Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C
294. tbl. 76. árg.
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
Prentsmiðja Morgfunblaðsins
Bandarísk breiðþota ferst yfir Suður-Skotlandi:
Vaxandí grunsemdir
um skemmdarverk
Lockerbie, Washington, Heisinld. Reuter.
TALSMAÐUR Alþj óðaflugroálasto&iunarinnar sagði i gær að miklar
líkur væru á þvi að sprengja hefði sprungið um borð í Boeing 747-
þotu Pan American-flugfélagsins sem fórst yfir Suður-Skotlandi i fyrra-
kvöld. Allir farþegar og áhöfn um borð, 258 talsins, fórust með vél-
inni og ailt að 17 manns létust er hlutar þotunnar féllu úr 31.000 feta
hæð til jarðar og skullu á stóru svæði i og við bæinn Lockerbie á
Skotlandi. Karlmaður sem hringdi i alþjóðlegar fréttastofur í Lundún-
um í gær og gat ekki nafiis sagði að áður óþekkt fslömsk samtök,
Verðir byltingarinnar, hefðu grandað þotunni f hefiidarskyni fyrir
árás bandariska herskipsins Vincennes á iranska farþegaþotu i sumar.
Sömuleiðis var skýrt frá þvf f gær að hringt hefði verið i bandariska
sendiráðið f Helsinki hinn 5. desember og hótað hryðjuverki innan
tveggja vikna um borð f þotu Pan Am á leiðinni frá Frankfurt til New
York. Viðvörun var dreift til allra stærri flugfélaga og sendiráða
Bandaríkjanna i Evrópu.
Talsmenn Pan American-flugfé-
lagsins sögðust hafa fengið viðvörun
fyrr í mánuðinum og hefði öiyggi-
seftirlit verið hert á öllum flugleiðum
félagsins. Hins vegar hefði þeim ekki
verið heimilt að vara almenning við.
Bandarískir embættismenn lögðu á
það áherslu í gær að enn benti ekk-
ert til þess að slysið í fyrrakvöld
væri tengt símhringingunni í Hels-
Var á leið inn
í íslenskt flug-
stjómarsvæði
Að sögn íslenskra flugmála-
yfirvalda bárust boð um það í
fyrrakvöld að bandaríska þotan
myndi koma infi í íslenskt flug-
umferðarsvæði tveimur tímum
eftir flugtak og fljúga innan
þess í eina og hálfa klukku-
stund. Áætluð flugleið lá um
það bil 80 mflur suður af
Keflavík.
Fárviðri
í Færeyjum
og Noregi
Þórshöfh. Ósló. Reuter.
FÁRVIÐRISLÆGÐ gekk yfir
Færeyjar í gærmorgun og féllu
símastaurar um koll, bflar fuku
út af og yfirgefa þurfti að hluta
tvö sjúkrahús, annað i Þórshöfia
en hitt á Þvereyri, er þök þeirra
fuku i veðurofsanum. Veðurstof-
an f Kaupmannahöfn áætlar að
vindhraðinn hafi orðið mestur 235
km á klukkustund. Sfðdegis i gær
barst stormurinn til Noregs og þar
fórst einn maður er bifreið hans
fauk út af vegi.
Svo mikill var ofsinn i Færeyjum
að vindmælir brotnaði. Morgunblaðið
náði sambandi við færeyska útvarpið
í gærkvöldi og kom fram að víða eru
hús f rústum, rafmagn fór af í mörg-
um byggðum og fiskibátar slitnuðu
frá bryggju. Engin slys munu hafa
orðið á fólki af völdum veðursins.
Tryggingafélög höfðu í gærkvöldi
fengið 400 tilkynningar um tjón á
eignum.
inki auk þess sem of snemmt væri
að fullyrða nokkuð um að hryðju-
verkamenn væru valdir að slysinu.
„Svarti kassinn" svokallaði, upptöku-
tæki þotunnar, fannst á slysstað í
gær og hafa bresk yfirvöld tekið
hann til rannsóknar.
Bandarískum stjómvöldum bámst
samúðarkveðjur víða að úr heiminum
í gær vegna slyssins. Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, og Andrés prins fóru á slys-
stað í Lockerbie og vottuðu aðstand-
endum hinna látnu samúð sína. Eins
og fyrr segir létust 258 manns sem
voru um borð í vélinni og óttast er
að 17 manns á jörðu niðri hafi farist
í þessu mesta flugslysi á Bretlandi.
Þotan kom til jarðar í mörgum hlut-
um og olli gríðarlegu tjóni í Lock-
erbie. Meðal þeirra sem létust voru
farþegar í bifreiðum á hraðbrautinni
frá Glasgow suður til Englands.
Margir bandarískir hermenn voru
farþegar með þotunni á leið frá Vest-
ur-Þýskalandi í jólaleyfi. Greint var
frá því í gær að sendiherra Banda-
ríkjanna i Líbanon hefði átt bókað
far með þotunni en misst af henni.
Sú staðreynd að brak úr þotunni
dreifðist um stórt svæði þykir benda
til þess að sprenging hafi orðið um
borð. Hótunin sem sendiráði Banda-
ríkjanna i Helsinki barst fyrr í mán-
uðinum og símhringingin til alþjóð-
legra fréttastofa í gær vekur sterkar
grunsemdir um skemmdarverk en
talsmaður Pan American hafði í
fyrstu sagt að ekkert benti til þess
að sprenging hefði orðið um borð.
Breiðþotan sem fórst var nýuppgerð
Lögreglumenn rannsaka trjónu bandarísku breiðþotunnar. Á innfelldu myndinni má sjá gíg sem mynd-
aðist við sprengingu í bænum Lockerbie.
og Samtök breskra flugmanna úti-
lokuðu í gær að um mistök flug-
stjóra þotunnar hefði getað verið að
ræða.
Finnska utanríkisráðuneytið til-
kyniiti i gær að arabi búsettur í Finn-
landi væri grunaður um að hafa stað-
ið að baki hringingunni 5. desember.
Hefði maðurinn áður orðið uppvís
að slíkum hótunum við sendiráð ísra-
els og Bandaríkjanna í Finnlandi.
CBS-sjónvarpsstöðin hafði það eftir
heimildarmönnum í Washington að
sá sem hringdi hefði talað með aust-
urlenskum hreim og sagt að finnsk
kona tengd hryðjuverkasamtökum
Abu Nidals myndi koma sprengjunni
fyrir.
Þota Pan American-flugfélagsins
sem stödd var í London og tvær flug-
vélar í Róm töfðust í gær vegna
sprengjuhótana en títt er að slíkar
hótanir berist í kjölfar flugslysa.
Sjá fréttir á bls. 24-25.
Barbara Harrís
Kvenbiskupar valda
páfa hugarangri
Vatikaninu. Reuter.
Jóhannes Páll páfi lét þau orð falla i ræðu í gær að sú ákvörðun
Lambeth-ráðstefiiunnar að deildum Biskupakirkj unnar værí heimilt
að vigja konur til biskups myndi hindra sameiningu krístinna manna.
Rómversk-kaþólska kirkjan leyfir ekki að konur gegni prestsþjónustu
áþeirrí forsendu að Jesús Krístur hafi einungis valið karla sem postula.
Páfi sagði að þessi niðurstaða
Biskupakirkjunnar hefði valdið sér
miklum. sársauka og sagðist hann
hafa skrifað Robert Runcie, erkibisk-
up af Kantaraborg, bréf þar sem
sagði að biskupsvigsla kvenna tor-
Samið um sjálfstæði Namibíu:
Orðaskak við undirritun
Sameinuðu þjððunum. Reuter.
FULLTRÚAR Suður-Afríku, Kúbu og Angólu skrifuðu undir sam-
komulag um sjálfetæði Namibfu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York i gær. Namibfa, fyrrum þýsk nýlenda, hefur ver-
ið undir sljórn Suður-Afrflni frá árinu 1915. Athöfhin sjálf var
reyndar ekki mjög friðsamleg þvf til orðaskaks kom milli utanrfkis-
ráðherra Kúbu og Suður-Afríku um hvoru rfldnu væri fremur hug-
að um mannréttindi þegna sinna.
Við sama tækifæri var undirrit-
aður samningur milli Kúbu og
Angólu um að kúbverskt herlið
drægi sig út úr Angólu á næstu
27 mánuðum. Þetta atriði var skil-
yrði Suður-Afríku fyrir að fallast
á áætlun Sameinuðu þjóðanna um
sjálfstæði Namibíu sem hefst 1.
aprfl á næsta ári.
„[Samningurinn] markar tíma-
mót í sögu þessa heimshluta," sagði
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í gær. Bandarísk
stjómvöld hafa árum saman miðlað
málum f Namibfudeilunni en upp á
síðkastið hefur Sovétstjómin einnig
beitt sér fyrir lausn mála.
Flugslysið í Skotlandi þar sem
275 fómst varpaði skugga á at-
höfnina í gær. Meðal þeirra sem
biðu bana var Svíinn Bemt Carls-
son, umboðsmaður Sameinuðu
þjóðanna í Namibíu. Einnar mínútu
þögn var meðal viðstaddra til að
minnast hans.
veldaði mjög sameiningarviðleitni
kristinna manna.
Eins og áður segir samþykktu
fulltrúar á Lambeth-ráðstefnunni f
sumar að konur gætu tekið biskups-
vígslu í Biskupakirkjunni. Fyrsta
konan til að hljóta biskupskosningu
innan kirkjunnar er bandarísk, Bæ--
bara Harris að nafni. Meirihluti
kirkjudeilda Biskupakirkjunnar í
Bandaríkjunum verður að samþyklq'a
valið á Harris en að sögn bandarfska
vikuritsins Time hefur hún þegar
tryggt sér meirihlutafylgi. Telja sum-
ir kirkjunnar menn að sá atburður
gæti tafið sameiningu kristinna
manna um nokkrar aldir að minnsta
kosti. Aðrir spá jafnvel klofningi inn-
an Biskupakirkjunnar vegna bisk-
upsvígslu kvenna en 60 milljónir
manna víða um heim eru f kirkjunni.
En kyn biskupsins tilvonandi af
Massachussetts hefur ekki valdið
mestum deilum. Harris er einnig
fyrsta fráskilda manneskjan sem
kosin er til biskupsembættis innan
Biskupakirkjunnar. Að auki er Harr-
is svört og hefur m.a. annars barist
fyrir því að samkynhneigðum verði
leyft að taka prestsvígslu.