Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 33 Utanríkisráðherra: Ríkíssljórnin ætlar ekki að bregðast skyldum við NATO NOKKRAR umræður urðu um utanríkismál og samskiptin við varnar- liðið í kjölfar fyrirspurnar frá Geir H. Haarde (S/Rvk) til utanrikis- ráðherra um hvað átt væri við í stjórnarsáttmálanum þegar sagt væri að skipti við varnarliðið yrðu endurskipulögð. Utanríkisráð- herra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki hug á að breyta né bregðast þeim skyldum sem íslendingar hefðu tekið á sig með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu sem væri einn hornsteinn islenskrar utanrik- isste&iu en vildi tryggja islenska hagsmuni. Geir H. Haarde sagði í fyrir- spumartíma í sameinuðu þingi í gær að þegar Alþýðubandalagið væri í stjóm vöknuðu ávallt upp spumingar um samskipti okkar við Atlantshafsbandalagið. Um þau mál væri ekki orð í stjómarsátt- mála ríkisstjómarinnar og því eðli- legt að menn hefðu velt þeim fyrir sér þangað til utanríkisráðherra hefði tekið af skarið. Las Geir síðan upp úr stjómarsáttmálanum þar sem segir að skipti íslendinga við vamarliðið verði endurskipulögð. Hvaða skipti er verið að tala um? spurði Geir. Viðskipti? Almenn sam- skipti? Bað þingmaðurinn um skýr- ingar á því hvemig skilja bæri þessa grein. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði að ætlunin væri að fram færi úttekt á öllum skiptum við vamarliðið_ sem ein- hveiju máli skiptu fyrir íslendinga. Væri þetta starf þegar hafíð. í fyrsta lagi væri unnið að athug- un á tilhögun verktöku fyrir vamar- liðið. Þar væri fyrst og fremst um að ræða starfsemi Aðalverktaka en jafnframt yrði unnið að athugun á þætti annarra verktaka og gerðar . tillögur um breytingar ef niðurstöð- ur athugana gæfu tilefni til þess. Tryggt yrði að íslenskum reglum yrði fylgt í öllum framkvæmdum á vegum vamarliðsins. I öðm lagi að verslun og við- . skipti við vamarliðið yrðu skoðuð vandlega meðal annars í því skyni að vamarliðið keypti meira af íslenskum landbúnaðar- og iðnaðar- vörum en nú væri. í þriðja lagi þá væru viðræður hafnar og vinnuhópur að störfum með aðild sveitarfélaga og vamar- liðsins um frambúðarlausn á vatns- bólum fyrir svæðið vegna yfírvof- andi mengunarhættu. Forhönnun þeirra mannvirlqa væri langt kom- in. Þetta mál hefði m.a. verið til umræðu á fundum utanríkisráð- herra íslands og Bandaríkjanna. í flórða lagi væm viðræður hafn- ar við vamarliðið um afhendingu vamarsvæða neðan þjóðvegarins að nýju flugstöðinni til sveitarfélaga á svæðinu. í fimmta lagi væm samningar um aukna hlutdeild vamarliðsins í rekstri heilbrigðiseftirlits og meng- unarvömum langt komnir. í sjötta lagi þá yrði áhersla lögð á að draga úr umhverfisspjöllum af völdum vamarliðsins og flugvall- arins og yrðu holræsa- og sorpeyð- ingarmál sérstaklega athuguð í því sambandi. í sjöunda lagi yrði haldið áfram athugunum á því með hvaða hætti og að hvaða marki væri rétt og skynsamlegt að íslendingar tækju sjálfír yfír ýmis eftirlitsstörf svo sem þegar hefði verið ákveðið með rekstur ratsjárstöðva. í áttunda lagi væri hafin úttekt á vegum fjármála- og utanríkis- ráðuneytis á starfsemi lögreglu- stjóraembættisins á Keflavíkurflug- velli. í níunda lagi yrði haldið áfram umræðum sem reyndar væru stöð- ugt í gangi um ýmsa þætti flug- öryggismála á Keflavíkurflugvelli og miðuðu að því að tryggja að flug- völlurinn uppfyllti ýtmstu kröfur um öryggisbúnað. Utanríkisráðherra sagðist vona að þessi dæmi gæfu ákveðna hug- mynd um það sem fælist í ákvæðum stjómarsáttmálans um skipti ís- léndinga við vamarliðið. Ríkis- stjómin hefði ekki í huga að breyta né bregðast þeim skyldum sem ís- lendingar hefðu tekið á sig með aðildinni að Atlantshafsbandalag- inu sem væri einn homsteinn íslenskrar utanríkisstefnu en vildi tryggja íslenska hagsmuni sem best í samskiptum við vamarliðið. Geir H. Haarde sagði að þarna væri það komið sem vantaði í stjóm- arsáttmálann sjálfan. Vonandi væri þetta einnig sá skilningur sem ráð- herrar Alþýðubandalagsins legðu í hann. Um væri að ræða ýmsa þætti sem snertu dagleg samskipti við vamarliðið en ekki aðildina að Atl- antshafsbandalaginu. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði að „fulltrúar kaldastríðsviðhorfanna" héldu áfram uppteknum hætti. Væntan- lega hefði það farið fram hjá þeim að stórt skref hefði nýlega verið stigið í afvopnunarmálum þegar forseti Sovétríkjanna kynnti ein- hliða afvopnun. Þessi einhliða af- vopnun myndi halda áfram og því þyrftu íslendingar að endurskoða samskipti sín við vamarliðið svo þessi þjóð myndi ekki daga ein uppi í kaldastríðinu. Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) sagði svar utanríkisráðherra eitt- hvað hafa farið í taugamar á fjár- málaráðherra. Hann hefði heldur ekki svarað þeirri fyrirspum sem til hans var beint frekar en venju- lega. Matthías sagði að það væri sú stefiia sem vestrænar þjóðir hefðu fylgt sem hefðu leitt til þess að Sovétríkin breyttu sinni stefnu. Hann hefði heldur ekki heyrt betur en utanríkisráðherra vildi halda áfram þeirri stefnu, það væri hann sannfærður um. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að ef Matthías Á. Mathiesen myndi kynna sér ummæli forystumanna Bandaríkjanna þá myndi hann kom- ast að því að afvopnunartillögur Gorbatsjovs hefðu komið þeim á óvart. Þetta hefði verið stórt skref sem komið hefði öllum á óvart. Geir H. Haarde sagði fjármála- ráðherra beita sömu aðferðum og í öðrum málum þ.e. að þyrla upp moldviðri um eitthvað sem kæmi málinu ekki við. Hlyti hann að túlka viðbrögð Ólafs Ragnars sem óbein mótmæli við orð utanríkisráðherra. Ekki hefði verið hægt að skilja þau öðruvísi. Við slíku heimilisböli væri ekkert að segja. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði að þótt stefti- an í utanríkismálum væri hér ekki á dagskrá þá gæfí þetta honum til- efni til að taka af allan vafa um að utanríkisráðherrafundur NATO í Brussel hefði einhliða lýst yfír fognuði með ákvörðun Gorbatsjovs. Á fundinun hefði einnig legið fyrir tillögugerð sem unnið hefði verið að síðasta hálfa árið og ætti að vera grundvöllur bandalagsins fyrir afvopnunarráðstefnuna í Vínar- borg. Þar væri gengið enn lengra og m.a kveðið á um að ekkert eitt ríki mætti vera með meiri vopn en eðlilegt gæti talist vegna vamar- sjónarmiða. Sama gilti um herafla í öðrum ríkjum. Utanríkisráðherra sagði að með þessum tillögum hefði NATO stigið stórt skref fram á vid^. í afvopnunarmálum og sagðist binda vonir við að árið 1989 yrði ár sem skipti sköpum í friðarmálum. Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) sagði þetta vera athyglisverða um- ræðu. Fjármálaráðherra hefði kall- að utanríkisráðherra kaldastríðs- mann undir rós. Eyjólfur Konráð sagðist hafa verið sammála hveiju einasta orði utanríkisráðherra. Þingmaðurinn sagði að það hefði verið hemaðarmáttur vestrænna ríkja sem hefðu stöðvað útþenslu Rússa. Þó hann væri innilega ósam- mála mörgu í efnahagsstefnu stjómarinnar sagðist hann gleðjast yfir staðfestu utanríkisráðherra f '**' utanríkismálum. Atvinnutryggingarsj óður: Hver er ábyrgð slj ór nar manna? MATTHÍAS Á. Mathiesen hef- ábyrgð sem hvílir á bankaráðs- ur lagt fram fyrirspurn til for- sætisráðherra um ábyrgð stjóm- armanna í Atvinnutryggingar- sjóði. í fyrsta lagi spyr Matthías hvernig háttað er ábyrgð stjóm- armanna Atvinnutryggingar- sjóðs vegna setu þeirra í stjóm sjóðsins. í öðra lagi spyr Matth- ías hvort forsætisráðherra telji að ábyrgðin sé sambærileg þeirri mönnum. Karl Steinar Guðnason spyr flár- málaráðherra um upplýsingaöflun Kjararannsóknanefndar. Þingmað- urinn spyr hvers vegna Kjararann- sóknanefíid fái ekki aðgang að upp- lýsingum um launagreiðslur ríkis- sjóðs er varða félagsmenn Alþýðu- sambands íslands. Morgunblaðið/Einar Falur Bubbi og Megas takast í hendur er þeir fengu afhentar platínuplötur í gær fyrir góða sölu á „Bláum draumum". Til hægri stendur útgef- andi þeirra, Ásmundur Jónsson í Gramminu. Bubbi og Megas: Þorláksmessutón- leikar á Borginni Viðskiptaráðherra boðar „valfrelsi í verðtryggingu“: Geri ráð fyrir þremur láns- - kjaravísitölum um áramót Kemur ekki til greina nema í mjög stuttan tíma, segir forsætisráðherra JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segist gera ráð fyrir að þijár lánskjaravísitölur verði auglýstar um áramótin; núgildandi visitala, gengisviðmiðun og hin nýja lánskjaravísitala sem ríkisstjórnin hefúr boðað um áramótin. Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra, segir að ekki komi til greina nema i mjög skamman tima að hafá fieiri en eina lánskjaravísitölu i gangi; verið geti að einhvem aðlögun- artima þurfi þegar nýja visitalan á að taka gildi. Aðspurður um hvort deilur séu innan ríkissijómarinnar um lánskjaravisitöluna sagði Steingrímur: „Ég vona ekki.“ Lánskjaravisitalan verður á dagskrá BUBBI Morthens og Megas halda árlega Þorláksmessutónleika sína í kvöld, föstudagskvöld, á Hótel Borg. Húsið opnar kl. 21 en tónleikamir heQast kl. 22. Bubbi og Megas hafa gert víðreist um landið að undanfömu og haldið tónleika víða til að fylgja eftir útgáfu plötu sinnar „Bláir draumar". Platan hefur selst í yfír 7.500 eintökum, telst því til „platínuplatna," og fengu þeir við- urkenningu sína afhenta á blaða- mannafundi á Rás 2 í gær. Bubbi fékk einnig afhenta platínuplötu fyrir „Dögun“, sem seldist í yfir 18.000 eintökum og gullplötur fyrir „56“ og „Serbian Flower". „Bláir draumar" kom út 1. des- ember í tilefni 70 ára fullveldis ís- lands. Tónleikamir í kvöld verða lokatónleikar Bubba og Megasar í bili. á ríkisstjómarfúndi í dag. Fulltrúar stjómvalda miða við óbreytta lánskjaravísitölu í nýgerð- um samningi sínum við lífeyrissjóð- ina um vaxtakjör af skuldabréfum Húsnæðisstbfnunar. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði að það stafaði af þeirri einföldu ástæðu að engin önnur lánskjara- vísitala væri í gildi nú og því væri ekki tæknilega hægt að semja um aðra viðmiðun. ólafur Ragnar neit- aði því að deilur væm innan ríkis- stjómarinnar um lánskjaravísi- töluna. Það væri enn verið að vinna að því máli undir forystu Jóns Sig- urðssonar og ekki hægt að segja mikið um það á þessu stigi. Ákvörð- un ætti að liggja fyrir fyrir áramót. Rætt var um drög að frumvarpi um nýja launavísitölu á ríkisstjóm- arfundi á mánudag og gert er ráð fyrir að frumvarp þess efnis verði lagt fram á Alþingi fljótlega, að sögn Jóns Sigurðssonar. Launa- vísitala á að vega helming i hinni nýju lánskjaravísitölu sem ríkis- stjómin heftir boðað. Fyrst um sinn verður miðað við gömlu launavísi- töluna, að sögn Jóns, vegna þess að hin nýja vísitala útheimtir mikla tæknivinnu, sem verið er að ljúka. Launavísitalan nú er byggð á taxtakaupi, en nýja vísitalan á að taka yfirborganir, ákvæðisvinnu- kaup og fleiri slík atriði með í reikn- inginn. „Hin nýja launavísitala verður reist á miklu nákvæmari rannsóknum á heildarlaunum fyrir ákveðið vinnuframlag fyrir allt launafólk á landinu," sagði Jón. „Það er ekki ný hugmynd að hafa fleiri en eina lánskjaravísitölu. Samkvæmt Ólafslögum er heimilt að miða verðtrygginguna við opin- berlega skráðar og birtar verðvísi- tölur. Þetta er þá á vissan hátt við- urkenning á valfrelsi á verðtrygg- ingarkjömm. Ég minni á að einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, Geir H. Haarde, flutti þings'- alyktunartillögu um þetta efni í fyrra, ásamt Jóni Braga Bjamasyni úr Alþýðuflokki; að mig minnir með kjörorðunum „valfrelsi til verð- tryggingar“,“ sagði Jón Sigurðsson. Þröstur gerði jafiitefli ÞRÖSTUR Þórhallsson gerði jafútefli við Júgóslavann Kontic í fjórðu umferð Evrópumeistara- móts 20 ára og yngri i Arahem í Hollandi í gær. Tefld var hol- lensk vörn og samið jaftitefli eft- ir 41 leik og talsverðar svipting- ar. Þröstur hefur nú 3,5 vinninga og var einn efstur þegar ólokið var innbyrðis skák tveggja helstu keppinauta hans, Sovétmannsins Dreev og Norðmannsins Rune Djur- huus. Dreev var talinn með væn- legri stöðu. Hvor þeirra hafði fullt hús vinninga eftir 3 umferðir. Fimmta umferð verður tefld í dag og taldi Gunnar Bjömsson, aðstoð- armaður Þrastar, mestar líkur á að Þröstur mundi tefla við Dreev.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.