Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 wiyöl umversal rre*s byndicate „Hvern\g l/Acir pér?, ] e-itihuak áknitnn a 1 yessi kjukHngur uar 'rtinn pegar tecj sQuð ást er... ia-4 ... viðskiptum seðri. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1988LosAngelesTimesSyndicate Bara einn hring í viðbót og þá verður þú mótor- hjól...? Fyrir svo sem mánuði siðan keypti ég hér hjá þér Asíu-dverg-hund___ HÖGNI HREKKVISI 5TEININUM/ " Að sjá hlutina í samhengi Til Velvakanda. í Velvakanda laugardaginn 17. desember sl. bað „íslendingur" þess til Guðs, að ekki fyndist markaður fyrir íslenzkt lambaket í útlpndum, svo hlífa mætti gróðurlendi íslands. Ráðherra einn viðraði þá hugmynd um daginn, að fólk hætti að borða kindakjöt, sem til yrði á ofbeittum afréttum. í viðkvæmum málum hættir löndum okkar oft til þess að missa dómgreind í hita umræðunn- ar. Skoðum þessi tvö atriði nánar: Okkur íslendinga skortir sárlega útflutningsvöru til gjaldeyrisöflun- ar. Helzt er þar að byggja á físki og orku (í formi stóriðjuafurða); það sýnir reynslan okkur. Fiskinn sækj- um við í viðkvæma auðlind, rétt eins og gróðurlendi landsins er. Ættum við að biðja um og vona, að ekki fyndust frekari fiskmarkað- ir, eða fískverð hækkaði alls ekki, þannig að ekki yrði harðar sótt í þessa lífsnauðsynlegu auðlind? Bamaskapur væri það. Við reynum heldur að stýra veiðunum; rækta þannig miðin og styrkja þau að hætti hins góða bónda. Nú, stóriðjan krefst orku. Við þurfum að virkja íslenzk fallvötn. Stíflu í Austur-Fljótum; hinu feg- ísturog óðureyðing: onandi nnst el arkaður! Til Velvakanda. Landeyðing, þ.e. eyðing bg jarðvegs, er víða mikil á r nnett.i. t>að n,Wria K,ft .f ursta gróðurlendi, var sökkt fyrir mörgum árum. Nú er verið að beizla Blöndu, þar sem líka þarf að drekkja töluverðu gróðurlendi. Þetta er varanleg gróðureyðing, að vísu talin nauðsynleg vegna þarfa orkuiðnaðarins, og þess að við þurf- um að afla þjóðinni gjaldeyris. í stað kindakjöts og annars kjöts af grasbítum gætum við m.a. kosið okkur kjöt af komöldum dýrum, ellegar stóraukið fiskát. Skoðum það. Komið þurfum við að flytja inn, samskonar kom og mettað gæti hungur þeirra milljóna jarðarbama er nú svelta í veröldinni. íhugum þá hlið núna rétt fyrir jólin er við greiðum gíróið til Hjálparstofnunar- innar og er við kýlumm vömbina á aðfangadagskvöld. Einhvem gjald- eyri þyrftum við nú líka til kom- kaupanna (það er að segja fleiri þorska). Hollt væri að auka fískát, en með því værum við raunar að ganga á eitt af því fáa, sem um þessar mundir getur skaffað þjóð- inni gjaldeyri vandræðalítið. Skoðaðu þetta samhengi „íslend- ingur", áður en þú kemur með fleiri tillögur í málinu. Skoðáðu svo til dæmis þau svæði landsins, sem eru utan hálendis eldfjallasvæðanna, þar sem sauðkindin á rótarþykku graslendinu getur undir natni og forsjá íslenzka bóndans og við „rétta" gengisskráningu skaffað þér og okkur hinum vel þeginn gjaldeyri. Þú ert kannski á leið til sólar- landa? Ef til viil vantar þig farsíma eða aðrar nauðþurftir? Kannski þarf að auka ögn við birgðimar í kjallaranum? Til alls þessa kæmi gjaldeyrir sér vel, eða heldurðu það ekki? Bjarni Guðmundsson Jól með vímu hvorki hrein né heilög Til Velvakanda. Jolin eru í nánd. Þetta er hátíð hátíða þar sem allir venjulegir menn reyna að útiloka allt sem óhreint og saurugt er. Hrein jól. Jól með vímu em ekki hrein, þau eru ekki Gamall sjómaður, Ámi Jóhanns- son, hafði samband við Velvakanda og kvaðst vilja koma á framfæri þeirri ábendingu til þeirra sem hafa bein eða óbein afskipti af aðstoð við fólkið á jarðskjálftasvæðunum í Sovétrílqunum, hvort ekki væri athugandi fyrir okkur íslendinga að senda fólkinu þar matargjafir. heilög. Munum það. Menn nefna stundum áfengið „tárið“, þá er það í fylgd með öryggisleysi, sorg, jafn- vel vonleysi. Þetta staðfestir reynsl- an. Við höldum jól í 13 daga. Ára- mótin eru þar inní og þá kemur Var honum efst í huga að skap- legra væri að gefa nauðstöddu fólki umframframleiðslu en að láta jarð- ýtur grafa kjötið. Vonaði hann að þessi ábending yrði athuguð gaum- gæfílega og týndist ekki eða yrði grafín og gleymd að fáum dögum liðnum. uppgjörið. Uppgjörinu komumst við - ekki hjá en hvemig geram við það upp. Ef við hlustum á frelsarann og leiðbeiningar hans þá verður upp- gjörið auðveldara og okkur óhætt í hálum heimi. Oft hvarlar sú hugs- un að mér, hvemig stendur á allri þessari vimu þegar hún getur ekki gert okkur neitt gott. Kannski er þetta eitt af því sem við skiljum ekki. En eigum við ekki að hugsa alvarlega, láta jólagleðina verma okkur og fara ekki til spillis og bjóða nú hveijum öðram af hug og hjarta gleðileg jól. Væri það ekki besta jólagjöfín fyrir landið okkar. Vissu- lega. Og með þetta í huga sendi ég öllum landsmönnum óskir um sönn jól og farsæld til framtíðar. Arni Helgason Gefum nauðstöddum umframframleiðsluna Víkveiji skrifar Elliðaámar era sannarlega ein af perlum Reykjavíkur og með ólíkindum að góða laxveiðiá sé að fínna í miðri höfuðborginni, á milli tveggja fjölmennra íbúðarhverfa. Sumar jaftit sem vetur hafa ámar mikið aðdráttarafl og gönguleiðim- ar í dalnum einstaklega skemmti- legar. Margt er að skoða þarna og sífellt fleiri leita í þetta friðland, aðeins steinsnar frá skarkala og stressi. Neðst i Elliðaánum, neðan við brýmar, er veiðistaður, sem kallað- ur er Eldhús. Oft hefur Víkveiji séð lax stökkva þama að sumri og veiði- menn landa físki. Á laugardaginn síðasta var þó annar gestur á þess- um slóðum. Selur velti sér þar í rólegheitunum og fylgdist af for- vitni með mannfólkinu á bakkanum. Á sumardegj hefði trúlega orðið uppi fótur og fít, en núna skemmti- legt krydd í göngutúrinn. Kannski er þessi heimsókn selsins merki um mikla fjölgun þessara dýra við landið. Þá um leið fara einhveijir öragglega að tala um samkeppnina um nytjafískana og útbreiðslu orma í fiski. Ef til vill er þó ekki ástæða til að fara djúpt í fræðin, kannski var þama bara á ferð unglingur í leit að ævintýrum? XXX Bækur era stór hluti blaða- efnis þessa dagana, fréttir um útkomu bóka, dómar um efni þeirra og viðtöl við bókarhöfunda. Margt af þessu hefur Víkveiji dagsins lesið, misvel að vísu, enda um misjafnt efni að ræða. Víkveija dagsins er sagt, að áður fyrr hafí bókagagnrýnendur blaðanna ekki síður verið pólitískir en leiðarahöf- undar þeirra og þá hvergi sparað stór orð, þegar lyfta þurfti undir þóknanlegt skáld eða rakka annað niður. Þetta hefur breyst til batnað- ar eins og annað í blaðamennsk- unni. Flestir gagnrýnendur reyna að segja kost og löst á efni bóka án þess að vera með persónulegan skæting eða svívirðingar í greinum sínum. En auðvitað villast menn enn af vegi í þessum efnum sem öðram. í Þjóðviljanum birtist á dögunum umsögn um tónleika í Langholts- kirkju, eða alla vega voru þeir einir í fyrirsögn greinarinnar. En þegar út í miðja umsögnina kom, sleppti- tónlistinni, því þá kom greinar- höfundur auga á séra Sigurð Hauk Guðjónsson á tónleikunum. Kom í ljós að greinarhöfundur hafði fyrir tónleikana verið að glugga í bók um Sigurðar, sem nýkomin er út. Segir greinarhöfundur, að bókin virðist skemmtileg og áhugaverð, enda Sigurður að dómi greinar- höfundar maður merkur og með betri prestum á landinu. En ekki hafinn yfír gagnrýni segir greinar- höfundur og fer úr tónlistargagn- rýni yfír í bókagagniýni, sem reynd- ar fer út í persónugagniýni. Og greinarhöfundur tekur hamskiptum með þessu líkt og í hann hafí hlaup- ið illur andi. Þannig ft'allar greinar- höfundur um þann hluta af starfí séra Sigurðar og trú, sem tengd er huglækningum, þar á meðal sam- starf hans við Einar heitinn á Ein- arsstöðum. Og þá er nú hleypt af stóru kanónunni, því séra Sigurður fer þar undan í gervi lífslygara og andstyggð almættisins. Minna má það ekki vera, fyrst einn af betri prestum á landinu á í hlut. Það var aldeilis heppilegt að verri prestar en Sigurður komu ekki á bók fyrir þessi jól eða fóru á tónleikana I Langholtskirkju! Víkveija dagsins er ljúft að taka undir með greinarhöfundi Þjóðvilj- ans, að Sigurður Haukur Guðjóns- son er merkur maður og mikill prestur. En í síðasta hluta Þjóðvilja- greinarinnar er ómaklega að Sig- urði Hauki vegið. Það er þó ekki bara önnur skoðun en greinarhöf- undur Þjóðviljans hefur á séra Sig- urði og hans starfi heldur bregður Víkveija dagsins líka sem blaða- manni, þegar hann les svona rætinn texta. Greinarhöfundi Þjóðviljans á Víkveiji ekki önnur orð að gefa en taka undir með heiti bókarinnar um Sigurð Hauk : „Guð almáttugur hjálpi þér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.