Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 61
æfa sig á kirkjuorgelið. Lagði hún
einnig til að hann yrði sendur suður
til að læra á orgel þar sem organ-
ista vantaði í kirkjuna, en af því
varð þó ekki sakir fátæktar. Sigríð-
ur móðir Kristjáns hafði lært á org-
el. Hún teiknaði fyrir hann nótna-
borð, kenndi honum tónstigann,
formerkin og að lesa nótur. Þannig
lærði hann grunnatriðin í tónfræði
án þess að eiga hljóðfæri. Þegar
hann var 16 ára pantaði hann sína
fyrstu harmónikku í gegnum „Imp-
ortören" en það var danskur verð-
listi sem til var á mörgum íslenskum
heimilum í þá daga. Þetta var ein-
föld harmónikka sem hann spilaði
á þangað til hann eignaðist fimm-
falda harmónikku árið 1934 eða
rétt áður en hann hélt til Hríseyjar.
En um og eftir Hríseyjarveruna
vann hann oft fyrir sér með því að
spila á harmónikku á böllum, meðal
annars á Hótel íslandi.
Fyrri kona Kristjáns var Anna
Gunnlaugsdóttir en þau eignuðust
þijú böm; Elías Sigurð, Kolbrúnu
og Hörð. Kona Elíasar er Bára
Bjamadóttir. Þau eiga einn son
Kristján Öm en sonur hans Elías
Andri er fyrsta langafabam Krist-
jáns. Elías Sigurður á einnig synina
Eyjólf Konráð og Þorstein Sindra.
Kolbrún lést síðastliðið vor aðeins
Qörutíu og fímm ára að aldri. Hún
var gift Borgþóri Herbertssyni en
hann lést 1975. Böm Kolbrúnar og
Borgþórs eru Anna Lind, Sigurður
og Berglind. Kona Harðar er Ester
Valtýsdóttir. Þeirra böm eru Val-
týr, Laufey og Stefán. Kristján og
Anna slitu samvistum.
Árið 1945 hóf Kristján búskap
með eftirlifandi konu sinni Guðnýju
Jónsdóttur Siguijónssonar frá
Vopnafirði, en þau giftust 1960.
Kristján gekk dóttur Guðnýjar,
Eddu Sigurðardóttur, í föður stað.
Dóttir Eddu er Guðný Einarsdóttir.
Þegar Kristján og Guðný hófu bú-
skap festu þau kaup á Elliða á
Seltjarnamesi og bjuggu þar allt
til ársins 1959 er þau fluttu að
Kleppsvegi 6, þar sem þau hafa
búið síðan. Heimili þeirra Guðnýjar
og Kristjáns hefur alla tíð staðið
vinum og vandamönnum opið.
Þangað hefur alltaf verið gott að
koma. Heimili þeirra ber þess vott
hve samhuga þau voru um að skapa
heimili þar sem þau gátu bæði sinnt
áhugamálum sínum. Guðný er
saumakona og hefur alla tíð saum-
að mikið. Kristján hefur haft ótal
áhugamál sem hann hefur einnig
sinnt.
Þó svo að Kristján flytti til
Reykjavikur ungur maður gleymdi
hann aldrei uppmna sínum á Snæ-
fellsnesi. Hann festi kaup á jörðinni
Elliða í Staðarsveit, þar sem for-
eldrar hans bjuggu mestan sinn
búskap. Árið 1958 hófu þau Guðný
byggingu sumarbústaðar á Elliða.
Við það starf kom einnig í ljós hve
samhent þau hjón voru. Kristján
hefur alla tíð verið mikið fyrir að
safna gömlum hlutum. Um það ber
minjasafnið í sumarbústaðnum
merki en þar er mjög athyglisvert
safn gamalla hluta. Þær eru ófáar
samverustundimar og ógleyman-
legar sem fjölskyldan hefur átt í
gegnum tíðina í sumarbústaðnum á
Elliða. Þar var harmónikkan oft
þanin og mikið sungið, oft við arin-
eld eða stjömubjartar nætur. Það
er óneitanlega skrýtið að hugsa til
þess að koma vestur á Elliða og
' MÓRÍGtltíBLÁkllÐ, -ÍÍflÉlVnÍÍJíBXGUR 21. DEáéli^B^R' Í988
vita að harmónikkan verður ekki
tekin upp eins og venjulega.
Rétt fyrir seinna stríð lærði
Kristján skreiðarmat af norskum.
manni sem kom hingað til lands
að tilstuðlan íslenska ríkins. Út-
flutningur skreiðar lá niðri yfír
stríðsárin en Kristján starfaði sem
skreiðarmatsstjóri uns Fiskmat
ríkisins var sett á stofn. Eftir það
varð hann yfirmaður skreiðarmats-
ins. Það starf hafði hann með hönd-
um allt fram undir 1970.
Á árunum 1970-1981 starfaði
Kristján'sem stjómarráðsfulltrúi í
dómsmálaráðuneytinu en hann ann-
aðist útgáfu Stjómartíðinda og
Lögbirtingablaðsins á þeim tíma.
Hann lét af störfum fýrir aldurs
sakir 1981.
Kristján var mjögfjölhæfur mað-
ur og eftirminnilegur. Hann átti
mikið safn mynda. Hann tók mikið
af myndum sjálfur en safnaði líka
gömlum myndum sem hann lét gera
upp.
Kristján var einnig mikill áhuga-
maður um bækur og hann varð-
veitti allar sínar bækur mjög vel.
Hann safnaði gömlum guðsorða-
bókum bæði ýmsum útgáfum af
Biblíunni og gömlum sálmabókum.
Fyrsta bókin sem hann keypti sjálf-
ur var reyndar sálmabók sem hann
keypti af farandsala, vestur á Snæ-
fellsnesi. Kristján seldi föður sínum
gimbrarlamb sem hann átti, til að
geta keypt sálmabókina. Þetta sýn-
ir kannski betur en margt annað
hvemig Kristján var og hvert hugur
hans stefndi. Kristján hefur alla tíð
stundað bókband af miklu kappi og
bundið inn margar af þeim gömlu
bókum sem hann eignaðist.
Síðustu tvo áratugina hafði
Kristján mikinn áhuga á ættfræði
og sinnti hann því áhugamáli af
sama kappi eins og öðru því sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
byijaði að rekja ættir Guðnýjar
konu sinnar en síðan sínar eigin.
Ekki leið á löngu þangað til ýmsir
fóru að leita til Kristjáns til að fá
aðstoð við ættfræðirannsóknir og
átti hann samstarf við marga um
þau mál. Kristján tók tæknina í
sínar hendur við ættfræðistörfin.
En hann hefur mikið unnið af
„míkrófilmum" sem fengnar eru hjá
þekktum ættfræðistofnunum vest-
an hafs. Ættfræðirannsóknir hans
hin síðustu ár náðu meðal annars
til sóknarmanntala í Staðarstaða-
og Búðarsóknum 1899-1910. Hann
rannsakaði manntal í Staðarsveit
og Miklaholts- og Rauðamelssókn-
um á 19. öld og manntal frá 1762
í Snæfells- og Hnappadalssýslum.
Handrit Kristjáns sem skipta tugum
eru öll handskrifuð og unnin af
mikilli vandvirkni. Ýmsir höfðu
hvatt hann til að gefa ættarskrám-
ar út en ekki gafst honum tími til
að sinna því. t
í kringum 1965 vaknaði áhugi
meðal Vestur-íslendinga að hafa
upp á frændfólki sínu á Fróni. Það
var enginn tilviljun að margir þeirra
höfðu samband við Kristján þegar
þeir vildu hitta íslenskt frændfólk.
Þau Guðný brugðust ætíð skjótt við
slíkri málaleitan. Þau tóku á móti
mörgum ættingjum úr Vesturheimi
og boðuðu þá jafnframt íslensk
ættmenni á þau mót.
Kristján var mjög sérstakur mað-
ur. Hann var hlýr í viðmóti, gaman-
samur og gleðimaður mikill. Það
var einstaklega notalegt að vera í
návist hans, njóta frásagnarhæfi-
leika hans, en hann var mjög vel
lesinn og sagði skemmtilega frá.
Það var einatt glatt á hjalla þar sem
hann var. Ótal minningar leita á
hugann, minningar sem eru óneit-
anlega hluti af uppeldi og menntun
þess sem fékk að njóta samvista
við hann. „Margs er að minnast og
margt er hér að þakka".
Ég sendi þér elsku Guðný, böm-
um ykkar og barnabömum mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð styrkja ykkur á þessari
sorgarstund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Valgerður Snæland Jónsdóttir
HEILDSÖLU-
MARKADUR
Allt nýjar vörur
fyrir fullorðna
jafnt sem börn
Laugavegi 22a,
gengió inn
um portió
Mjög gott verð
Dæmi um yerð:
Buxurkr. 1.470,-
Karlmannafrakkar kr. 3.000,-
Skyrtur kr. 900,-
Úlpurkr. 1.500,-
og margt, margt fleira.
Sjón er
sögu ríkari!
ym
S Áskriftarshninn er 83033 OO