Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 71
. MOROTTNtfí ÁÓTF) iWfÓl HffMtnVTKIinACIIR «1. DESEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR
„Sigruðum
meðtíu
nýliða"
-sagði BentJohans-
son þjálfari Svía
Eg verð að segja að ég er skýjum
ofar, þetta er nýtt lið og ger-
samlega ósamæft. Tíu leikmenn
léku í kvöld sinn fyrsta landslkeik
fyrir Svíþjóð. Ég leyfði öllum nýlið-
unum að spreyta sig og þeir stóðu
sig frábærlega vel. Já, þessi sigur
kom skemmtilega á óvart, því við
vitum vel hversu erfíðir íslendingar
geta verið heim að sækja," sagði
Bent Johansson hinn nýi þjálfari
sænska landsliðsins í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Johansson sagði enn fremur að
vömin hefði verið aðall síns liðs,
hann hefði gefíð fyrirskipanir um
að huga sérstaklega að Kristjáni
Arasyni og Alfreð Gíslasyni, fara
fljótt út í þá og skerða athafna-
frelsi þeirra. „Þetta gékk vel upp,
þeir áttu í hinum mestu vandræðum
og komu sjaldan góðum skotum á
markið," sagði Johansson.
Um íslenska liðið sagði sænski
þjálfarinn: „Það er á hreinu að liðið
getur spilað miklu betur og gerir
það örugglega á morgun (í kvöld).
Ég hef séð liðið spila bæði í Kóreu
og á Spáni og veit hvað liðið getur.
Að þessu sinni átti íslenska liðið
slæman dag.“
Morgunblaðið/Júlíus
Kristján Arason fær hér óblíðar móttökur hjá Patrick Nygren, sem skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, annað með hægri og hitt með vinstri.
„Faxi“ og lærisveinar
skelltu Islendingum
* *
Islenska Olympíulandsliðið réði ekki við tíu nýliða Svía
ísland - Svíþjóð
19 : 22
Laugardalshöllin. Vináttulandsleikur í
handknattleik, þriðjudagur 20. desem-
ber.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:4, 4:4,
6:6, 8:6, 8:8, 10:8,10:13.10:15,12:17,
16:19, 18:21, 19:21, 19:22.
íslands: Alfreð Gfsíason 5/1, Þorgils
Óttar Mathiesen 3, Kristján Arason,
2, Sigurður Sveinsson 2/2, Konráð
Olavson 2, Júlíus Jónasson 2, Páll Ól-
afsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Héðinn
Gilsson, Guðjón Amason, Valdimar
Grímsson.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 3,
Brynjar Kvaran.
Utan valiar: 6 mín.
athygli strax í upp-
SigmundurÓ. hafi leiksins, að Sig-
Steinarsson urður Sveinsson var
sknfar látinn byija í sinnu
gömlu stöðu - á
bekknum. Það var ekki fyrr en 1.56
mín. var eftir af fyrri hálfleik, þeg-
ar Sigurður var settur inn á. Já,
Sigurður var ekki verðlaunaður fyr-
ir góða leiki að undanfömu með
Valsliðinu, en hann átti stórleik
gegn KR á dögunum og síðan gegn
svissneska meistaraliðinu Amicitia.
Sóknarleikur íslenska liðsins var
oft eins og hrærigrautur. Eina
sóknina var Páll Ólafsson á miðj-
unni, i þeirri næstu út í homi og
þá var Héðinn Gilsson kominn á
miðjuna. Og í næstu sókn mátti sjá
Kristján Arason vara kominn inn á
miðjuna og Sigurð Sveinsson á
hægri vænginn.
Ruglið var mikið í sóknarleikn-
um, að það liggur við að maður
haldi því fram að búið séð að
skemma aðal íslenskan handknatt-
leiks - fastar og kraftmiklar sókn-
ir. Sóknamýting íslenska liðsins var
aðeins 35.8% í leiknum og ekki
voru skomð nema fímm mörk með
langskotum. Versti leikkafli Islands
var í lok fyrri hálfleiksins. Þá
breyttu Svíar stöðunni úr 10:8 í
10:13. í upphafi seinni hálfleiks var
staðan orðin, 10:15. Þegar Kristján
Arason náði að skora mark, 11:15,
voru íslensku leikmennimir ekki
búnir að skora mark í fjórtán mínút-
ur.
Vamarleikurinn var lélegur og
markvarslan eftir því. Einar Þor-
varðarson varði ekki nema þijú
skot í leiknum - tvö langskot og
eitt skot úr homi. Það væri best
að gleyma þessum langsleik sem
fyrst. Hann var ekki leikinn á rétt-
um tíma - strax eftir erfíða Evrópu-
leiki og meistaraslag bestu félags-
liða íslands. Leikurinn var áminning
um að stórátak þarf til að ná leik-
mönnum íslands upp úr þeim mikla
ÓLYMPÍULANDSLIÐ íslands
náði ekki að ráða við Steffan
„Faxa“ Olsson og lærisveina í
sænska landsliðinu - „Faxi“
og tíu nýliðar lögðu íslendinga
að velli, 22:19. Það er greini-
legt að leikmenn ísienska liðs-
ins eru ekki búnir að ná sér
eftir áfaliið í Seoul og minnti
leikur iiðsins á leikina þar -
allan léttleika og baráttu vant-
aði og þá var sóknarleikurinn
í molum.
að er ekki hægt að fara mörg-
um orðum um frammistöðu
íslenska liðsins, sem var einu orði
sagt lélegt. Það vakti að sjálfssögðu
Morgunblaðiö/Júlíus
Bogdan var allt annað en ánægður með leik sinna manna og lét það óspart í ljós.
öldudal sem þeir eru komnir í, eftir
áfallið í Seoul.
Mikið álag hefur verið á íslensk-
um leikmönnum að undanfömu, en
það er þó ekki hægt að loka augun-
um fyrir því að Svíar tefldu fram
tíu nýliðum og þeir vom ekki mætt-
ir til Reykjavíkur fyrr en rúmiega
fimm tímum fyrir landsleikin.
Ferðaþreyta hefur því örugglega
setið í þeim.
Svfþjóð: Jonas Persson 6, Robert
Vanaláine 3, Larsen 3/2, Bert Gustav-
sson 2, Stefan Egström 2, Patrick
Nyhren 2, Staffan „Faxi“ Olsson 2,
Andreas Eliasson 1, Daniel Roth 1.
Varin skot: Rolæf Wainikka
12/2.
Utan vallar: 14. mín.
Dómarar: Pedersen og Jens-
en frá Danmörku. Þeir sluppu
vel frá verkefni sínu.
Áhorfendur: Rúmlega 1000.
Hvað sögðu þeir?
Barátlulaustu
- sagði Guðjón Ámason
Guðjón Ámason, leikstjómandi FH, fékk sinn fyrsta Iandsieik skráð-
an, en kom ekkert inná. „Ég átti ekki von á því að ieíka. Þetta
var eins og þegar ég byijaði í meistaraflokki — á bekknum. En það
var ekki uppörvandi að horfa á þennan leik — þetta var baráttulaust
með öilu hjá okkur. Sennilega er of miklu áiagi að undanfömu um
að kenna; menn voru áhugalausir og leiðir."
„Skytdurækni,” sagði Sigurður Sveinsson
„Þetta er lélegasti leikur, sem ég man eftir. Það vantaði allt, sem
liðið á að geta. Það var engin æfíng fyrir leikinn, en það á ekká að
skipta máli — liðið var ekki að leika saman í fyrsta sinn. En ef til
vill gekk ekkert upp einmitt þess vegna — menn virkuðu leiðir og
virtist frekar um skyldurækni að ræða en eitthvað annað.“
„íslanska llðið of æst,“ sagði Staffan Olsson
„Þetta var góður leikur af okkar hálfu og sérstaklega þegar haft er
í huga að við lékum með 10 nýliða. Lykilmennimir komust ekki vegna
Evrópuleikja um helgina og þvi var gott að fá tækifæri fyrir ungu
strákana. Islenska liðið barðist vel en oft af meira kappi en forsjá -
það var of æst.“
„Vantar samæfingu," sagði AtH Hlimarsson
„Það er búið að vera mikið álaf á leikmönnum islenska liðsins að
undanfomu, þannig að þreyta situr í þeim. Þá hefur tiðið ekki fengið
tækifæri til að æfa saman fyrir leikina gegn Svium. Það kom fram i
stöðugum stöðubreytingum í sóknarleiknum. Svíamir komu mér
skemmtilega á óvar. Þeir voru sprækir," sagði Atii Hilmarsson.