Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 31 Opið hús á Þorláksmessu Á Þorláksmessu, 23. desem- ber, verður Fríkirkjan í Reykjavík opin fyrir gesti og gangandi frá kl. 17 til 20. Síðasta klukkutímann verður leikið á orgel kirkjunnar. Tekið verður við framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar og út- sendum söfnunarbaukum veitt mót- taka. Heitt kaffí verður á könnunni. Með þessu vill kirkjan vera at- hvarf þeim, sem vilja í ys og erli annasams dags, ylur og skjól ef þannig viðrar í lokaundirbúningi jólanna. Afinælisrít Búnaðarfélags íslands komið út: Fríkirkjan í Reykjavík: Bynaðarsamtök á Islandi 150 ára BÍJNAÐARFÉLAG íslands hefur gefíð út afinælisrit í tilefiii af 150 ára afinæli félagsins sem var á síðasta ári. Hér er um að ræða nær 1.100 blaðsíðna verk í tveimur bindum. Nefidst það „Búnaðarsamtök á íslandi löO ára, 1837—1987“ með undirtitlinum „Afinælisrit Búnað- arfélags íslands". Ritið er að mestu samið af starfsmönnum Búnaðar- félagsins og rita til dæmis ráðunautar hver um sina búgrein eða svið. fræðslustarfsemi á vegum BÍ, s.s. útgáfustarfsemi, búnaðamám- skeiðum, útvarpsfræðslu og aðild félagsins að alþjóðlegum samtökum og samskiptum við erlendar stofn- anir. Saga landbúnaðarsýninga er rakin og annáll helstu bændaferða er í ritinu. Sérstakur kafli er um leiðbeiningaþjónustu á vegum bún- aðarsambandanna. Kafli er um húsbyggingasögu félagsins, byggingu Búnaðarfélags- hússins við Lækjargötu og Bænda- hallarinnar og þau átök sem um hana voru. í ritinu eru yfir níu hundruð myndir af mönnum og atvikum sem marka spor í íslenskri búskapar- sögu. Margar myndanna hafa ekki birst áður. Ennfremur hefur ritið að geyma rita-, mynda-, félaga- og mannnafnaskrár sem auka gildi þess sem uppsláttarrits. í ritnefnd sem annaðist útgáfuna voru þeir Hjörtur E. Þórarinsson, formaður félagsins, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, og Ólafur E. frétt frá Búnaðarfélaginu um útkomu bókarinnar segir: í fyrri hluta bókarinnar er al- menn saga búnaðarsamtakanna og búnaðarframfara, sem hefst reynd- ar um miðja átándu öldina þegar rofa tók til í íslensku þjóðlífi, og margt var gert á vegum dönsku stjómarinnar og fyrir frumkvæði einstakra manna til að hvetja til og reyna ýmsar búnaðamýjungar. Þá tóku íslendingar að leita sér fræðslu á sviði búfræði við erlenda skóla. Þá kom t.d. fyrsti ráðunaut- urinn til starfa. Rakin er saga bún- aðamáms íslendinga erlendis og upphafs þess hér á landi á nítjándu öldinni og getið er þess sem ritað var um búfræði á átjándu og nítjándu öldinni. Þá er rakin stofnsaga og starfs- saga Suðursamtsins, húss og bú- stjómarfélags frá 1837 til 1899, að Búnaðarfélag íslands var stofn- að sem landsfélag með aðild hreppabúnaðarfélaga og síðar bún- aðarsambandanna. Þá var Búnað- arþingi komið á fót og er annáll þeirra sjötíu Búnaðarþinga sem haldin hafa verið rakin ásamt bún- aðarþingsmannatali og æviágripi 170 fulltrúa sem setið hafa á Bún- aðarþingi. Auk þess er í fyrri hlutanum rakin saga afurðarsölumála á fyrri hluta aldarinnar og þeirra atvika sem leiddu til stofnunar Stéttar- sambands bænda og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Saga land- græðslumála frá upphafí þess starfs á vegum BÍ þangað til Land- græðsla ríkisins varð sjálfstæð stofnun. Greint er frá upphafi rann- sókna og tilraunastarfa f land- búnaði sem framan_ af var öll í skjóli Búnaðarfélags íslands. Rakin er þróun landbúnaðarlöggjafar einkum á fyrri hluta aldarinnar. Síðari hluti bókarinnar sem nefn- ist „Saga búgreinanna" flallar eink- um um leiðbeiningaþjónustuna allt frá síðustu aldamótum, en einkum þó síðustu fimmtíu árin. Þar lýsa þeir sem einna best þekkja til jöfn- un höndum framfaraþróuninni og þætti leiðbeininga að þeirri byltingu sem orðið hefur á íslenskum land- búnaði á þessum tíma. Þar er einnig greint frá annarri Morgunblaðið/Júlíus Jónas Jónsson búnaðarniálastjóri afhendir Steingrími J. Sigfússyni fyrsta eintak afinælisrits Búnað- arfélagsins. Með þeim á mynd- inni eru Magnús Sigurðsson og Steinþór Gestsson stjórnarmenn í Búnaðarfélaginu og Hjörtur E. Þórarinsson sljórnarformaður og Ólafúr E. Stefánsson ráðu- nautur. Stefánsson, ráðunautur. Páll Lýðs- son bóndi og sagnfræðingur f Litlu- Sandvík, var ritnefnd til ráðuneytis og las öll handrit. Júlíus J. Daníels- son, ritstjóri, safnaði mjmdum og hafði umsjón með ýmsum skrám. Bókin var unnin í Prentsmiðjunni Eddu." Stykkishólmur: Aðventusöngnr og hátíð eldri borgara Stykkishólmi. AÐVENTUSÖNGUR var I Fé- lagsheimilinu í Stykkishólmi 11. des. sl. BjöIIukór Tónlistarfélags Neshrepps á HeUissandi lék nokkur jólalög við góðar undir- tektir samverugesta sem voru hátt á annað hundrað. Stjórnandi Bjöllukórsins er Kay W. Lúðviks- son. Séra Gísli Kolbeins flutti hug- vekju, kirkjukórinn undir stjóm Ronald W. Tumer söng og Lúðra- sveit Stykkishólms undir stjóm Daða Þ. Einarssonar lék og bama- kór Stykkishólms söng undir stjóm Jóhönnu Guðmundsdóttur. Á milli atriða lásu böm úr 5. bekk Gmnn- skólans ritningarorð. Áður höfðu eldri borgarar komið saman í veislu á Hóteí Stykkishólmi sem Rauða kross-deildin í Stykkis- hólmi hafði séð um. Ámi Helgason flutti upphafsorð, séra Valdemar Hreiðarsson hugvekju, Bima Pét- ursdóttir las jólasögu og síðan var dansað og sungið. - Arni Hallgrímskirkja: Opið hús á vegnm KSS Á Þorláksmessu kl. 23.15 verð- ur jólahelgistund i Hallgríms- kirkju á vegum Kristilegra skóla- samtaka. Kristileg skólasamtök em félags- skapur ungs fólks í framhaldsskól- um í borginni. Mun félagsfólk sjá um dagskrá. Jólahugvekja verður og sungnir verðajólasálmar. Hvetja Kristileg skólasamtök fólk, sem er að koma úr verslunarleiðangri, og aðra til að koma við f kirkjunni og eiga góða stund og kyrra stund til að undirbúa jólin. Allir em velkomn- ir. TONLEIKAR RISAEÐLAN í KVÖLD GAMLARSKVOLD FORSALA AÐGÖNGUMIÐA r> rr Fiskverö á uppboðsmörkuðum 22. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 26,00 31,26 15,133 473.113 Smáþorskur 15,00 15,00 15,00 0,087 1.305 Ýsa 90,00 48,00 74,90 1,934 144.927 Undirmálsýsa 25,00 26,00 25,00 0,060 1.500 Ufsi 9,00 9,00 9,00 0,061 568 Hlýri 10,00 10,00 10,00 0,166 1.663 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,043 645 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,009 135 Lúða 290,00 160,00 278,00 0,151 41.850 Keila 10,00 10,00 10,00 0,622 6.221 Samtals 36,78 18,266 671.899 Selt var aðallega úr Guðrúnu Björgu ÞH og Guðmundi Kristni SU. Næsta uppboð verður þriðjudaginn 27. desember. Þá verða meðal annars seld 80 til 90 tonn af þorski, ufsa og karfa úr Víði HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 30,00 27,00 29,18 11,649 339.917 Þorskurfósl.) 15,00 15,00 15,00 1,030 Ýsa 77,00 32,00 73,20 0,296 21.667 Ýsafósl.) 60,00 44,00 55,92 4,242 237.220 Karfi 39,50 39,00 39,26 5,465 214.569 Ufsi 17,00 17,00 17,00 0,52*1 8.857 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,037 555 Langa 15,00 15,00 15,00 0,162 2.430 Keila 6",00 6,00 6,00 0,090 540 Samtals 35,81 23,492 841.211 Selt var úr Keili RE og bátum. ( dag verður selt úr bátum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.