Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 19
MORÓÖNBEAÐIÐ, MJÐVIKUDÁGUR 21: DÉ 19 Felumynd ________Bækur______________ Súsanna Svavarsdóttir TRÚIN, ÁSTIN OG EFINN - minningar séra Rögnvalds Finn- bogasonar. Guðbergur Bergsson skráði. Útgefandi: Forlagið. Trúin, ástin og efinn hefur að geyma endurminningar séra Rögn- valds Finnbogasonar á Staðastað, skráðar af Guðbergi Bergssyni. Bók- in hefst á fyrstu bemskuminningum í Hafnarfírði og lýkur 17. júní 1959, svo ljóst er að hér er aðeins fyrri eða fyrsti hluti æviminninga klerksins. A milli upphafs og endis er svo frá- sögnin sjálf, sem skiptist upp í tæp- lega sjötíu kafla — punktar úr ævi séra Rögnvalds. Það er farið vftt og breitt yfír, en staldrað við á fáum stöðum. Þvi miður fannst mér frá- sögnin heldur sundurlaus og einum of mikið vaðið úr einu í annað, án þess að nokkrum hlut væru gerð skil. Eiginlega er aðaláherslan á öðru fólki; fólki sem séra Rögnvaldur hef- ur hitt í gegnum tíðina, lýsingum á því og afstöðu til þess. Séra Rögn- valdur talar um það á nokkrum stöð- um að hinir og þessir menn hafi haft áhrif á hann, en lítið fer fyrir þvi að hann segi hvers vegna. Trúin, ástin og efínn er nafn sem gefur góð fyrirheit. Helst átti maður von á að hér kæmi bók, þar sem velt væri upp djúpum hugleiðingum um hliðstæður og andstæður þessara hugtaka, séra Rögnvaldur mundi lýsa því hvers vegna hann efaðist um trú sína, ef einhver er, hvemig hann hefði sætt trúnna og efann. Hann segir að vísu að pólitísk af- staða hans hafí átt þátt í þvi að honum gekk erfíðlega að taka ákvörðun um að verða prestur, en ekkert um einvígið sem hann háði við sjálfan sig. Sú tilfínning sem maður situr eftir með er að hann hafí verið of latur til að standa í prestskap og of latur til að gera það ekki. Engin átök virðast hafa átt sér stað. Hvaða hlutverk ástin spilaði í lífí hans, annað en að láta hann giftast rangri konu í upphafi, er enn ekki orðið alveg ljóst 17. júní 1959. Sjöfn nokkur, sem hann var ungur ást- fanginn af, fer utan, skrifar honum uppsagnarbréf og séra Rögnvaldur skrifar í æviminningum sínum: „Bréfið barst mér í ágúst og ég vissi að nú væri að duga eða drepast. Þegar ungir menn eru ástfangnir fínnst þeim að allur heimurinn standi eða falli með ást sinni og unn- ustunni. Og þannig var það fyrir mér. Ég hafði eflaust verið særður djúpu holundarsári í sálina við vin- slit okkar. Svo ég reyndi að leita mér hugbótar til að sanna fyrir sjálf- um mér og öðrum að ég væri ekki heillum horfínn, að ég ætti enn ástir meyja. Þess vegna gekk ég strax að þeim hlutum, eins og náminu í guð- fræðinni — af alefli — og nú skyldi þeim prófum lokið líka og engu fresta sem áður hafði dregist úr hömlu. Þar á ég við brúðkaupið." Svo giftist hann Eriu, sem hann er giftur á 110 síðum af 214, en varla er hægt að segja að hann minn- ist á hana, nema þegar hann tekur fram að hún hafi verið með í ein- hveijum flutningum um landið ... Nei, hér býijar séra Rögnvaldur af enn meiri ákafa að þylja og bylja upp mannanöfn, hveija hann hittir í þorpum, bæjum, sveitum, hveijir koma að heimsækja hann og svo framvegis. En meginhlutinn virðist ekki koma ævi hans neitt við. Séra Rögnvaldur segir frá því að Thor Vilhjálmsson hafí dvalið hjá honum í Bjamanesi, hvemig veðrið var þeg- ar Thor var sóttur út í skipið sem flutti hann og er ffásögnin af sam- ræðum þeirra tveggja, staupandi sig bak við Bergárfoss, dæmigerð fyrir yfirborðslegan stíl bókarinnar: „Eftir að hafa dregið tappann úr flöskunni og drukkið, sátum við sætkenndir í þessu liráslagalega en hrikalega umhverfí. Á bak við fossúðann rædd- um við í einlægni og fullir af anda- gift um lífið og tilveruna, sem við reyndum að sjá í gegnum, eins og hvort tveggja væri eins konar foss tímans." Hvað segir þetta? Ekki neitt. En því miður er þetta mjög dæmi- gert fyrir þetta fyrsta bindi ævisögu séra Rögnvalds. Margir „kallar" em taldir til, þjóðfrægir menn sem hafa haft skoðanir á öllum hlutum; pólitík- usar, prestar, biskupar, skáld og rit- höfundar, en þeir standa í bókinni eins og einhveijar vaxmyndir. Bókina vantar alla dýpt; alla umræðu um heimspekileg málefni, um tilfinning- ar mannsins andspænis skynseminni, um tilvist okkar yfirleitt og trúin ... Eftir lestur bókarinnar veit ég satt að segja elcki hvort séra Rögnvaldur trúir einhveiju yfir höfuð og um hvað hann efast ef hann trúir engu. Bókin er, því miður, eins og felu- mynd af þeirri bók sem maður vænti. Kannski hefði átt að bíða með að rita hana þar til séra Rögnvaldur hefur öðlast umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér. Vi ■ i'iimi .......................— S&ihart&fe• Svefhinn aflar líkamanum orku Svefhinn færir okkur orku sem á þarf að halda í dagsins önn. Þess vegna ræður góður nætursvefn hvort andlegt og líkamlegt þrek endist næsta dag. Forsenda fyrir værum nætursvefhi og hvíld er gott undirlag. Heilsudýna Bay Jacobs- ens býður okkur hvað best skilyrði til að geta risið úr rekkju hress og endumær vel und- ir nýjan dag búin. Reynslan sýnir að í heilsudýnunni leggjast margir kostir á eitt um að tryggja að líkam- inn geti aflað sér orku: - Hún einangrar gegn ónotaiegum hitasveiflum, endurvarpar eðlilegum líkamshita og tryggir þannig þægilegan líkamshita alla nóttina árið um kring - Dýnan lagar sig að líkamanum þannig að stærri flötur hans hvflir á undiiiagninu. - Hún nuddar líkamann og örvar vöðva og blóðrás og losar um spennu. Þessir kostir gera það að verkum að menn sofa værar og bylta sér sjaldnar. Á morgn- ana kemur velliðan í stað afgengs stirðleika í baki og mjóhrygg og dofa í fótleggjum. Dýnan hefur fengið frabærar viðtökur hér á landi. 30 daga skilafrestur. Hentug gjöf fyrir foreldra, afa og ömmu eða fyrir sjálfan þig. Útsölustaðin Hreiðrið, Faxafeni 12, Rvk.; Útskálar, Rauðarárstíg 14, Rvk.; Bústoð, Keflavík; Málningaþjónustan, Akranesi; Húsgagnaloftið, ísafiröi; Hátún, Sauðárkróki; Vörubær, Akureyri; Aldan, Seyðisfírði; KASK, Höfn; Höskuldur Stefánsson, Reyðarfirði; Reynisstaðir, Vestmannaeyjum; Sportbær, Selfossi. # BAYJACOBSEN" GULLVÆGAR BÆKUR í SAFNIÐ Þrauigóðir á raunaslund Steinar J. Lúðviksson Björgunar- og sjóslysasaga íslands, 19. bindi Bókin fjallar um órin 1972—1974. Þá gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum 1973 þegar vélbátarnirMaría og Sjöstjarnan fórust. Einn- ig segir frá strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts. Þjóðhættir og þjóðtrú Skráð aff Þórði saffnstjóra i Skógum Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn- stjóra í Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af Mýrum í Hornafirði. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóð - siðum og þjóðtrú. ÖRLYGUR SfÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 66 Minningar Huldu Á Steffánsdóttur Skólastarf og effri ár Hulda segirfrá Kvennaskólanum ó Blönduósi þar sem hún var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún veitti forstöðu. „Mér finnst bókin með hinum bextu, sem ég hef lesid þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja- vörður um fyrslu minningabók Huidu í bréfi til hnnnar 10. jan. 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.