Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Orðið sigrar Bjartmar Guðlaugsson með vottorð í leikfimi Bjartmar Guðlaugsson átti aftra söluhæstu plötu síðasta árs, í fylgd með fullorðnum, og náði þá fyrst verulegri almannhylli eftir að hafa verið mik- ils metinn sem textahöfundur af gagnrýnendum og öðrum tónlistarmönnum. Fyrir þessi jól sendir Bjartmar frá sér aðra plötu, Með vottorð i leik- fimi, og viðtökur þeirra plötu benda til þess að tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson standi traustum fótum á plötumarkaðnum. Með vottorð í leikfimi gefur Bjartm- ar sjálfur út í samvinnu við Sigurð Rúnar Jónsson, Didda fiðlu, og platan er reyndar orðin til í sam- vinnu þeirra félaganna; Bjartmar semur lög og texta en Diddi sér um allar útsetningar og er tónlist- arstjóri. Rokksíðan heimsótti Bjartmar, sem býr í timburhúsi í Skerjafirðinum. f fylgd með fullorðnum seldist f yfir 10.000 eintökum og Með vottorð f leikfimi fer vel af stað. Ég er mjög sáttur við þessa plötu því á henni fékk ég tækifæri til að fylgja mínum lögum eftir frá því þau urðu til og þar til við Diddi gengum frá þeim. Það má segja að það hafi allt gengið mun betur en ég átti von á, því ég átti alls ekki von á því að hann myndi skilja hvaö ég viidi fara eins vei og raun ber vitni. Við erum báðir ákveðnir og ég átti því eins von á að þetta yrði stormasamt. Ég er ánægður með það hvað platan hefur selst vel og ég yrði ekkert spældur þó hún seldist ekki eins vel og síðasta plata, því kannski hefði ég ekkert gott af því. Aðalmáliö er að platan borgi sig og þessi er búin að gera það og gott betur. Það hefur ekkert lag orðift eins vinsælt af nýju plötunni og varð í fyrra. í fylgd með fullorðnum kom út .5. nóvember í fyrra, en þessi er svo að segja nýkomin út og það má segja að þetta sé ekki sam- bærilegt. Það er bara eitt lag af þessari plötu sem hefur verið spil- að í útvarpinu enn sem komið er, en hin eiga eftir að skila sér á vin- sældalistana. Þú tekur eindregna pólitfska stefnu f tónlistinni. Það er staðreynd að hér á landi búa tvær þjóðir og ég hef ekki minnsta áhuga á yfirstéttinni í þessu landi. Ég er sprottinn úr verkalýðsstétt og stend með fólki sem þarf að vinna fyrir sér hörðum höndum. Ég er alinn upp við sjáv- arsíðuna og þekkti því fátt annað en fiskvinnu, en alla tíð var ég þó að semja Ijóð og mig langaði alltaf að semja lög við þau Ijóð. Eitt af því fyrsta sem ég gerði í tónlist var að ég textaði sólóplötu fyrir Björgvin Gíslason fyrir löngu og það má segja að hafi komið mér a sporið í rokkinu. Um 1980 hreifst ég af rokkbylgjunni og fór að vinna texta fyrir aðra og fór síðan að semja lögin sjálfur. Ég fór því af stað í rokkbylgj- unni og lengi vel langaði mig til að semja harða rokktónlist. Eftir því sem árin hafa liðið hefur mér hinsvegar fundist textarnir skipta meira og meira máli og þeir kæm- ust ekki eins vel til skila í rokktón- iist og í þeirri tónlist sem ég er að semja í dag. Ég er bara trúbad- úr, skáld með gítar, og ég kann best við þaö. Á Með vottorð f leikfimi eru útsetningar mun fjölbreyttari en á síðustu plötu og vfsast er það mikið til Diddi, en hvað átt þú mikið f tónlistinni? Ég var náttúrulega á staðnum og skipti mér af eftir þörfum, en auðvitað var Diddi leiðandi með sína kunnáttu í tónlist. Við sett- urhst niður áður en við byrjuðum á plötunni og ákváðum að gefa hverju lagi sinn ákveðna karakter; ákváðum hljóðfæraskipan og við- líka, en allt byggðist á því sem ég hafði sett saman einn með gítar- inn. Niðurstaðan varð svo eftir því sem mátti búast við af samstarfi tveggja manna sem skildu hvorn annan mjög vel. Þú leggur mikið f textana en þeir eru margir sem halda þvf fram að textar f popp- og rokktón- list eigi að vera sem marklausast- ir. Fyrir mér eru textar bara Ijóð í nútímalegum búningi. Ég á í hand- riti tvær Ijóðabækur sem ég hef ekki komið frá mér, en um leið og ég er búinn að setja saman lag um Ijóðið, er það orðið aðgengilegt fyrir alla. Ég held að sú skoðun að textar eigi að vera marklausir sé bara sprottin frá mönnum sem hafa minnimáttarkennd af því að geta ekki sett saman boðlega texta. í gegnum tíðina hafa allt of margar fallegar raddir góðra söngvara sungið þvælu. Ég tel að lagið eigi að undir- strika Ijóðið og ég vona að ég verði Bjartmar áritar f Mjóddinni. Morgunblaðið/Sverrir aldrei þaö músíkalskur að ég fari að láta textana sæta afgangi. Ertu þurrausinn eftir þessa piötu? Nei, ég er fyrst að vakna núna; ég á svo margt eftir ósagt og mér hefur aldrei gengið eins vei að hugsa og nú. Eg hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að það sé hlutverk þeirra sem starfa við það aö setja saman lög og texta, fjölmiðlaskálda, að reyna að letta fólki Iffið að einhverju leyti og um leið benda á hluti sem mið- ur fara. í því finnst mér að mark- aðssjónarmið eigi ekki að ráða ferðinni. Salan á síðustu plötu gaf mér grundvöll til að halda áfram að semja lög og texta, en ég er sáttastur við það að hafa getað gert plötu eftir mínu höfði með þá menn sem ég kaus helst að starfa mér við hlið og að sú plata skuli seljast jafn vel og hún gerir. í fram- haldi af því vil ég bara óska öllum risum í íslenskri plötuútgáfu, sama hve stórir þeir eru, þess að þeir gleymi sér ekki í sínum markaðs- sjónarmiðum og traðki á þeim sem eru að basla í þessu sjálfir. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Ert þú með bestu plötuna á mark- aðnum f ár? Ég er vitanlega mjög ánægður með mína plötu, en ef ég stend utan við þetta þá gleður það mig mest eru það þegar skáldin selja sínar plötur og besta platan á markaðnum í ár er Bláir draumar Bubba og Megasar og þar á eftir kemur Rauði þráðurinn hans Harð- ar Torfasonar. Ég er glaður yfir þessum plötum því þær sanna það að þeir hafa tilverurétt sem eru að syngja Ijóð; orðið sigrar. Sogblettir og Fyrsti kossinn Sogblettir voru lengi ein af öndvegisrokksveitum fslensks tónlei- kalífs og enginn fór af tónleikum sveitarinnar ósnortinn. Sveitin hóf tónleikahald f ársbyrjun 1987 og sendi frá sór sfna fyrstu plötu stuttu fyrir sfðustu jól. Eftir þá plötu urðu söngvaraskipti f sveitinni og minna tók að bera á henni. Nú er komin út önnur piata svertarinnar, Fyrsti kossinn, sem er jafnframt sfðasta plata hennar, því Sogblettir eru hættir. - Rokksíðan leitaði til Gunna, trommuleikara sveitarinnar, og Arnars, gítarleikara, sem hafa þeg- ar stofnað nýja sveit saman. Hvers vegna hætta Sogblettir? Aðaiástæðan er sú að Grétar söngvari vildi fara að notfæra sór leiklistarmenntun sína og Ari bas- saleikari ákvað að gerast frægur með Bless. Þetta er ákvörðun sem tekin var fyrir löngu, við ætluðum að hætta um áramótin, en flýttum því bara aðeins. Er það ekki út í bláinn aft gefa út plötu, þegar engin hljómsveit er til aft fylgja henni eftir? Þegar platan var tekin upp vor- um við ekkert að pæla í að fara að hætta, en það er viðeigandi að kveðja með plötu, enda stendur plata alltaf fyrir sínu. Er eftirsjá að Sogblettum? Ekki fyrir okkur, en kannski eru einhverjir sem sjá á eftir sveitinni. Þetta er búið að vera mjög gaman, en það var tímabært að fara að reyna eitthvað nýtt og spila með nýjum mönnum. í upphafi voru Sogbtettir feiki- lega kraftmiklir og drffandi, en eftir að Jón hætti og Grótar tók við fannst mörgum að hljómsveit- in hefði breyst of mikið. Um það leyti sem Nonni hætti vorum við að breytast og vorum farnir að spila þau lög sem síðar urðu uppistaðan í tónleikadag- skránni. Ég held að það sem hafi helst farið fyrir brjóstið á mönnum var að Grétar var miklu eldi en við Sfðustu Sogblettirnir: Ari, Arnar, Gunni og Grótar. Morgunblaðið/Bjarni og fólk sætti sig ekki við það. Þegar nýr söngvari kom inn í hljómsveitina gekk það vitanlega ekki að halda inni gömlu lögunum, sem hefði boðið upp á enn ósann- gjarnari samanburð. Við ákváðum því að nota tækifærið og henda út gömlu lögunum, enda vorum við búnir að vera með sama pró- grammið í næstum ár. Er eitthvað um lögin á nýju plötunni að segja? Þetta eru sex kraftpopplög með textum frá Ara, sem á þrjá texta, Magneu Matthíasdóttur sem á einn texta og Baldri Kristinssyni sem á tvo. Þess má einnig geta að Johnny Triumph syngur með okkur í einu lagi. Annars er engin ríótríósaga um hvert lag og því lítið um þau að segja í sjálfu sér. Platan verður gefin út í takmörk- uðu upplagi og alls verða til sölu 499 eintök og síðan ekki meir. Ljósmynd/BS Risaeðlur áTunglinu Rokksveitin Risaeðlan heldur tónleika íTunglinu í kvöld, 23. desem- ber, Þorláksmessukvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 23.23. Risaeðlan er nýkomin úr tónleikaferð með Sykurmolunum, en sveitin lék á þrennum tónleikum með Molununum, í Belgíu, Hollandi og á Bret- landi. Aðaltónleikarnir í förinni voru í London, en það lék Risaeðlan fyr- ir um 3.000 áheyrendur, sem tóku hljómsveitinni vel skv. heimildum Rokksíðunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.