Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Guðmundi Þorbjömssyni veitt viðurkenning Brunabótafélagsins fyr- ir sanrræði. Frá vinstri: Jón Þórðarson, starfsmaður tjónadeildar BÍ, Guðmundur Þorbjömsson, Ásgeir Guðmundsson, eigandi tré- smiðjunnar, Ingi R. Helgason, forstjóri BÍ og Þorgeir Halldórsson, deildarstjóri hjá BÍ. Veitt viðurkenn- Hæstiréttur: Hlutaflárloforð til Haf- skips hf. ekki endurkræf HÆSTIRÉTTUR hefur hrundið úrskurði skiptaréttar Reykjavík- ur, sem komist hafði að þeirri niðurstöðu í Qórum prófinálum, að hlutafjárloforð sem söfiiuðust í útboði Hafskips hf. í febrúar 1985 væra ekki skuldbindandi og þeir sem hefðu skrifað sig fyr- ir auknu hlutafé ættu kröfur í þrotabú Hafskips hf. Niðurstaða skiptaréttar hafði greiðslustöðvun og verið gefið upp byggst á því að formgallar hefðu verið á hlutafjárútboðinu og að lof- orð um hlutafjáraukningu hefðu verið gefin á röngum forsendum vegna villandi upplýsinga stjómar og endurskoðenda fyrirtækisins. Þá hefði ekki tekist að ná þeirri hluta- ijáraukningu, sem stefnt hafði verið til gjaldþrotameðferðar að gera þá kröfu í þrotabúið að hlutafjárloforði verði rift. í einu málanna skilaði Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttar- dómari sératkvæði og taldi að þar að riftunar hlutafjárloforðanna hefði ekki verið krafist óeðlilega seint og vildi hún staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð í því máli. Auk Guðrúar dæmdu hæstaréttardóm- aramir Guðmundur Jónsson, Guð- mundur Skaftason, Hrafn Braga- son og Haraldur Henrysson settur hæstaréttardómari málin. Hlutagáraukning Hafskips: ing fyrir snarræði GUÐMUNDI Þorbjömssyni afgreiðslumanni í Trésmiðju Á. Guð- mundssonar í Kópavogi var nú í vikunni aflient viðurkenning frá Brunabótafélagi Islands vegna snarræðis er hann sýndi þegar eldur kom upp á vinnustað hans að kvöldi 15. desember. Guðmundur Þorbjömsson átti leið ffamhjá vinnustað sínum er hann varð eldsins var. Eftir að hafa kallað á slökkvilið hóf hann sjálfur aðgerðir til að slökkva eld- inn, og var nánast búinn að því er slökkviliðið kom á vettvang. Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins, Þorgeir Hall- dórsson deildarstjóri og Jón Þórð- arson úr tjónadeild BI heimsóttu Guðmund á vinnustað hans og af- hentu honum blómakörfu sem þakklætis og viðurkenningavott frá Brunabótafélaginu, en að sögn Inga R. Helgasonar kom Guð- mundur í veg fyrir tugmilljóna króna tjón með snarræði sínu. að. í niðurstöðum allra dómanna fyr- ir Hæstarétti segir að telja verði að kröfumar byggist eingöngu á því að stefndu eigi rétt á riftun. Einnig segir í dómunum: „Ekki þykja eins og hér stendur á skipta máli hveijar ástæður [stefndi] ber fyrir riftuninni." Þá segir að þegar virtir séu hagsmunir lánardrottna Hafskips hf., sem hlutu að treysta á þessa miklu hlutafjáraukningu, verði að telja að stefndu hafí orðið að koma riftunarkröfum sínum fram án ástæðulauss dráttar. Þar sem það teljist ekki hafa verið gert, en einn aðilanna hafði krafist rift- unar í desember 1985 en aðrir í apríl 1986, sé ekki unnt eftir að fyrirtækið hafði gengið í gegnum Stærsta skip íslendinga kemur til landsins í fyrsta sinn: Mér líst vel á Brúarfoss - segir Erlendur Jónsson skipstjóri „MÉR LÍST vel á Brúarfoss, hann er sterkbyggður og það er góður aðbúnaður um borð,“ sagði Erlendur Jónsson, skip- stjóri á Brúarfossi, í samtali við Morgunblaðið i gær, fimmtu- dag. Brúarfoss, sem er stærsta skip í eigu íslendinga, kom til landsins í fyrsta skipti í fyrra- kvöld og lagðist við Klepps- bakka í Sundahöfii. „Það er alltaf gaman þegar Eimskip bætir við sig betri tækjum. Brú- arfoss er mikið þyngri og svifa- seinni en þau skip sem ég er vanur og það þarf að gæta vel að þvi að hann skemmi ekki bryggjur og skip í höfn,“ sagði Erlendur. „Ég er búinn að starfa hjá Eim- skipafélaginu frá árinu 1941," sagði Erlendur. „Ég hef verið fastur skipstjóri hjá félaginu síðan árið 1964 og var síðast skipstjóri á Álafossi. Brúarfoss fer á milli Hamborgar, Antwerpen, Rotterd- am, Immingham í Bretlandi og Reykjavíkur og við förum aftur frá Reykavík 29. þessa mánaðar," sagði Erlendur Jónsson. Brúarfoss er 172,95 metrar að lengd, 21,74 metrar að breidd og Morgunblaðið/Júlíus Erlendur Jónsson skipstjóri á Brúarfossi. í baksýn sést Brúar- foss liggja við Kleppsbakka í Sundahöfii. 13,55 metrar að dýpt. Skipið er 7.122 brúttórúmlestir og burðar- geta þess er 12.192 tonn, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar hjá Eim- skipum. Laxfoss, sem er systur- skip Brúarfoss og næst stærsta skip íslendinga, kom í fyrsta skipti til landsins á miðvikudaginn í síðustu viku. Laxfoss er 172 metrar að lengd, 21,74 metrar að breidd og 12,28 metrar að dýpt. Skipið er 5.754 brúttórúmlestir og burðargeta þess er 9.855 tonn. Olúflutningaskipið Hamrafell, sem selt var til Indlands árið 1966, var 167,48 metrar að lengd, 20,79 metrar að breidd og 11,75 metrar að dýpt, að sögn Magnúsar Krist- jánssonar hjá Siglingamálastofn- un ríkisins. Burðargeta Hamra- fells var 16.730 tonn, að sögn Óttars Karlssonar skipaverkfræð- ings hjá skipadeild Sambandsins. Hallgrímskirkjutjjrn, 76m hár Morgunblaótð/ GÓI BRÚARFOSS, skip Eimskipafélags ísiands hf. Stærsta skip sem íslendingar hafa eignast. Mesta lengd: 172,95m Mesta breidd: 21,74m Dýpt: 13,55m Brúttólestir: 7.122,19 LAXFOSS, skip Eimskipafélags íslands hf. Næststæsta skip sem íslendingar hafa eignast. Mesta lengd: 172,00m Mesta breidd: 21,74m Dýpt: 12,28m Brúttólestir: 5.754,10 Níu höfðu formlega krafist ógildingar NÍU aðilar, greiðendur um það bU 18 miUjóna króna, höfðu form- lega krafðist riftunar hlutaQárloforða sinna til Hafskips í skipta- rétti. Talið er víst að mál annarra er aðUanna flögurra verði leyst á grundvelli fyrirliggjandi niðurstöðu Hæstaréttar. Hlutaflár- aukningin hafði verið ákveðin á aðalfúndi Hafskips h/f, 9. feb- rúar 1985. Þar var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 80 mUljónir króna. 7. júní sama ár höfðu 76 mUljónir selst og vora 70 milljónir greiddar með skuldabréfum en 6 milljónir með öðram hætti, tækjum eða reiðufé. Skuldabréfin hefiir Útvegsbankinn fengið afhent upp I kröfiir sínar I búið. Málin fjögur höfðuðu Finnbogi Kjeld, Matthías Kjeld, Saltsalan h/f og Tækja-Tækni h/f. Þessir aðilar höfðu skráð sig samtals fyrir 10-11 milljónum króna og greitt með skuldabréfum, en Tækja-Tækni að hluta til með gámagrindum. Auk formgalla hafa verið settar fram þær ástæður að stjómendur Haf- skips hefðu ekki veitt réttar upplýs- ingar um raunverulega stöðu fyrir- tækisins þegar ákvörðun um hlutaf- járkaupin var tekin. Einnig hefði of lítið hlutafé safnast og útboðið því ekki tekist. Jóhann H. Níelsson, einn skipta- stjóra þrotabúsins, kvaðst telja allt eins líklegt að, hefði Hæstiréttur dæmt þrotabúinu í óhag, hefðu all- ir aðrir þátttakendur í hlutafjár- aukningunni einnig reynt að end- urkrefja búið. Finnbogi Kjeld hafði ekki kynnt sér efni dómanna þegar Morgun- blaðið innti hann eftir álits á þeim. Hann sagði að alls hefðu fyrirtæki hans - auk Saltsölunnar, Skipafé- lagið Víkur og Víkurbraut - verið skráð fyrir um 15 milljóna króna hlut. Finnbogi kvaðst persónulega hafa skráð sig fyrir, að hann minnti, um 300 þúsund krónum. Uppsafhaður söluskattur loðdýrabænda: SÍL heldur eftir 60% endurgreiðslu Loðdýrabændur sem eru hættir geta átt á hættu að tapa sínum hluta SAMBAND íslenskra loðdýraræktenda (SÍL) hefiir fengið greiddar 25 mifijónir kr. frá ríkissjóði vegna uppsafiiaðs söluskatts í loðdýra- rækt á áranum 1986 og 1987. Fjárhæðinni er skipt á milli loðdýra- bænda eftir Qölda refa- og minkahvolpa. SÍL hefúr greitt bændum 40% af hlut þeirra en 60% er ráðstafað til greiðslu á skuld bænda við þjónustufyrirtæki í eigu loðdýrabænda, samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins. Við myndun núverandi ríkis- stjómar var ákveðið að endurgreiða söluskatt til loðdýrabænda og físk- eldisstöðva. Fiskeldisstöðvamar fá sínar greiðslur eftir áramót en 25 milljónimar em fyrsta greiðsla til loðdýrabænda og dugar fyrir öllum uppsöfnuðum söluskatti í greininni árið 1986 og um 78% af söluskatti ársins 1987. Heitir þetta reyndar ekki lengur endurgreiðsla á uppsöfn- uðum söluskatti, heidur „aðstoð við loðdýrarækt ákvörðuð með hliðsjón af uppsöfnun söluskatts vegna rekstrargjalda búgreinarinnar." Sveinbjöm Eyjólfsson deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu seg- ir að loðdýraræktin hafí þurft á stuðningi að halda vegna þrenginga að undanfömu og væri þessi aðstoð liður ( því. Ákveðið hefði verið að standa þannig að útborgun sölu- skattsins að hann kæmi loðdýra- ræktinni í heild að sem mestu gagni. Sá hluti peninganna sem SÍL heldur eftir, það er 60%, á að ganga til greiðslu á skuldum bænda við fóður- stöðvar, skinnaverkunarstöðvar, SÍL og Hagfeld og önnur þjónustufyrir- tæki í eigu bænda. Sveinbjöm sagði að ef peningamir dygðu fyrir þessum skuldum ætti SÍL að greiða bændum afganginn sem fyrst. Þeir sem hættir eru í loðdýrarækt eiga á hættu að fá ekki sína hlut- deild í söluskattinum. Hlutur þeirra gengur allur til greiðslu skulda við ofangreinda aðila og ekki er ákveðið hvað gert verður við eftirstöðvamar ef einhveijar verða. Sveinbjöm sagði að trúlega fengju þeir bændur sem áfram sætu á jörðum sínum, þó þeir væm hættir með loðdýr, eftirstöðv- amar greiddar út en afgangur þeirra sem væru hættir búskap og fluttir yrðu nýttir í aðra hluti sem kæmi loðdýraræktinni í heild til góða. Hann sagði að þetta yrði gert sam- kvæmt nánari ákvörðun landbúnað- arráðherra. Þetta þýðir að loðdýra- bóndi sem hættur er búskap og flutt- ur af jörð sinni en er skuldlaus við fyrirtæki loðdýrabænda fær væntan- lega ekki krónu af þeim uppsafnaða söluskatti sem hann greiddi á ámn- um 1986 og 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.