Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstofiarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. Borgaraflokkur í upplausn Borgaraflokkurinn er í upplausn. Það er ljóst af atburðarás síðustu sólar- hringa á Alþingi. Albert Guð- mundsson sagði af sér for- mennsku Borgaraflokksins á síðustu stundu, þegar honum var orðið ljóst, að hann var að missa flokkinn úr höndum sér. Það fer ekki á milli mála, að nokkrir þingmenn flokksins hallast að stuðningi við núverandi ríkisstjóm en aðrir eru því andvígir. Þess vegna má alveg eins búast við því, að flokkurinn klofni formlega á næstu vikum eða mánuðum. Atburðir síðustu sólar- hringa skýra betur, hvers vegna leiðtogar múverandi stjómarflokka lögðu svo mikla áherzlu á viðræður við Borgaraflokkinn, þegar ríkisstjómin var mynduð sl. haust. Þá þegar hafa þeir orðið þess varir, að einhveij- ir þingmenn Borgaraflokks- ins vom tilbúnir til þess að ganga til liðs við ríkisstjóm- ina, ef skilyrði væm sköpuð til þess. í því ljósi verður að skoða tilboð Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkis- ráðherra, til Alberts Guð- mundssonar um sendiherra- embættið í París, tilboð, sem Albert Guðmundsson hefur nú tekið. Þótt ríkisstjómin fái starf- hæfan meirihluta á Alþingi með samningum við nokkra þingmenn Borgaraflokksins um beina aðild að stjóminni, verður ekki auðveldara en áður fyrir núverandi stjóm- arflokka að ná samstöðu um aðgerðir í efnahags- og at- vinnumálum. Það er erfítt að sameina sjónarmið þriggja stjómmálaflokka. Það verður enn erfíðara að samræma skoðanir fjögurra aðila. Eina hugsanlega skýring- in á afstöðu þingmanna Borgaraflokksins að taka upp samstarf eða beina aðild að núverandi ríkisstjóm er sú, að þingmennimir telji sig ekki eiga nokkra framtíð í stjómmálum, ef kosningar yrðu snemma á næsta ári. Albert Guðmundsson segir þetta bemm orðum í samtali við Morgunblaðið í gær er hann sagði:„Mín stefna í flokknum er að vera á móti þessum skattafmmvörpum hvað sem það kostar og hef þá hag fólksins og kaupmátt í huga. Hinir hafa það í huga að bíða með kosningar og vinna fólkið til fylgis á ein- hvem annan hátt og halda að það liggi í gegnum þá leið að halda lífi í stjóminni frekar en að fella hana.“ Júlíus Sólnes, hinn nýi formaður Borgaraflokksins, gefur hið sama til kynna í samtali við Morgunblaðið í gær en hann sagði: „Hann (þ.e. Albert) skilur eftir sig svo stórt skarð, að það er vandfyllt og þess vegna get- ur hver sem er láð okkur það, að við treystum okkur ekki til að fara út í læti og uppnám hér á næstu mánuð- um. Við viljum fá tækifæri til að byggja þennan flokk upp...“ Meginhluti fylgis Borg- araflokksins í síðustu kosn- ingum kom frá Sjálfstæðis- flokknum. Það er auðvitað ljóst, að þeir kjósendur veittu Borgaraflokknum ekki brautargengi til þess að ganga inn í vinstri stjóm. Þessi afstaða þingmanna Borgaraflokksins er þeim mun sérkennilegri þar, sem a.m.k. tveir þeirra eiga sér langa sögu í starfí á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins, þ.e. Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson. Ef Borgara- flokkurinn ætlar sér ein- hvem hlut í næstu kosning- um er aðild að núverandi ríkisstjóm áreiðanlega ekki aðferðin til þess. Af þessum sökum verður að líta svo á, að Borgara- flokkurinn sé í upplausn, nokkir þingmenn hans velja þann kost, að veita núver- andi ríkisstjóm brautargengi m.a. til þess að fá ekki yfir sig kosningar á næstu mán- uðum. En þá vaknar sú spuming hvað verður um þá þingmenn Borgaraflokksins, sem vilja ekki eiga aðild að ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar. Taka þeir upp viðræður við Sjálfstæðis- flokkinn? Væntanlegt frumvarp menntamálaráðherra: Vald ráðherra við stöðu- veitingar hjá HI þrengt TILLÖGUR háskólaráðs um fi-amkvæmd stöðuveitinga við Háskólann verða væntanlega lagðar fram lítið breyttar sem frumvarp á Alþingi á yfirstand- andi þingi, að sögn Svavars Gestssonar, menntamálaráð- herra. Tillögurnar þrengja vald Aðstoðarmenn ráðherra fá greiddan hótelkostnað - segir deildar- stjóri Ríkisbókhalds „Aðstoðarmenn ráðherra ferð- ast almennt á þessum kjörum. Samkvæmt gögnum sem ég hef frá fjármálaráðuneytinu þeir hótelkostnað greiddan á ferðalög- um og þeir hafa sent inn ferða- reikninga með þessum kostnaði," segir Jónas H. Jónsson deildar- stjóri i Ríkisbókhaldi. Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri i fjár- málæaráðuneytinu segir að sá sé einnig sinn skilningur. Guðmundur Magnússon fyrrum aðstoðarmaður menntamálaráð- herra segir í grein í Morgunblaðinu í gær að hann hafi aldrei notið þeirra fríðinda að fá greiddan hótelkostnað auk dagpeninga. Jónas H. Jónsson segir að lang- flestir embættismenn fái einungis dagpeninga, en undantekningar séu ráðherrar, ráðuneytisstjórar og að- stoðarmenn ráðherra. Það sé að líkindum samkvæmt ákvörðunum ríkisstjómar hveijar undantekning- amar eru. Hann segist ótvírætt hafa gögn sem segja að aðstoðarmenn ráðherra njóti þessara friðinda. Morgunblaðið spurði Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu hvemig þessu væri háttað. „Ég stend í þeirri meiningu að aðstoðarmenn ráðherra fái þetta á sama hátt og ráðuneytisstjórar," sagði Sigurgeir. ráðherra við stöðuveitingar en veita viðkomandi háskóladeild- um meiri völd. Sigmundur Guð- bjarnason, rektor Háskólans, segir að með slíku frumvarpi vinnist það að vinnubrögð við ráðningar kennara verði fag- legri og hugsanlegur ágreining- ur um ráðningar verði eingöngu innan veggja Háskólans. Sigmundur sagði að við sam- þykkt þessara tillagna hefði verið tekið mið af því vinnulagi sem við- haft var innan Háskólans í lektors- málinu síðasta sumar, sem hann teldi hafa verið mjög til fyrirmynd- ar þó um það hafi verið deilt. Vald ráðherra væri ekki afnumið með öllu, hann gæti synjað um embætti- sveitingu en ekki ráðið mann sem dómnefnd hefði ekki lýst hæfan og meirihluti deildar hefði lagst gegn. „Við vonum að þetta verði til að fírra okkur frekari vandræðum í þessum efnum þó að okkur sé ljóst að það munu áfram verða deildar meiningar um ágæti einstakra um- sækjenda." Gert er ráð fyrir því að Háskólinn setji reglur um starfshætti dóm- nefnda, sem eru skipaðar þremur mönnum, tilnefndum af háskólar- áði, menntamálaráðherra og við- komandi deild. Þá er það nýmæli að skipa á ritara sem vera á dóm- nefndinni til aðstoðar. Lektorsstöð- ur eru lagðar til jafns við prófessor- sembætti og dósentsstöður um alla meðferð umsókna. Síldarverksmiðjur ríkisins á Sigluf Síldarverksmiðjur Búið að bi BÚIÐ var að bræða 49.710 tonn af loðnu f Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði 14. þessa mánaðar. Úr þessu magni feng- ust um 6.900 tonn af lýsi og um 8.400 tonn af mjöli, að sögn Þór- halls Jónassonar rekstrarstjóra verksmiðjanna. Sett voru upp hreinsunartæki í verksmiðjunum fyrir þremur árum Æðstu embættismenn ráðuneytanna: Engir ferðakv hen'ar hafa ák’ ÆÐSTU embættismenn ráðuneyt- anna, það er ráðuneytisstjórar, eru ekki bundnir af reglum sem takmarka ferðir þeirra til út- landa. Það eru þeir sem undirrita heimildir til stofiiana rikissjóðs um að starfsmenn þeirra og ráðu- neytanna fái greidda dagpeninga til ferðalaga. Ráðherrar hafa hins vegar vald til að grípa inn í, þyki þeim ráðuneytissljórar eða aðrir embættismenn ferðast meira en Forsætisráðuneytið stöðvar dreifingri auglýsingabæklings: Menski fáninu notaður í rúmÉttaauglýsingum Forsætisráðuneytið hyggst stöðva dreifingu auglýsingabæklings frá Rúmfatalagernum f Kópavogi, þar sem hann þykir bijóta i bága við lög um þjóðf&nann. f bæklingnum, sem er 16 síður, er íslenski fáninn notaður margoft á hverri síðu, og meðal annars skri&ð ofan f hann á mörgum stöðum „fodselsdagspris". Allur texti bæklingsins er á dönsku, enda þótt hann sé ætlaður fslenskum kaupendum og verðmerkingar séu í fslenskum krónum. „Þetta hefðum við bannað, hefði það borist hingað áður en því var dreift," sagði Guðmundur Bene- diktsson, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, er Morgunblaðið bar notkun fánans f bæklingnum undir hann. Guðmundur sagðist myndu fara fram á það við eigendur Rúm- fatalagersins að dreifíngu bæklings- ins yrði hætt. Hins vegar væri er- fítt að fást við innköllun á þeim hluta upplagsins, sem þegar hefði verið dreift. Bæklingnum hefur ver- ið dreift í hús á höfuðborgarsvæð- inu. í 12. grein laga um þjóðfánann segir að óheimilt sé að nota fánann til auglýsinga á vörum. Nokkur dæmi eru þess að slík notkun fán- ans hafi verið stöðvuð á undanföm- um árum. „Menn koma hér iðulega og spyija um það hvað sé leyfilegt varðandi notkun þjóðfánans," sagði Guðmundur Benediktsson. „Við höf- um verið nokkuð fijálslegir þegar um er að ræða að nota hann á út- flutningsvörur, sem eru þýðingarmi- klar fyrir okkur, og við höfum til dæmis ekki amast við því að fáninn væri notaður á umbúðir um ferskan fisk. En þetta er af hinu verra og að prenta ofan í fánann, eins og gert er í þessum bæklingi, er fyrir neðan allar hellur." Guðmundur sagði það ekki of- brýnt fyrir mönnum að ef þeir væru í vafa um hvemig nota -mætti fán- ann, þá ættu þeir að spyijast fyrir um það í forsætisráðuneytinu. Jakob Purkhus, einn af eigendum Rúmfatalagersins, sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um að ekki mætti nota þjóðfánann í auglýsing- um. Hann sagði að sér þætti heldur ekki óeðlilegt að bæklingurinn væri allur á dönsku, þótt hann væri ein- göngu ætlaður íslenskum neytend- um. „Menn fá marga bæklinga á án á ensku og þýsku," sagði Jakob. „Ég sé ekki að þetta sé neitt öðruv- „Vel modt til Islands mest vanvitt: íðu bæklingsins, sem Rúmfatalag framt tekið fram — á dönsku — a íslenskar krónur. Á litlu myndinr í fánann. fsi eða að það skipti máli að verð- merkingamar séu f íslenskum krón- um.“ Jakob sagði að bæklingurinn hefði verið prentaður um leið og danskur bæklingur, sem auglýsti sömu vörur. Aðeins hefði verið skipt um verðmerkingar og þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.