Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 14
14 ________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988_ Saga ævintýramanns Békmenntir Sigurjón Björnsson Þór Whitehead: íslandsævintýri Himmlers 1935-1937. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1988. 192 bls. Dr. Þór Whitehead er sá íslenskra sagnfræðinga sem gerst hefur kannað aðdraganda síðari heims- stjnjaldarinnar og styrjaldarárin hvað ísland varðar. Hann hefur um árabil viðað að sér torfundnum heimildum um þetta efni og ritað um að bækumar Ófriður í aðsigi (1980) og Stríð fyrir ströndum (1985). í þessum bókum flallaði hann talsvert um tilraunir Heinrichs Himmlers, ríkisforingja SS og eins mesta valdamanns nasista, til að ná áhrifum á fslandi. „Af þessu hefur spunnist allmikil saga, ís- landsævintýri Himmlers í tveim þáttum," segir í formála þessarar bókar. Um síðari þáttinn, þ.e. starfsemi Wemers Gerlachs á Islandi, hafði höfundur fjallað allrækilega í fyrri bókum sínum. Fyrri þátturinn, það sem gerðist á árunum 1935—1937, hafði hins vegar mikilstil orðið út- undan. Olli þvi skortur á heimildum, sem höfundur hefur verið að draga fram í dagsljósið allt til þessa og orðið allvel ágengt. Um þennan fyrri þátt „ævintýrs- ins“ fjallar þessi bók. Hún er því eiginlega eins konar innskot í fyrri bækumar tvær. Höfuðpersónan er maður að nafni Paul Burkert, sem skrýddi sig ýmsum titlum eftir því sem henta þótti, doktor, prófessor og sitt hvað fleira. Þessi maður hafði öðlast vinfengi Himmlers og gerðist útsendari hans á íslandi. Var ætlunin að koma á viðskipta- samböndum, menningartengslum og áætlanir vom um iðnaðarfram- kvæmdir, virkjanir, jafnvel land- búnað og sitt hvað fleira. Greinilega hefur hugmyndin verið að læða þýskum áhrifum sem mest inn í landið og jafnvel undirbúa samein- ingu íslands við Þýskaland (Að því er ýjað í heimildum). Burkert þessi kom tvívegis hingað til lands i þessu skyni. Hann kom undir yfirskyni Þór Whitehead vísindamanns, ferðaðist vítt og breitt um landið, tók ljósmyndir og kvikmyndir, ritaði ferðabækur um ísland og náði sambandi við nokkra íslendinga. í seinna skiptið var öllu meira haft við. Þá var hann í farar- broddi tuttugu manna sendinefnd- ar, sem kom í mikla kynnisför til landsins. Óneitanlega var það býsna mislit hjörð, enda áttu flestir þeirra eftir að koma heldur óhugnanlega við sögu á styijaldarárunum. Um- svif og áhrif þessa Burkerts urðu allmikil á tímabili, en að lokum féll hann í ónáð, var rekinn úr SS og hvarf af sögusviðinu. Þór Whitehead rekur nú þessa sögu skilmerkilega og koma margir við sögu. Leikurinn berst víða: upp í stjómaráð íslands, þar sem for- sætisráðherrann þumbast við, inn um dyr Háskóla íslands, sem var öllu leiðitamari og á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þangað fór 51 manna lið, er lifði í dýrlegum fagnaði, sem kynbomir fulltrúar hins göfuga germanska kynstofns. Höfundur hefur grafið upp dijúgt magn heimilda, átt viðtöl við menn sem við sögu komu bæði innlenda og útlenda. Allt fléttar hann þetta lipurlega inn í frásögn sína, sem er létt og leikandi og áreynslulaus lestur líkt og um afþreyingarefni væri að ræða. Það er ekki öllum sagnfræðingum lagið að skrifa þannig án þess að verði á kostnað fræðimennskunnar. Ég er að vísu ekki dómbær á sagnfræðilega heim- ildavinnu, en fæ þó ekki betur séð en að vinnubrögð höfundar séu eðli- leg og vönduð. Burkert þessi var hinn mesti ævintýramaður og skálkur mikill. Hann var stórlyginn, hégómlegur í mesta máta, óheiðarlegur í íjármál- um og raunar hinn broslegasti upp- skafningur. Aðaltengiliður hans á íslandi hafði einnig á sér vafasamt orð, þó að hann ætti um skeið inn- angengt á háum stöðum. Furðuleg em skjalfest ummæli hans og bréfa- skipti sem hér eru tilfærð. A tíma- bili tókst þeim að komast töluvert áleiðis, þó að skálkskapur þeirra yrði þeim loks að falli. Maður getur velt því fyrir sér hvemig farið hefði fyrir íslandi og íslendingum, ef menn þessir hefðu verið klókari, haft meira til brunns að bera og verið meira traustvekjandi. Óneit- anlega gengust allmargir íslending- ar talsvert upp við dálæti Þjóðveij- anna og fagurgala. Leiðir það hug- ann að því hversu við íslendingar höfum löngu verið uppnæmir fyrir gylliboðum og smjaðri útlendinga. Þessi bók, þó að hún eigi sér spaugi- legar hliðar líkt og saga Jörundar gamla hundadagakonungs, getur því minnt okkur á það enn í dag að þörf er okkur að reyna að kveða niður eigin vanmetakennd og gæta þess að vera ekki um of talhlýðnir. Bók þessi er vel og snyrtilega út gefín. Heimildaskrá er ítarleg, nafnaskrá fylgir í bókarlok og prentvillur rakst ég ekki á. Forðast þarf merniingarslys eftir Birgi ísleif Gunnarsson Um nokkurt skeið hefur í íslenskum skattalögum verið ákvæði þess efnis, að fyrirtækjum sé heimilt að draga frá tekjum sínum einstakar gjafír til menning- armála, vísindalegra rannsóknar- starfa, viðurkenndrar líknarstarf- semi og kirkjufélaga. Ástæðan fyr- ir þessu ákvæði er auðvitað sú að verið er að örva fyrirtæki í landinu til að láta af hendi rakna fjármagn til þjóðþrifastarfa af ýmsu tagi. íslensk fyrirtæki hafa tekið þessu vel og hafa mörg þeirra látið veru- legt fé af hendi rakna til menning- ar og líknarmála. Menningarlifíð örvað Nefna má sem dæmi, að á þeirri Listahátíð sem hér var haldin á sl. vori var það ráð tekið að fá fyrir- tæki til að greiða verulegan hluta af kostnaði við einstaka listvið- burði. Þannig voru Cagall-sýningin í Listasafni Islands og hljómleikar Penderewski, þar sem pólska sálu- messan var flutt, að verulegu leyti kostuð af ákveðnum fyrirtækjum, svo að dæmi séu tekin. Þessi aðferð við að efla menning- arstarf er nú mjög að ryðja sér rúm í löndunum í kringum okkur. Á ensku er þetta kallað „sponorship", en á íslensku hefur þetta verið nefnt „kostun" (leiðinlegt orð). Stjómvöld í þessum löndum hafa í auknum mæli að undanfömu reynt að örva menningarlífið með þessum hætti. Alþýðubandalagið vill afnema þessa reglu Nú bregður hins vegar svo við að §ármálaráðherra Alþýðubanda- lagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur frumvarp á Alþingi um að afnema þessa reglu. Nú ætlar Al- þýðubandalagið að kippa fótunum undan þeirri menningarstarfsemi sem hér hefur þróast í skjóli þessa ákvæðis í skattalögum. Alþýðu- Birgir ísleifur Gunnarsson „Nú ætlar Alþýðu- bandalagið að kippa fótunum undan þeirri menningarstarfsemi sem hér hefiir þróast í skjóli þessa ákvæðis í skattalögum. Alþýðu- bandalagið hefur mik- inn áhuga á menningar- málum á tyllidögum. Þessi fyrirætlun ber ekki vott um að sá áhugi sé sannur. Allt verður að víkja fyrir skattagleði ríkisstjórn- arinnar.“ bandalagið hefur mikinn áhuga á menningarmálum á tyllidögum. Þessi fyrirætlun ber ekki vott um að sá áhugi sé sannur. Allt verður að víkja fyrir skattagleði ríkis- stjómarinnar. Þetta frumvarp er nú til með- ferðar á Alþingi. Það er nauðsyn- legt að allir sem áhuga hafa á íslenskri menningarstarfsemi láti í sér heyra um þetta mál og setji þann þiýsting á Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sem dugi svo að þeir neyðist til að breyta um stefnu í þessu efni og dragi þessa tillögu til baka. Það væri meiriháttar slys, ef þetta næði fram að ganga. íslenskt menning- arlíf yrði fátækara eftir en áður. Eftirmáli: Eftir að grein þessi var rituð hefur það gerst á Alþingi að fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar, sem hafði málið til meðferðar, gerði tillögu um breyt- ingar á frumvarpinu. Knúði nefndin ráðherra Alþýðubandalagsins til að skipta um skoðun og hverfa frá þeirri fyrirætlun sinni, sem lýst er í greininni hér að ofan. Málið hefur því nú fengið farsælan endi, en þetta mál sýnir, hve nauðsynlegt er að gefa störfum ráðherra Al- þýðubandalagsins góðan gaum. Höfíwdur er einn afþingmönnum SjálfstœðisOokks fyrir Reykjavík- urkjördæmi. Atriði úr sýningu leikfélagsins Grimnis í Stykkishólmi á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo. Morgunbiaaið/Ámi Heigaaon Stykkishólmur: Grímnir sýnir Hass- ið hennar mömmu Stykkishólmi. Leikfélagið Grímnir f Stykkis- hólmi hóf nú í haust sitt 21. starfe- ár. Hefír það á hveiju ári skemmt Stykkishólmsbúum og öðrum með leiksýningum sem það hefír vand- að til. Leikritið sem nú er sýnt er „Hassið hennar mömmu", eftir Dario Fó. Leikendur eru Daði Þór Einarsson, sem leikur afa, Guðfínna D. Arnórs- dóttir leikur Rósettu, Aðalsteinn Þor- valdsson leikur son hennar og vin hans leikur Guðmundur Kjartansson, Una Karlsdóttir fer með hlutverk Cameliu, Ásgeir Þ. Tómasson leikur Antonio og prestinn leikur Guðmund- ur Andrésson. Leikstjóri er Jón Svan- ur Pétursson, fæddur og uppalinn Hólmari, einn af fyrstu stofnendum Grímnis og þátttakandi í fyrstu sýn- ingum leikfélagsins. Hann var 11 ár leiktjaldamálari í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefir verið í æfíngu í allt haust og var frumsýnt föstudaginn 9. des. og síðan hafa nokkrar sýning- ar verið. Frumsýningin var afar vel sótt og mikil stemmning og létu gestir ós- part í ljós ánægju yfir vel heppnaðri sýningu og góðum sviðsbúnaði. Voru leikendur og leikstjóri hylltir í lokin. - Árni Enn um lúxusinn eftír Guðmund Magnússon Það er misskilningur hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráð- herra, að undirritaður hafí í at- hugasemd hér í blaðinu sl. mið- vikudag fullyrt eitthvað um ný fríðindi embættismanna ríkisins hvað ferðakostnað varðar. Þess vegna eru það stóryrði hjá ráð- herranum að tala um „rangfærsl- ur“ eins og hann gerir í Morgun- blaðinu í dag (22. desember). Ég leyfði mér aðeins að setja fram getgátur um efnið vegna þess að reynsla mín úr menntamálaráðu- neytinu stangaðist á við fullyrð- ingar í Morgunblaðsfrétt. Nú hefur Ólafur Ragnar sýnt fram á, að hann hefur ekki átt neitt frumkvæði í þessu efni. Er ástæða til að þakka ráðherranum fyrir skýr og greið svör. Veit ég þó vel að hann er þessa dagana afar upptekinn við innheimtu matarskattsins og undirbúning nýrra skattaálaga af ýmsu tagi. Kjami þessa máls er sá, að reglur um ferðakostnað embættis- manna ríkisins eru ekki fram- kvæmdar með sama hætti í öllum ráðuneytum. Að því leyti stendur athugasemd mín óhögguð. Ég veit ekki hvort það stafar af því að orðalag reglnanna sé eitthvað óljóst eða embættismönnum sé ósýnt um að fylgja þeim réttilega eftir. Læt ég fjármálaráðherra eftir að komast að því. Höfímdur var aðstoðarmaður fyrrverandi menntamálaráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.