Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 26
: 26____________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Vitundin í Hamlet eftír Þorstein Gylfason I Það kemur mér ekki á óvart að Helgi Hálfdanarson skuli veija með ráðum og dáð það tiltæki sitt að þýða orðið conscience, þar sem það stendur í Hamlet III, i, 83, með íslenzka orðinu „heilabrot" (sjá grein hans í Morgunblaðinu 7da desember 1988), en ekki með „sam- vizka" eins og Matthías Jochums- son þýðir orðið, né heldur með „vit- und“ eins og ég vil þýða það. Helgi segist hafa leitt það í ljós í fjöl- menni að orðið geti ekkert annað merkt á þessum stað en einmitt „heilabrot", og telur að það sé „furðuleg þrákelkni að fallast ekki á það“ þegar á það hefur verið bent. Sá er einn munurinn á okkur Helga, þrátt fyrir mikinn vinskap, að ég er löngu hættur að vera hissa á þeirri þrákelkni hans að vilja ekki sjá hlutina með mínum augum, það er að segja eins og þeir eru. Helgi greinir nánar frá fjölmenni því þar sem hann lét gamminn geysa um þessi efni og kallar það „hóf“. Ekki veit ég hvers vegna hann notar orðið „hóf“, nema hann vilji gefa í skyn að í rauninni hafí verið um óhóf að ræða. Samkoma þessi hét „Samdrykkja um Haml- et“, og þar voru frummælendur Bryndís Valsdóttir, knattspymu- hetja og upprennandi heimspeking- ur og bókmenntafræðingur, sá sem þetta skrifar og loks Helgi Hálf- danarson sjálfur, sem var svo skemmtilegur að fólk sem þama var er enn að dilla sér við einstök atriði í ræðu hans. Samdrykkjan stóð ekki nema í tólf klukkustundir. Helgi kvartar yfír þeim ummæl- um mfnum í Morgunblaðinu (3ðja desember 1988) að ég hafí útlistað kenningar mínar um vitundina í Hamlet fyrir þeim Hrólfí Sveinssyni „einslega", með því að það hafí ég gert í samdrykkjunni innan um fjölda fólks. Ég fellst á að ég hafí komizt ónákvæmlega að orði, og biðst afsökunar á því. Það er vita- skuld hárrétt hjá Helga að ég reyndi að leiða hann í allan sannleika um vitundina við það tækifæri. En þar var Hrólfur hvergi nærri, því mið- ur, og það var hann sem ég ræddi þetta við undir fjögur augu. Margir munu undrast það að Hrólfur skuli ekki hafa verið fremstur í flokki samdrekkenda, og einn frummælenda í ofanálag. Mig gmnar að það sé af þessum sökum sem Sveinn Hrólfsson fyrtist við mig (sjá grein hans „Sýrukerið á Fjalli" í Morgunblaðinu 9da desem- ber). Ég verð að játa að mér þótti ekki rétt að stefna Hrólfí á þetta mannamót. Ástæðan var sú að þar voru á borðum brauð og ostur og svolítið vín sem samdrekkendur fluttu sjálfír til samdrykkjunnar. Ég mirintist kenninga Hrólfs um mat og drykk, en þær hefur hann rakið oft og víða, meðal annars í Morgunblaðinu hinn 24ða mars 1979. Þar segir meðal annars að það sé „fátt — satt að segja ekkert — öllu viðbjóðslegra í eðli sínu en að éta.“ Hann heldur áfram: Að tfna upp alls konar kvikindi, ýmist í heilu lagi ellegar krofið sér og innyflin í öðru lagi, og setja þetta inn í andlitið á sjálfum sér, gœla við það með tungu og tönnum, og klykkja út með því að kyngja þvf ofan í sig. Og þvflfk kurteisi við góða gesti, eða hitt þó heldur, að parraka þá niður við borð og hauga kringum þá slíkum ódámi. Væri ekki snyrtilegra að bjóða þeim að sitja á klóseti svo sem klukkutíma sér til yndis? Sú athöfn sem þar fer fram, er hin sama og át, en með öfugu for- merki; hreinsun f stað flekkunar. Ef menningin væri á uppleið, mætti vænta þess, að veitingamenn tækju á sig rögg og færu burt með borð og stóla úr veizlusölum, en röðuðu í þess stað klóset- skálum meðfram öllum veggjum. Þar mætti svo halda opinberar veizlur og orðusýningar með hreinlegum siðmenn- ingarbrag í stað áts. Ég vona að Sveinn Hrólfsson átti sig á því með tímanum, að ég lét hjá líða að bjóða föður hans til sam- diykkjunnar af nærgætni en ekki af óvild. n Það er að vanda ótalmargt i máli Helga sem vert væri að staldra við. Eitt er merking enska orðsins reflection, en mér virðist Helga sjást yfír það í málflutningi sínum, ugglaust vegna ófullnægjandi orða- lags míns, að sú merking þess sem ég kenndi við Elísabetartímann — „spegilmynd, endurkast, vitund" — lifír góðu lífi f enskri tungu til þessa dags. Annað er þýðing Sigurðar Nordal á conscience með „íhygli" í íslenzkri menningu, og henni fylgj- andi ávítur á Matthías Jochumsson fyrir að, hafa notað orðið „sam- vizka" til að þýða conscience á þeim stað sem um er að ræða. Við tilvís- un Helga í þessa þýðingu hef ég það eitt að segja núna að maður á að vera á móti öllu sem Sigurður Nordal sagði um dagana; það lærði ég af honum sjálfum. Þetta minnir mig á Hrólf Sveinsson, og bréf hans til mín í Morgunblaðinu hinn lOda desember síðastliðinn, því að ég hef lært margt af honum líka í fræðum og vísindum. Faðemi Sveins Hrólfssonar, og §árhagsleg- ar skuldbindingar mínar við Hrólf í því sambandi sem hann segir frá, mun ég taka upp á öðrum vettvangi. En þótt þessi efni öll, og fjöl- mörg önnur, séu bæði fróðleg og skemmtileg, mun ég leiða þau hjá mér og festa í staðinn athygli við tvö meginatriði í máli Helga og ágreiningi okkar. Annað lýtur að einræðni og margræðni orða, hitt að heildarskilningi á ræðu Hamlets um dauðann, „Að vera eða ekki“. Helgi skrifar um mál mitt í sam- drykkjunni: Þorsteinn harmaði það auðnuleysi íslend- inga að eiga ekki til orð sem þýtt gæti bæði „nunnuklaustur" og „hóruhús", eins og sumir telja að enska orðið nunnery hafi gert 1 tilteknu málsniði á dögum Shakespeares. Hvað á þá að gera þegar Hamlet segir við Ófeliu: „Get thee to a nunnery!"? Nú er merkingin „hóruhús" ekki annað en tilgáta þeirra frseðimanna, sem ein- lægt reyna að kreista fram orðaleiki, hvar sem hillir undir hugsanlega tvíræðni i orði. Þama er ekki stafkrókur fyrir þvi að hugrenningar til hóruhúsa séu á kreiki. Ástæðan til þess að Hamlet skipar Ófelíu að ganga í klaustur er sú, að hann vill ekki fyrir nokkum mun að hún giftist; á því hamrar hann hvað ofan I annað. Laumuleg visun til hómhúsa væri einung- is truflandi ofþýðing. Þá væri ótimabær og tilefhislaus útlistun á vafasamri felu- merkingu látin hálfvegis kaffæra mikil- væga og mjög eindregna aðalmerkingu. Þó að til kæmi íslenzkt orð, sem þar fullnægði óskum Þorsteins, þyrði ég ekki að nota það. s Hér er ég alveg sömu skoðunar og Helgi um meginatriði málsins. Það er hægt að gera — og er gert — allt of mikið af því að kreista fram orðaleiki. Ég skal ganga enn- þá lengra og segja: yfirleitt eru orð einræð í samhengi, þó svo að hvert einasta orð sé margrætt eitt og út af fyrir sig. Samhengið sker oftast úr um hver af merkingum orðs sé sú sem við er átt, og aðrar merking- ar orðsins í öðru samhengi koma henni ekkert við. Hitt er svo álita- mál hvort til að mynda orðið nunn- ery er tvírætt í Hamlet III, i, 121, eða þá orðið idle í III, ii, 90, en margir ætla að það merki þar bæði „aðgerðalaus" og „vitskertur". Þess má geta að Helgi þýðir „I must be idle“ á þessum stað með „ég verð frá viti“. Matthías Jochumsson þýð- ir: „ég má láta sem ekkert sé“. Um þetta hef ég eitt og annað að segja, en læt það kyrrt liggja. Það sem máli skiptir hér og nú er orðið conscience. Helgi skrifar: Ég hef einhvem tfma kallað svo, að merkingarsviö orðsins conscience muni á dögum Shakespeares hafa rúmað allt það sem er og gerist í vitundar-skúkkelsinu, og þá einnig viðhorf til ills og góðs ef því var að skipta. Síðar í greininni segir hann: Þorsteinn stakk [í samdrykkjunni] upp á að þýða conscience með „vitund", enda hefði hann þá að Kkindum ginið yfir öllu því sem hann telur að rúmazt hafi í orð- inu á 16. öld. Þetta er mikill misskilningur á skoðun minni. Ég held því ekki fram, og hef aldrei haldið því fram, að orðið con- science sé margrætt í III, i, 83, og þaðan af síður að í íslenzka orðinu vitund rúmist allt sem rúmaðist í enska orðinu conscienœ á 16du öld. Öðru nær. Ég trúi því sama um conscience hér og Helgi trúir um nunnery í III, i, 121. Eftir mínum skilningi er orðið conscience einrætt á þessum stað og merkir „vitund“ eða „meðvitund". Þar með merkir það ekki „samvizka" og ekki heldur „íhygli" eða „heilabrot", hvað þá „allt það sem er og gerist í vitund- ar-skúkkelsinu“. Þennan skilning minn byggi ég meðal annars á heild- arskilningi á ræðu Hamlets, alveg eins og Helgi byggir „heilabrotin" sín. Læt ég nú útrætt um einræðni og margræðni að sinni, og sný mér að þessum heildarskilningi á eintal- inu. III Þýðing Helga á ræðunni um dauðann hefst á þessa leið: Að vera, eða’ ekki vera, þama er efinn, hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður f grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grfpa móti bölsins brimi og knýja það til kyrrðar. Að deyja, sofha — og ekkert framar, láta svefninn sefa kvöl hjarta sfns og þúsund mannleg mein sem holdið erfir, það er lokalausn sem óska má af alhug. Deyja f svefn, — svefn, kannski drauma-dá! jú þar er snurðan; þvl hvaða draumar dauðasvefnsins vitja, þá holdsins fjötra-fargi er af oss létt, það fipar oss. í athugasemdum sínum við þýðing- una nefnir Helgi þann kost að þýða fyrstu þijár ljóðlínumar á aðra leið: Að vera til, eða ekki, skiptir öllu, hvort sem er betri sæmd að þola f sál grimm högg og níðings-örvar ógæfúnn- ar... Um þessa þýðingu segir hann svo í athugasemdunum: . Að þessum skilningi hnfga kannski flest rök, því að öðru leyti snúast 27 fyrstu lfnur eintalsins eingöngu um sjálfsmorð, hvort f raun og veru sé unnt að svipta sig Iffi, ef vitundin verði þrátt fyrir allt ekki þurrkuð út; þvf það sem öllu máli skipti, sé einmitt þetta: að vera til eða vera ekki til, — hvað svo sem hinu lfði, hvort sjálfsmorð eigi að teljast góð kurt- eisi eður ei. (William Shakespeare: Leik- rit III (1984), 446.) Ég skal fallast á hvert einasta orð, þó ekki sé nema rökræðunnar vegna. Hins vegar greinir okkur Helga á um frekari skilning á ræðu Hamlets. Ég vil spyija: nákvæm- lega hvað er í því fólgið „að vera til eða ekki“ hér? Helgi vitnar í Bjama Thorarensen sem segir í bréfi frá 20sta október 1836: „Spumíngin er því hiá mér um Líf eda Dauda... — to be or not to be —.“ Ég skal vera sammála Bjama líka. En ég vil spyija: ná- kvæmlega hvað felst í lífi og dauða hér? Ég spyr þessara spuminga í léttu skapi vegna þess að ég hygg að Hamlet gefi nokkurt svar við þeim, eða reyni að gefa, í niðurlagi ræðunnar. Um það niðurlag er ágreiningur okkar Helga mestur. Hjá Shakespeare hljóðar það svo: Thus conseience does make cowards of us all, And thus the native hue of resolution Is sicklied o’er with the pale cast of thought, And enterprises of great pitch and moment With this regard their currents tum awry And lose the name of action. Helgi þýðir sem hér segir: Já, heilabrotin gera oss alla að gungum; á einbeitninnar holla litarhátt slær sjúkum fölva f hugans kalda húmi; og framtak vort sem reiðir hátt til höggs geigar við þessa gát frá réttu horfi á mis við dáðar-nafnið. ENGIN JÓL ÁN MÖMMUSULTU! Það er ekki sama hvaða sultu þú berð á borð með jólamatnum. Þess vegna skaltu velja jólasúltuna vandlega, þegar þú kaupir inn. Láttu ekki lélega sultu eyðileggja fyrir þér jólasteikina. Fáðu þér Mömmusultu - og nóg af henni! Mömmusulta er vægast sagt frábær bæði með hátíðamatnum, í baksturinn í pönnukökurnar eða beint á brauðsneiðina. Þú getur valið um Mömmu Rabarbarasultu, Mömmu Jarðarberjasultu - og svo má ekki gleyma hinu vinsæla Mömmu Appelsínumarmelaði. ' Eins og fram er komið skilur Helgi eintalið í heild fyrst og fremst sem sjáifsmorðshugleiðingu, sem má til sanns vegar færa. Það var án efa þess vegna sem hann komst svo að orði í samdrykkjunni að ræðan lýsti þunglyndi Hamlets, en þunglyndi er geðsjúkdómur sem leitar einatt útrásar í sjálfsmorðs- hugleiðingum og sjálfsmorðstil- raunum. Þessum meinafræðilega skilningi sínum á ræðunni, og per- sónu Hamlets yfírleitt, tefldi Helgi fram gegn siðferðilegum skilningi Bryndísar Valsdóttur á leikritinu, en greining hennar á Hamlet sjálf- um og harmleiknum í heild var reist á því meðal annars að conscience í III, i, 83 merki „samvizka" eins og hjá Matthíasi, en alis ekki „heila- brot“ og hvað þá „vitund". Sam- kvæmt útlistun Helga, sem tindraði af hvers konar andríki, eru „heila- brotin" er hann vill kalla svo ekk- ert annað en þunglyndisórar, en ekki samvizkuþrautir eins og hjá Bryndísi sem var ákaflega andrík líka. Helgi undirstrikaði þetta sér- staklega með þeirri snjöllu athuga- semd að eiginlega mætti þýða línuna „Thus conscience does make cowards of us all“ — eða jafnvel ætti að þýða hana — með „Já, heim- spekin gerir gungur úr oss öllum". Þessi athugasemd vakti að sjálf- sögðu mikinn fögnuð sem ekkert lát er á til þessa dags. Skilningur minn á línunum sex um conscience er hvorki meina- fræðilegur né siðferðilegur, heldur frumspekilegur ef svo má segja. Ég held því fram að þessar línur flalli um lífíð eftir dauðann, sem er óumdeilanlega meginefni f eintal- inu öllu. í því sambandi er hnýsi- legt að hyggja að því sem Helgi víkur að í framhjáhlaupi í grein sinni í Morgunblaðinu, og fjallar nokkuð ítarlega um í athugasemd- inni við þýðingu sína sem ég hef þegar vitnað í. Orðalag Shake- speares á einum stað í ræðunni hefur verið rakið til enskrar þýðing- ar eftir John Florio (1553-1625) á Ritgerðum eftir Michel de Montaigne (1533-1592). Reyndar hafa sumir getið þess til um bók- ina, sem stundum er talið að Ham- let sé að lesa þegar hann flytur ræðuna eins og Helgi nefnir í Morg- unblaðinu, að hún eigi einmitt að vera Ritgerðir Montaignes. Fyrir utan orðalagsatriðið sem ég nefndi, eru þau rök til þeirrar tilgátu að dauðinn, og sjálfsmorð sérstaklega, voru Montaigne mjög hugleikin efni eins og vera ber, auk þess sem áhrifa Montaignes gætir víðar í Hamlet og öðrum leikjum Shake- speares, til að mynda í Ofviðrinu. Hvað um það. Eg hef orð á þessu af sérstökum ástæðum. Orðalagið sem talið er að Shakespeare hafi að hluta eftir Montaigne í þýðingu Florios er það, eins og Helgi getur um í athugasemdunum við eintalið, að dauðinn sé a consummation devoutly to be wished, „lokalausn sem óska má af alhug," segir Helgi. Þetta er vitaskuld fróðlegt, en mér þykir hitt miklu fróðlegra að Monta- igne heldur áfram á þessum stað („De la physionomie“ í Essais III, xii (París 1972), 336) og segir að við vitum ekkert ljúfara í þessu lífí en kyrra hvíld og mildan svefn, án drauma. Þetta er eftirtektarvert vegna þess að í þessum punkti, hin- um draumlausa svefni, staldrar Shakespeare við og lætur Hamlet segja einhveija fágætustu línu sína: To sleep, perchance to dream — ay, - there’s the rub ... I þýðmgu Helga: svefn, kannski drauma-dá! jú þar er snurðan... Hana mætti ef til vill líka þýða á þessa leið: að sofa, kannskj að dreyma — djöfuls verkur... Hvað ef okkur dreymir eftir dauðann? Eftir skilningi mínum á sex síðustu línum eintalsins eru þessar línur niðurstaða Hamlets — eða jafnvel Shakespeares — um ein- mitt þetta efni. Þessi niðurstaða hygg ég að sé sú að kannski blakti einhver vitund á einhveiju skari. En um það líf sé ekkert vert, og ekki heldur um vitund okkar í þessu lífí. Það sem öllu skipti sé vilji manns og verk hér og nú. Að gera V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.