Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
11
Menn og bílar
Bókmenntir
ErlendurJónsson
Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka: HREYFILSMENN. I.-H.
Saga og félagatal 1943-1988.
Hreyfill, 1988.
Þetta tveggja binda verk er eins
og á titilsiðu stendur saga og fé-
lagatal 1943-1988. Fyrst er rakin
saga félagsins, síðan kemur félag-
atalið. Tekur það yfir hluta fyrra
bindis og síðara bindið allt, stéttin
enda fjölmenn allan þann tíma sem
sagan nær yfír. Upplýsingar þær,
sem gefnar eru um hvem og einn
í talinu, em með hefðbundnum
hætti og því óþarft að fara nánar
út I það hér. En áhugi á tölum
af þessu tagi er nú geysimikill og
munu rit sem þetta sjaldan ryk-
falla í bókageymslum. Fyrst og
fremst er það auðvitað almenn
forvitni sem gerir það að verkum
að fólk vill hafa bækur þessar til-
tækar. Spumingar vakna ef nafn
einstaklings ber á góma: Hver er
maðurinn, hvaðan er hann, hvar
fæddur, hve gamall og svo fram-
vegis? En það em einmitt spum-
ingar af þessu tagi sem svarað er
í bók eins og Hreyfilsmönnum.
Dagar og ártöl em þama nær ót-
eljandi. Þvi er samning og frá-
gangur svona rits hin mesta ná-
kvæmnisvinna.
Ekki hafa allir, sem um er get-
ið í bók þessari, gert akstur að
ævistarfi. Þama em nöfn manna
sem kunnir em af öðmm störfum,
sumir þjóðkunnir. Sú staðreynd
ber með sér að mikil hreyfing hef-
ur verið í stéttinni. En svo er einn-
ig annar hópur sem hefur ekið
starfsævina á enda. Ættartengsl
em þama auðrakin sums staðar-
og sýnt að heilu fjölskyldumar
hafa með einum eða öðmm hætti
tengst umræddri starfsgrein. Höf-
undur tekur fram í eftirmála að
»ýmislegt markvert hefur týnst á
áranna leið og verður ekki til þess
náð hafí það farið með félögum
sem gengnir em af þessu sjónar-
sviði. Sumt má lika liggja milli
hluta, einkum það sem gæti orðið
til að særa menn að óþörfu.«
Að sjálfsögðu fylgir mynd hveij-
um einstaklingi í talinu. Þar að
auki er í ritinu fjöldi mynda af
gömlum bílum sem Hreyfílsmenn
hafa ekið, glæsivögnum gömlu
áranna — »drossíunum«. Em þær
sannarlega augnayndi þeim sem
áttu sína bíladrauma i gamla daga.
En má ég sem gamall bílaáhuga-
maður benda á atriði? Á bls. 16
og 135 em myndir af bifreiðum
sem báðar em sagðar Dodge 1942.
Þó em þær ekki eins. Er þá ekki
ósennilegt að þær séu sömu teg-
undar, eða að minnsta kosti sömu
árgerðar?
Sennilega gengur unga fólkinu
erfiðlega að átta sig á hve skammt
er í raun og vem síðan bilaöldin
hófst hér á landj. Enn er á lifi
fólk sem man ísland bilalaust.
Hrifning sú, sem þetta veraldar-
undur vakti í fyrstunni, hélst hins
vegar furðu lengi, ef hún er þá
með öllu horfín. Þegar Hreyfíls-
menn koma til sögunnar er bílaöld-
in að fullu og öllu gengin í garð.
Loftmyndir
Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka
Með stækkandi borg varð þjónusta
þeirra æ nauðsynlegri. Saga þeirra
er þvi snar þáttur í sögu borgar-
innar. Þetta em menn sem sett
hafa svip á lífíð í höfuðstaðnum
og sóma sér þvi vel á síðum þessa
greinagóða rits.
Békmenntir
ErlendurJónsson
Þorvaldur Bragason — Magn-
ús Guðmundsson: LANDMÓTUN
OG BYGGÐ I FIMMTÍU ÁR. 68
bls. Hörpuútgáfán. 1988.
Sá, er þessar línur ritar, vann einu
sinni með loftmyndir. Til þess var
notað áhald sem stereoscope heitir
ef ég man rétt; kallað rúmsjá á
íslensku og útskýrt svo í orðabók:
tæki til að skapa þrívíða mynd með
því að láta augun sjá hvort sina
mynd.
í bók þessari em birtar fimmtíu
loftmyndir úr safni Landmælinga
íslands en ekki fylgir tæki til að
»láta augun sjá hvort sína mynd«.
Myndimar munu yfírleitt teknar lóð-
rétt niður. Og allar em þær í svart-
hvítu. Umsjónarmenn útgáfunnar
segja svo í formála:
»Árið 1937 vom fyrstu loftmyndir
teknar til kortagerðar á íslandi. Á
hálfri öld hafa verið teknar á annað
hundrað þúsund loftmyndir hér á
Smámolar eru líka brauð
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
M. Company og R. Capdevilla: Sæl
og bless! Við erum Trillumar
þijár og Trillumar þijár fara i
leikskólann. Þýðandi: Þorsteinn
Thorarensen. Fjölvaútgáfan 1988.
Þessar tvær bækur em ætlaðar
yngstu bömunum.
Trillumar þijár ákveða að velja
sér foreldra úr blokk í Breiðholtinu.
Þær skutlast því inn í maga væntan-
legrar móður sinnar sem varð hræði-
lega illa við þegar læknirinn sagði
henni að hún gengi með þríbura.
Næst láta þær til sín taka á fæð-
ingardeildinni. Þar lenda þær auðvit-
að allar í kössum, sem auðvelda þeim
súrefnisöflun og öndun. Þegar heim
kemur bíður hjálparliðið, tvær ömm-
ur og pabbinn, og svo kemur allt
skyldfólkið, vinir og aðrir til þess að
sjá þessa litlu anga og allar mjólkur-
biigðimar í ísskápnum. Næst er
kapphlaupið á fjórum fótum við að
elta mat og leikföng. Þegar angamir
em famir að ganga er það stærsta
uppfinning mömmu að láta þær sitja
á koppum sínum, allar í einu meðan
hún er að mata þær „til að slá tvær
flugur í einu höggi". Fyrri bókin
endar svo þegar eins áre afmæli-
sveisla stendur jrfír.
Og nú em Trillumar orðnar nógu
stórar til þess að fara í leikskóla.
Mamma fer með þær í búð til að
velja á þær föt og allt í búðinni verð-
ur sem í here höndum þegar þijár
iitlar Trillur sýna áhuga sinn á sölu-
vamingnum þar.
Ekki sitja þær heldur auðum hönd-
um eða athafnalausar þegar í leik-
skólann er komið. Það sýnast hin
bömin ekki heldur gera. Oþijótandi
þolinmæði fóstranna hrekkur ekki
til. Enda missa þær Trillumar út úr
skólanum meðan bömin bíða þess
ferðbúin að einhver sæki þau. Á
götunni komast þær í hendur lögregl-
unnar sem er iðin við að hafa ofan
fyrir þeim þar til foreldramir sækja
þær á lögreglustöðina. Eftir nokk-
urra daga dvöl í leikskólanum fá
Trilhimar mislinga og reynir þá á
foreldrana þar til þær komast í leik-
skólann aftur. En þá er sagan búin.
Ekki verður annað séð af myndum
í bókunum en allt sé í fári þar sem
Trillumar fara um. Og mikið er
hægt að vorkenna fóstrunni sem er
ein á myndunum, umkringd athaftia-
sömum bráðhressum krakkaskara.
Ef til vill vantar fóstmr til starfa
þar sem Trillusögumar urðu til, eins
og við leikskóla okkar.
Þetta eru líflegar sögur sem geta
vakið kátínu hjá litlum öngum ef þær
eru lesnar og úr efni þeirra unnið
af flöri á jákvæðan hátt.
Þýðandi staðfærir þær — senni-
lega til frekari skilnings þeirra
yngstu sem hlusta á þær.
landi og em þær nær allar í loft-
myndasafni Landmælinga íslands.
Lengi hefur komið til tals að kynna
loftmyndasafnið með útgáfu bókar,
þar sem birt væm á einum stað
dæmi um myndir safnsins sem sýna
landið frá öðru sjónarhomi en fólk
á að venjast.«
Myndimar í bók þessari kunna
að höfða til þeirra sem áhuga hafa
á Ijósmyndun eða landmælingu. Að
öðm leyti em þetta vinnuplögg fyrst
og fremst; mismunandi gráleitir
flekkir sem í raun minna lítið á
íslenskt landslag. Nú á dögum er
fólk ekki óvant að skoða landið úr
lofti. Úr flugvélum gefur ekki sýn
lóðrétt niður heldur skáhalt. Getur
oft að líta hið dýrlegasta sjónarevið
þegar veður er gott og flogið er í
hæfilegri hæð og afstaðan til lands-
ins nýtur sín sem best. Loftmyndir,
sem þannig em teknar — það er að
segja skáhalt og í lit — geta því
verið augnayndi hið mesta og auk
þess prýðilega greinagóðar. Slíkt
verður varla sagt um myndimar í
þessari bók. Litinn og þriðju víddina
vantar til að svo mætti verða. Loft-
mynd af Markarfljóti með öllum
sínum kvíslum gæti t.d. allt eins
verið röntgenmynd af kransæðum
svo dæmi sé tekið. Aðgengilegastar
fyrir augað virðast mér myndir af
umferðarmannvirkjum í Reykjavík.
Skipulagsfræðingar munu vafalaust
notast við þess háttar við vinnu sina.
En varla er við því að búast að hver
sem er hafi gaman af að grúska í
slíku.
Þetta er alls ekki sagt til að gera
lítið úr Landmælingum Islands, síður
en svo, það er hin gagnmerkasta
stofnun og alls góðs makleg. Loft-
myndun breytti sannarlega vinnu við
kortagerð þegar hún kom til sögunn-
ar. Sé bók þessari einkum ætlað að
minna á stofnunina er ekkert nema
gott um það að segja. En einhvem
veginn finnst mér sem mátt hefði
kynna starfsemi hennar á annan
hátt.
Langt frá siðmenningunni
Bökmegigitir
Jóhann Hjálmarsson
Isaac Bashevis Singer: JÖFUR
SLÉTTUNNAR. Hjörtur Pálsson
þýddi. Setberg 1988.
„Sagan hefst — hvenær“, spyr
Isaac Bashevis Singer í upphafi
skáldsögunnar Jöfur sléttunnar.
Hann gefur síðan vísbendingar.
Sögusviðið er Pólland á þeim tímum
sem það skiptist í mörg hémð og
heiðingjar sem blótuðu ýmis goð
höfðu búið um sig þar í fámennum
hópum. Akuryrkja var þekkt, en
ekki að ráði, karlar stunduðu dýra-
og fiskveiðar, konur grófu upp ræt-
ur og tíndu ber. Fréttir spurðust
um að langt í burtu á bökkum Vislu
væri fólk farið að yrkja jörðina,
plægja akra, sá, skera kom og
þreskja. Það fólk kallaði sig Pól-
veija vegna þess að pola merkti
akur á máli þess.
í þessu umhverfi gerist Jöfur
sléttunnar. Konungsmenn og skóg-
armenn heyja stríð og hvers kyns
ofbeldi er hluti daglega lífsins; hóp-
ar eiga í útistöðum við aðra hópa
og innan þeirra fer fram barátta
sem felur í sér landlægan og að þvf
er virðist sjálfsagðan mddaskap:
nauðganir, misþyrmingar, morð. Sá
þykir mestur sem hefur flestar kon-
ur á valdi sínu og mesta hetjan
sængar á víxl eða saman með
mæðgum og gimist dóttur sína.
Siðmenningin er langt undan.
Isaac Bashevis Singer
En smám saman hefur hún inn-
reið sína. Gyðingur einn kemur til
sögu, siðavandur maður og marg-
fróður. Hann freistar þess að hafa
áhrif á hópana villtu. Svo birtist
biskup ljós á hár og bláeygur og
fer að kenna kristileg fræði.
Villimennskulífið hefur sína töfra
í frásögn Singers. Eins og svo oft
áður er lögmál gyðinga hluti af
sögunni. Á köflum verður siðræn
umræða nokkuð fyrirferðarmikil og
jafnvel sligandi. En það em þó fyrst
og fremst hinar mannlegu kenndir,
framstæðar og oftast óviðráðanleg-
ar, sem Singer leitast við að draga
fram. Ástin, en þó einkum lostinn,
býr um sig á blöðum bókarinnar.
Eyðingarhvötin stýrir líka för.
Sá heimur sem blasir við er
óhugnanlegur. Sagt er frá ferð þar
sem komið er þangað sem grimmd-
in sjálf ræður ríkjum, fólk er selt
og höggvið: afbrotamenn, skælqur,
uppreisnarmenn. Þá er gott að vitna
í Talmúd eins og gyðingur sögunn-
ar gerir: „Trúlegt er að þú finnir
það sem þú leitar ef þú leggur eitt-
hvað á þig til þess. Otrúlegt er að
þú fínnir það án þess.“
Ferðin í sögunni liggur frá svart-
nætti til móts við eitthvað bjartara,
kannski nýja og betri tfma.
Persónulýsingar sögunnar em
ekki séretaklega skýrar. Minnis-
stæðar verða helst persónur sem
em algerlega á valdi dýrelegra
hvata. En þær em hver annarri
líkar. Einna eftirminnilegastur er
Cybula, leiðtogi skógarmanna og
konumar tvær, Kóra og Jagóða.
Jöfur sléttunnar er nýjasta skáld-
saga Isaac Bashevis Singer, kom
út á frummálinu í haust, en hann
er nú orðinn maður aldurhniginn.
Singer hefur mikla frásagnarlist á
valdi sínu og má segja það um Jöf-
ur sléttunnar að sagan sé í nokkurs
konar ævintýrastíl og ber þess ekki
merki að vera skrifuð af gömlum
manni.
Það er orðin föst venja og ekki
að ástæðulausu að lofa Hjört Páls-
son fyrir þýðingar. Ekki verður hjá
því komist að þessu sinni frekar en
endranær.
Einbýlishús í Grindavík
Til sölu einbýlishús með tvöföldum bílskúr.
Upplýsingar í síma 92-68294.
Glæsileg parhústil sölu
Vogar Vatnsleysuströnd
Glæsileg parhús til sölu ásamt bílskúr. Innangengt er
úr bílskúr í íbúð.
Upplýsingar í síma 92-68294.
uieoiieg joi!
Lokað í dag Þorláksmessu.
Opnum að nýju kl. 13.00 þann 27. desember.
EIGNAMIÐLUNIN
2 77 11
þlNGHOLTSSTRÆTI 3
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320