Morgunblaðið - 21.12.1988, Side 57

Morgunblaðið - 21.12.1988, Side 57
með sér í áhöfninni, m.a. Pálma Gunnarsson söngvara sem syngur þrjú lög á plötunni. Aðrir söngyarar auk Lýðs og Pálma eru Flosi Ólafs- son leikari og Rannveig Kristjáns- dóttir. Lómurinn Lævís er létt og leik- andi spiluð enda úrvals hljómlistar- menn sem hafa tekið það hlutverk að sér. Lögin eru með ýmsum blæ, síbreytilegu veðri og standa vel fyr- ir sínu, en textamir eru nokkuð misjafnir og þótt segja megi að Lýður hafi lengi haldið uppi þeim sið að setja saman vísur þá er hann þéttari á velli í lagasmíði en texta- gerð. Það er að sjálfsögðu sjómanna- stemmning á Lómnum Lævísum, en innifalið er þjóðhátíðarfjör í ágætu lagi Lýðs tengt þjóðhátíð Vestmannaeyja í flutningi Pálma Gunnarssonar og ekki má gleyma ástarljóðum Lýðs sem eru sérgrein hans í textagerð. Það er sem sagt í stuttu máli létt og leikandi stemmning hjá Lómnum Lævísa og ekki neinn vafi á því að þar er tón- listarmaður á ferð sem hefur mikið yndi af því sem hann er að gera og leikgleðin skiptir miklu máli þeg- ar upp er staðið. Það er ekkert með hangandi haus á þessari plötu Lýðs Ægissonar. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 57 Skólakór Kársness Unga fólkið notar borðana óspart í skammdeginu. Garður: Yngstu borgararnir fa glitborða Garði. NÝLEGA afhenti Slysavarnadeild kvenna og kiwanisklúbburinn Hof börnum í yngstu bekkjardeildum Gerðaskóla glitborða til notkunar í svartasta skammdeginu. Borðamir eru keyptir af Stefáni Sigurjónssyni, skósmið í Vestmanna- eyjum. Þeir lýsa mjög vel og auka á öryggi bamanna. Hugmyndir em uppi með að setja upp hvetjandi kerfi til að auka notkun borðanna. Einnig er ætlunin að bömin skili borðunum inn í vor og að þeim verði svo dreift á ný að hausti. Amór Hljómplötur Egill Friðleifsson Skólakór Kársness hefur sent frá sér jólaplötu, sem ber heitið „Hringja klukkurnar í kvöld“. Á hlið A er að finna níu jólasöngva úr ýmsum áttum en á hlið B er „Söngvasveigur" A Ceremony of Carols eftir Benjamín Britten en þýðandi textans er Heimir Pálsson. Stjómandi kórsins er Þómnn Bjömsdóttir. Hún hefur af miklum dugnaði og listfengi drifið áfram öflugt kórstarf í Kópavogi undan- farin ár og virðist eflast við hvert nýtt átak. Sá er þessar línur ritar hefur af áhuga fylgst með eftir- tektarverðu starfi hennar og hefur átt margar ánægjustundir með kómum. . Sérstakiega em mér minnisstæðir tónleikar kórsins í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum sumarið 1987 sem vakti verðskuldaða athygli allra við- staddra. Það era fáir sem gera sér grein fyrir hvílík óhemju vinna liggur að baki þess að þjálfa og stjóma bamakór þannig að hann syngi með slíkum ágætum sem Skólakór Kársness á þessari plötu. Þeir, sem unna hreinum, tæram og listræn- um bamasöng ættu að kynna sér þessa plötu. Hún er þess virði og á það skilið. Á hlið A era níu jóla- söngvar úr ýmsum áttum, sem fyrr segir. Verður fyrst fyrir okkur hið gamalkunna sálmalag „Það aldin út er sprangið" í frábærri raddfærslu Eugen Klause. Og þeg- ar saman fer góð útsetning og mjög góður og fágaður söngur undir öraggri og listrænni hand- leiðslu stjómandans verður útkom- an einnig góð. í næsta lagi „Hringja klukkumar í kvöld“ er höfundur texta sagður ókunnur. Það er ekki rétt. Höfundurinn er Sigríður Þorgeirsdóttir kennari, sem gert hefur margan góðan text- ann. Raunar er óþarft að telja upp fleiri lög. Það skal fullyrt að þeir sem hlusta á plötuna verða ekki fyrir vonbrigðum. Þetta á einnig við um hlið B en þar er að finna „Söngvasveig" A Ceremony og Carols eftir Benjamin Britten. Þar koma við sögu nokkrir einsöngvar- ar úr röðum kórfélaga. Þau era Höm Hrafnsdóttir, Eva Ólafsdótt- ir, Haraldur V. Sveinbjömsson, Ólafur Guðnason og Finnur Geir Beck. Öll standa þau sig með prýði. Það er ástæða til að óska Skóla- kór Kársness og stjómandanum Þóranni Bjömsdóttur til hamingju með plötuna. FJÖLFRÆÐI- B Ó K I N U M ISIMSU ÁUCIÝSINGASTOFAN HF ÍSÉ Létt og einfolci leiðsögn um allt sem vcirðar nudd og nuddtœkni. Skýrar og auðskildar leið- beiningar ásamt miklumfjölda Ijósnqrida. Baknudd fótanudd bandanudd andlitsnudd ungþamanudd þrýstinudd siökunamudd fegrunamudd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.