Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
35
Hefur kostað mikla
vinnu og ögirn
Rætt við Signrð
Bragason óperu-
söngvara um nýja
sönglagaplötu
út er komin hljómplata með
söngvaranum Sigurði Braga-
syniog er það bókaforlagið Örn
og Örlygur sem gefiir plötuna
út. Þóra Fríða Sæmundsdóttir
leikur undir á píanó en alls eru
17 sönglög á plötunni. Mörg
laganna eru kunn sönglög,
íslensk og erlend, en þar er
einnig að finna sönglög sem
sjaldan heyrast og tvö nýleg lög
eftir Atla Heimi Sveinsson.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Sigurð og var hann
fyrst spurður hvað hefði orðið
til þess að ráðist var í gerð
þessarar plötu.
Við Þóra höfum verið með tón-
leikahald um allt land og einnig
hér í Reykjavík undanfarin tvö
ár, sagði Sigurður. Uppistaðan á
öllum þessum tónleikum hafa ver-
ið lögin á plötunni og höfum við
lagt mikla vinnu í að æfa þau til
hins ýtrasta. Það var Halldór
Víkingsson sem átti hugmyndina
að gerð plötunnar og annaðist
hann upptökuna. Við lögðum
mikla vinnu í gerð hennar og var
ekkert til sparað.
Platan var hljóðrituð í Hlégarði
þar sem er einn besti flygill lands-
ins og er upptakan stafræn. Þá
var hljómplatan „skorin" með svo-
nefndri DMM-aðferð, sem er ný
tækni er skilar mun betri hljóm-
gæðum en unnt hefur verið að
ná hingað til. Ég er mjög ánægð-
ur með hversu vel hefur tekist til
með upptöku á þessari plötu og
hún hefur fengið góða dóma.
Fyrsta upplagið seldist reyndar
upp hjá forlaginu en nú er byijað
að dreifa plötunni í verslanir á ný.
— Hvað var lagt til grundvallar
við lagavalið?
Fyrst og fremst að þar væri
að finna lög við hæfi sem flestra.
A plötunni eru bæði klassísk er-
lend og íslensk sönglög. Þama er
að finna lög eins og t.d. Die Fo-
relle (Silungurinn) eftir Schubert
og Musica proibita eftir S. Gastal-
don. Af íslenskum lögum mætti
nefna Bikarinn, Þess bera menn
sár og í rökkurró sem flestir kann-
ast vel við.
Tvö ný lög eru á plötunni, Si-
esta, ljóð Steins Steinars við lag
Atla Heimis Sveinssonar og annað
lag eftir Atla við Fiskivísu eftir
ókunnan höfund. Ég tel reyndar
að lagið við Siesta sé eitthvert
besta íslenska sönglagið sem sa-
mið hefur verið í seinni tíð.
— Er ekki töluvert erfitt að
syngja svona mismunandi lög —
ítalskar aríur, þýskan ljóðasöng
og svo rammíslensk sönglög?
Jú, það skapar söngvaranum
óneitanlega nokkum vanda vegna
þess hve túlkunin er mismunandi.
Lögin sjálf eru flest álíka vanda-
söm — það er alveg eins erfítt
að ná hinum dramatísku blæ-
brigðum í Bikamum og í ítölskum
aríum. Þess bera menn sár er eins
vandmeðfarið og sönglög Schu-
berts. En það að ná fullu valdi á
túlkun svona ólíkra sönglaga hef-
ur kostað mig mikla vinnu og
ögun.
Sigurður lauk prófí frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík 1978 og
frá Söngskólanum 1981. Hann
nam síðan söng hjá Pier Miranda
Ferraro, þekktum ítölskum söngv-
ara og kennara við Verdi-tónlist-
arháskólann í Mflanó, frá 1983
til 1986. Hann hefur sungið
óperuhlutverk hjá íslensku ópe-
runni og Þjóðleikhúsinu og einnig
á tónlistarhátíð í Mflanó. Sigurður
hefur starfrækt eigin söngskóla í
Sigurður Bragason óperusöngv-
ari.
Reykjavík undanfarin ár. Eg
spurði Sigurð hvað væri framund-
an hjá honum núna.
Ég mun halda áfram með tón-
leikahald ásamt Þóru Fríðu í vetur
en í vor hef ég verið fenginn til
að syngja með íslensku hljóm-
sveitinni. Það eru svo fjölmargir
möguleikar sem ég hef verið að
skoða en ekki er tímabært að fjöl-
yrða. um að sinni, sagði Sigurður
að lokum.
- bó.
Arleg blys-
för friðar-
hreyfinga
ÁRLEG blysför firiðarhreyfinga
verður á Þorláksmessu í
Reylqavík. Safhast verður saman
á Hlemmi og verðúr gengið af
stað klukkan 18.00 og farið niður
Laugaveg.
I frétt frá aðstandendum blys-
fararinnar segir að hún sé orðin
fastur liður í undirbúningi jólanna
hjá mörgum fjölskyldum og sé þessi
hin sjötta.
Fyrir göngunni fara Háskólakór-
inn, Hamrahlíðarkórinn og Bama-
kór Kársnesskóla. Kóramir munu
syngja niðri við Torfu. Á undan
söngnum mun Anna Kristín Amgr-
ímsdóttir leikkona lesa ávarp friðar-
hreyfinganna.
í ávarpinu er mótmlæt öllum
vigbúnaði og lýst vilja m.a. til að
íslensk stjómvöld vinni að því að
útgjöld til hemaðarmála verði
minnkuð hvarvetna í veröldinni og
andvirðið notað í þágu sveltandi
bama. Þar segir: „Það er því miður
staðreynd að böm og unglingar
hafa á síðustu missemm orðið meira
en áður bein fómarlömb grimmdar-
verka hermanna. Auk þess svelta
böm og fullorðnir víða heilu hungri.
Fyrir andvirði gereyðingarvopna
má m.a. útiýma smitsjúkdómum
og kenna bömum víða um heim að
lesa.“
Stjómandi fundarins verður séra
Gunnar Kristjánsson.
Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir
Ólafur Sveinsson myndlistarmaður við tvö verka sinna.
Ólafiir Sveinsson
sýnir í Jónshúsi
Hamrahlíðarkórinn
Jónshúsi, Kaupmannahöfii.
ÓLAFUR Sveinsson myndlistar-
maður heldur sýningu í félags-
heimilinu í Jónshúsi allan des-
embermánuð. Ólafur sækir sér
einkum viðfangsefiii í íslenzkt
þjóðlíf og islenzkar þjóðsögur.
Þetta er fyrsta sýning hans er-
lendis, en áður hefur hann sýnt
víða heimá aUt firá því, er hann
sýndi á Mokka 1985.
Á sýningunni hér eru 33 myndir,
flestar gerðar með vaxlitum, en
einnig er um teikningar og vatns-
litamyndir að ræða. Auk þess sýnir
Ólafur skartgripi unna af honum
og Þóru Leósdóttur, hina smekkleg-
ustu muni. Rauði þráðurinn í mynd-
um listamannsins er íslenzkur og
þó einkum vestfirzkur uppruni
hans, en hann er ættaður af Rauða-
sandi og hefur átt heima á Patreks-
firði. „Fjöllin verða alltaf vestfirzk,
hvar sem ég dvel,“ segir Ólafur.
Listamaðurinn hefur verið bú-
settur hér í Kaupmannahöfn í 2 ár
og vinnur hann við meðferðar-
heimili fyrir unglinga og að list sinni
þess utan. Hann fýsir að komast í
listnám, en aðstæður hafa hingað
til með ýmsum hætti komið í veg
fyrir það. Myndmenntakennari
hans í Austurbæjarskólanum var
Jón E. Guðmundsson, hinn þekkti
leikbrúðusmiður, og síðan hefur
tjáningarþörfín og þjóðsagan loðað
við unga manninn. Nöfn málverka
hans segja sína sögu: Tröllkonur
trylla Jón Loppufóstra, Gissur á
Botnum, Árum-Kári glímir við tröll-
konuna í Skandadalsfjalli og mörg
fleiri. Faðir Ólafs er hinn virti
myndskeri Sveinn Ólafsson og fleiri
eru þeir frændur listhagir.
Sjö myndir seldust á sýningu
Ólafs fyrsta daginn, þar af keypti
Kaupmannahafnarborg þrjár. Við
opnunina voru bomir fram saltfisk-
pinnar með kartöflum og grænum
pipar, en góði íslenzki saltfiskurinn
var kynning á framleiðslu fyrirtæk-
isins Iceland Food og bragðaðist
gestum hið bezta.
- G.L.Ásg.
GeisladBskar
Egill Friðleifsson
íslenska tónverkamiðstöðin hef-
ur gefið út geisladisk, þar sem
Hamrahlíðarkórinn undir stjóm
Þorgerðar Ingólfsdóttur syngur
íslensk samtímakórverk. Tónskáld-
in sem við sögu koma eru Jón
Nordal, Jón Leifs, Þorkell Sigur-
bjömsson, Hjálmar H. Ragnarsson
og Atli Heimir Sveinsson.
Það ætti að vera óþarfi að kynna
Hamrahlíðarkórinn, svo þekktur
sem hann er. í rúma tvo áratugi
hefur Þorgerður Ingólfsdóttir leitt
kórinn með slíkum ágætum að í
dag má hiklaust telja hann einn
af máttarstólpum íslenskrar tón-
menningar. Ferill kórsins er glæsi-
legur þar sem sigurinn í „Let the
Peoples Sing“ árið 1984 er einn
af hápunktunum. Af óþijótandi
elju og dugnaði hefur Þorgerði
tekist að viðhalda gæðum kórsins
þrátt fyrir örar mannabreytingar
innan raða hans. Þessi geisladiskur
ber vönduðum og listrænum vinnu-
brögðum stjómandans fagurt vitni.
Flest af helstu tónskáldum þjóðar-
innar hafa lagt kómum lið og víst
er að íslensk samtímakórtónlist
hefur blómstrað m.a. vegna til-
komu hans.
Hér er um einskonar safndisk
að ræða þar sem verkin em tekin
upp á ámnum 1981—88. Þannig
má greina blæmun bæði á kómum
sjálfum og hljóðritunum og era
skilin skörpust milli „Requim" Jóns
Leifs og „Tröllaslags" Þorkels Sig-
urbjömssonar, þó megineinkenni
kórsins séu ætíð hin sömu, innileg-
ur, fágaður og stílhreinn kórsöng-
ur, stundum upphafínn. Það er
tæpast ástæða til að fjalla um
meðferð kórsins á einstökum verk-
um. Vandlátur og metnaðarfullur
stjómandi eins og Þorgerður Ing-
ólfsdóttir lætur áreiðanlega ekkert
frá sér fara sem ekki stenst gagn-
rýna hlustun. Þama á Jón Nordal
fjögur lög, m.a. hið undurfagra lag
„Smávinir fagrir“. Hið magnaða
„Requim" Jóns Leifs kemur næst
og þá fjögur lög eftir Þorkel Sigur-
bjömsson, m.a. þar sem hvert
mannsbam þekkir „Heyr himna-
smiður". Þá koma „Kvöldvísur um
sumarmál" eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson og loks þijú verk eftir Atla
Heimi Sveinsson. Þar á meðal viða-
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Christine Nöstlinger.
Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir.
Káputeikning: Brian Pilkington.
Setning og umbrot: Mál og menn-
ing. Prentverk: Nörhaven bog-
tryggeri a/s, Viborg.
Útgefandi: Mál og menning.
Já, það eru ekki neinir miðlungs-
höfundar sem Mál og menning kynn-
ir ungum lesendum 1988 og meðan
fólk eins og Christine skrifar fyrir
unglinga, er bóklestur ekki í hættu.
Af næmum skilningi nálgast hún
efni sitt, þorir að kafa allt til kviku
óttans þegar bam er að breytast í
mann, karl eða konu. Aldrei verða
boðaföll tilfinninga jafn ofsafengin
og þá, aldrei jafn mörgum spumum
ósvarað, aldrei jafn margar gátur
sem tölvan kann engin svör við. Inn
á þetta svið svífur höfundur með le-
sandann, leiðir hann að spegli eigin
bijósts. Og hvílíkt flug, amsúgur!
Að vísu verð ég að játa að list-
rænna finnst mér upphaf sögunnar
en endir. Engu líkara en þreytu verði
vart. En það er mannlegt. Flestum
léttar um hlátur að morgni en kvöldi.
Á einum stað finnst mér höfundi
ekki takast nógu vel. Það er þá svall-
veizlunni er lýst. Þar læddist að mér
sá gmnur að höfundur væri undir
mesta verk disksins „Haustmynd-
ir“.
Flest þessara verka hafa verið
samin sérstaklega fyrir
Hamrahlíðarkórinn og gefur góða
mynd af því hvemig tónskáldin
okkar vinna í dag. Það er fengur
að þessum geisladisk og kómum
og stjómanda hans, Þorgerði Ing-
ólfsdóttur, til sóma.
áhrifum þeirrar auglýsingalygi að
leggja megi vín og hass að jöfnu.
Þetta er gömul, úrelt lygi úr skoltum
afæta og því hefði ég kosið að höf-
undur hefði lagt spjóti í bijóst
ófreskjunnar. En sem heild er sagan
listilega sögð, full af glettni svo að
hláturtaugar era þandar; full af sam-
úð og skilningi svo að tár renna. Hér
þarf ekki klúryrði, fnykur raslatunn-
unnar fjarri.
Jói er föðurleysingi, alinn upp
meðal sjö kvenna. Þetta vekur hon-
um spumir, gerir hann hræddan.
Hann er ekki í sátt við sjálfan sig,
ekki skólann, ekki umhverfíð. Hver
er hann? Það er hin brennandi spum.
Á kaffihúsi hittir hann Jossí. Hún
er líka á flótta, flótta frá umhverfi,
flótta frá skóla. Þó er flótti þeirra
skötuhjúa ekki eins: Hann leitar föð-
ur, hún flýr sinn. En þau taka að
leiðast á þessum flótta og í sögulok
bjarmar fyrir nýjum degi.
Þýðing Jórannar er afburða vel
gerð, leiftrandi tungutak, lipurð máls
og mýkt til fyrirmyndar, unglingum
holl lesning. Mynd á kápu er svo vel
gerð að ég starði lengi á hana, hélt
að einhver sem ég kannaðist við
hefði verið fenginn til þess að sitja
fyrir.
Pappír eiga danskir ekki eins góð-
an og við en sjálfsagt ódýrari. Enn
ein frábærra bóka útgáfunnar á
þessu hausti. Kærar þakkir.
Jói og unglingaveikin