Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 20
20 f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Viðburða- ríkur tími í íslenska fluginu - segir Arngrím- ur Sigurðsson um árin 1939—41 „ÞETTA var viðburðaríkur tími í fluginu. Flugið verður rammís- lenskt og margt af því sem reynt var og ákvarðanir teknar um á þessum tima hefur haft mikil áhrif á þróunina síðan,“ sagði Arngrím- ur Sigurðsson í samtaii við Morg- unblaðið um flug á íslandi árin 1939—11. Út er komið 5. bindið í verki hans „Annálar íslenskra flugmála", sem íslenska flugsögu- félagið gefur út og nær það yfir árin 1939-41. Arngrímur Sigurðsson Annálar íslenskra flugmála er heimildarit um íslenska flugsögu frá upphafí og þar til embætti flugmála- stjóra var stofnað. Amgrímur segist ætla að ljúka verkinu með einu bindi enn, sem verður það sjötta í röðinni. Hann segir að eftir að embætti flug- málastjóra var stofnað séu öll gögn fyrirliggjandi hjá embættinu og því ekki eins mikil þörf á að rita annála um þann tíma. Meðal atburða á árunum 1939—41 sem tekin eru fyrir í 5. bindinu er málaleitan þýska flugfélagsins Luft- hansa um lendingarleyfí hér á landi árið 1939 en henni var hafnað. Sama ár voru tveir flugdagar haldnir hér á landi og vöktu þeir mikla athygli. Árið 1940 var Flugfélagi Akureyrar breytt í Flugfélag Islands. Á þessum árum hófst nokkuð reglulegt póstflug með suðurströndinni til Austur- Skaftafellssýslu og jafnvel allt austur til Seyðisflarðar. Arngrímur segir að reynslan sem fékkst með þessu flugi hafi sýnt mönnum fram á að framtíð væri í landflugi. í framhaldi af þvi hafí verið tekin ákvörðun um kaup á fyrstu tveggja hreyfla flugvél íslend- inga, sem var Beechkraft-landvél. Morgunblaðið/Einar Falur Stúdentahópurinn sem útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum við Armúla á laugardaginn. Fjölbrautaskólinn við Ármúla: 29 stúdentar brautskráðir Hafsteinn Þ. Stefánsson skólameistari færði Lindu Pétursdóttur fegurðardrottningu gjöf frá kennurum og nemendum Fjölbrauta- skólans við Ármúla. SÍÐASTLIÐINN laugardag voru 29 stúdentar brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum við Armúla. Af viðskipta- og hag- fræðibraut voru sextán nem- endur brautskráðir, þrír af málabraut, tveir af íþrótta- braut, tveir af náttúrufræði- braut, tveir af heilsugæslu- braut og tveir af uppeldis- braut. Auk þess fengu afhent prófskírteini einn stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri og annar frá Menntaskó- lanum á ísafirði, en þeir luku námi sinu í skólanum i samráði við sitt heimafólk. Við upphaf brautskráningar- innar söng kór skólans nokkur lög undir stjóm Gunnars Kristinsson- ar, en síðan flutti Hafsteinn Þ. Stefánsson skólameistari skýrslu sina. Hann fór nokkrum orðum um þann vanda sem skólanum er búinn vegna umræðna um frestun á gildistöku Qárlagakafla fram- haldsskólalaga, en meðan sú óvissa ríkir er ekki ljóst hvort borgarsjóður eða ríkissjóður ann- ast rekstur skólans komandi ár. Skólameistari vék að því í ræðu sinni að Fjölbrautaskólinn við Armúla væri einungis hálfklárað- Helga Barðadóttir dux scholae flutti ávarp fyrrir hönd nýstúd- enta. ur, en eftir á að reisa þann hluta skólahússins sem ætlaður er fyrir hátíðasal og mötuneyti nemenda auk annars. Taldi hann eðlilegt að sú bygging yrði næsta fram- kvæmd við framhaldsskóla í Reykjavík og að því væri unnið. Dux scholae að þessu sinni var Helga Barðadóttir. Hún hlaut verðlaun fyrir góðan námsárang- ur yfírleitt og einstakar greinar ásamt öðrum nemendum sem fram úr sköruðu. Auk þess fengu nokkrir stúdentar verðlaun fyrír störf sín að félagsmálum nem- enda. Þá afhenti skólameistari Lindu Pétursdóttur fegurðar- drottningu gjöf frá kennurum og nemendum og færði henni heillaó- skir. Fulltrúi nýstúdenta, Helga Barðadóttir, ávarpaði síðan sam- komuna, og einnig fulltrúi 5 ára stúdenta, Lárus Þór Kristjánsson líffræðingur. Skólameistari talaði síðan til nýstúdenta, og að lokum sungu kór og gestir Heims um ból. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsaon Haldið var upp á litlu jólin i Reykhólaskóla fyrir skömmu og komu þá fram nemendur á öllum aldri. Reykhólaskóli: Grýla og Kertasník- ir komu í heimsókn Miðhúsum. LITLU jólin voru haldin í Reyk- hólaskóla fimmtudaginn 15. desember og var byijað með sameiginlegu borðhaldi starfs- fólks og nemenda í hádeginu. Þar framreiddu Unnur Stefáns- dóttir og Indiana Ólafsdóttir hátíðarmat og má ætla að margur borði ekki betri mat á sjálfum jólunum. Um kvöldið var allsheijar sam- koma og seldu foreldrar kaffi til ágóða fyrir ferðasjóðinn og nem- endur sýndu að þeir geta gert fleira en að sitja á skólabekk. Þeir léku marga smáleikþætti, sungu og gerðu margt fleira til skemmt- unar og svo urðu kennarar að hlýða kalli nemenda og verða ungir í annað sinn. Þegar skemmtidagskráin var búin veitti skólastjóri, Steinunn Rasmus, verðlaun fyrir bestu um- gengni á heimavist og hlaut þau verðlaun Helga Samúelsdóttir, Djúpadal. Einnig voru veitt fem verðlaun fyrir umferðargetraun og var dregið um verðlaunahafa. Að lokinni 'kaffídrykkju var gengið í kringum jólatréð og kom Grýla gamla með son sinn, Kert- asníki, í heimsókn og í stað þess að leita uppi óþæg böm og fara með þau til tröllabyggða þá gáfu þau mæðgin krökkunum sælgæti við mikinn fögnuð. Margt var um manninn og tókst skemmtunin mjög vel enda er jóla- prófum lokið og allir geta eytt fríinu eins og þeim sýnist. - Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.