Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 21 Klúkuskóli, Bjarnarfirði: Tölva aflient á litlujólunum Börnin kringum nýju tölvuna: Hlynur, Harpa, Valgeir, Ragnheiður, Viktor, Steinar og Bjarki. Laugarhóli, Bjamarfírði. LITLU jólin í Klúkuskóla I Bjarnarfirði voru að venju haldin í skólanum helgina fyrir jól og til þeirra boðið íbúum BjarnarQarðar og Bassastaða. Þar fluttu bömin ljóð, sögur og söng, auk þess sem þau höfðu samið nýtt leikrit um Mjallhvít og dvergana sjö, sem þau frumfluttu undir stjórn Arnlínar Þ. Óladóttur. Há- punktur jólagleðinnar var að afhjúpuð var tölva sem skóUnn hafði keypt og sýnd foreldrum og gestum, en tölvukaupasjóð- ur var stofnaður á þessu ári tilefni þess að 80 ár eru Uðin frá því að skólastarf hófst í Kaldrananeshreppi. Þess var minnst sérstaklega við skólaslit í vor, að 80 ár eru liðin á þessu ári frá því að skólastarf hófst í Kaldrananeshreppi. Lítill ellefu nemenda skóli átti ekki von á fjárveitingu til tölvukaupa og því var stofnaður sérstakur tölvu- kaupasjóður af þessu tilefni. Lions- menn á Hólmavík gáfu fyrstu upp- hæðina í þennan sjóð. Síðan var stofnun hans tilkynnt við skólaupp- sögn og lögðu þá margir hönd á plóginn. Nokkur fyrirtæki réttu Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Hrönn Magnúsdóttir sem drottn- ingin við spegilinn. einnig hjálparhönd, þeirra á með- al: Búnaðarbanki íslands á Hólmavík, Hólmadrangur hf. á Hólmavík, Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshrepps á Kirkjubóli og Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Það sem á vantaði hafa svo einstaklingar gefið, heima- menn og aðrir. Var svo tölvan af- hjúpuð og skoðuð við upphaf litlu jóla. Þá fluttu börnin ýmislegt efni fyrir gesti og höfðu auk þess skreytt sal og önnur húsakynni skólans. Jólasveinar komu í heim- sókn og útbýttu ávöxtum og sæl- gæti og skemmtu allir sér hið besta. Mesta athygli vakti nýtt leikrit, sem bömin höfðu sjálf samið um hið alkunna ævintýri um Mjallhvít og dvergana sjö. Höfðu þeir nú fengið ýmis nútímalegri nöfn og hegðuðu sér samkvæmt því. Var leikritið flutt undir stjóm Amlínar T. Óladóttur, sem verið hefir for- fallakennari við skólann í vetur. Þá höfðu nemendur byggt sveitabæ, kirkju og vitanlega póst- hús til að koma jólapóstinum til skila, sem gat að líta í sal skól- ans. Einnig settu þau upp jólajötu með tilheyrandi viðhöfn. Sóknar- presturinn, séra Baldur R. Sigurðs- son á Hólmavík, hafði svo helgi- stund með viðstöddum. Loks var dansað kringum jóla- tréð og tveir jólasveinar komu í heimsókn. - SHÞ 1 'L ■■ ■ •• • LOÐFÓÐRAÐUR SNjÓSLEÐAGALLI með tvöfaldri ísetu og ytra byrði úr vatnsheldu nylonefni. Hlýr, þægi- legur, sterkur og end- ingargóður. STIL ULLARNÆRFÖTIN stinga ekki og þau má þvo í þvottavél. STIL er framleitt úr 85% ull og 15% nylon. Veldu STIL, þú færð varla ákjósan- legri nærfatnað á alla fjölskylduna á vetrum. Litur: Dökkblátt. Síðar buxur og bolir. • • KAPP KLÆÐNAÐURINN er prjónaður úr poly- ester/polyamid garni. Að innan er silkimjúk loðna. Einstaklega létt- ur og þjáll fatnaður, einn sér eða undir öðr- um fatnaði, s.s. vinnu- galla eða sjógalla. VATTERAÐU R VINNUGALLI Þægilegur, hlýr og sterkur. Litir: Dökkblátt og appelsínugult. ÞÆGILEGUR FLOTVINNUGALLI sem eykur öryggi sjó- mannsins. Gallinn er úr vatnsheldu nylonefni sem er auðvelt að þrífa. Einangrar mjög vel gegn kulda. Framleidd- ur samkvæmt ströng- ustu kröfum. • • ..........................'■.......... Gagnlegar gjafir á góðu verði hjá EUingsen 13.996 - Dæmi um verð: Dömubuxur kr. 1.244,- kr. 16.348,- 7.490,- Dæmi um verð: herrabuxur kr. 1.683,- ríri ri sendum um allt land Verslun athafnamannsins L^L^[^fr[JjLJJvy|V^lj^lJ Jj Grandagarði 2, Rvík, sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.