Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 39 Séra Hjálmar Jónsson prófastur. máli og samstaða manna væri mik- il. Þeir vildu halda sínum presti og prestakalli. Menn hefðu einnig fundið fyrir samstöðu meðal fólks í öðrum prestaköllum þar nyrðra. „Menn ætla hér ekki að láta af hendi prestakallið á Mælifelli fyrir- hafnarlaust," sagði Ólafur. „Það verður barist hart í þessu máli, inn- an héraðs sem utan. Væntanlega verður haft samband við þingmenn kjördæmisins áður en frumvarpið kemur fyrir Alþingi, gerist þess þörf.“ Mál kirkjunnar en ekki byggðarmál í samtali sem blaðamaður átti við séra Hjálmar Jónsson prófast á Sauðárkróki, kom fram að hug- myndin um sameiningu prestakalla í Skagafirði á sér nokkuð langan aðdraganda. „Alveg síðan ég hóf prestskap fyrir 12 árum hafa menn rætt hugmyndir að tilteknum breyt- ingum og þá að prófastdæmin yrðu ákveðnar starfsheildir. Prestar yrðu hreyfanlegir en ekki einskorðaðir við sín prestköll," sagði séra Hjálm- ar. „En það er auðveldara að ræða þetta en framkvæma. Þetta gengur í bága við afskaplega sterka hefð. Fólk hefur sinn prest og það er bæði því og prestinum mikið atriði að það sé festa á þessum málum. Því er hins vegar ekki að leyna að prestaköll innan prófastsdæma landsins eru mjög misstór og Skagaijörður hefur oft verið tekinn sem dæmi um slíkt. Ég þykist sjá fram á það núna að skynsamlegast sé að færa engan prest til að sinni. Ef einn úr hópi þeirra þriggja presta sem þjóna minnstu prestaköllunum í Skagafírði yrði látinn þjóna á Sauðárkróki meðfram störfum í sínu prestakalli þá er vandi að velja hver það skyldi vera. Eðlilega þætti þeim presti sem til þess veldist, sér mismunað. Hann einn þyrfti að bæta á sig aukastörfum en hinir ekki. Einn þessara presta yrði þó að velja til að þjóna að hluta til á Sauð- árkróki og í ljósi þeirra breytinga sem rætt er um væri eðlilegast að það yrði presturinn á Mælifelli. Séra Ólafur yrði þá í t.d. 30 pró- sent starfi á Sauðárkróki. Hefði kannski ákveðna messuskyldu í mánuði, t.d. bamamessu, messu á sjúkrahúsi eða samkomu með öldr- uðum. Hann myndi þá leysa mig af að einum ijórða. Sauðárkróks- prestakall er eina kallið í Skaga- firði sem líkur eru til að stækki á næstu árum og t.d. hefur á undan- fömum 8 áram fjölgað þar um nær 500 manns. Að sjálfsögðu þarf kirkjan að taka mið af veralegum búsetubreytingum, það er eðlilegt að prestar þjóni fólkinu í landinu. Prestar í Skagafirði hafa nú þegar með sér allmikla samvinnu og nú veltur það á henni hvort grestsetrin í sveitunum haldast öll. Ég lít ekki á þetta mál sem byggðarmál heldur snýst þetta að mínu mati um að kirkjan í prófastdæminu hagi sínu staifi þannig að það komi að sem bestum notum og hún skipi sínum starfsmönnum þannig að sem best fari fyrir heildina. Prestar og prest- setur era engin minnismerki heldur era prestar þjónar hinnar lifandi kirkju í landinu. Breytingar hljóta alltaf að verða á skipulagi, hins vegar má ekki fara of geyst, fólk þarf að geta sætt sig við nýbreytni og áttað sig á þörfinni fyrir henni. Ef kirkjan vill ekki stjóma breyting- um sjálf þá gerir ríkisvaldið það eins og hingað til hefur gerst þegar prestaköll hafa verið lögð niður. Nú viljum við reyna að stýra í gegn- um breytingaskeið og halda jafn- framt eðlilegum tengslum við hefð og sögu. Breytingar verða nú eins og alltaf en við ráðum engu um þær ef við neitum að horfast í augu við breytt þjóðfélag og breytta kirkju, bæði vegna búsetubreytinga og breytinga á stöðu og hlutverki prestsins í íslensku samfélagi.“ Þannig hljóðaði ræða prestanna í Skagafirði og má víst telja að mörg þau rök sem þeir færðu fyrir sínu máli eigi við í öðram sveitum landsins þar sem til stendur sam- kvæmt hinu nýja framvarpi að hnika til skipan prestakalla. Þetta mál er þó engan veginn til lykta Ieitt. Kirkjuráð og hugsanlega kirkjuþing á eftir að fijalla um það áður en kemur til kasta Alþingis. Þegar þangað kemur má búast við heitum umræðum þvi svona mál lúta ekki alltaf lögmálum kaldrar rökhyggju. Breytingar í sveitum landsins era fyrir mörgum tilfinn- ingamál, eins og kannski allar breytingar era, öðram þræði, og þá því meiri sem hefðin er sterkari og breytingin róttækari." TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR b hreppsnefnd að halda fund um málið. Við teljum málið það um- fangsmikið að halda þurfi borgara- fund um það. Við teljum málið þess eðlis og það umfangsmikið að það sé skylda hreppsnefndar að gefa bæjarbúum greinargóðar upplýs- ingar um allt þetta mál frá upp- hafi,“ sagði Bjöm Grétar. Það kom einnig fram hjá Bimi að verkalýðsfélagið harmi að verk- taki úr öðrum landshluta skuli fá svona stórt verkefni hér á staðnum. Og hann minnti á útlit og horfur í atvinnumálum þessa dagana. Sveitarstjóri Hafnarhrepps upp- lýsti að Húsanes sf. muni skrá starf- semi sína hér i hreppi og greiða af henni gjöld. Ennfremur kvað hann þennan verktaka ávalt hafa notað undirverktaka mjög mikið er þeir hefðu haft verk með höndum utan, heimabyggðar sinnar. Fram- kvæmdir við kaupleiguíbúðirnar eiga að hefja að einum til tveimur mánuðum liðnum. Fyrstu íbúðum á að skila 1. nóvember 1989. Þegar hafa yfír 30 umsóknir borist um þessar 14 íbúðir, bæði frá einstakl- ingum og ijölskyldufólki. Ekki hef- ur verið gengið frá stofnun fram- kvæmdafélags um verkið, en einna helst komu þar til álita verkalýðs- félagið Jökull og Kaupfélag Aust- ur-Skaftfellinga. Það er þó nokkuð ljóst á ummælum Bjöms Grétars Sveinssonar að tæplega muni verkalýðsfélagið stana að þeim fé- lagsskap við óbreyttar aðstæður. En svo virðist að mikið hitamál sé í deiglunni á Höfn þessa dagana. - JGG EGGERT feldshri Ejstá Skdavördnstígnu m Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Af húsbónda og hundinum hans Vinimir Hahci og húsbóndi hans, meðan allt leikur í lyndi. Úr mynd- inni Kæri Hachi, sem byggð er á sönnum atburðum og kunnir urðu um allt Japan. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Kæri Hachi — „Hachi-ko“ Leikstjóri Seijiro Koyama. Hand- rit Kaneto Shindo. Kvikmynda- tökustjóri Masahisa Himeda. Að- alleikendur Tatsuya Nakadai, Kaom Yachigusa, Mako Ishino, Toshiro Yanagiba. Japönsk. Shochiku Co., Ltd 1986. Þessi vinalega og einkar mann- lega japanska mynd, sem sló öll aðsóknarmet þarlendis fyrir tveim- ur áram, ijallar svo sannarlega um alþjóðlegt efni — tryggðaböndin milli manns og hunds. Sögur af vináttunni milli þessara ferfætlinga og okkar mannanna lifa hvarvetna á byggðu bóli, en mynd- in segir frá því er prófessor nokkur fær hundinn Hachi að gjöf frá göml- um nemanda og hvemig böndin treystast á milli þeirra. Hachi, sem er kannski óvenjulega gáfaður, fylgir jafnan húsbónda sínum á brautarstöðina á morgnana, en bætir fljótlega um betur og fer að taka á móti honum er hann kemur frá kennslu í eftirmiðdaginn. Áram sa'man var þessi tryggi, lubbalegi vinur hans mættur á réttum tima og beið fegins endurfundanna. Og eftir að prófessorinn dó, mætti Hachi á sínum tíma, vongóður uns hans dagar vora einnig allir. Þá minntust íbúar hverfisins hinnar miklu tryggðar hundsins og létu reisa honum minnisvarða. Þessi ljúfa, óvenjulega hlýja mynd er sögð án nokkurra krúsid- úllna og hæfir það efninu vel. Fram- setningin hrein og bein, en frásagn- armáti Japana er jú talsvert frá- bragðinn okkar, þeim liggur ekki þessi ósköp á. ínntakið kemst vel til skila, hinn dýrðlegi, óútskýran- legi skilningur í þögulu sambandi mannsins og besta vinar hans. Sem byggist, líkt og bestu sambönd okk- ar mannanna — á gagnkvæmu trausti og virðingu. FERSKLEIKI ER OKKAR FAG mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.