Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
Skattafrumvörpin samþykkt:
Mestu okurskattalög
í sögu lýðveldisins
Steingrímur Her-
mannsson:
Þjóðar-
gjaldþrot
blasir
ekki við
FORSÆTISRÁÐHERRA svaraði í
fyrirspumartíma í sameinuðu
þingi í gær fyrirspurn frá Hall-
dóri Blöndal um hvort þjóðar-
gjaldþrot blasti við miðað við nú-
verandi stjórnarstefiiu. Sagði for-
sætisráðherra svo ekki vera.
Halldór Blöndal (S/Ne) riflaði það
upp að þann 16. nóvember sl. hefði
verið haldinn aukafundur Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna vegna er-
fíðrar stöðu frystingarinnar. Þar
hefði stjómarformaður SH m.a. sagt
að vonleysi manna væri algert. For-
sætisráðherra hefði mætt á þennan
fund og sagt að ekki væri seinna
vænna en að SH héldi aukafund. A
þeim sex vikum sem hann hafði þá
setið í stjómarráðinu hefði honum
borist fjöldi skýrslna og gagna um
^ stöðu mála og hefði hann orðið svart-
sýnn eftir því sem hann skoðaði fleiri
gögn. Væri hann fullviss um að ís-
lendingar stæðu nær þjóðargjaldþroti
en nokkm sinni fyrr. Halldór Blöndal
sagði að á þeim tíma sem væri liðinn
síðan forsætisráðherra hefði haft
uppi þessi ummæli hefði hann ekki
orðið var við neinar aðgerðir til þess
að koma f veg fyrir að áfram héldi
að fjara undan atvinnulífinu. Von-
leysi manna væri meira nú en þá og
því ærin ástæða til að spyija forsæt-
isráðherra hvort þjóðargjaldþrot*
- blasti við að óbreyttri stjómarsteftiu.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði svarið við
spumingunni vera stutt og laggott:
„Nei.“
Halldór Blöndal sagðist ekki hafa
átt von á því að forsætisráðherra
gæfi skýringu á ummælum sínum,
þaðan af síður að hann skýrði frá
því hvort hann hefði notað þær upp-
lýsingar sem honum bæmst um stöðu
atvinnuveganna. Forsætisráðherra
hefði á fundinum spurt aðra hvað
þeir ætluðu að gera þar sem hann
hefði verið í fflabeinstumi. Nú, mán-
uði síðar, væri kominn tími til að
spyija forsætisráðherra hvað hann
ætlaði að gera. Væri ástandið nú
eitthvað betra fyrst þjóðargjaldþrot
• blasti ekki lengur við? Hafði eitthvað
verið gert til að bæta stöðu atvinnu-
veganna?
Forsætisráðherra sagði að með
þeirri miklu vinnu sem hefði verið
unnin, með þeim miklu upplýsingum
sem hefði verið safnað og því sam-
ráði sem hefði verið haft, m.a. við
verkalýðshreyfinguna og stjómar-
andstöðuna, myndi þessi ríkisstjóm
forða frá þjóðargjaldþroti.
Halldór Blöndal sagðist hafa spurt
hvort við væmm nálægt þjóðargjald-
þroti miðað við óbreytta stjómar-
stefnu. Nú segðist forsætisráðherra
ætla að söðla um til þess að forða
okkur frá þjóðargjaldþroti sem þýddi
að með óbreyttri stjómarstefnu
steftidi í þjóðargjaldþrot.
Utanríkisráðherra hefiir lagt
firam á Alþingi svar við fýrir-
spurn frá Guðrúnu Agnarsdótt-
ur (Kvl/Rvk) um atkvæða-
greiðslur á þingi Sameinuðu
þjóðanna.
Fyrirspum Guðrúnar var svo-
hljóðandi: „Um hvaða mál, sem
varða mannréttindi og afvopnun,
hafa Norðurlandaþjóðimar fímm
verið ósammála í atkvæðagreiðsl-
_ um á þingi Sameinuðu þjóðanna á
sl. tíu ámm?“
- segirHalldór
Blöndal
HELSTU skattafrumvörp ríkis-
stjómarinnar vom samþykkt
sem lög frá Alþingi í gær eftir
að breytingar höfðu verið gerðar
á sumum þeirra s.s. vörugjalds-
frumvarpinu og frumvarpinu um
tekju- og eignarskatt. Halldór
Blöndal (S/Ne) var einn þeirra
þingmanna sem gagnrýndi tekju-
og eignarskattsfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar hvað harðast og
sagði að þama væri um að ræða
mestu okurskattalög í sögu lýð-
veldisins.
Miklar umræður hafa verið um
þessi frumvörp og hafa þau verið
í svari utanríkisráðherra kemur
fram að á 43. allsheijarþinginu
voru Norðurlandaþjóðimar ósam-
mála í atkvæðagreiðslum um 14
mál, 34. á 42. allsheijarþinginu,
18 á 41. allsheijarþinginu, 41 á
40. allsheijarþinginu, 43 á 39. alls-
heijarþinginu, 38 á 38. allsheijar-
þinginu, 36 á 37. allsheijarþing-
inu, 24 á 36. allsheijarþinginu, 23
á 35. allsheijarþinginu og 24 á
34. allsheijarþinginu.
harðlega gagnrýnd af stjórnarand-
stöðunni. Gagnrýndi hún m.a. vöru-
gjaldsfrumvarpið á þeirri forsendu
að innflutningi væri hyglað á kostn-
að innlendrar framleiðslu. I efri
deild las Halldór Blöndal upp úr
ályktun sem samþykkt hafði verið
á fundi hjá starfsfólki í húsgagna-
og innréttingaframleiðslu þar sem
frumvarpinu var mótmælt. Þessi
iðnaður hefði átt í harðri sam-
keppni við innflutning en markaðs-
hlutdeild hans farið minnkandi m.a.
vegna rangrar gengisskráningar.
Flutti Halldór ásamt nokkrum öðr-
um þingmönnum stjómarandstöð-
unnar tillögu um að gildistöku þess
hluta laganna er snerti innlenda
framleiðslu yrði frestað til 1. maí
svo að innlend framleiðsla fengi
einhvem aðlögunartíma. Var sú til-
laga felld.
Eiður Guðnason kynnti hins veg-
ar tillögu frá meirihluta fjárhags-
og viðskiptanefndar efri deildar sem
gerði ráð fyrir því að húsgagna-
og innréttingaframleiðslan fengi
aðlögunartíma til 1. mars 1989.
Halldór Blöndal sagðist vera á-
nægður yfir hveiju skrefi sem
næðist til lækkunar á skattaálögun-
um en þetta frumvarp snerti fleiri
iðngreinar en tillaga meirihlutans
gerði ráð fyrir. Tillaga þeirra næði
ekki bara skemur í tíma heldur
gerði hún einnig upp á milli fram-
leiðslugreinanna í landinu.
Þar sem þessi breyting var gerð
í síðari deild þurfti frumvarpið aftur
að fara til fyrri deildar til einnar
umræðu. í neðri deild sagði Geir
H. Haarde að þetta væri skref í
rétta átt og staðfesting á þeirri
gagnrýni að verið væri að hygla
innflutningi á kostnað innlendrar
framleiðslu. Ingi Bjöm Albertsson
(B/Vl) sagðist telja að verið væri
að bijóta samþykktir við EFTA en
utanríkisráðherra sagði að gengið
hefði verið úr skugga um að svo
væri ekki vegna „sanngimissjónar-
miða“ og þess að um skammtímaað-
gerð væri að ræða. Friðrik Sophus-
son (S/Rvk) spurði utanríkisráð-
herra af hveiju aldrei hefði verið
rætt um „sanngimissjónarmið“
þegar íjallað væri aðra vöruflokka
og álögur á almenning.
Ósamræmi leiðrétt
Frumvarpið um tekju- og eignar-
skatt tók nokkmm breytingum í
efri deild. Þingmenn stjómarand-
stöðunnar höfðu gagniýnt harðlega
það ákvæði fmmvarpsins sem gerði
ráð fyrir að komið yrði í veg fyrir
að hlutafélög lánuðu hluthöfum,
stjómarmönnum eða framkvæmda-
stjómm fé á vildarkjömm. Var þess
krafist, að sömu reglur myndu þá
einnig gilda um önnur rekstrar-
form, svo sem samvinnufélög.
Fluttu Halldór Blöndal, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Júlíus Sólnes
breytingartillögu þess efnis við aðra
umræðu en var hún felld.
Við þriðju umræðu kom fram til-
laga frá meirihluta fjárhags- og
viðskiptanefndar um jafnræði milli
félagaforma auk þess sem ákvæði
frumvarpsins vom rýmkuð hvað
þetta varðar. Um leið lagði meiri-
hlutinn til, að sjómannaffádráttur
yrði hækkaður úr 455 kr. á dag í
492 kr. Væri þar með tekið tillit
til hækkunar á tekjuskatti. Fyrr um
daginn hafði sú breyting verið gerð
á frumvarpinu, að réttur fyrirtækja
til fyminga var rýmkaður miðað
við það sem upphaflega var áætlað.
Halldór Blöndal sagði að þó
ánægjulegar breytingar hefðu verið
gerðar á frumvarpinu þá treystu
sjálfstæðismenn sér ekki til þess
að greiða því atkvæði sín. Þeir vildu
ekki seija fingraför sín á þennan
lagabálk sem Halldór sagði vera
„mestu okurskattalög í sögu lýð-
veldisins".
Eyjólfur Konráð Jónsson vék að því
að jafnræði hefði verið komið á
milli hlutafélaga og samvinnufélaga
og sagði það vera fagnaðarefni að
eitt yrði látið yfir alla ganga. Það
væri þó ljóst að þetta hefði ekki
verið gert fyrr en eftir að þeirra
tillaga hefði verið flutt sem þetta
var gert. Nú þegar þetta átti ekki
bara að ná til hlutafélaga heldur
líka til sjálfs „hjartans" þá yrði
þetta greinilega allt að vera miklu
rýmra, sagði þingmaðurinn. Þegar
frumvarpið kom til atkvæða í deild-
inni var það samþykkt með atkvæð-
um stjómarflokkanna gegn at-
kvæðum Sjálfstæðisflokks, Borg-
araflokks og Kvennalista.
Fmmvarp til laga um skattskyldu
innlánsstofnana var einnig sam-
þykkt sem lög frá Alþingi, með
þeirri breytingu, að það á nú ein-
göngu að ná til veðdeilda banka og
sparisjóða, en ekki til sjóða á borð
við Iðnlánasjóð og Stofnlánadeild
landbúnaðarins.
Loks var samþykkt framvarp
sem felur í sér að framlengd er
heimild landbúnaðarráðherra til að
leggja sérstakt jöfnunargjald á inn-
flutt grænmeti.
Ösætti hjá Sam-
einuðu þjóðunum