Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 fclk f fréttum Bamastúkan Sproti í Seljahverfi. Tvær nýjar barnastúkur Góðtemplarareglan á íslandi hefur gert töluvert átak í bamastarfi sínu í vetur. Hluti af því átaki er stofnun nýrra bamastúkna í Reykjavík. Nýju stúkumar heita Varðan, stúka nr. 173 í Grafarvogi og Sproti nr. 174 í Seljahverfí. Pyrir voru Æskan sem er elsta bamastúkan í Reykjavík og Kvistur nr. 170. AJIs em nú um 30 bamastúku. °tarfandi á landinu. Þessar myndir em frá jólafundum nýju stúknanna þar sem bömin höfðu setu . iólaguðspjallið. Barnastúkan Varðan I Grafarvogi. Morgunblaðíð/Syerrir Höfðingleg gjöf til Styrktarfélags vangefinna Það er ekki ofsögum sagt af höfðingsskap góðra manna. Nýlega kom Óli M. ísaksson, níutíu og eins árs að aldri, færandi hendi á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna og' afhenti félaginu að gjöf eina millj- ón króna. „Það var ákveðið fyrir löngu að ef eitthvað yrði eftir í ellinnni þá færi það í einhvem þannig félagsskap. Ég held að stjóm féiags vangefinna fari vel með það fé sem henni áskotnast," sagði Óli M. ísaksson. L_________________________________________________________________________________ Anne-Sophie Mutter fiðluleikari: „Stradivariusinn er hluti af sjálfri mér — besti hlutinn." FIÐLULEIKUR Anne-Sophie Mutter gifltir sig Anne-Sophie Mutter, hinn 25 ára gamli vestur-þýski fíðlu- snillingur, hóf alþjóðlega sigur- göngu sína aðeins 13 ára gömul. Nú eftir hátíðamar ætlar hún að leggja Stradivarius-fiðluna frá sér í nokkrar vikur og ganga í heilagt hjónaband með landa sínum Detl- ef Wunderlich, lögfræðingi. Segja má að Anne-Sophie hafi ekki skilið við Stradivarius-fiðluna síðastliðin sex ár. Þær hafa verið saman á tónleikaferðum um heim- inn þveran og endilangan. Hún segir í samtali við Washington Posh „Fiðluleikarar glíma við nýtt hljóðfæri á hveiju kvöldi. Hljóm- urinn í fiðlunni minni er sífellt að breytast eftir hitastigi og raka og öllu öðm, hljóðfærið er sífellt að þróast, það er aldrei eins. Fiðlan er ekki eins og lampi sem lýsir eins í dag og í gær. Samband mitt við fiðluna endurskapa ég á hveijum degi.“ Stradivariusinn hennar Anne- Sophie er smíðaður árið 1710. Þetta er önnur fiðlan hennar með þessu heimsfræga nafni. „Þegar ég hafði notað fyrsta Stradivar- iusinn minn í þijú eða fjögur ár, fannst mér ég ekki ná meim nýju út úr honum — hugmyndir mínar vom öflugri en ég gat framkallað á hljóðfærinu. Þess vegna þurfti ég að skipta um fiðlu. Þessi er andstæða hinnar fyrri," segir hún og bætir við að nú sé tímabært að gera dálítið hlé: „Þegar ég hef komið fram á 120 tónleikum á ári í nokkur ár og verið á sífelldum ferðalögum, finnst mér nauðsyn- legt að breyta til í þijá eða fjóra mánuði — láta fiðluna bara hvíla sig í kassanum. Annars verður streitan alltof mikil. Ég held ég láti þetta eftir mér núna. Eftir þessa ferð [til Bandaríkjanna], hita- og rakabreytingamar, ætla ég að fara með fiðluna til Parísar og láta yfírfara hana. Ég verð ekki með neina tónleika í sjö vik- ur eftir jól.“ Á meðan ferða- og tónleikafé- lagi hennar er hjá fíðlusmiðnum ætlar Anne-Sophie Mutter að ganga á vit nýrra ævintrýra: „Ég ætla að gifta mig 4. janúar, síðan ætla ég í þriggja vikna brúðkaups- ferð — annað er það nú ekki. Um miðjan febrúar fer ég í tónleika- ferð um Þýskaland og í lok mars verð ég síðan í New York og víðar." Unnusti hennar Detlef Wund- erlich, lögfræðingur, sinnir störf- um fyrir ýmis stórfyrirtæki, en hann er einnig sijómarformaður í kvikmyndafyrirtæki sem hljóm- sveitarstjórinn Herbert von Karaj- an stofnaði. Karajan er einskonar guðfaðir Anne-Sophie í tónlist- inni. Um mannsefni sitt segir hún: „Hann sér einnig um samn- inga fyrir listamenn og hann er góður vinur [Placido] Domingo, þannig að hann kemur aðeins nálægt tónlist. Hann er einnig tónlistarunnandi, Guði sé lof.“ Anne-Sophie býst við að fara sér eitthvað hægar í tónleikahaldi eftir að hún er gengin í hjónaband og kannski vera meira heima hjá sér í Monte Carlo en áður. „Venju- lega tek ég mér frí í júní og júlí — að minnsta kosti í júní — og geri alls ekki neitt. Stundum æfi ég eitthvert verk sem ég er að flytja í fyrsta skipti, en helst uni ég mér við lestur eða fer í bíó. Ég er ekki mikið fyrir mannfagn- aði. Mér líður ekkert vel innan um mörg hundmð manns — mér finnst ágætt að hitta fáeina vini, það er allt og sumt. Ég kýs að lifa kyrrlátu lífi." COSPER -Pétur liggur þvi miður heima með slæma inflúensu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.