Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 33
Miövikíj'BXgflfc Heimslistin í listasöfh- umjapanskra fyrirtækja The Economist. LÍKJA sagnfræðing-ar framtíðarinnar Mitsukoshi-verslunar- keðjunni japönsku við Medici-ættina ítölsku? 28. nóvember síðastliðinn keypti stórverslunin málverk Picassos „Loftfim- leikamaður og trúður" á uppboði Christie’s í London fyrir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir 20. aldar málverk, eða 1,72 milljarða ísl. krónur. Málverkið verður til sölu í aðalversl- un Mitsukoshi í verslunarhverfinu í Tókió. Málverkinu hefur verið stillt út í glugga verslunarinnar og gera nýju eigendum- ir sér vonir um að geta selt það fyrir enn hærri upphæð. Japanskir auðmenn hafa keppst um að kaupa vestræn lista- verk undanfarin ár, einkum eftir að hrunið á kauphallarmörkuðum í október 1987 skaðaði tiltrú þeirra á erlendum fjárfestingum. Og um leið og staða jensins gagn- vart öðrum gjaldmiðlum styrkist, virðast vestræn listaverk falla í verði. Sú upphæð sem Japanir veija til listaverkakaupa á hveiju uppboði nemur nú að meðaltali 64,4 milljónum ísl. kr. en fyrir hrunið á kauphallarmörkuðum nam sú upphæð 23 milljónum. Á undanfömum tveimur árum hefur fjórðungur allra listaverka á al- þjóðlegum listaverkamörkuðum verið sleginn Japönum. Japanir vörðu 55,2 milljörðum króna til listaverkakaupa á fyrstu 9 mán- uðum þessa árs en á síðasta ári nam sú upphæð 43,5 milljörðum króna og hafði sú upphæð tvöfald- ast frá árinu áður. Raunverð sambærilegt og á 3. áratugnum Það er japönskum kaupendum að þakka að verð á impressjónísk- um og for-impressjónískum verk- um hefur hækkað um helming á þessu ári. Á hinn bóginn hefur verð á verkum gömlu meistaranna aðeins hækkað um 15%. En mál- verk geta fallið í verði, rétt eins og hlutabréf, einkum verði þau of eftirsótt meðal auðmanna. Bre- skar andlitsmyndir frá nítjándu öld voru afar eftirsóttar meðal kauphallarmanna í Wall Street á þriðja áratug þessarar aldar, síðan hríðféllu þær í verði. Það er ekki Reuter Olíumálverkið „Sólblóm" eftir Vincent van Gogh. fyrr en nú að raunverð þeirra er sambærilegt og það var á þriðja áratugnum, þ.e.a.s. ef verðbætur og vextir eru undanskildir. Mörg japönsk fyrirtæki kaupa listaverk ekki síður með það í huga að auka hróður fyrirtækj- anna en til fjárfestinga. í mars á síðasta ári keypti tryggingafélag- ið Yasuda „Sólblóm" eftir Van Gogh fyrir rúma 2 milljarða króna. Málverkið hangir nú uppi á vegg í listasafni fyrirtækisins í aðalskrifstofum þess í Tókíó. Mitsukoshi-fyrirtækið ætlar hins vegar að hagnast á „Trúðnum“. Heimslistin til sölu í stórmörkuðum Umboðsaðilum í New York og London kæmi ekki til hugar að taka málverk í umboðssölu fyrir stórverslun. En Japanir eru því vanir. Málverkasýningar eru haldnar reglulega í mörgum versl- unum í Japan. Seibu-verslunin, sem nýlega festi kaup á málverki eftir Monet fyrir 546,6 milljónir króna, hélt sýningu á verkum Pauls Klee árið 1961. Ungum og óreyndum kaupendum, sem marg- ir hafa- hagnast með skjótum hætti á verðbréfa- og fasteigna- markaðnum í Tókíó, finnst þægi- legra að kaupa listaverk í verslun- um en hjá snobbuðum eigendum listasafna. Þrátt fyrir hin háu umboðslaun sem verslanimar taka fyrir þessa þjónustu hefur sala þeirra á listverkum aukist mikið á undanfömum tveimur árum. Fyrirtækin njóta skattafrádráttar Fýrir tveimur árum byggðu mörg japönsk bæjarfélög ný lista- söfn og hófu listaverkakaup. Borgaryfirvöld í Nagoya greiddu t.a.m. 350 milljónir jena (101,1 milljón krónur) fyrir málverk Modiglianis „Kona með tíkar- spena". Þessu mættu fyrirtækin með umfangsmiklum listaverka- kaupum til eigin listasafna. í Jap- an em flest listasöfn rekin af fyr- irtækjum. Ástæðan er sú að slíkur rekstur er frádráttarbær til skatts eigi fyrirtæki í hlut en ekki ef það er einstaklingur. Flestir listaverkakaupendur koma úr stétt fasteignasala, hlutabréfasala og eigenda lítilla fyrirtækja. Hinir nýríku kaupa einnig demanta, gullskartgripi og gullstangir. Forsvarsmenn pen- ingastofnana og fjárfestingar- og fasteignafyrirtækja óttast að spamaður fyrirtækja renni til annarra og gaumgæfa því nýjar þjónustuleiðir fyrir hina vellríku. Medici-ættinni, sem sjálf stundaði bankastörf, hefði litist vel á þá fyrirætlan. Bretland: Enn dregur úr atvinnuleysi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í nóvembermánuði dró úr at- vinnuleysi i Bretlandi 28. mánuð- inn í röð. Launahækkanir i októ- ber voru minni en búist var við. Verðbólga var 4,6% í nóvember, miðað við heilt ár, hin sama og mánuðinn á undan. Atvinnulausum fækkaði í nóvem- ber um ríflega 49.000, niður í rúm- lega 2,1 milljón manna. Atvinnu- lausum hefur fækkað að jafnaði um 40.000 á mánuði að undanfömu, og ættu þeir að verða færri en tvær milljónir á næsta ári, ef svo heldur fram sem horfir. Atvinnulausir era nú 7,5% af mannafla. Launahækkanir í október höfðu orðið 9% miðað við sama mánuð árið á undan. Sömu tölur fyrir sept- ember voru 9,25%. Þetta er í fyrsta skipti síðan í janúar 1987, að launa- hækkanir minnka á milli mánaða. Vinnuaflskostnaður á fram- leiðslueiningu í október hafði hækk- að um 1,4% miðað við samá tíma árið á undan. í september hafði hann hins vegar lækkað um 0,3% miðað við árið á undan. Verðbólga í nóvember var 6,4% miðað við heilt ár og hafði haldist óbreytt frá því í október. En vegna hækkana vaxta á húsnæðislánum, fyrirhugaðrar hækkunar á lestar- fargjöldum og rafmagni er talið öraggt, að verðbólga muni aukast í 7% eða meir í upphafi næsta árs. 206 milljón punda hagnaður varð á rekstri rflcissjóðs í nóvember. Það sem af er fjárhagsárinu hefur hagn- aðurinn á ríkissjóði verið 6,2 millj- arðar punda, en á sama tíma í fyrra var 800 milljóna punda halli á ríkis- sjóði. Búist er við, að hagnaðurinn gæti numið allt að 15 milljörðum punda í lok fjárhagsársins. Sovétríkin árið 1991: Gengi rúblunnar fellt um helming SOVÉSK stjórnvöld hafa ákveðið, að £rá og með árinu 1991 verði gengi rúblunnar í viðskiptum sovéskra fyrirtækja við útlönd fellt um helming. Sagði nýlega frá þessu í danska blaðinu Jyllands- Posten en það hafði fréttina úr sovésku dagblaði. Frá 1. janúar 1991 fá sovésk skráningu rúblunnar, sem þá verð- fyrirtæki 100% bónus frá stjóm- völdum fyrir þann erlenda gjald- eyri, sem þau afla sér í viðskiptun- um við útlönd, en það jafngildir 50% gengisfellingu rúblunnar. Op- inberlega er hún nú skráð á 1,60 dollara eða um 73 ísl. kr. „Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að gera rúbluna gjaldgenga," sagði Níkolaj Garetovskíj ríkisbanka- stjóri í viðtali við stjómarmálgag- nið Ízvestíu. Þá er það önnur nýlunda, að eftir 1. apríl nk. geta sovésk fyrir- tæki milliliðalaust leitað eftir fjár- magni á erlendum peningamark- aði. Þau geta einnig keypt erlendan gjaldeyri á gjaldeyrisuppboði í Sov- étríkjunum en með þvi er í raun verið að afnema opinbera gengis- ur vegin á alþjóðlega vog. Sovésk stjómvöld hafa einnig til endurskoðunar reglur um aðild út- lendinga að atvinnurekstri og verð- ur fallið frá því, að Sovétmenn eigi minnst 51% í slíkum fyrirtækjum. Forstjórinn má þá vera útlendingur og fyrirtækið getur sjálft ákveðið launakjör og ráðið fólk eða sagt upp. Forsvarsmenn evrópskra fyrir- tækja hafa fagnað síðargefndu breytingunum, þeim, sem snúa að fyrirtækjasamvinnu, en hafa hins vegar efasemdir um framtlð rúbl- unnar sem alþjóðlegs gjaldmiðils. Segja sumir, að rúblan sé nokkurs konar gervigjaldmiðill og eiginlega ómögulegt að ákveða hvert mark- aðsverðið er hveiju sinni. SINGER SAUMAVÉLAR SPARA ÞÉR SPORIN SAMBA EXCLUSIVE Saumavél með 11 mismunandi -fr Loksaumur Einnig hefur véiin sjálfvirkan hnappagatasaum, frjálsan arm og þægilega yfirbreiðslu. • m kr. 18.915 stgr. Vélln er með frjálsum armi og sjálfvirkum hnappagatasaum. Það er auðvelt að þræða hana og iétt að spóla. kr. 15.820 stgr. Við kaup á einni af neðangreindum saumavélum fylgir Magic Taylor tölufestingavél eða viðgerðavél í bónus. SINGER tölvuvél mód. 6268 kr. 54.500 stgr. SINGER Serenade 30 mód. 6235 kr. 42.720 stgr. SINGER Serenade 10 mód. 6233 kr. 30.780 stgr. _ GREIÐSLU- $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM, SÍM1685550 ÁRMÚLA 3, SÍMI687910 OG KAUPFÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.