Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 r,rT'T * rry o ''7 ÁsIaugS. Þorsteins- dóttir - Kveðjuorð Fædd 15. aprU 1929 Dáin 17. desember 1988 Hún Áslaug Sesselja Þorsteins- dóttir í Böðvarsholti er dáin. Þessi fregn kom snögg og óvægin, eins dimm og svartasta skammdegið og gerði desemberdaginn jafn myrkan og hann hafði virst bjartur fyrir stundu. Gleði að morgni. Sorg að kveldi. Við fjölskylda mín vorum glöð vegna j)ess að „sveitadrengurinn" þeirra Aslaugar og Gunnars móður- bróður míns sem hafði dvalið hjá þeim sjö sumur var að ljúka stúd- entsprófinu. Nú átti að hringja vestur og at- huga hvort nokkur í Böðvarsholti ætti heimangengt til að koma og gleðjast með okkur. Þess í stað kom símtal sem flutti með sér sorgina sem enginn gleymir og nýkveikt jólaljósin urðu dauf og döpur eins og hugir okkar. Hún Áslaug var dáin. Ég var bara ellefu ára þegar ég kynntist Áslaugu fyrst. Hún amma sagði mér að Gunnar ætti kærustu suður í Reylqavík og hún ætlaði að koma í sumarfríinu sínu og vera svolítinn tíma. Þetta fannst mér meira en lítið tilhlökkunarefni. Dagurinn sem von var á þeim ætlaði aldrei að líða. Það var komið að mjaltatíma og afi búinn að senda mig eftir kúnum, þegar ég sá Will- ys-jeppann hans Gunnars koma sunnan veg og beygja heim. Auðvit- að þurfti ég að vera að sækja belj- umar, hugsaði ég stúrin. Það var þokkaleg tilhugsun að koma og heilsa fínni Reykjavíkurdömu öll í rauðamýri um hnén og kannski bara angandi af fjósalykt. Hvað vissi ég nema fjósalyktin bærist með mér þó kýmar hefðu verið úti. Ég reyndi að vera upplitsdjörf þegar ég heilsaði. Fyrst Gunnari með kossi — svo gestinum með handabandi. Skyldi hún tala eitt- hvað við mig? Ég þurfti engu að kvíða. Kærastan hans Gunnars kyssti mig á vangann og tók að spjalla við mig eins og við hefðum þekkst lengi. Seinna dró hún upp forláta útlenskan konfektkassa og bauð mér og öðmm svo lengi sem innihaldið entist. Þetta var upphafið að vináttu okkar Áslaugar Þor- steinsdóttur. Seinna kom hún svo alkomin með hann Þorstein sinn tveggja ára og þau Gunnar fóm að búa á loftinu hjá ömmu og afa. Kannski sótti ég meira upp á loftið en góðu hófu gegndi, en Áslaug þreyttist aldrei á að segja mér margt skrýtið og spennandi svo ég gleymdi bæði stað og stund. Það dró heldur ekki úr loftferðum mínum þegar ég fékk að máta öll fínu fötin sem hún geymdi í stómm trékassa. Þama vom ballkjólar í öllum regnbogans litum, sem hún hafði annaðhvort keypt eða henni verið gefnir. Siffon-, taft- og silki- flíkur leyndust í það óendanlega í þessum kassa. Hún Áslaug hafði ekki notað nærri alla þessa kjóla og úr því þeir vom nú þama þá var engin leið að henda þeim. Svo vom þeir bara geymdir áfram og við skoðuðum þá öðm hvom okkur til skemmtunar. Aldrei amaðist Áslaug við mér þó ég gerði mér tíðar ferðir upp stigann. Þó fannst henni eitt óþol- andi í fari mínu. Það var þegar ég var að stelast til að hlusta í sveita- símann. — Ég er hissa á að eyrun skuli ekki detta af þér — sagði hún. Að hafa gaman af þessu. Þvílíkt. Lengi vel gat ég ekki svarað þessu á neinn hátt. Ég vissi líka að þetta var ekki viðeigandi og ömmu var ekkert vel við svona for- vitni. En ég huggaði mig við það að þetta sama gerðist á hveijum bæ. Ekki kvaðst Áslaug trúa því. Svo rann upp fyrir mér ljós einn daginn og nú þóttist ég geta talað við vinkonu mína á loftinu á jafn- réttisgmndvelli. Næst þegar hún fór að athuga hvort eyrun væm ekki dottin af mér gerði ég það sama við hana. — Ekki er ég að hlusta, sagði Áslaug mín hissa á framferði mínu. — Ójú — svaraði ég hróðug. Þú hlustar á samtölin á bátabylgjunni í útvarp- inu. Svo skellihlógum við hvor að Svo liðu árin. Ég fór að heiman í skóla í annan landsfjórðung. Áslaug og Gunnar tóku við búsforráðum í Böðvars- holti eftir að afi var orðinn einn. Bamahópurinn stækkaði. Oft fékk ég bréf frá Áslaugu og hún frá mér. Alltaf endaði hún bréfin með sömu orðunum: Þín vina Áslaug. Og árin liðu áfram. Þau hjónin misstu Atla litla nokk- urra mánaða gamlan en alls urðu bömin sjö. Þau em: Þorsteinn Reynir, Bjamveig. Eyjólfur, Bjami, Þórður og Rúnar. Árið 1970 veiktist Áslaug alvar- lega og var gerð á henni höfuðað- gerð erlendis. í fáein ár virtist vel hafa til tekist og þau ár vil ég sér- staklega þakka henni og Gunnari, sem tóku Ara son minn til sín í sveit frá sjö ára aldri til fermingar. Aldrei mátti minnast á borgun fyr- ir þennan tíma og eitt árið var hann orðinn hesteigandi í kaupbæti. Ari biður fyrir hjartans þökk fyrir sam- verustundimar og umhyggju hon- um sýnda æ síðan. Of fá urðu þessi ár betri heilsu því í ljós kom lömun sem ágerðist hratt. Áslaug var því mikill líkam- legur sjúklingur en naut hjálpar og umhyggju síns góða eiginmanns og annarra ástvina sinna. Guð leggur líkn með þraut og við sem þekktum Áslaugu undr- umst hin síðari ár hennar andlega styrk og sátt við örlög sín. Það er trúa min að þó hin snöggu um- skipti séu sár fyrir okkur sem eftir lifum þá leiði hún nú lítinn dreng á grænum grundum og gangi óstudd á vit hins eilífa vors. Gunn- ari frænda mínum og ástvinum hennar öllum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Veri vina mín Áslaug guði falin. Álfheiður Bjarnadóttir Sæmundur G. Olafs- son — Minning Kveðjuorð: Ulfar Jacobsen Fæddur 15. maí 1908 Dáinn 15. desember 1988 „Vertu sæll, við söknum þín." Þessi hending kom mér í hug, þegar mér var tilkynnt andlát vin- ar míns. Það koma hraðfleygar minningar fram á samverustund- unum með góðum vini, þegar hann nú er kallaður burtu frá jarðvist sinni. Þannig er því farið með mig, eftir áratuga kynni og samleið með þessum vini mínum. Sæmundur Guðjón Ólafsson fæddist 15. maí 1908, í Súðavík. Foreldrar hans voru Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Sæ- mundsson. Hann ólst upp hjá móð- urömmu sinni og afa til 10 ára aldurs, við ísafjarðardjúp. Flyst hann norður til Skagastrandar með þeim og er þar, þangað til að hann fer í framhaldsskóla. Fyrst lá leið hans í Gagnfræða- skólann á Akureyri (síðar MA). Þar er hann veturinn 1924-25. Þá fer hann suður tii Reykjavíkur og gerist nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík (MR). Þaðan lauk hann stúdentsprófi. í lögfræðideild Háskóla íslands er hann 1929-31. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum 1936. Bflstjóri var hann í Reykjavík 1932-’40. En svo er hann við versl- unarstörf til 1943. Þá gerist hann skólastjóri í Bolungarvík til 1944. Á þessu ári flyst Sæmundur til Bfldudals og tekur að sér verslun- arstjórastarf, sem hann annast til 1949. Þá gerist hann skólastjóri á Bfldudal og annast það til 1962, en flytur þá til Reykjavíkur. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðríði Jónsdóttur, kvæntist Sæ- mundur 26. október 1944. Stóð hún styrk og traust við hlið hans. í langvarandi veikindum hans reyndist hún honum sannarlega stoð og stytta. Á Bfldudal gerðist Sæmundur fljótlega _ umsvifamikill athafna- maður. Ásamt skólastjórastarfinu gerðist hann útgerðarmaður. í mörg ár var hann oddviti Suður- ijarðarhrepps og sýslunefndar- maður fyrir þann hrepp í Barða- strandarsýslu. Um skeið hafði hann framkvæmdastjóm þriggja þilfarsbáta á Bíldudal og átti hlut í þeim öllum. Hér hefur verið stiklað á stóru um starfsferil Sæmundar. Að baki þessari upptalningu eru hans miklu störf, sem ekki verða metin né vegin. Með sérstakri ró sinni og festu vann hann störf sín. Hann var einstakt prúðmenni samfara athafnaseminni. Hann var vinsæll, ekki síst af nemendum sínum. Hann var gáfaður og kunni vel að nota þær. Meðal annars var honum lagið að koma fyrir sig orði í bundnu máli. Sæmundur starfaði mikið í fé- lagsmálum. Hann var ágætur leik- ari og lék yfírleitt bæði í gaman- leikjum og alvarlegum. Hann var afbragðs upplesari og nýttist sá hæfíleiki hans bæði á fundum og skemmtisamkomum félaga. Hann var snjall bridsspilari og skákmað- ur. Ég hefí nú brugðið upp skyndi- myndum nokkrum af þessum vini mínum. Ekki verð ég þess var, að ég hafi oftalað um hann, heldur það, að margt er ósagt. Sæmundur var sómamaður. Sem slíkan kveð ég hann með kærri þökk fyrir sam- verustundimar. Vinur Hann Sæmundur mágur er dá- inn. Þetta kom ekki að óvörum því hann hafði átt við erfíðan sjúkdóm að stríða í nokkur ár og síðustu tvö og hálft árið lá hann á öld- runardeild Landspítalans í Hátúni 10 og andaðist þar 15. desember 1988. Ég kynntist Sæmundi 1943 þegar hann var skólastjóri í Bol- ungarvík og ég var nemandi hjá honum. Sæmundur var afburða kennari og hafði góða stjórn á bömum. 26. október 1944 kvænt- ist hann Guðríði Jónsdóttur og fluttust þau fljótlega til Bíldudals þar sem hann var skólastjóri 1949-62. Ennfremur var hann odd- viti og gegndi ýmsum opinberum störfum. Það var gaman að koma á heim- ili þeirra á Bíldudal. Sæmundur var spilamaður góður og hesta- maður var hann og átti góða hesta. Ég man sérstaklega eftir hesti frú- arinnar, sem hét Dökklingur, var hann með eindæmum þýður en hesti Sæmundar þorði ég ekki að fara á bak því hann var of viljugur fyrir viðvaninga. Með kennarastarfinu rak Sæ- mundur útgerð í félagi við aðra. Urðu bátamir tveir, Jörundur Bjamason og Sigurður Stefánsson. Gekk sú útgerð vel. Eftir 1962 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Eftir að Sæmundur kom til Reykjavíkur vann hann sem forstjóri Fiskmið- stöðvarinnar, sem sá um dreifingu á fiski, ennfremur rak hann útgerð á 60 tonna bát. Síðustu starfsárin var Sæmundur framkvæmdastjóri hjá vörubílastöðinni Þrótti. Með Sæmundi er genginn mikill heiðursmaður og votta ég mína dýpstu samúð eftirlifandi konu hans og systrum. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Jónsson Þann 15. desember síðastliðinn lagði Úlfar Jacobsen vinur minn upp í sína síðustu hálendisferð og kannar nú þær slóðir sem við munum öll feta, fyrr eða síðar. Úlfari kynntist ég fyrir tæpum 20 árum er ég kom á skrifstofu hans í því skyni að leita eftir sum- arstarfi sem fararstjóri. Hann spurði aðeins hvort ég kynni ein- hver tungumál. Ég kvað já við því og var ráðinn á staðnum. Þannig var Úlfar, skjótur að taka ákvarðanir og treysti því sem menn sögðu. Hann stóð sjálfur fast við sín orð og ætlaðist til þess sama af öðrum. Úlfar var hugmyndaríkur frum- kvöðull á ákveðnum sviðum íslenskra ferðamála. Hann varð fyrstur manna til að átta sig á því að til þess að geta selt erlendum ferðamönnum tjaidferðir um há- lendi íslands varð jafnframt að veita þeim fullkomna þjónustu. Þetta er dýr og áhættusöm út- gerð, en hún veitti honum það for- skot sem þurfti til að ná varan- legri fótfestu á markaði hálendis- ferða. Ævintýraferðir Úlfars urðu kunnar víða um heim undir nafninu „Iceland safari" og hafa notið rikra vinsælda allt til dagsins í dag. Þess eru dæmi að sömu farþegar hafí komið í allt að 4 hálendis- ferðir með Ferðaskrifstofu Úlfars og ótalin eru hjónaböndin sem stofnað hefur verið til í framhaldi af kynnum sem tókust í slíkum ferðum. Ljóst er að í þessari ferðaútgerð sem í fyrstu var brautryðjenda- starf komu upp hin margvíslegustu vandkvæði. Ekkert vandamál var þó svo stjórt að Úlfari tækist ekki að leysa það með útsjónarsémi sinni og „sjarma“. Er ég lít fram á veginn og hugsa um þær slóðir sem Úlfar vinur minn fetar nú finn ég til kvíða, líkt og þegar ég lagði upp í mína fyrstu ferð á hans vegum. En ég veit að Úlfar hefur búið vel í hag- inn og öllu er óhætt. Með þessum orðum kveð ég góðan vin og votta Báru og fjöl- skyldunni innilega samúð. Halldór Bjarnason Stutt kveðja frá gömlum farþegum Þegar Úlfar hóf rekstur ferða- skrifstofu vorum við flest um eða rétt innan við tvítugt. Fljótlega myndaðist hópur sem mætti eftir- væntingarfullur, hvem laugardag niður í Austurstræti. Landmannalaugar, Hraunteig- ur, Eldgjá, ekki skipti máli hvert farið var enda fyrir okkur allir staðir nýir. Þórsmörk varð þó sérs- takt uppáhald. Varðeldur í Húsad- al, Úlfar, gítarinn og kór syngj- andi um gamla bóndann Mac Don- ald, dýrin hans o.fl. eru ljóslifandi myndir í hugum okkar. Lengri ferðir um verslunar- mannahelgi, hvítasunnu og síðast en ekki síst páskaferðimar í Ör- æfasveitina og fæmi Úlfars í vötn- um Skeiðarársands gleymist seint. Með von um endurfundi, öræfí, óbrúaðar ár og góða „veapona" handan móðunnar miklu kveðjum við vin og fararstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.