Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Selfoss: .............•......................................... Fjölmenni var á tónleikunum. Aðventutónleikar haldn- ir til styrktar kirkjunni Selfossl. TÓNLISTARFÓLK á Selfossi afhenti Selfosskirkju rúmar 176 þúsund krónur að afloknum aðventutónleikum í kirkjunni á sunnu- dag, 18. desember. 220 manns komu firam á tónleikunum sem haidnir eru til styrktar byggingu kirkjunnar og safiiaðarheimilis- ins. Kórar hafa nýtt safnaðarheim- ili kirkjunnar fyrir æfíngar og sama má segja um aðra tónlistar- menn. Tónleikamir eru liður í að létta undir með byggingu safnað- arheimilisins sem nú er komið vel á veg. Á tónleikunum léku tvær lúðra- sveitir, Skólahljómsveit Selfoss undir stjóm Jóhanns Y. Stefáns- sonar og Luðrasveit Selfoss undir stjóm Asgeirs Sigurðssonar. 5 kórar sungu, hver fyrir sig í fyrstu og síðan saman. Nýstofnaður Bamakór Selfosskirkju söng und- ir stjóm Glúms Gylfasonar sem stjómaði einnig Kirkjukór Selfoss. Einsöng með bamakómum söng Haraldur Ásmundsson. Kirlg'u- kórinn flutti í fyrsta sinn lag eftir R.S.Willis við raddsetningu Glúms Gylfasonar við texta sr. Hjálmars Jónssonar, Á dimmri nóttu. Und- irleikari var Ólafur Sigurjónsson og Hjörtur Hjartarson lék á klari- nett. Morgunblaðið/Sigurður Jónson. Bjamheiður Böðvarsdóttir afhendir Sigurði Sigurðarsyni afakst- ur tónleikanna. Einsöng með kór Fjölbrauta- skólans söng Jina Kristjánsdóttir undir stjóm Jóns Inga Sigur- mundsonar. Dagfríður Finnsdóttir stjómaði kór Bamaskólans og Samkór Selfoss söng undir stjóm Jóns Kristins Cortez. í einu laginu fékk kórinn til Iiðs við sig nokkur böm, Aðalheiði Rúnarsdóttur, Amrúnu Eysteinsdóttur, Karen Erlingsdóttur, Steinunni Úlfars- dóttur og Svein Erlingson. í lokin sungu kóramir saman tvö lög undir stjóm Jóns K. Cortez og Ólafs Siguijónssonar. Að söngnum loknum gekk fram ung telpa úr hópnum, Bjamheiður Böðvarsdóttir, og kallaði til sín sr. Sigurð Sigurðarson sóknar- prest og afhenti honum féð sem safnast hafði á tvennum tónleik- um yfír daginn. „Þessir tónleikar vitna um öflugt menningarstarf hjá okkur hér á Selfossi," sagði Sigurður meðal annars er hann tók við gjöfínni. í lokin sungu svo allir viðstaddir Heims um ból. —Sig. Jóns. Frá Áfengisvamaráði: „Knýr Hösmagi hurð“ Stutt athugasemd að geftiu tileftii Vegna skrifa forstjóra ÁTVR í DV sér Áfengisvamaráð ástæðu til að taka fram nokkur atriði: 1. Af sérstakri tillitssemi við for- stjórann birti Áfengisvamaráð ekki opinberlega athugasemdir sínar við kynningarstarfsemi hans í fjölmiðl- um. Bréf okkar til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur hann væntanlega fengið til athugunar og Skólavörðustíg 17a, sími 25115. vonandi til eftirbreytni, en tæpast til birtingar. 2. Stíllinn á bréfí okkar helgast að sjálfsögðu af efninu eins og flest- ir sæmilega læsir menn munu sjá. Þar er allfast að orði kveðið og ef til vill eðlilegt að forstjórinn kveinki sér undan því. En kynningarstarf- semi hans er ekki einungis grátleg móðgun við það ágæta fólk sem heldur þeirri stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að leit- ast við að draga úr áfengisneysluu um íjórðung fyrir aldamót heldur og fáránleg tímaskekkja. 3. Höskuldur Jónsson virðist vita lítið um störf Áfengisvamaráðs og hlutverk þess. Ummæli hans um það jaðra við eða flokkast undir meið- yrði sém ekki eru sæmandi opin- berum embættismanni og full ástæða til að biðjast afsökunar á. Forstjóri ÁTVR virðist á hinn bóg- inn sjáifur vera alls ófróður um þær staðreyndir sem í bréfí okkar birt- ast ef draga má ályktun af við- brögðum hans. Honum til skýringar skulu þær enn dregnar fram: a) Sá verknaður að sýna áfengis- neyslu sem jákvætt atferli er líkleg- ur til að stuðla að aukinni drykkju bama, unglinga og annars óþrosk- aðs fólks. Ef forstjórinn skilur ekki jafneinfalda staðreynd mætti kannski spyija hvort hann sé reiðu- búinn til að bjóða sölumönnum tób- aks að prófa „gæði“ sígarettuteg- unda í sjónvarpi. b) Margendurteknar tilraunir, bæði vestanhafs og austan, leiða í ljós að áfengissmökkun er í raun mark- laust atferli. Um það efni vísast til bókar Hans Olavs Fekjærs yfírlækn- is í Osló, Alkohol og Narkotika, sem Gyldendal gaf út 1987. Upplýsing- amar eru á bls. 123—128. d) Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa sýnt fram á þjóðhagslegt tjón af völdum áfengisneyslu og er það í báðum tilfellum meira en jafngildi því að þijár krónur tapist fyrir hveija eina sem inn kemur fyrir áfengissölu. Fleiri hafa komist að svipaðri niðurstöðu, t.a.m. Svíar. Má í þvS sambandi benda á doktors- ritgerð sem Anders Johnson varði við Uppsalaháskóla fyrir nokkrum árum og hefur komið út á bók, 50 milliarder koster supen. Hagfræð- ingur í Þjóðahagsstofnun leit örlítið á þessi mál að beiðni Áfengisvama- ráðs árið 1985 og bentu athuganir hans í sömu átt. e) Ef forstjóri ÁTVR hefði kynnt sér skýrslu, sem ber heitið „Álco- holic Beverages, Dimensions of Corporate Power", John Cavanagh og Frederick Clarimonte unnu fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og birtist í janúar 1983, skildi hann ef til vill hvers vegna opinberum stofn- unum ber að gjalda varhuga við „upplýsingum" áfengisframleið- enda. 4. „Knýr Hösmagi hurð, bróðir," mælti Illugi forðum í Drangey. Þar reyndist þó ekki hrútur sá grár, sem í eyjunni gekk, heldur Þorbjöm öng- ull og flokkur hans. Vonandi er að Þorbjöm öngull þeirra fjárplógsmanna, sem stuðlað hafa að gæfuleysi og dauða fleira fólks en allir vopnasmiðir heims saman lagðir, standi ekki að baki þeim ósköpum sem nú knýja hurðir óþyrmilega í ijölmiðlum. Mál er að þeim atgangi linni. Og sú er ósk okkar og bæn er nær dregur jólum að söluvamingur ÁTVR spilli ekki heimilisfriði eða stuðli að óhæfuverkum um hátíðim- ar. Frá afhendingu peningagjafanna. Frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri Kvenfélags Bessastaðahrepps, Guðný Th. Bjamar, formað- ur Kvenfélags Bessastaðahrepps, Guðrún Jóhannsdóttir, skrifstofu- maður Samtaka um kvennaathvarf, Guðveig Sigurðardóttir, formað- ur Kvenféiags Grindavíkur, og Ásta J. Arnardóttir, vaktkona i kve nnaathvarfi. Kvennaathvarfí II! gefíiir peningar FULLTRÚAR úr Kvenfélagi Bessastaðahrepps og Kvenfélagi Grindavíkur afhentu á miðviku- dag Samtökum um kvennaat- hvarf peningagjafir. Kvenfélag Bessastaðahrepps gaf 100.000 krónur og Kvenfélag Grindavík- ur 51.000 krónur. í fréttatilkynningu segir, að von þessara tveggja félaga og ósk sé sú að fleiri kvenfélög eða kvenfélag- asambönd veiti þessari starfsemi athygli. Markmið Kvenfélags Bessastaðahrepps er að draga úr neyð athvarfsins ogglæða það birtu og yl eins og reynt er að gera á öðrum heimilum fyrir jól. Herdís áritar plötu HERDÍS Hallvarðsdóttir kynnir og áritar plötu sína, Gullfíska, á Kaffi Hressó i dag, á Þorláks- messu, kl. 16—17 og 20—22. Gísli Helgason og Ingi Gunnar Jóhannsson munu leika með henni af fíngrum fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.