Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 41
86X H3HM383a .SS HUDACIUTSÖU .CnQAJaKUOHOM ___ _________!\______ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 41 Vamir gegn þör- ungablóma í laxeldi eftir Össur Skarphéðinsson Þörungablómi hefur á þessu ári valdið miklu tjóni í laxeldi við strendur fjögurra eldisþjóða, Nor- egs, Skotlands, Færeyja og nú síðast í Chile. En yfír 2.000 tonn fórust í september af laxi og regn- bogasilungi í eldiskvíum í Púerto Montt-svæðinu við syðri hluta Chile. Á þessu ári losar tjónið af völdum þessa vágests alls röskan miljarð króna. Við borð lá, að þessi tala yrði mun hærri, þegar geysileg- an þörungaflekk rak á liðnu sumri norður og upp með Noregi. Einung- is með snarræði og hugviti tókst Norðmönnum á síðustu stundu að firra stórtjóni, og um síðir drápust ekki nema 500 tonn af laxi. Það var raunar nokkur kaldhæðni, að laxinn sem þá tapaðist fór einkum forgörðum eftir að þörungana rak yfír, og eldismenn hófu að draga kvíar á nýjan leik út úr ármunnum. En þangað voru þær fluttar til að forðast snertingu við hina eitruðu þörunga. Stóraukið sjóeldi Á næsta vori verða samkvæmt íhaldssömum spám um 5,5 til 6 milljónir unglaxa í eldi í strand- stöðvum. Til að ná þeim upp í heppi- lega sláturstærð verður að koma lunganum, tæpast undir 4 milljón- um, fyrir í flotkvíum. Floteldi mun tiví stóraukast á næsta misseri á slandi. En um leið verða mun meiri verðmæti í hættu, ef þörungablómi sprettur skyndilega upp á svæðum þar sem sjókvíar eru. I þessu sam- bandi ber að hafa hugfast, að ná- grannar okkar og frændur í Færeyj- um hafa á síðustu árum sætt nokkr- um búsifjum vegna þörungaflekkja. Ef þörungar valda tjóni í Færeyjum, eru þeir þá ekki allt eins líklegir til að gera sig heimakomna við ijörur íslands? Gunnar Steinn Jónsson, líffræðingur, hefur í sjálfu sér svar- að því í ágætri grein þar sem sýnt er fram á, að þörungablóma hefur oft orðið vart við ísland. Raunar er ekki lengra síðan en sumarið 1987, að þörungablómi spratt upp á örskömmum tíma við Faxaflóa og varð vart innan úr Hvalfírði og suðurundir Stapa. Villtir laxfiskar, einkum regnbogasilungar sem höfðu tapast úr kvíum, drápust þá í fjöruborði í Hvalfirði og nokkur hundruð laxar munu hafa farist í kvíum í fírðinum. Það þarf því ekki nokkrum blöðum að fletta um það, að þörungablómi getur komið upp hér við land, og kann hugsanlega að valda tjónum. Því má skjóta inn til fróðleiks, að regnbogasilungur virðist þola þörunga mun ver en laxinn. í Chile drápust þannig yfírleitt allir fískar í silungakvíunum meðan dágóður hluti laxa lifði. Fiskeldismen þurfa því sannarlega að hafa andvara á sér og reyna að leita leiða til að koma í veg fyrir fjöldadauða í kvíum, ef hættuástand skapaðist með skyndilegri sprettu þörunga- blóma á eldissvæðum. Fyrst og fremst er nauðsjmlegt að reyna að læra sem mest af reynslu annarra þjóða, sem hafa lent í þörungaplág- um. Reynslan sýnir, að tvær leiðir eru helstar til bjargar, ef þörunga- blómi sprettur af skyndingu, eða rekur inn á eldissvæði: í fyrsta lagi munu þörungaflekk- imir yfírleitt standa nokkuð grunnt. Á flestum svæðunum sem urðu fyr- ir árás þörunganna í Chile í septem- ber leið, stóðu þörungatorfumar ekki nema á 4—5 metra dýpi. Við þær aðstæður er ef til vill hægt að bjarga fískinum í kvínni með því að sökkva kvíunum — eða nótunum einum — niður fyrir þömngabeltið. Því miðiir era þó torfumar stundum dýpri. Á sumum svæðunum í Chile náðu þær niður á 20 metra dýpi, og þegar flekkinn mikla rak upp með Noregi í sumar náði hann að sögn enn dýpra á sumum svæðum. Menn þurfa því að þróa tækni, sem gerir kleift að slaka kvíum eða nótum niður fyrir þörangaflekkina, án þess að tapa fískinum úr nót- inni. Ég tel að hér sé einungis um tæknilegt vandamál að ræða, sem hlýtur að vera auðvelt úrlausnar, að því tilskildu að athugunum og rannsóknum í því skyni verði sinnt. Flutningnr að árósum í öðra lagi sýnist sem sjávar- þörungamir nái ekki að tímgast þar sem nægilegt magn af fersku vatni rennur til hafs. Með því að bregð- ast snarpt við gátu því Norðmenn fírrt sig geysilegu tjóni með þvi einfaldlega að draga kvíar af skynd- ingu inn að árósum, þar sem sjórinn varð of ferskur til að þörangamir næðu að fjölga sér í nægum mæli til að tortíma laxinum. Eitt hið fyrsta sem þarf að gera er að fá hina ágætu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar til að kort- leggja strandsvæðin við ísland með tilliti til hættu á þörangablóma, sé það á annað borð hægt. Sömuleiðis væri mikil hjálp fólgin í því, ef fræðimenn gætu innan bærilegra öryggismarka sagt til um hvaða mánuði ársins hættan er mest. Þetta er ekki síst mikilvægt ef hægt verður í framtíðinni að fylgj- ast með aðstæðum, sem hvata myndun þörangaflekkja. Ef hægt væri að afmarka slíkt eftirlit við tiltekna mánuði ársins myndi kostn- aður og erfíði við eftirlitið vitaskuld minnka að mun. Eftirlit Sumir laxeldismenn við Faxaflóa halda því fram, að þörangablómi geti orðið til á örskömmum tíma, jafnvei einni nóttu, hér við suðvest- urhomið. Sé það rétt, þá þarf nauð- synlega að rannsaka, hvers konar aðstæður þurfí að skapast (mikil sói? tiltekin næringarsölt?) til að þörangar taki að æxlast óhóflega á nokkram tugum klukkustunda. Um leið og þær aðstæður era þekkt- ar, þá er hægt með eftirliti að spá, hvenær von er á blóma. Þörangaflekkinn við Noreg rak hins vegar upp með ströndinni utan af hafí. Því þarf að kanna, hvort ekki sé hægt að koma upp einhvers konar eftirlitskerfí, ef til vill gegn- um gervihnetti í tengslum við veð- urathuganir. Þannig væri hægt að aðvara menn í tíma, ef von væri á þörungaflekk upp að landinu. Sömuleiðis væri æskilegt að koma upp gagnabanka, þar sem safnað væri saman hagnýtri þekk- ingu um þær tegundir sem geta banað laxfískum. Slík frumvinna er þó ef til vill óþörf á tímum hins tölvuvædda upplýsingastreymis, og nóg að tengjast slíkum gagnasöfn- um sem þegar eru í vinnslu erlend- is. Til dæmis hefur alþjóðleg rann- sóknarstöð á Sherkin-eyju í Cork- héraði í íslandi helgað sig rann- sóknum á þörangablóma. Um leið og aðgangur væri fenginn að slíku gagnasafni væri mun auðveldara að bregðast við aðsteðjandi hættu, því samstundis og búið væri að greina tegundina sem stæði undir blómanum væri hægt að fá alla vitneskju um hegðun hennar. Þetta er ekki síst nauðsynlegt í ljósi þess, að nýjustu upplýsingar benda til að stundum geti hver tegund rekið aðra, og í dæminu af Chile var hin eitraðasta sem laxadauðanum olli sú síðasta í röð sjö tegunda. Ef upp sprjrtti þörangaflekkur, sem í fyrstu væri ekki skaðlegur, þá gæti gagna- banki ef til vill gert okkur kleift að spá út frá fyrstu tegundunum sem blómstruðu, hvort í rununni sem á eftir fylgdi mætti vænta banvænna tegunda. Reynslan sýnir þó, að helsta von- in til að geta komist á flótta undan þörungaplágu er að draga eldis- kvíar að ósum straumvatna. Þess- vegna þarf hið fyrsta að kanna, hvemig beri að haga slíkum drætti án þess að skaða kvíar og fískana í þeim. Við þurfum að kanna, hvemig kvíar duga til slíks dráttar og ef til vill þurfa eldismennimir sjálfír og tryggingafélögin að hafa frumkvæði að því að framleiðendur stjrrki kvíar, eða breyti hönnun þeirra, til að þær þoli dráttinn. Björgunaráætlun í tima Besta leiðin til að búa floteldis- stöðvar undir mögulega árás þör- ungaplágu er þó að gera áætlun, sem 'næði til hverrar einustu kvía- stöðvar á hættusvæði. Áætlunin, sem væri einskonar skipurit yfir viðbrögð við þörungahættu, mælti fyrir lið fyrir lið hvemig viðkom- andi eldisstöð ætti að bregðast við. Tog á kvíum inn í fjarðarbotna eða að árósum, færsla niður á dýpi neð- an við þörungatorfur auk séráætl- unar um framkvæmd neyðarslátr- unar ef í algert óefni væri komið, ættu að sjálfsögðu að vera veiga- Dr. Össur Skarphéðinsson „Hér á íslandi höfum við að vísu ennþá orðið lítið vör við að þörunga- blómi torveldi sjóeldi en það kann að stafa af því einu, að flotkvía- eldi hefur til þessa ver- ið afar takmarkað við strendur landsins.“ mestu hlutar slíkrar áætlunar. Sjáifsagt væri að samtök eldis- manna, gjaman í samvinnu við tryggingafélögin og stofnanir á borð við Hafrannsókn og Siglinga- málastofnun, gerðu slíka áætlun. Ef til vill kemur líka til greina að . skipulagsjrfírvöld rejmi að koma því svo fyrir, að kvíastöðvar á hættu- svæðum séu staðsettar þannig að björgunaraðgerðir séu sem auðveld- astar. Undirbúningur af .þessu tagi kostar lítið en getur sparað tugmillj- ónir. Þegar frændur vorir Færey- ingar hófu fiskeldi var lítið gert úr þörungahættunni. Sama var upp á teningnum í Chile. Reynslan sýndi þó annað. Hér á íslandi höfum við að vísu ennþá orðið lítið vör við að þörangablómi torveldi sjóeldi en það _ kann að stafa af því einu, að flotkvíaeldi hefur til þessa verið afar takmarkað við strendur lands- ins. Á næsta misseri munu hins vegar milljónir unglaxa og sjó- gönguseiða verða fluttar í sjókvíar og þúsundir tonna verða framleidd úr þeim á næstu 20 mánuðum. Menn ættu því að hafa varann á og búa svo um hnúta, að hægt verði að afstýra slæmum tjónum með góðum undirbúningi. Höfundur er sérfræðingur i lax- eldi. ICENWOOD ÞAD VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMIUSTÆKIN FYRSTA FLOKKS ELDHÚSTÆKI GOTT VERÐ-GÓÐ KlÖR-GÓö WÓNUSTA KENWOOD CHEF KENWOOD GOURMET KENWOOD MINI KENWOOD CHEFETTE KENWOOD MINI (handþeytari) HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HÉKLAHF Laugavegi 170-172 Slmi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.