Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 43 Ný sending Leðurklæddir hvfldarstólar með skemli. 5 litir. Margar gerðir. VAIHÚSGÖGN ÁRMÚLA8, SÍMI82275 Aldarminning: ------------O Þorlákur Jónsson Fæddur 23. desember 1888 Dáinn 20. desember 1977 í dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu Þorláks Jónssonar. Hann fæddist þann dag að Smjördala- koti í Sandvíkurhreppi, Ámessýslu, en þar bjuggu foreldrar hans hjón- in Jón Ólafsson (fæddur 1862, dáinn 1944), Jónssonar bónda að Vetleifsholtsparti, Rangárvalla- sýslu og Björg Hieronymusdóttir (fædd 1860, dáin 1931), bónda í Norðurkoti í Flóa Oddssonar. Bróð- ir Þorláks var Ólafur Helgi (fædd- ur 1887, dáinn 1958), kaupmaður í Hafnarfírði um langt skeið. Á þessum árum áttu böm al- þýðufólks ekki margra kosta völ utan venjulegrar bamafræðslu og heimanáms. Þetta vom jafnframt umbrotaár í sögu þjóðarinnar, sem var að vakna af aldalöngum dvala stöðnunar og einangrunar, breyt- ing frá frumstæðum landbúnaðar- háttum og sjávarútvegi til nútíma atvinnuhátta og stórútgerðar. . Enda þótt hugur Þorláks stefndi Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar tii birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. til þess að mennta sig í sjómanna- fraeðum, þá höguðu atvikin því svo, að eigi var um það að ræða. Sem ungur maður fluttist Þor- lákur með það veganesti sem hann fékk í föðurhúsum til Stokkseyrár og réði sig þar í skipsrúm, fyrst sem hálfdrætting á vetrarvertíð, en brátt sem fullgildan háseta fyr- ir heilan hlut, vor og haust, en á þeim áram var útræði mikið og afli oft góður frá verstöðvunum á Suðurlandi. Á fyrsta tug aldarinnar fer þil- skipaútgerð að færast saman, ný skip og nýjar aðferðir koma til sögunnar með vélbátum og togur- um og þeim tækjum og búnaði sem gjörbreyttu allri aðstöðu sjómanna. Árið 1912 flytzt Þorlákur til Reylqavíkur og var togarasjómað- ur allt til 1920. Minntist hann þess- ara ára með ánægju og nefndi þá oft til nöfn vel þekktra togaraskip- stjóra, sem hann sigldi með, svo sem hins þekkta „fiskikóngs" Guð- mundar Jónssonar frá Reykjum sem lengi var með bv. „Skal- lagrím". Segja má að þetta hafí verið hinn bezti skóli í sjómennsku, sem ól upp þrekmikla og kappsama kynslóð. Alla tíð þótti skipsrúm Þorláks vel skipað,. enda ósér- hlífinn og fylginn sér. Sjómannsferli Þorláks lauk 1920, er hann m.a. vegna bak- meiðsla var að fara í land, en þá um haustið gerðist Þorlákur kaup- maður í Reykjavík í félagi við Sig- urð kaupmann Hallsson, en áður hafði hann aflað sér þekkingar í bókhaldi og ensku. Ráku þeir fé- lagar saman verzlunina „Gretti" á Grettisgötu 45a, allt til ársins 1934. Framan af gekk reksturinn vel, enda góðæri til lands og sjáv- ar. Þorlákur þótti lipur og traustur kaupmaður. En um 1930 skall kreppan á, samdráttur varð á öllum sviðum, bitnaði það ekki hvað sízt á þeim er stunduðu verzlun og viðskipti. Fór svo að eigi var um annað að ræða en að hætta og snúa sér að öðm. En áður hafði Þorláki tekist að greiða allar áhvílandi skuldir, þannig að enginn átti inni hjá hon- um þegar upp var staðið. Um haustið 1934 hóf Þorlákur störf á Ráðningastofu Reykjavík- urborgar þegar hún var stofnuð, og varð þar hans starfsvettvangur á meðan heilsa entist eða til 1969. Margþætt vom þau störf í þágu vinnuveitenda og vinnuþiggjenda sem þar vom uinnn, oft vandmeð- farin og ekki alltaf þakklát. Þetta vora kreppuár og víða þröngt í búi hjá alþýðu manna. En flestum ber saman um að starfsfólk Ráðninga- stofnunar hafí leyst þessi störf af hendi með sóma. Ágætt samstarf og vinátta var alla tíð með þeim Þorláki og Gunnari E. Benedikts- syni, sem veitti stofnuninni lengi forstöðu. Árið 1912 kvæntist Þorlákur Sigríði (fædd 1890) Þorsteinsdótt- ur, Oddssonar frá Ragnheiðarstöð- um í Ámessýslu, en það hjónaband varð stutt því 20. nóvember 1918 lézt Sigríður úr spönsku veikinni sem gerði hér hinn mesta usla. Var Þorlákur þá á sjúkrahúsi í Hull, veikur af hinni sömu farsótt, lá hann þar í 3 mánuði, en náði sér að fullu. Mun þetta hafa verið hans eina sjúkrahúslega á langri ævi. Þau hjón vom bamlaus. Þorlákur kvæntist öðm sinni 1920, Steinunni Eyvindsdóttur, Guðmundssonar sjómanns (fæddur 1860, dáinn 1914) frá Laugarási í Biskupstungum og Maríu Jóns- dóttur (fædd 1859, dáin 1948) Vigfússonar bónda frá Iðu í Bisk- upstungum. Steinunn var fædd 23. september 1894 að Steinabæ vest- ast í Reykjavík, hún lézt 14. maí 1969. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af að Njálsgötu 51, en það hús hafði Þorlákur keypt 1925, aukið við það og endurbætt. Þar ríkti alla tíð gestrisni og hlýhugur húsr- áðenda enda lengst af fjölsótt af vinum og vandamönnum. Bæði vora þau hjón félagslynd. Steinunn var lengi virkur félagi í IOGT og heiðursfélagi stúkunnar Verðandi nr. 9, Þorlákur var um áratuga skeið í Oddfellow-regl- unni, stúkunni Hallveigu nr. 3 og sæmdur fomliðamerki reglunnar, fyrir 25 ára starf. Þá var hann um skeið í stjóm Ámesingafélagsins í Reykjavík og jaftiffamt alla tíð eindreginn stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins og sat,- marga landsfundi hans. Af þessu stutta æviágripi má sjá að Þorlákur lifði mestu byltinga og umbrotaár í sögu þjóðarinnar, ár breyttra atvinnuvega og lífshátta, einn af þeirri aldamóta- kynslóð sem lagði granninn að velgengni þjóðarinnar síðar meir. Böm þeirra hjóna era: Sigríður fædd 1920, húsmóðir; Jón fæddur 1922, rennismiður, Björgvin Óskar fæddur 1925, lögfræðingur; María Guðrún fædd 1932, kaupkona; Hallveig fædd 1934, húsmóðir. Þorlákur lést 20. desember 1977 nær 89 ára að aldri. B.Þ. Enginn veit að óreyndu hvernig er að klæðast ósviknum loðfeldi EGGERT feldskeri - Efst ó Slcólavöróustíg - fyrir þá sem velja aðeins það besta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.