Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 56
SRftgttnMftMfe , TRYGGINGAR Sidumúla 39 • Sfmi 82800 . NYTT SÍMANÚMER 606600 FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Hæstiréttur: 2xh árs fangelsi fyr- ir fíkniefinasmygl Annar fékk IV2 ár MEIRIHLUTI Hæstaréttar hefúr dæmt mann á fertugsaldri, Kristj- án Örn Kristjánsson, til 2lh árs fangelsisvistar fyrir fíkniefiia- smygl. Kristján Om var ákærður fyrir þijú brot, innflutning á 11,3 kflóum afhassi frá Cuxhaven, með togaranum Karlsefiii f október 1983, og tvö smærri mál sfðar. í undirrétti hafði Kristján örn ver- ið dæmdur til 9 mánaða fangelsis- vistar, sakfelldur fyrir minni brot- in en sýknaður af þvf stærra. Hann neitaði aðild að þvf máli. Byggði meirihluti Hæstaréttar sakfellinguna á framburði annars manns, Sæmundar Auðunssonar, sem einnig var ákærður og dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir sama mál; frásögnum tveggja lögreglu- manna, sem ræddu einslega, hvor í sínu lagi, við þann sem neitaði og báru að hann hafí þá sagst vera sekur en mundi aldrei játa; og í þriðja lagi á því, að skoðaðar f heild þættu skýrslur hans um málið svo haldlausar og mótsagnakenndar, sem og framkoma hans öll við rann- sókn málsins, að ekki væri á byggj- andi. Með hliðsjón af ákvæðum laga um meðferð opinberra mála voru hegðun mannsins og þögn hans við einstökum atriðum og spumingum skýrð honum í óhag og þótti aðild hans að brotinu sönnuð. Sæmundi var aðeins gefin að sök aðild að stærsta málinu. í undir- rétti hafði hann verið dæmdur til 2 ára fangelsisvistar en meirihluti Hæstaréttar breytti refsingu hans í 18 mánaða fangelsi. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglunnar frá handtökunni, fyrir rúmum fímm árum, Minnihluti Hæstaréttar, dómar- amir Guðmundur Jónsson og Bjami K. Bjamason, vildu staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó þannig að refsing .fyrir minni málin yrði 12 mánaða fangelsi. 1 DAGUR TILJÓLA EINN DAGUR er tíl jóla og í dag, Þorláksmessu, kemur jólasveinninn Ketkrókur til byggða. Ketkrókur heimsækir Þjóð- minjasafnið klukkan 11 f dag. „Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag ...“ Eldur í skátahúsi SLÖKKVILIÐINU var tilkynnt um eld í skátaheimili við Gerðu- berg í Breiðholti um klukkan 23 f gærkvöldi. Fljótlega tókst að slökkva eldinn en húsið, sem er 30 til 40 fermetra timburhús, er mikið skemmt af eldi, vatni og reyk, að sögn slökkviliðs. Eldsupptök vom ókunn í gærkvöldi. Morgunblaðið/Bjami Ánægðursnáði meðjólatré Ánægjan með jólatréð skln úr andliti þessa snáða sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins við jólatréssölu Alaska nú í vikunni. Jólatréssölur verða opnar til klukkan 23 í kvöld og víðast hvar verða þær einnig opnar til klukkan 3 á morgun, að- fangadag jóla. Alþingi: Skatta- ftnmvörp samþykkt Jólaleyfí þing- manna hafíð JÓLALEYFI alþingismanna hófst í gær, eftir að öll skatta- frumvörp ríkisstjórnarinnar höfðu verið samþykkt. Nokkrar breytingar voru gerðar á frum- vörpum um vörugjald og tekju- og eignarskatt og var meðal annars ákveðið, að vörugjald leggist ekki á innlenda hús- gagnaframleiðslu fyrr en 1. mars næstkomandi. Þingmenn stjómarandstöðunn- ar gagnrýndu áformaðar skatta- hækkanir harðlega. Sagði Halldór Blöndal meðal annars, að tekju- og eignarskattslögin væru mestu okurskattalög í sögu lýðveldisins og Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að með skattahækkunum væri ríkisstjómin að valda gjaldþroti og örbirgð á þúsundum heimila í landinu. Allir þingflokkar vom sammála um að fresta lokaafgreiðslu fjár- laga fram yfír áramót og mun þing ekki koma saman fyrr en 4. janúar næstkomandi. Sjá samtal við Þorstein Páls- son á bls. 2, ummæli Ágústs Valfells á bls. 4: „Sama að- ferð og Tékkar notuðu ...“, og þingfréttir á bls. 32 og 33. Hagnaður álversins 500 milljónir kr. fyrir skatta Skattgreiðslur íslenska álfélagsins hf. nema samtals 300 milljónum kr. í ár ÁRED 1988 er hið besta í sögu ÍSAL hvað afkomu varðar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Bjamari Ingimarssyni Qármálastjóra ÍSAL er hagnaðurinn í ár 500 milljónir króna fyrir skatta. Af þessari upphæð greiðir ÍSAL um 300 milljónir króna f skatt. Til samanburðar má geta þess að í fyrra nam hagnaður ISAL 89 miiyónum króna og þar af voru 67 miiyónir greiddar f skatt. Þrotabú Hafskips: Almennir kröfiihafkr fa 30-40% Hæstiréttur dæmir hlutafjáraukningu fi*á 1985 óafturkræfa SKIPTASTJÓRAR þrotabús Hafskips áætla að 30-40% munu fást greitt upp í samþykktar almennar kröftir. Úthlutað verður til bráða- birgða úr búinu Qjótlega eftir áramót, að sögn tveggja skipta- stjóra búsins, Jóhanns H. Níelssonar hrl. og Gests Jónssonar hrl. Hæstiréttur hefiir nú hnekkt úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur og hafhað kröfiun Qögurra aðila um riftun hlutaQárloforða sem gefin vom f útboði fyrirtækisins fyrrihluta árs 1985. Niðurstaða Hæstaréttar eykur eignir þrotabúsins um u.þ.b. 70 miHjónir króna, að sögn Jóhanns H. Nfelssonar. Gestur Jónsson sagði að dómamir hefðu einkum þýðingu fyrir stöðu krafna ÚtvegSbankans gagnvart þrotabúinu. Útkoma þrotabús Hafskips er nú að mestu Ijós, að sögn Jóhanns Níel88onar, en þó eru enn rekin mál á þess vegum í Hæstarétti. Þar er um að ræða tvö mál gegn Reykvískri endurtryggingu, mál gegn fyrrum umboðsaðila Haf- skips í Keflavík. Þá hefur Hæsti- réttur til meðferðar kæru Ragfnars Kjartanssonar, fyrrum stjómar- formanns Hafskips, á fógetaúr- skurði um skuldastöðu hans og inneignir hjá þrotabúinu og sams- konar mál búsins gegn Björgólfí Guðmundssyni, fyrrum fram- kvæmdastjóra Hafskips bíður nið- urstöðu Hæstaréttar. Jóhann Níelsson sagði að fljót- lega eftir áramót yrði úthlutað til bráðabirgða úr búinu. Hann sagði að samkvæmt ársgamalli áætlun ætti að fást greitt upp í 30-40% af samþykktum almennum kröf- um. Það hlutfall hefði frekar hækkað en lækkað þar sem kröf- umar væm vaxtalausar en fjár- munir búsins bæm vexti. Hvorki Jóhann né Gestur Jónsson treystu sér að svo stöddu til að nefna tölur um fjárhæðir eigna og samþykktra skulda þrotabús Hafskips hf. Hæstiréttur taldi að aðeins skipti máli hvort réttur til riftunar væri til staðar, ekki með hvaða hætti krafan væri rökstudd. Með tilliti til hagsmuna lánardrottna Hafskips, sem hefðu treyst á hluta- fjáraukninguna, hefði borið að kreíjast riftunar án ástæðulauss dráttar, of seint hefði verið að krefjast riftunar eftir að félagið hefði gengið í gegnum greiðslu- stöðvun og verið gefíð upp til gjald- þrots. Sjá fréttir bls. 22. Bjamar Ingimarsson segir að skýringin á hinni góðu afkomu ál- versins sé hið háa verð sem verið hefur á áli í heiminum í ár. Verðið var á tímabili ævintýralega hátt eða 3.587 dollarar tonnið í júní á mark- aðinum í London. Meðalverð á markaðinum í London á 2. ársfjórð- ungi þessa árs var 3.054 dollarar á tonnið. Á 3. ársfjórðungi féll meðalverðið niður í 2.556 dollara tonnið. Bjamar segir að verðið hafí lækkað nokkuð og markaðurinn orðið stöðugri nú síðari hluta árs- ins. Verðið nú rokkar á milli 2.400 og 2.500 dollara fyrir tonnið. Hvað framtíðina varðar segir Bjamar að reiknað sé með að ál- verð haldist hátt fram á mitt næsta ár. Eftir það er erfitt að spá um þróunina en talið er að verðið muni lækka nokkuð seinni helming árs- ins. Vegna hins háa verðs hefur ÍSAL greitt hámarksverð fyrir orku eða 18,5 mill á kílóvattstund frá því í haust (1 mill er 4,6 aurar). Tekjur Landsvirkjunar af orkusölunni til álversins em um milljarður króna á ári þegar orkuverðið er í hámarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.