Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 25 Pan Am-þotan var nánast endur- smíðuð í fyrra Aldur Boeing 747 þotna bandarískra Bandarísk llugfélög nota 124 Boelng 747 þotur. Alls aru 692 slfkar þotur í heiminum öllum. Hér sóst hversu margar Boeing 747 þotur voru afhentar bandarfskum flugfélögum ó árl hverju síöan árift 1969. 100-p^ New York. Reuter. JEFF Kriendl- er, talsmaður Pan Am, sagði að breiðþotan sem fórst yfir Skotlandi hefði verið tekin í notkun árið 1970 en hefði verið nánast endursmíðuð í fyrra og því verið sem ný. Síðast var hún skoðuð í San Francisco í síðustu viku, en það var svokðll- uð 250 tíma skoðun. Kriendler sagði, að í sam- ræmi við áætlun yfirvalda um notkun farþegaflugvéla í þágu al- mannavama hefðu í fyrra verið gerðar umfangsmiklar endurbætur á þotunni sem fórst. „Hún var öll tekin í sundur og bókstaflega end- ursmíðuð," sagði talsmaðurinn. Kriendler sagði að flugmenn þot- unnar hefðu ekkert látið frá sér heyra eftir brottfor frá London sem benti til þess að þeir hefðu átt við einhveija bilun að etja. Síðast höfðu þeir talstöðvarsamband við flugum- ferðarstjóra tveimur mínútum áður en þotan hvarf af ratsjám þeirra, eða um klukkan 19.15. Hún hefði verið á réttri leið í 31 þúsund feta haað er hún hvarf skyndilega af ratsjám klukkan 19.17 að íslenzk- um tíma. Talið er að brak úr þo- tunni hafi skollið til jarðar á sömu mínútu. Að sögn Kriendlers, bendir það til þess að flugvélarbrakið hafí fallið hratt til jarðar. Aðspurður um það hvort sprengju hefði hugsanlega verið laumað um borð í þotuna á Heath- row sagði Kriendler að þar væri öryggisgæzla með „miklum ágæt- um“. Talsmaður Pan Am í Frankfurt fullyrti að útilokað væri að sprengju, sem kynni að hafa gran- dað þotunni, hefði verið smyglað um borð þar. Aðeins töskur og 72 - Breiöþotan sem- fórst var afhent - - áriÖ1 970 '65 '70 '75 '80 '85 HEIMILDIR; Avmark Inc., Boeing, World Jet Airpiano Inventory at Year End 1Ö67 pakkar, sem far- þegar létu rita inn sjálfir eða tóku með sem handfarangur, hefði farið um borð. Allur far- angur hefði til- heyrt mönnum, sem um borð voru. Fulltrúar bandarískra flugmálayfir- valda og Bo- eing-verksmiðj- anna komu í gær til Skotlands til þess að taka þátt í rannsókn flug- slyssins ásamt fulltrúum brezku flugmálastjóm- arinnar. Syrgja samstúdenta Reuter Námsmeyjar í Syracuse-háskólanum I New York-ríki syrgja 37 samstúdenta, sem fórust með þotu Pan Am í Skotlandi. Myndin var tekin er efiit var til sorgarþagnar við upphaf íþróttaleiks í skólanum í fyrrakvöld, skömmu eftir að fi*egnin um örlög þotunn- ar barst. * Iranir af- neita aðild London. Reuter. MAÐUR, sem kvaðst tala fyrir hönd samtaka er nefiidust Verðir islömsku byltingarinnar, hringdi í alþjóðlega fréttastofu í London í gær og lýsti ábyrgð á flugslysinu í Skotlandi á hendur samtakanna. Maðurinn neitaði að gefa upp nafn en sagði að áhöfn og farþegar Pan Am þotunnar hefðu verið „líflátnir" í hefndarskyni fyrir árás Bandaríkja- manna á írönsku þotuna, sem her- skipið Vincennes skaut niður á Pers- aflóa í júlí sl. Með þeirri flugvél fór- ust 290 manns. Samtökin, sem maðurinn sagðist tala fyrir, sögðust á sínum tíma hafa tekið Amirhussein Amir-Parviz, fyrr- um ráðherra í stjóm írans, og pa- lestínska teiknarans Ali Naji al Ad- hami, af lífi. Þeir voru vegnir í Lon- don í júlí sl. Talið er að um sé að ræða samtök strangtrúaðra múslima sem tengjast Jihad-samtökunum í Líbanon. Hossein Mousavi, forsætisráð- herra írans, harðneitaði aðild íran- skra yfirvalda eða samtökum á þeirra vegum að flugslysinu. Sendi hann ættingjum þeirra er biðu bana sam- úðarkveðjur. 22. janúar, 1973:Þota af gerðinni Boeing 707 ferst í lendingu á Kano- flugvelli í Nígeríu. 176 manns týna lífi. 10. september, 1976:176 manns farast er Trident-þota í eigu British Airways og júgóslavnesk farþega- þota af gerðinni DC-9 rekast á nærri Zagreb. 1. desember, 1981:DC-9 þota í eigu júgóslavneska flugfélagsins Inex- Adria Airways rekst á fjall nærri Ajaccio á Korsíku. 174 týna lífi. 17. ágúst, 1979:Tvær þotur frá Ae- roflot-flugfélaginu rekast á yfir Ukr- aínu. 173 farast. 28. nóvember, 1987:160 manns far- ast er Boeing 747-þota frá South African Airways hrapar í hafíð skammt undan eyjunni Mauritus á Indlandshafi. 16. ágúst, 1987:Þota af gerðinni MD-80 f eigu bandaríska flugfélags- ins Northwest hrapar skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Detroit. 156 manns farast, þar af þrír á jörðu niðri. Fjögurra ára gömul stúlka kemst ein lífs af úr slysinu. 9. júlí, 1982:Boeing 727-þota frá Pan American hrapar í New Orle- ans. 153 týna lffi, þar af nokkrir á jörðu niðri. Opið til kl. 22 íkvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.