Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Sama aðferð og Tékkar not- uðu til að þjóðnýta eignir - segir Ágúst Valfells um fyrirhugaða hækkun eigna- skatts einstaklinga úr 1,2% í 2,95% „TÉKKAR notuðu akkúrat þessa aðferð til að þjóðnýta eignir, skattlögðu þær þannig að hagvöxtur varð enginn og fyrirtækin komust í skuldir, þá keypti rikið af þeim eignirnar fyrir lítið. Annað hvort lýsir þessi skattahækkun algjörri vanþekkingu flár- málaráðherrans eða að hann er vísvitandi að ráðast á hið frjálsa hagkerfi," segir Ágúst Valfells um áformaða hækkun eigna- skatts á einstaklinga. Skatturinn á að hækka úr 1,2% í 2,95% á þær skuidlausar eignir einstaklinga sém nema sjö milljónum króna eða meira og 14 miUjónum króna hjá hjónum. Ágúst gagnrýnir harðlega vinnubrögð við samsetningu lagafrumvarpa um tekjuöflun ríkissjóðs, þau hafi verið samin í kyrrþey inni í ráðuneytunum og ekki kynnt né leitað umsagna um þau. „Það var ekki fyrr en á fundi Verslunarráðs ísíands á þriðjudag, að það upplýstist fyrir mönnum að eignaskatturinn á einstaklinga verður 2,95%,“ segir hann. Alvarlegustu afleiðingar þess- arar skattahækkunar verða þær, að mati Ágústar, að hún þýðir endalok hagvaxtarins. „Hag- vöxtur hefur verið um það bil þijú prósent á ári. Hagvöxtur myndast af þeim hagnaði sem verður áf flárfestingu og ef eignaskatturinn er orðinn jafnhár verður lítið eftir til frekari hag- vaxtar. Þetta eru afar gerræðis- leg vinnubrögð. Tölumar eru þannig að stefnir í upptöku alls hagnaðar, ef ekki hreinnar eigna- upgtöku." Ágúst var spurður hvemig það mætti vera að hagvöxturinn sé svo háður eignaskattinum. Hann segir það vera vegna þess að skatturinn leggst á eignir um- fram ákveðna upphæð, þar með taiið á hlutabréf í fyrirtækjum og á íbúðarhúsnæði. „Ef einhver maður á íbúð og skuldlaus eign hans er yfir mörkunum, þá er tekinn þessi skattur af því. Sé hann aflögufær og setur peninga í atvinnutæki, þá myndast hag- vöxtur, það er eignaaukning. Þessi hagvöxtur hefur verið um það bil þijú prósent á ári í heild. Ef ríkið tekur hann allan í förmi eignaskatts, þá verður vitanlega enginn hagvöxtur. Þessi skatt- iagning verður til þess að drepa alla fjárfestingu í landinu," sagði Ágúst Valfells. VEÐUR VEÐURHORFUR íDAG, 23. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Gert er róð fyrir stormi á austurdjúpi. Yfir Græn- landi er 1015 mb hæð en austir við Noreg er 940 mb lægð, sem hreyfist aust-norðaustur. Áfram verður frost um allt land. SPÁ: Norðan- og norð-austan gola eða kaldi, dálrtil él á Norð- austurlandi, en bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Frost 4—12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á AÐFANGADAG: Norð-austan og austanátt og frost um allt land. Él á Norður- og Austurlandi en annars þurrt. Senni- lega vaxandi austanátt á Suöurlandi, þegar liður á daginn, snjó- koma undir kvöldið. HORFUR Á JÓLADAG: Hvöss austanátt og snjókoma eða slydda víða um land. Einna helst þurrt á Vesturiandi. Hiti 0—3 stig sunnan- lands en áfram frost fyrir norðan, þó minnkandi. N: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar é Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður á- % \ VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hHi veður Akureyri +8 alskýjeð Reykjavik +7 láttskýjað Bergen S haglól Helsinki +7 snjókoma Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq +13 heiðskýrt Nuuk +9 háifskýjað Oaló 6 ióttskýjað Stokkhólmur 4 alskýjað Þórahöfn 4 hátfskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 10 alskýjsð Bareelona 14 háifskýjað Berifn 8 alskýjað Chicago +1 þokumóða Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 6 alskýjað Glaagow 6 skúr Hamborg 9 rigning Lae Palmas 20 akýjað London 12 skýjað Los Angeles 9 láttskýjnö Lúxemborg 6 alakýjað Madríd 7 heiðskírt Malaga 18 skýjað Mailorca 15 iéttskýjað Montreal +14 heiðskfrt New York 2 heiðskfrt Oriando 14 þokumóða Parls 8 skýjað Róm 10 heiðskfrt San Diego 8 heiðskfrt Vín 7 alskýjað Washington 1 heiðskírt Winnipeg +1 alskýjað Morgunblaðið/Bjami Mikilvægt er að skatan sé vel kæst. Ekki er annað að sjá en að manninum sem í vikunni var að kaupa sér skötu í fiskbúðinni Hafr- únu í Skipholti geðjaðist lyktin. Þorláksmessuskatan kostar 360-390 krónur FISKBÚÐIRNAR hafa selt mikið af skötu undanfama daga enda er siður á mörgum heimilum á borða kæsta skötu Þorláksmessu. Algengasta verðið er 360—390 krónur kilóið af saltaðri, útvatn- aðri og kæstri skötu. Hagkaup í Skeifunni er bæði með hæsta og lægsta verð á skötu samkvæmt verðkönnun hjá nokkr- um verslunum sem eru með skötu á boðstólum, ódýrasta skatan kost- ar 344 krónur en sú dýrasta 471 kr. Dýra skatan er þurrkæst frá Vestfjörðum. Kílóið af kæstri skötu á að duga fyrir fjóra til fimm. í einni verslun- inni var þó von á manni ættuðum að vestan til að ná í þijú kíló fyrir sjö manna skötuveislu og er því útlit fyrir að þar borði menn rúm- lega tvöfaldan skammt. Veitingahús bjóða einnig upp á skötu á Þorláksmessu og er upp- pantað á helstu stöðum í hádeginu í dag. Verðið er mismunandi. Á veitingastað í miðborginni geta menn til dæmis borðað skötu eins og þeir geta í sig látið fyrir 750 krónur og á öðrum stað var búist við að verðið yrði 1.300 til 1.400 krónur. Á báðum stöðunum er boðið upp á saltfisk með fyrir þá sem ekki eru hrifnir af skötunni. Færrí happdrætt- ismiðar en í fyrra Dómsmálaráðuneytið hefúr veitt leyfi til 105 félagasamtaka fyr- ir útgáfú um 1360 þúsund happdrættismiða á árinu. Þá eru undan- skilin stóru happdrættin þijú, HHÍ, DAS og SÍBS sem og skaf- miðahappdrætti. Á fyrra ári voru veitt 151 happdrættisleyfi. Söluverð allra útgefínna miða í námu um 40 milljónum króna. fyrrgreindum happdrættum nemur rúmlega 1009 milljónir króna en vinningum var heitið fyrir tæpar 185 milijónir króna. í fyrra var heitið vinningum fyrir um 216 milijónir króna en þá var söluand- virði miðanna um 1150 milljónir króna. í ár gaf Handknattleikssamband íslands út fiesta miða, 430 þúsund talsins, fyrir 203,5 milljónir króna. Vinningar í happdrættum HSÍ Minnstu happdrættin héldu Or- lofsnefnd kvenna í V-Skaftafells- sýslu og UMF Reynir á Akureyri. Hjá hvorum um sig voru útgefnir miðar 300 talsins. Ódýrustu mið- ana og jafnframt hæsta vinnings- hlutfallið bauð Lionsklúbbur Borg- amess sem seldi 2500 miða á 100 krónur stykkið og varði 235 þús- und krónum, eða 94%, af innkom- unni til vinninga. Emst Gíslason látinn ERNST Gíslason yfirflugum- ferðarstjóri lést á Borgarspítal- anum þann 21. þessa mánaðar. Emst var fæddur í Stavanger í Noregi 17. október 1921, sonur hjónanna Fríðu Tomasdóttur frá Brattholti í Biskupstungum og Gísla Johannsen frá Olafsfirði. Hann hóf störf hjá Flugmálastjóm 1948 og starfaði þar allt til dauða- dags. Eftiriifandi eiginkona Emsts Gíslasonar er Ingunn H. Þorsteins- dóttir. Þau eignuðust fimm böm, sem öll eru uppkomin. Ernst Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.