Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐYIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 dönsku herra- og dömu- inniskórnir komnir aftur. Hagstætt verð. Póstsendum. FALKON (’fa&hiorifocmen. Dönsku smoking fötin komin aftur Nú einhneppt og tvíhneppt Verðaðeinsfrá kr. 9.950,- ^ j i Aldrei meira úrval af herraskyrtum, herrapeysum, velorsloppum og innisettum [LeoGemellj) QEísIP 9 Stækkun og sérhæfing Alþjóðleg samtök rit- stjóra Intemational Press Institute gefa út tímarit, IPI Report, þar má oft lesa hugieiðingar felagsmanna nm þróun Qölmiðlunar í einstökum löndum eða á heimsmæli- kvarða. I síðasta hefti er grein eftir Francisco Pinto Balsemao, útgef- anda og fyrrum ritstjóra portúgalska vikuritsins Expresso, en hann var á fyrstu árum lýræðis í Portúgal • forsætisráð- herra lands sins. í grein- inni sem ber yfirskrift- ina: Flestar þjóðir heims búa við ritskoðun, ræðir hann þróun fjöímiðlunar á síðari árum og upplýs- ingabyltinguna svo- nefhdu. Hann segir, að á upplýsingaöldinni séu Qögur megineinkenni. I fyrsta lagi hafi hug- takið upplýsing fengið viðtækari merkingu en áður. í öðru lagi sé sér- hæfingin mun meiri en áður. Nú megi finna út- varpsstöðvar sem sér- hæfi sig í fréttum eða klassiskri tónlist, það séu tíl sjónvarpsstöðvar sem sinni aðeins ákveðnu þema, svo sem íþróttum eða barnaefiii, og blöðin séu að verða sifellt sér- hæfðari. Þriðja einkennið sé að myndir eru látnar koma í stað orða og einkum ritaðs máls. Telur Bals- emao mikilvægt að við áttum okkur á þessu og þeirri staðreynd, að við erum nú farin að horfa eða skoða sifellt meira en að lesa og tala. Þessu fylgi svo það, sem vest- ur-þýski rithöfimdurinn Hans Magnus Enzens- berger kallar „annars stigs ólæsi“. Það er að segja að einstaklingur getur lesið — hann er ekki ólæs i hefðbundnum skilningi — en hann lað- ast einkum að myndum, að slgánum; ekki aðeins til að horfa á sjónvarp, Bylting ífjölmiðlun Hér hjá okkur ríkir nú byltingarskeið í fjölmiðlun, þegar unnið er að því að finna nýtt jafnvægi eftir að einokun ríkisins á út- varpsrekstri hefur verið afnumin. Slíkir umþóttunartímar eru oft erfiðir og sést það hvað best á stöðu Ríkisútvarpsins. Einka- stöðvarnar takast einnig á við vandamál og það er oft erfiðara að halda í horfinu heldur en að vera í stöðugum vexti. Þegar litið er á einka-hljóðvörpin veldur vonbrigðum, hve illa þeim hefur gengið að veita viðunandi fréttaþjónustu. Jafnvel það sem á að kallast fréttir eða fréttatengt efni ber augljós merki auglýs- ingaskrumsins. í Staksteinum í dag er litið til umræðna um stöðu fjölmiðla á alþjóðavettvangi. heldur tíl þess að skoða myndbönd, myndbanda- leiki og svokallaðan tele- text, það er lesmál sem rennur ettir skjánum. Kenning Enzensbergers er sú, að annars stigs ólæsa sé auðvelt að haíá áhrif á og stjóma með myndum og þá geti stjómmálamenn auð- veldlega leikið sér með. Fjórða einkennið á hinum nýja upplýsinga- heimi er jákvætt, sam- hliða þvi sem (jölmiðla- einingamar verða stærri geta smærri aðilar látið meira að sér kveða en áður. Balsemao telur það hættulega þróun að stór- fyrirtæki myndi alheims- bákn. Á hinn bóginn ger- ist það á sama tínm, að hver sá sem vill útvarpa getur það; tækjabúnað- urinn er að verða sífellt ódýrari. Stöðugur þrýstingur Samhliða þeirri þróun sem að ofan er lýst telur Balsemao, að fjölmiðlar verði fyrir þrýstingi og þar gerir hann greinar- mun á tvennu: beinum pólitískum þrýstingi og fjárhagslegum. Hann minnir á, að í meirihluta þeirra 160 ríkja sem eru á jarðarkringlunni ríki ritskoðun. Flestar þjóðir heims búi við ófrjálsa Qölmiðlun, hvort heldur hún byggist á því að efni fjölmiðla sé skoðað af fulltrúum ríkisins, áður en það kemur fyrir sjónir almennings, eða vegna þess að miðlamir eru í eign ríkisins. Ríkið getí beitt fjöl- miðla Qárhagslegum þrýstíngi með ýmsu mótí og séu jafnvel dæmi um hann í lýðræðisríkjum. Aðferðirnar séu ýmsar. í löggQöf um Qölmiðla sé unnt að setja íþyngjandi ákvæði. Þá geti stjómar- athafiiir l^omið misjafh- lega niður á fjölmiðlum, eins og þegar ríkisvaldið túlkar ákvæði um fjár- hagsstuðning til blaða. Til marks um óbeinan þrýsting af hálfu ríkisins nefnir hann dæmi frá Portúgal, þar sem boðað hefur verið afhám ríkis- einokunar á sjónvarps- rekstri en ríkisstjómin dregur við sig að leggja fram frumvarp um það efini. Hann minnir á viðleitni til að setja alþjóðareglur um auglýsingar I sjón- varpi. Evrópubandalagið hafi sett reglur um kvóta fyrir efhi af evrópskum uppruna — það sé bannað að kaupa nema takmark- að efhi frá öðrum mörk- uðum. Og sfðan segir Balsemao orðrétt: „Ég tel ýmsar af þess- um regliun bráðnauðsyn- legar. Stöðvar eins og Sky og Super Channel likjast helst sjóræningja- stöðvum. En kvótamir eiga ekki eftir að koma að miklu gagni fyrir smá- þjóð eins og mina. Við fyrstu sýn virðast þeir geta glætt evrópska framleiðslu. En sé litíð nánar á þá kemur f ljós, að Portúgalir yrðu dæmdir til að kaupa frekar efiii af stórum Evrópuþjóðum eins og Bretum og Vestur-Þjóð- veijum en Bandaríkjmi- um og Brasilfu, og þetta myndi ekki leysa neinn vanda við framleiðslu á þjóðlegu dagskrárefiii í Portúgal.“ Er húsið of stórt? Hvers vegna ekki að njóta eignanna! Ef t.d. hús er selt og íbúð, sem er 3 milljón krónum ódýrari er keypt, er hægt að hafa 25 þúsund krónur skattíausar tekjur á mánuði án þess að skerða höfuðstólinn. Kynnið ykkur kosti Sjóðsbréfa 2 hjá starfsfólki VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.