Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 44
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Hjalti Jónsson járn- smiður - Minning Frændi minn, Hjalti Jónsson jámsmiður, er íátinn. Hann var fæddur hér í borg 23. mars 1923 og var því rúmlega 65 ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Sigurborg Jónsdóttir og Jón Sig- urðsson jámsmiður. Hjalti átti við langvarandi veikindi að stríða, sem síðar drógu hann til hinstu hvfldar 27. nóvember síðastliðinn. Hjalti nam jámsmíði hjá föður sínum, Jóni Sigurðssyni, einum minnisstæðasta jámsmið þess tíma. - Einkum var hann með afbrigðum góður eldsmiður og mun Hjalti hafa erft þá hæfíleika foður síns. Það að vera góður eldsmiður er að vera skapandi listamaður. Það verður að kunna að meta hversu mikið jám fer í þann hlut sem búa á til, svo er að hamra jámið meðan það er heitt, ákveða stærðina, lögunina og formið. Þessa hæfíleika átti Hjalti í ríkum mæli — hann var listasmið- ur í þessarí grein jámiðnarinnar. Að loknu námi hóf hann störf hjá Vélsmiðjunni Héðni. Þar vann hann um árabil aðallega úti á landi, var til dæmis við byggingu sfldar- verksmiðjunnar á Skagaströnd, við virkjun Irafoss, Grímsár og við byggingu Steingrímsfjarðarverk- smiðju. Á þessum árum kynnist hann fegurð landsins, varð mikill náttúruunnandi og naut þess að ferðast og kynnast töfrum islenskr- ar náttúra. Það var löng og innileg vinátta sem varð á milli þeirra frændanna Hjalta og Guðmundar bróður míns, enda báðir miklir útiveraunnendur og einkum var veiðiáhugi mikill hjá báðum. Þeir áttu saman margar góðar stundir við veiðar og ferða- lög, en ein eftirminnilegasta ferð þeirra vinanna var er þeir einn góð- an dag tóku rútuna til Búðardals og fóra gangandi þaðan inn HvammsQörð um Fellsströnd, Skarðsströnd og til Saurbæjar. Ætlunin með þessari ferð var að kanna aðstöðu til veiða í einhverri á eða vatni. Þeir sögðu að víða hefði verið barið dyra og alls staðar hefðu þeir fengið hinar bestu við- tökur. I þessu ferðalagi sömdu þeir við bændur á Skarðsströnd að gera tilraun með laxeldi í Krossá. Það varð stór hópur frænda, vina og kunningja sem urðu síðar þátttak- endur í þessu ævintýri sem þeir Hjalti og Guðmundur vora upphafs- menn að. í mörg ár var unnið að uppeldi Iaxaseiða og síðar farið til veiða í þessari fallegu á. Veiðihús reis upp í fögram hvammi við ána og áttu þeir vinimir og aðrir f veiði- félaginu, sem stofnað var í kringum „Aldrei er svo bjart yfír öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart í sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ Þessar ljóðlfnur komu mér í hug, þá er ég frétti af andláti míns ágæta vinar, Sigmars Stefáns Pétursson- ar, enda var hann öðlingur hinn mesti, sem vildi hvers manns vanda leysa og lét þá ekki standa við orð- in tóm. Sigmar var umsvifamikill veitingamaður og rak skemmtistað- þetta, þar margar góðar stundir. Halti og Jón Rafn, bróðursonur hans, vora miklir vinir og áttu sam- eiginlegt áhugamál þar sem útivist inn Sigtún í áraraðir. Eflaust hefur gengið á ýmsu í þeim rekstri í ár- anna rás, eins og gengur, en lengst af átti Sigmar mikilli velgengni að fagna og kom þá ósjaldan í ljós hvem mann hann hafði að geyma. Oftsinnis var hann stórtækur í stuðningi sínum til líknarmála og til íþróttahreyfíngarinnar. Er mér kunnugt um að hann hlaut sérstaka viðurkenningu íþróttabandalags Akraness fyrir þátt hans í þeim og náttúraskoðun var. Þeir fengu sér land við Þingvallavatn og undu þar mörgum stundum í fögru um- hverfi. Þeir byggðu þar saman sum- arhús og Jón Rafn segir að Hjalti hafí verið með afbrigðum sterkur og þolinn enda þétt vaxinn. Hjalti var maður fríður sýnum eins og hann á kyn til. Síðustu árin sem heilsan var sæmileg hóf hann störf hjá Vél- smiðju Jóns Sigurðssonar. Faðir hans var hættur störfum og Ög- mundur bróðir hans tekinn við stjóm hennar. Vegna vanheilsu hætti hann störfum árið 1978 og fékk aðstöðu með hjálp góðra manna til búsetu og aðhlynningar hjá Öryrkjabandalaginu. Þar mun Honum hafa líkað vel að vera og liðið þar vel eftir því sem heilsan leyrfði. Hjalti var góður drengur og mun ég ávallt minnast hans sem góðs og vammlauss manns. Við hjónin sendum systkinum hans og öðram aðstandendum samúðarkveðjur. Sæmundur Sigurðsson efnum. Einnig kom hann fram af mikiili rausn við starfsfólk sitt. Sigmar var mikill vinur vina sinna og mikið tryggðatröll. Þó lét hann lítið yfír því sjálfur og taldi alla þá vináttu vera í sína eigin þágu. Hann og þau hjón vora höfð- ingjar heim að sækja og var oft glatt á hjalla á heimili þeirra. Þar tvinnaðist sáman góðvild og gest- risni. Sigmar átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár og ef til vill varð því hvfldin líkn lúnum manni. Trú mín er sú, að það ljós kærleik- ans, sem lýsir sálum okkar á heilög- um jólum, tendrist einnig í þeim, sem famir era. Vinur Sigmar Pétursson veitingamaður var dyggur stuðningsmaður knatt- spymumanna á Akranesi. Hann eins og fleiri utanbæjarmenn byij- aði að styðja gullaldarlið Skaga- manna á sjötta áratugnum. Hann sótti leiki liðsins og hélt þeim stuðn- ingi áfram þegar nýjar kynslóðir tóku við af hinum fraeknu köppum gullaldarliðsins. Á kveðjustundu vilja knatt- spymumenn á Akranesi þakka Sigmari stuðninginn. Þeir vilja líka þakka allan þann hlýhug sem Sig- mar sýndi þeim í verki. Á hveiju ári hafði hann samband upp á Akra- nes og bauð fram aðstoð sína og húsakost. Þau era ófá skiptin sem hann hélt liðinu glæsilegar veislur eftir kappleiki í Reykjavík. Aldrei bar skugga á þetta sam- starf og sérstaklega er minnisstæð keppnisferð Akumesinga til Lissa- bon árið 1986. Sigmari var boðið með í þessa keppnisferð. Hann var skemmtilegur ferðafélagi og hrókur alls fagnaðar. Þessi ferð hnýtti enn betur þau bönd sem tengdu Sigmar og knattspymumenn á Akranesi. Knattspymumenn á Akranesi votta aðstandendum innilega sam- úð. F.h. Knattspyrnufélags ÍA. Gunnar Sigurðsson t INGIBJÖRG VESTMANN, Hringbraut 24, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum að morgni fimmtudags 22. desember. Stefán Bjarnason Elsa Stefánsdóttir, Birgir Sigurðsson. SigmarS. Péturs■ son - Minning t Móðir okkar, ÞÓRUNN ÚLFARSDÓTTIR frá Fljótsdal, lóst á Droplaugarstöðum 21. desember. Njáll Haraldsson, Úlfar Haraldsson, Björn Haraldur Sveinsson. t íslandsvinurinn, EBBE WALTHER, Vester Nebel, Kolding, Danmörku, lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. desember sl. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Skógræktarfólag Reykjavíkur. Vinir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 15. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð og B-deild FSA. Magnús Jónsson, Sigríður Loftsdóttlr, Valgerður Magnúsdóttir, Jón Magnússon, Haukur Magnússon, Hildur Magnúsdóttir, og barnabarnabörn. t Móöir okkar, systir, tengdamóöir og amma, GUÐJÓNA JAKOBSDÓTTIR, Meðalholti 7, sem andaðist 18. desember í Borgarspítalanum, verður jarðsungin frá Bústaöakirkju í dag, föstudaginn 23. desember, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Börnin. t GfSLI GUÐMUNDSSON, frá Bjarnastaðahlfð, Hraunbraut 4S, Kópavogi, sem andaðist á Vífilsstöðum 16. des. sl. veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Gfslason, Sveinn Gfslason. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur aftnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Aktu'eyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. t Útför föður okkar, JÓNS PÁLSSONAR fyrrv. héraðsdýralæknis, fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13.30. Bílferð veröur frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12.00. Garðar Jónsson, Ólafur Jónsson, Páll Jónsson, Helgi Jónsson, Steinunn Siguröardóttlr. t Móðir okkar, tengda- og fósturmóðir, amma og langamma, SESSEUA KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Grænumörk 3, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30. Jónas Magnússon, Aðalbjörg K. Haraldsdóttir, Halldór Magnússon, Erla G. Krlstjánsdóttir, Ragnar Reynir Magnússon, Guðleif Sveinsdóttlr, Ragnheiður Jónasdóttir, Pálmar Vfgmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.