgr. Toshiba ER 7720 27 lítra Tölvustýring. Deltawave dreifing. 9 orkustillingar. Hraðþýðing. Mál: 55 x 38 x 37. Kr. 35.900,- Kr. 34.100,- stgr. Toshiba ER 8730 28 lítra Nýja línan - Glæsilegur ofn. Mál: 49 x 35 x 48. Hvítur. Kr. 32.900,- Kr. 31.250 stgr. Toshiba ER 7820 27 lítra Tölvustýring. 9 orkustijlingar. Hraðþýðing. Getur kveikt á sér sjálfur. Hvítur eða brúnn. Mál: 55 x 38 x 37. Kr. 38.900,-Kr. 36.950, * stgr. Mjög góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 Sími 16995 Leið 4 stoppar við dyrnar. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Jólatónleikar Tónlistarskólans á Blönduóai voru haldnir sl. fímmtu- dag. Hér má mjá hóp nemenda spila á tónleikunum. Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga: Jólatónleikar á Blönduósi Blönduósi. Jólatónleikar Tónlistarskólans á Blönduósi voru haldnir í hús- næði skólans sl. fimmtudag. Fjör- utíu og þrír nemendur komu firam á þessum tónleikum og var leikin fjölbreytileg tónlist á ýmis hljóðfæri. Á þessum árlegu tón- leikum sem er nokkurs konar uppskeruhátíð á fyrstu önn skól- ans er ávallt húsfyllir og góð stemmning og var engin breyting þar á í ár. í flestum tilfellum eru það for- eldrar og systkini sem koma til að fylgjast með árangri bamanna í tónlistamáminu en þó em nokkur dæmi u}n það að afkvæmin komi til að fylgjast með árangri pabba eða mömmu og er þessi þróun vax- andi. Að sögn Jóhanns Gunnars Hall- dórssonar skólastjóra Tónlistar- skóla Austur-Húnvetninga stunda núna um 110 einstaklingar nám við skólann og eru þeir allt frá fimm ára aldri til sextugs. Jóhann sagði ennfremur að kennt væri á þremur stöðum í sýslunni þ.e.a.s. á Húna- völlum, Skagaströnd og Blönduósi og sinna fimm kennarar kennsl- unni. Samskonar tónleikar eins og á Blönduósi eru einnig haldnir á hinum kennslustöðunum. Jón Sig. ÞÓRIR S. GUÐBERGSS0N Táningar togstreita Höfundur: Þórir S. Guðbergsson „Saga þessi er mjög athyglisverð," sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins. „Þeir sem vilja helst lesa um englablak og dirrindí finna lítið við hæfi," skrifaði „Jón granni" í Velvakanda. „Sagan er vel gerð og byggír að sögn höfundar á raun- verulegum atburðum, þannig að ekki er um að villast," • sagði gagnrýnandi DV. Athyglisverð skáldsaga. Útgefandi Virkni. Við þörfnumst jólanna , Til eru þeir sem eru alls ekkert hrifnir af jólunum og telja þau kalla fram hræsni. Jólin um- turni daglegu lífi, þau séu fjár- frek og í raun aðeins þriggja daga yfirborðskennd og tauga- spennt tjáning kærleika til vandamanna. Þeir hafa fengið nóg af öllum þessum gaura- gangi og eru andvígir þeim gervitilfinningum sem þeim finnst ráða ríkjum á jólunum. Margir þeirra sem orðnir eru þreyttir á jólastandinu grípa til þess ráðs að halda sig flarri heimilum sínum. Litríkir bækl- ingar með myndum af erlend- um skíðabrekkum, mjallhvítum sandi á sólarströnd eða skemmtiferðaskipi á siglingu á Qarlægum höfum freista þeirra. Vissulega má telja margt til sem bendir til þess að jólin séu ekki lengur sú „hátíð kærleikans" sem þau ættu að vera. En af ein- hverjum ástæðum er það samt svo að jafnvel þeir sem mest afneita jólunum komast fyrr eða síðar í sitt jólaskap. í síðasta lagi á að- fangadagskvöld þegar búðum hef- ur verið lokað, ljósin kveikt á heimilunum og kirkjuklukkunum hringt. Eða þegar hátíðarmatur- inn er fram reiddur um borð í skemmtiferðaskipinu og dvalar- staðnum á sólarströnd. Þá komast jafnvel þeir sem andvígastir eru jólunum í jólaskap. Því það er sama þótt reynt sé að snúa baki við hefðum og trú. Það fær eng- inn skotið sér undan endurminn- ingunum* Og öll eigum við ánægjulegar bernskuminningar frá jólunum. Um þessar bemskuminningar skrifar þýzki rithöfundurinn Her- mann Hesse eitthvað á þessa leið: „Þrátt fyrir allar andstæðar og innibyrgðar tilfinningar verð ég að viðurkenna að margt desem- berkvöldið, að loknum drungaleg- um degi, þegar ljósin loga á götum úti, marglitur bjarminn frá búða- gluggunum fellur á blautt eða snævi þakið malbikið og götumar taka að iða af lífi, þá fagna ég þrátt fyrir allt öllu þessu gífurlega umstangi og þeirri ljósadýrð sem því fylgir. Þá kemst ég að því að það sem mér líkar og það sem gleður mig nú er svo til það sama og var þegar ég var drengur og unglingur. Á sama hátt og bóka- búðimar minna mig á eldmóð og ástríður unglingsáranna færa endurminningamar mig nú enn lengra aftur í fortíðina. Með bamslegri aðdáun og einfaldri eftirvæntingu skoða ég freistandi framboð á öllu því sem í sig má láta, sérstaklega því sem bama- legast er — sælgæti...“ Voru jólin í raun betri hér áður fyrr? Ja, heimur okkar hefur tekið breytingum. Menn em ekki jafn sáttir við kenningar jólanna um kærleika og frið. Þeir em ekki lengur jafn opnir fyrir dularfullum töfrum jólanna. Ef til vill em það aðeins bömin sem í reynd geta staðið fyrir framan jólatréið og sungið „Heims um ból, helg em jól“- En við þörfnumst hátíðar á borð við jólin. Við ættum að leggja meiri rækt við innri tilgang þeirra, en minni rækt við umbúðimar. Við eigum að líta á jólin sem hátíð kærleika og sátta. Vemm opin fyrir mannlegu samlyndi og gef- um okkur á vald hins rétta hugar- fars jólanna. Opnum hjörtu okkar fyrir kærleika og skilningi gagn- vart meðbræðrum okkar. Þá geta jólin endurheimt sína gömlu merkingu. Gleðileg jól, Jórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.