Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 ríkisins á Siglufírði: *æða um 50.000 tonn en frá þeim leggur enn reyk og ólykt, að sögn Matthíasar Jóhanns- sonar fréttaritara Morgunblaðsins á Siglufírði. „Þegar hreinsunartæk- in voru sett upp í verksmiðjunum minnkaði reykurinn og lyktin frá verksmiðjunum mikið," sagði Þór- hallur Jónasson í samtali við Morg- unblaðið. „Það var hins vegar vitað að lykt- in og reykurinn hyrfu ekki alveg við uppsetningu hreinsunartækj- anna. Það hafa engar kvartanir komið frá bæjarbúum varðandi þetta mál að undanfömu og heil- brigðisnefnd Siglufjarðar veitti verksmiðjunum nýlega starfsleyfí til næstu tveggja ára. Starfsleyfíð er veitt samkvæmt tillögum Holl- ustuvemdar ríkisins," sagði Þór- hallur Jónasson. ótar en ráð- v'örðunarvaldið ráðherrunum líkar, að sögn Sig- urgeirs Jónssonar ráðuneytis- stjóra í fíármálaráðuneytinu. Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu segir það rétt, að einungis ráðherrar ige Éodselsdagssalg,*1 segir á fors- •erinn hefur dreift. Þar er jafii- ð allar verðmerkingar miðist við d má sjá hvernig skrifað er ofan danski fáninn hefði verið í dönsku útgáfunni, hefði (slenski fáninn ver- ið settur inn í staðinn. „Ef það er bannað með lögum að nota íslenska fánann notum við bara danska fán- ann næst,“ sagði Jakob. Þess má geta að Danir munu fara fijálslegar pieð notkun fánans en íslendingar. og ráðuneytisstjórar fiii greiddan dvalarkostnað erlendis. Aðstoðar- menn ráðherra fái það ekki. Ríkissjóður greiðir ferðakostnað í formi dagpeninga. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fá þó að auki greiddan dvalarkostnað og ráðherrar fá 20% álag á dagpeninga. Eiginkon- ur ráðherra fá greiddan dvalarkostn- að og 50% af dagpeningum, en ekki 20% eins og misritaðist í frétt Morg- unblaðsins af málinu á miðvikudag. Til þess að starfsmenn stofnana ríkissjóðs, allt upp í skrifstofustjóra ráðuneytanna, fái greidda dagpen- inga til ferðalaga þurfa ráðuneytis- stjórar viðkomandi ráðuneytis að undirrita heimild til þess. Engar formlegar reglur eru til um takmörk ferðalaga sem ráðuneytisstjórar sjálfír fara í, að sögn Sigurgeirs Jónssonar. Það er í valdi ráðherra að setja takmarkanir þar á. Guðmundur Magnússon, sem var aðstoðarmaður Birgis ísleifs Gunn- arssonar menntamálaráðherra, segir í Morgunblaðinu í gær, að það sé rangt sem birtist í frétt blaðsins á miðvikudag að aðstoðarmenn ráð- herra njóti sömu fríðinda og ráðu- neytisstjórar. Hann segir þar að hann hafí einungis fengið greidda dagpeninga og greitt dvalarkostnað af þeim. Knútur Hallsson ráðuneyt- isstjóri í menntamálaráðuneytinu segir þetta vera rétt. Samkvæmt bréfi sem ritað var frá launadeild fjármálaráðuneytisins í ráðherratíð Álberts Guðmundssonar, dagsettu 13. október 1987, séu það, auk ráð- herra, einungis ráðuneytisstjórar sem fá greiddan dvalarkostnað við ferðir til útlanda. Þriðji liður þessa bréfs hljóðar svo: „Greiddir verða að fullu dag- peningar í ferðum erlendis, þó einn- ig sé greitt fyrir hótel.“ Knútur seg- ir að í bréfínu sé einungis getið um ráðuneytisstjóra og fyrir hafi aðeins ráðherrar haft þessi fríðindi. Sam- kvæmt sinni vitund njóti ekki aðrir þessara fríðinda. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON Vorvindar blása í alþjóðamálum Stjórn Alans Garcia (innfellda myndin) í Perú greip til þess ráðs gegn skuldavandanum að neita að greiða meira en sem nemur 10% af þjóðartekjum árlega í afborganir og vexti af erlendum lánum. Afleiðingin varð sú að Perúmenn hættu að geta fengið lán erlendis. Þjóðnýtingarstefiia forsetans hefur einnig valdið miklum deilum. Á myndinni sjást bankastarfsmenn flýja í ofboði undan táragassprengjum lögreglunnar f höfuðborginni, Líma, er mótmælt var þjóðnýtingu stærsta einkabanka landsins árið 1987. Lýðræði sækir fram í Suður-Ameríku Þrátt fyrir óskaplegar náttúruhamfarir, stórslys og manntjón víða um lönd, ríkir nú meiri bjartsýni en oft áður um að mannkyn- ið eigi betri framtíð fyrir höndum. Teikn betri tíðar eru sjáanleg í orðiun og athöfiium helstu ráðamanna heimsins. Mjög hefur dregið úr Kalda stríðinu milli risavelda austurs og vesturs í þess- um vorblæ alþjóðasamvinnu og vinahóta milli forystumanna stór- veldanna. Rússneski björninn skrfður úr híði kalda strfðsins f líki Mfkhafls Gorbatsjovs Hann segist vilja bera klæði á vopnin, bæði sín eigin og annarra. Nú sér loksins fyrir lokin á stríðum, sem staðið hafa árum sa'man og kvalið þjóðir víða um lönd: Persaflói, Áfganistan, Kambódía, Sahara, Angóla og Namibía. Jafnvel barátta kont- ranna í Nicaragua virðist vera að flara út. Kommúnistar ráða enn á Kúbu og Nicaragua. En það er komið óorð á kommúnismann. Hann á sér varla uppreisnarvon, jafnvel ekki í sínu eigin föðurlandi, Sov- étríkjunum. Um leið fer lýðræðið sigurför um Rómönsku Ameríku og Asíulönd. Undirokaðar þjóðir Austur-Evrópu reyna af veikum mætti að draga lýðræðisfánann að hún og vinna sjálfstæði sitt á ný. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hælir sér af því, að þegar hann tók við völdum 1980 hafi aðeins 40% íbúa Suður-Ameríku búið við lýðræði, en nú njóti 90% íbúanna í þeirri heimsálfu lýðræð- is í einni eða annarri mynd. En það lýðræði hangir að vísu víða á mjóum þvengjum og forystumenn, sem komu lýðræðinu á kunna að vera á förum: Alfonsin í Arg- entínu, Duarte í E1 Salvador og Sarney í Brasilíu. Hvort arftökum þeirra tekst að halda lýðræðinu við er ekki talið víst, einkum vegna þess, að það hefir ekki tek- ist að vinna bug á efnahagsvand- ræðunum. Skuldasúpan getur verið banvæn Næstum hver einasta þjóð, sem öðlaðist sjalfstæði sitt eftir seinni heimsstyijöldina, er að kafna í skuldasúpu. Bandaríska tímaritið The New Republic lýsir efnahags- vanda lýðræðisþjóðanna í Suður- Ameríku á þessa leið: „Aðeins ein þjóð í Suður- Ameríku virðist vera til fyrir- myndar í efnahagsmálum. Þar hefir einkaframtakið fengið að blómstra. Ríkisstjómin lætur nægja að móta leikreglumar og metur einkaframtak mikils. En sá galii er á að þar í landi ríkja stjóm- málalegar þvinganir, sem frjáls- lyndir menn þola illa.“ Hér er vísað til Chile. „Hætta er á“, seg- ir tímaritið, „að kröfur um þjóð- nýtingu banka og ríkisrekstur at- vinnuvega fæli jafnt innlenda sem erlenda fjármagnseigendur á brott.“ Það getur haft í för með sér atvinnuleysi og enn meiri fá- tækt. Slíkt ástand skapar óánægju meðal almennings, sem oft endar með því að herinn tekur völdin. Þegar svo er komið grípa einræðisherrar oft til eiturlyfja- sölu í stórum stíl eins og Manuel Noriega hershöfðingi í Panama. Óreiðustjórn Garcia í Perú Perú er talið verst stæða ríkið í Suður-Ameríku og hefir verið kallað — „Líbanon Andesfjalla" vegna þess ófremdarástands sem þar ríkir. Vinsæll stjómmálamað- ur, Alan Garcia, tók við forseta- völdum í Perú 1985. Hann lýsti því yfir að ríkið myndi ekki veija nema í mesta lagi 10% af útflutn- ingstekjum sínum til að greiða erlendum lánardrottnum afíjorg- anir og vexti af lánum. Þetta varð til þess, að stjómin í Perú gat hvergi fengið lán erlendis. Garcia setti eyðslu ríkissjóðs engin mörk og hafði það m.a. í för með sér að verðbólgan í landinu nemur nú 1000% árlega. Erlendar skuldir Suður- Ameríkuríkjanna gætu haft alvar- legar afleiðingar fyrir efnahag Bandaríkjanna: Neiti skuldugu þjóðimar að borga, eða geti ekki greitt skuldir sínar er mögulegt að bandarískir bankar verði gjald- þrota. Það gæti svo aftur leitt af sér efnahagsöngþveiti í heimin- um. Kæmi þá væntanlega til kasta Japana að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir kreppu um allan heim. Ef til vill er ekki allt sem sýn- ist. Það virðist sem vorvindar þíðir blási um heiminn. En það er hætt við vorhretum áður en sumarið gengur í garð. Fylgja athaftiir orðum? Margir byggja hugsanlega spá sína um vorið í heiminum á stjóm- kænsku Míkhafls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Yfírlýsing hans um að fækkað verði hermönnum og vigvélum í herafla Sovétríkjanna hljómar vel. En hann er ekki fyrsti Sovétstjómandinn, sem hef- ir boðist til að draga úr herbún- aði. Það gerði Khrústsjov líka er hann bauðst til að takmarka sov- éskan vígbúnað ef Bandaríkja- menn gerðu slíkt hið sama. Hann var ekki nógu lengi við völd til að þess að á það reyndi hvort hann hefði staðið við tilboðið. Nú verða menn að bíða og sjá hvort Gorbatsjov verður nógu lengi við stjómvölinn til að efna sitt loforð um minnkun vígbúnaðar. Sumir era sammála Sovét-sérfræðingn- um Marshall Goldman við Har- vard-háskóla, sem telur að það séu ekki nema helmingslíkur á að Gorbatsjov geti efiit tilboð sín um eitt eða annað. Goldman segir að eftirmaður hans verði vsifa- laust Jegor Lígatsjov, en það mundi þýða lok vorsins góða og nýtt kalt stríð milli austurs og vesturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.