Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUMBLXBIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 21. DESEMBER Í988 Norræna húsið: NO NAME ■ ■■ COSMETICS —— / Sporrækt - ljóð og myndir Make-up línan - Náttúruleg áferð - þekur vel - Ofnæmisprófað - Einnig „saioon'þakkningar fyrir snyrtistofur - Frábært verð Útsölustaðir: Reykjavík NN - Laugavegi 27 Snyrtistofan Líf - Gerðubergi Gimli - Miðleiti 7 Snyrtistofa Ingibjargar - Engjateigi Paradís snyrtist. - Laugarnesvegi Saloon Ritz - Laugavegi 66 Kópavogi Gott útlit - Nýbýlavegi 14 Snyrtistofan Rós - Engihjalla 8 Garðabær Snyrtihöllin - Garðatorgi Hafnarfjörður Snyrtistofan Yrjá - Klausturhv. Snyrtilínan - Fjarðarkaupi Dalvík Snyrtistofan - Mímisveg Akureyri Snyrtist. Nönnu Vestmannaeyjar Anita - Skólavegi Frottesloppar Flerra og dömu Stuttir, síðir Verð frá kr. 2.400,- lympi Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300 Sýning Thors Vilhjálmssonar og Arnar Þorsteinssonar SPORRÆKT nefhist sýning á samvinnuverki Thors Vilhjálms- sonar, rithöfundar og Arnar Þor- steinssonar, myndlistarmanns sem opnuð var í kjallara Norræna hússins 17. desember. „Sporrækt" er margþætt verk sem samanst- endur af myndum Arnar og ljóð- um Thors og verða ljóðin og myndimar einnig gefin út á bók sem fáanleg er á sýningunni. Verkið Sporrækt er þriðja sam- vinnuverk þeirra Thors og Amar, en samvinna þeirra hófst með bókinni „Ljóð mynd“ sem út kom 1982. Sú bók kom einnig út í enskri útgáfu og sjónvarpsmynd byggð á grunni hennar var gérð á íslensku ensku og sænsku. Annað verk þeirra félaga „Spor í spori" kom út bæði í íslenskri og enskri útgáfu 1986 og fyrirhuguð er japönsk útgáfa þess þar sem ljóð- in verða í þýðingu japanska ljóð- skáldsins Kijima Hajime. Þetta nýjasta verk „Sporrækt" er byggt á „Spor í spori" og heldur áfram þaðan. Myndimar hafa, að sögn þeirra félaga Thors og Amar, að verulegu leyti þróast og orðið til innan veggja í Grafík í náinni sam- vinnu við forráðamenn fyrirtækisins, Þór Inga Erlingsson og Martein Vig- gósson. Auglýsingar í fiölmiðlum: Eðlilegt að jaftiræði gildi við skattlagningu - segir menntamálaráðherra „ÉG TEL það eðlilegt sjónarmið að jafnræði verði í þessari skatt- lagningu," sagði Svavar Gests- son, menntamálaráðherra, um tillögu Arnþrúðar Karlsdóttur þess efhis að auglýsingar í ljós- vakamiðlum verði undanþegnar söluskatti eins og auglýsingar í blöðum. Svavar sagði að fjár- hagur rikissjóðs væri með þeim hætti að jafnréttið yrði fi-ekar nálgast á þann hátt að leggja sama skatt á alla en að gera alla skattlausa. hlítar áður en gengið var frá álits- gerð um fjárhagsvanda RÚV, en það yrði áfram á dagskrá. Af samnefndri bók eru 200 eintök tölusett og árituð af höfundum texta og mynda, prentuð á sýrufrían pappír. Hluti af upplaginu er falur innrammaður. Jafnhliða og í fram- haldi af prentun bókarinnar hafa þeir Öm og Helgi Jónsson prent- meistari brugðið á leik og eru ótal tilbrigði þeirra við verkið einnig á sýningunni sem er opin alla daga frá kl. 14.00—19.00. Sýningunni lýkur á gamalársdag. Ljóðabók eftir Sturlu Friðriksson Tillaga Amþrúðar kemur fram í skýrslu nefndar um eflingu Ríkisút- varpsins og telur hún að niðurfelling skattsins gæti aukið tekjur RÚV um 100 milljónir króna á næsta ári. Til vara leggur hún fram tillögu um að setja 5% söluskatt á auglýs- ingar allra fjölmiðla. Þetta sé ekki síst nauðsynlegt vegna þess að íslenskir flölmiðlar eigi eftir að lenda í vaxandi samkeppni við út- lent gervihnattasjónvarp. Sölu- skattur á útvarps- og sjónvarpsaug- lýsingar er nú 25%. Menntamálaráðherra sagði ábendingar Amþrúðar vera gildar, en taldi eðlilegt að nefndin ræddi málið frekar og skýrði sín sjónar- mið áður en stjómvöld tækju ákvörðun um málið. Ögmundur Jón- asson, formaður Ríkisútvarps- nefndarinnar, sagði að ekki hefði unnist tími til að ræða málið til ÚT er komin ljóðabókin „Ljóð Langföruls" eftir Sturlu Frið- riksson. í inngangi segir höfundur m.a.: „í bók þessari eru vísur og kvæði, sem ég hef ort á mörgum undanf- ömum árum. Er það sameiginlegt með þeim, að þau hafa orðið til á ferðalögum erlendis. Líkt og ferðalangur tekur augnabliks- mynd af stórfenglegu landslagi, fijálslegu dýri í náttúrulegu um- hverfi eða forvitnilegu mannvirki, hefur svipað atvik orðið til þess að móta stef í hugskoti mínu.“ í bókinni em 54 ljóð á 90 blaðsíðum. Bókin er unnin hjá Prentsmiðjunni Odda hf., útgef- andi er Varði og Almenna bókafé- lagið fer með aðalumboðið. Sturla Friðriksson Nokkurs konar yfirreið um helstu laxveiðiárnar segir Guðmundur Guðjónsson annar höftmdur bókarinnar Stangaveiðin 1988 „ÞAÐ koma út árbækur um allt milli himins og jarðar og í ljósi þess hve vinsælar stangaveiðar eru, fannst okkur það stórfurðu- legt, að engum hefði hugkvæmst að hefja heimildaskráningu eins og þessa,“ sagði Guðmundur Guðjónsson blaðamaður í samtali við Morgunblaðið um bók hans og Gunnars Bender blaðamanns „Stangaveiðin 1988“. Þeir Guðmundur og Gunnar gefa sjálfir út bókina í samvinnu við Snæbjörn Kristjánsson, en þeir Gunnar og Snæbjörn reka Sportveiðiblaðið. „Við erum búnir að ganga lengi með þessa hugmynd í maganum", sagði Guðmundur. „Stundum höf- um við ætlað að framkvæma hana sjálfir, stundum höfum við hallast að því að komast á mála hjá for- lagi og sleppa þannig við dtjúgan hluta vinnunnar. Við höfðum ætl- að að koma bókinni út 1. apríl og láta hana þannig tengja saman veiðitímabilin. Við vorum líka í viðræðum við ákveðið forlag, en er það tók að draga að gefa okk- ur skýr svör, urðum við óþolin- móðir og ákváðum að gefa bókina sjálfír út og flýta henni, því hætt er við að efnið verði ekki lengur nógu ferskt næsta vor. Veiði- sumarið var líka svo merkilegt á margan hátt að við vildum endi- lega lata það gefa okkur byr.“ -En hvert er efni svona bókar? „Það er nokkurs konar yfirreið um landið þar sem getið er sér- staklega allra helstu laxveiðiánna, en þess má geta, að í 17 ám varð metveiði. Þarna er líka ítarleg umfjöllun um allar helstu fréttim- ar, svo sem netaupptökumálin í Borgarfirðinum og rifrildið um Guðmundur Guðjónsson það og eldislaxapláguna í mörgum ám á Vesturlandi svo tvö dæmi séu tekin. Margar skrýtnar veiði- sögur eru skráðar þama og greint er frá silungsveiðinni eftir því sem hægt er. Af öðru efni bókarinnar má telja vel á annað hundrað myndir og eru sumar í lit“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.