Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Ofgar göfga Lfklega muna allir eftir laginu Ung, gröð og rík, sem varð óhemju vinsæit um árið, svo að segja öllum að óvörum. Lágið flutti sveitin PS&Co, sem komin er á kreik aftur með plötuna Öfg- ar göfga, sem á er epískt rokk með textum sem rista dýpra en flest það sem boðið er uppá í froðupoppi dagsins f dag. PS&Co er að stofninum til Pjet- ur Stefánsson, myndlistarmaður og starfsmaður fréttastofu Sjón- varps. Rokksíðan ræddi við Pjetur um öfgana m.a. Segðu mór frá plötunni. Bakgrunnurinn liggur trúlega nokkuð langt aftur. Tryggvi Húb- ner, sem ég tel alltaf vera hinn helminginn af PS&Co., hefur alltaf sýnt því mikinn áhuga sem ég hef verið að semja, við erum nágrann- ar og hann lítur oft inn. Nú, ég sýndi honum lög sem hann var fljótur að átta sig á. Þegar við svo fórum í hljóðver kom í Ijós að hann kunni lögin og var kominn með hugmyndir um það hvað við ættum að gera og hann er einskonar út- setjari á meðan það má segja að ég sé stjórnandi. Þessi plata er tekin upp og hijóðblönduð á 27 klukkustundum og ef ég ber það saman við það sem ég hef gert áður þá er ég mjög ánægður. Þökk sé Sigurði. Snúum okkur að lögunum. Eitt af þeim heitir Kvennapopp og sjálfsagt eiga margir eftir að mis- skilja þann texta. Kvennapopp er óður til lífsins, óður til fjöfaldaðar kvennamenn- ingar ... Kvennapopp er skipulögð margföldun á stöðu konunnar í þjóðfélagi nútímans. Það er dálítið erfitt að ræða um lagið, óg gæti eins sagt að þetta sé nútíma út- færsla á Söknuði Jónasar. Ég hef gaman af því að fara í kirkjur þeg- ar ég er í útlöndum, því þar finnur maður svo vel fyrir þögninni. [ kaþ- ólskum kirkjum er líka svo mikið af líkneskjum af Maríu mey og þær minna mig svo á hina einstæðu íslensku móður með barnið og barnavagninn. Upp frá þeim hug- renningum spretta lög eins og Kvennapopp. Það á til að gleymast að karl- menn eru líka menn. í laginu Betra Iff er spurt hvort það sé einhver von um betri heim. Þetta er bara lag um mig og þig og alla aðra. Á öllum tímum hefur menningin boðið manninum upp á andlegar og veraldlegar eftirlíking- ar. í dag get ég t.d. fengið eftirlík- ingar af þjáningu, gleði, hamingju, kærleik, bílum, geimförum o.s.frv. Viðbrögð mín eru einföld, einlæg. Tengist Fréttastofublúsinn því? Ég er í þeirri aðstöðu sem starfsmaður á fréttastofu að sjá t.d. erlendar fréttir áður en þær eru matreiddar oní áhorfandann og mér finnst það alltaf vera sama dekkið sem brennur í ísrael og það er alltaf verið að lemja sömu börn- Með vottorð í leikfimi/Bjartmar Guðlaugsson: Syngjandi alþýðuskáld Bjartmar Guðlaugsson sló hressilega f gegn fyrir síðustu jól með plötu sinni „í fyigd með fullorðnum11. Nú hefur hann sent frá sér aðra plötu f svipuðum anda og ber sú heitið „Með vottorð í leik- fimi“. Bjartmar er þar við sama heygarðshornið, með léttar og grfpandi laglfnur og þó fyrst og fremst frábæra texta, sem bera lögin uppi. Styrkur Bjartmars er nefnilega fólginn í því hversu létt hann virð- ist eiga með að yrkja. í því sam- bandi vil ég ganga svo langt að kalla hann skáld, því hann er miklu frekar skáld.en venjulegur poppari. Alþýðuskáld væri kannski nær sanni því Bjartmar notar hið venjulega talmál pöp- ulsins" til að koma boðskap sínum á framfæri. Boðskapurinn er kannski ekki alltaf augljós, en undir hárfínu háðinu og fyndninni leynist oftast ádeila í einni eða annarri mynd. Textar Bjartmars eru afar myndrænir og honum tekst aö lýsa daglegu lífi manna af slfkri innlifun að maður kann- ast við sjálfan sig í annarri hverri vísu. Sem lagasmiður reisir Bjartm- ar sér ekki hurðarás um öxl, enda gerir hann sér sjálfur manna best grein fyrir því að það eru textarn- ir sem skipta öllu máli. Lögin eru þó mörg prýðileg í sínum einfald- leika, þótt ekkert laganna á þess- ari plötu jafnist á við aðalsmell Bjartmars frá því í fyrra, „Týnda kynslóðin". Ég sé enga ástæðu til að fara hér út í spekingslegar vangaveltur um hljómgæði eða hljóðfæraleik á þessari plötu, enda hvoru tveggja í góðu lagi. Sjálfur fer Bjartmar vel með lög sín og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að lítið yrði í þau varið ef hann flytti þau ekki sjálf- ur. Þessi plata er nokkurn veginn eins og við var að búast frá Bjartmari, skemmtileg afþreying fyrir þá sem hafa gaman af nettu háði, smellinni textagerð og auð- lærðum laglínum. Sveinn Guðjónsson in. Þegar ég só þetta allt finn ég hvað ég er smár og það er mann- réttindakrafa að fá að lifa betra lífi. Hugmyndir og hugsjónir verða allt- af samar við sig. Lag eins og Fréttastofublús kemur vitanlega til af því að óg vinn á fréttastofu. Ég er ekki að leggja neitt mat á það sem þar fer fram, en ég veit að það skiptir máli hvað er í fréttum og hvernig þáð er sagt. Nú veltur yfir landið flóð aug- lýsinga þar sem hinum og þess- um er hampað í litprnetuðum glamúr sem lausnara íslenskra poppmenningar. Ertu ekki hræddum um að þi'n rödd verði hjáróma? Ég kynni vel við það. Skugginn er mér kærari en sviðsljósið. Þessi Morgunblaðið/Árni Sæberg plata er leikur, útgáfan er fyrir fáa útvalda því ég handmála hvert umslag, sem sagt ekkert umslag eins, ég sníð mér stakk eftir vexti. Af hverju nafnið ofgar göfga. Sannleikurinn er manninum æðri og öfgar göfga. Þar að auki er þessi staðhæfing falleg og gefur marga túlkunarmöguleika. Ég er maður draums og innsæis. Haukur Morthens/Gullnar glæður: Vönduð útgáfa á sí- gildum dægurlögum Það mun hafa verið árið 1944 sem Haukur Morthens hóf feril sinn sem dægurlagasöngvari og vakti hann þá strax athygli fyrir góða rödd og fágaðan flutning, sem ætíð hefur verið hans aðals- merki. Haukur mun hafa sungið rúmlega 300 lög inn á hljómplötur og nú hefur fyrirtækið Taktur gefið út 26 lög á geisladiski sem flest hver eru löngu orðin klassísk og gefa góða mynd af vönduðum vinnubrögðum Hauks og þeirra sem með honum léku á árum áður. Upptökurnar eru allar komnar vel til ára sinna en hljóma engu að síöur ótrúlega vel. Mun það ekki síst að þakka því að mun meiri upptökuhraði var notaður er þessi lög voru leikin inn á hljóm- plötur en almennt tíðkaðist. Þetta gerir það að verkum að góð að- greining er á milli einstakra hljóð- færa og suð er lítið sem ekkert. Að auki er hljóðblöndun öll óvenju- lega góð. Lögin eru tekin upp á árunum 1954 til 1962 og kemur fjöldi hljóðfæraleikara við sögu. Þessi lög gefa góða mynd af söngstíl Hauks Morthens og sýna það og sanna að vinsæidir hans í gegnum tíðina eru engin tilviljun. Raddbeiting hans er í hæsta gæðaflokki auk þess sem honum hefur ætíð tekist að syngja þau lög sem hann hefur valið til flutnings á sinn hátt í stað þess að freista þess að líkja eftir öðrum. Vitaskuld hafa textarnir einnig ráðið miklu um vinsældir laganna en þeir eru flestir prýðilega þjóðlegir og nægir þar að nefna: „Kaupakonan hans Gísla í Gröf“, „Landleguvalsinn", „Heimkynni -hernskunnar" og „í landhelginni". Þrátt fyrir að hæfileikar Hauks Morthens séu landsmönnum löngu kunnir má telja líklegt að fjöl- margif áhugamenn um íslenska dægurlagatónlist — einkum og sór i lagi þeir yngri — þekki ekki mörg þeirra laga sem er að finna á þess- um geisladiski. Ungir tónlistar- menn geta lært margt af því að hlýða á þessar upptökur og fyllsta ástæða er til að vekja athygli á því hversu vandaðar útsetningar lag- anna eru og hljóðfæraleikurinn framúrskarandi fágaður. Það er vel að þessari útgáfu staðið og eiga þeir Gunnar Hrafns- son og Trausti Jónsson, sem höfðu verkið með höndum, hrós skilið. Hljóðfæraleikara er allra getið sem og útgáfuára og tónlistarmaðurinn snjalli, Ólafur Gaukur, ritar stuttan pistil um listamanninn. Það er virð- ingarvert að ráðist skuli hafa verið í þessa útgáfu og getur það að sönnu flokkast undir menningar- starfsemi en víst er að þessi lög eiga enn um langa hríð eftir að höfða til alþýðu manna hér á landi. Á. Sv. SannarsögureftirValgeir: Skemmtilegt og leik- andi létt leikhúsverk Valgeir Guðjónsson er alltaf að koma manni á óvart og virðist raunar sama hvað pilturinn sá tekur sér fyrir hendur, — þar gerist yfirleitt eitthvað skemmtilegt. Sú er einnig staðreyndin með plötuna Sannar sögur, sem hefur að geyma tónlist Val- geirs úr söngleiknum Sfldin er komin. Það var með hálfum huga að ég settist niður til að hlusta á þessa plötu í fyrsta skipti, enda haföi ég ekki séð söngleikinn. Þegar upp var staðið var ég hins vegar orðinn stórhrifinn af mörgu sem þarna getur að heyra og núna dauðsé ég eftir að hafa ekki drifið mig á leik- ritið á sínum tíma. Þetta hlýtur að hafa verið bráðskemmtilegt leikrit úr því lögin eru svona skemmtileg. Á þessari plötu sýnir Valgeir á sér ýmsar nýjar og áhugaverð- ar hliðar sem tónsmiður og yirð- ist hann vera jafnvígur á flestar tegundir tónlistar, hvort heldur um er að ræða blús, rokk, bal- löður eða dæmigerð söngleikja- lög. Textarnir slá þó öllu öðru við og fer Valgeir þar á kostum í fyndni og skemmtilegheitum. Auk Valgeirs eru það leikend- ur úr leikritinu sem sjá um söng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.