Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 23 C_ 0 Krakkkamir í Ólafsvík em að vonum kátir með nýja leiksvæðiuð Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Ólafsvík: Foreldrarnir gerðu leik- völlinn í sjálfboðavinnu Ólafsvík KOMINN er nýr leikvöllur í Ólafsvík, sem félagsmenn í for- eldra- og kennarafélagi Grunn- skólans í Ólafevík höfðu veg og vanda af að gera. Það var í ársbyrjun að félagsmenn ákváðu að gera leikvöll eftir hug- myndum Sigurðar Guðmundsson- ar í menntamálaráðuneytinu. Bæj- aryfirvöld fundu leikvellinum stað og síðan var hafist handa. Hans Óli Hansson stýrði verkinu sem unnið var í sjálfboðavinnu og ýms fýrirtæki í Olafsvík gáfu efni og fé. Bömin hér í Ólafsvík eru mjög ánægð með nýja leikvöllinn og sækja hann óspart. B.G. Nýi leikvöllurinn í Ólafevík Kaupfélag Norður-Þing- eyinga fær greiðslustöðvun Ljóðmæli Olais Stefánssonar ÚT ERU komin ljóðmæli Ólafs Stefánssonar sem kunnur var fyrir skáldskap sinn á þriðja tug þessarar aldar, en andaðist 26 ára árið 1930. Útgefandi ljóð- mælanna er Anna Jónsdóttir en dr. Jónas Kristjánsson bjó þau til prentunar. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ólafur var í flokki ungra róttæktra manna, náinn vinur Einars Olgeirs- sonar og Vilhjálms S. Vilhjálmsson- ar.“ Fremst í ljóðabókinni em birt eftirmæli sem Vilhjálmur skrifaði við_ lát hans í tímaritið Kyndil. í bókinni, sem er 116 blaðsíður em 90 ljóð. - Bjartsýnn á nauða- samninga, segir kaup- félagsstjórinn KAUPFÉLAG Norður-Þingey- inga á Kópaskeri hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja mán- aða. Eysteinn Sigurðsson, kaup- félagssijóri, segist vera bjartsýnn á að nauðasamningar náist við lánardrottna og gjaldþroti verði forðað, þar sem greiðslustöðvun- in hafi komið í tæka tíð áður en skuldirnar voru orðnar óyfirstíg- anlegar. Eysteinn sagði að orsaka erfíð- leika í rekstri kaupfélagsins væri að leita í samdrætti í landbúnaði og verslun. Gríðarlegur fjármagns- kostnaður hefði síðan bæst þar við. Eiginfjárstaða hefði þó verið jákvæð þar til á síðari hluta þessa árs og vonuðu menn að staðan væri ekki komin það neðarlega nú að hægt væri að ná nauðasamningum. Eysteinn sagði að endurskipu- leggja þyrfti rekstur KNÞ á greiðslu- stöðvunartímabilinu. Hann sagði að reksturinn yrði þó óbreyttur í bili, en KNÞ rekur útibú á Raufarhöfn og í Ásbyrgi. Viðræður um samvinnu KNÞ við Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri og Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík hafa farið fram undan- fama mánuði og sagðist Eysteinn vona að eitthvað væri hægt að gera í samvinnu við þau. í fyrra var velta KNÞ rúmlega 300 milljónir króna og tap á rekstri þess 15 milljónir. Á launaskrá hjá KNÞ em 47 manns, þar af 30-35 á Kópaskeri. Atvinnuástand á Kópa- skeri hefur verið gott undanfarið. Útvegsbankinn Jólahrað- skákmót ÁRLEGT jólahraðskákmót Út- vegsbanka íslands fer fram á annan í jólum í afgreiðslusal aðal- bankans við Austurstræti og hefet kl. 14. Keppendur verða 18 talsins og er áætlað að mótinu Ijúki um ld. 18.30. Þetta er í áttunda sinn sem bank- inn heldur þetta mót en á síðasta jólamóti bar Jóhann Hjartarson sig- ur úr býtum. Hann er meðal þátttak- enda og er þetta síðasta tækifærið til að sjá hann að tafli fyrir einvígið við fyrmm heimsmeistara, Anatoly Karpov, sem hefst í Seattle í næsta mánuði. Þá verður Friðrik Ólafsson meðal þátttakenda en Útvegsbanka- mótið er eina opinbera mótið sem Friðrik hefur tekið þátt í undanfarin ár. Vegna mótsins verður bankinn opinn fyrir skákáhugamenn. Skák- stjóri verður Ólafur Ásgrímsson al- þjóðlegur skákdómari. Mismunur á flugfargjöldum: Verð ýmist hærra hér eða erlendis - segir Einar Sigurðsson MISMUNUR á fargjöldum Flugleiða eftir því hvort farmiðinn er keyptur hér eða erlendis er breytilegur eftir löndum og verðið ýmist hærra hér eða úti, að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafiiU- trúa Flugleiða. í baksíðufrétt Mórgunblaðsins á miðvikudag var frá því sagt að farmiðar, sem keyptir væru erlendis, væru um 10% ódýrari en miðar fyrir sömu áætlunarleiðir, sem keyptir væru hér heima. Einar segir að til dæmis sé fargjald til Kaup- mannahafnar nú dýrara hér en hafi verið Dönum dýrara í fyrra. Að sögn Einars eru öll grunnfar- gjöld reiknuð í sterlingspundum, en síðan umreiknuð í gjaldmiðil við- komandi lands samkvæmt ákveð- inni reikniformúlu. í formúlunni er m.a. tekið mið af efnahagsástand- inu, til dæmis launa- og gengis- þróun í viðkomandi landi og þvf er verð flugmiða milli landa mismun- andi. „Fargjald sem er íslenskum kaupendum hagstætt í dag getur orðið óhagstætt á morgun og öfugt,“ sagði Einar. „Það er einnig vert að hafa í huga að þótt munur sé á fullu far- gjaldi, gildir oft ekki það sama um afsláttarfargjöld. Aðeins um 10% farþega okkar greiða fullt fargjald, hinir eru á mismunandi afsláttar- gjöldum. Svo dæmi sé tekið er fullt fargjald til London íslendingum óhagstætt að þess leyti en afsláttar- fargjaldið er ódýrara hér,“ sagði Einar. Hann sagði að svona verð- mismunur milli landa væri mjög algengur hjá flugfélögum og allt upp í 30% hjá ýmsum erlendum félögum. Þá væri þessi mismunur alls ekki sá sami á öllum leiðum. Abendingar frá LÖGREGLUNNI: Óhöpp og Ijónstilkymimgar Með nýjum umferðarlögum er fólki, sem lendir í umferðaró- höppum, ekki lengur gert skylt að kalla til lögreglu, nema í þeim tilvikum að slys verði á fólki og þar sem tjón hefur orðið á eignum, en enginn viðstaddur til að taka við upplýsingum. Auk þess beinir lögreglan þeim tilmælum til fólks að það kalli lögreglu á vettvang í þeim tilvikum er mikið eignatjón verður og óökufær ökutæki teppa umferð um veg eða götu, þar sem um gróf umferðarlagabrot er að ræða, s.s. akstur gegn rauðu ljósi, brot á stöðvunarskyldu, vegna langra hemlafara, þegar útlendingar eiga hlut að máli, þegar ökumaður á vett- vangi getur ekki-sýnt fram á með ökuskírteini að hann hafí ökuréttindi og þegar grunur er um að ökumaður sé undir áhrif- um áfengis. í öðrum tilvikum á að vera nægilegt að fólk, sem lent hefur í ohöppum, fýlli út tjónstilkynningareyðublöð tryggingarfélag- anna, án afskipta lögreglu. Eyðublöðin eru einföld og aðgengi- leg. Okumennimir fylla í sameiningu út framhliðina, gera af- stöðumynd og votta síðan hvor (eða hver) um sig með undir- skrift að upplýsingamar, sem þar koma fram, séu réttar. Öku- mennimir taka síðan hver sitt eintak. Að því búnu fyllir hver út bakhliðina og kemur þar að þeim upplýsingum, sem hann telur að máli skipti varðandi aðdraganda óhappsins. Eyðublöðun- um er síðan komið til viðkomandi tryggingarfélaga. Nokkuð hefur borið á að fólk hafí ekki eyðublöðin í ökutækj- um sínum, treysti sér einhverra hluta vegna ekki til að nota þau eða telji sig þurfa utanaðkomandi aðila, lögreglu, til þess að rita skýrslu um málavexti. Lögreglan ritar niður upplýsingar eftir frásögnum ökumanna tii þess að geta gert skýrslu um málavexti. Þá dregur hún upp afstöðu ökutækjanna eins og þau eru eftir óhappið. Þetta ætti flest fólk að geta gert sjálft á eyðublað tryggingarfélaganna. Lögreglan hefur hingað til ekki skorast undan aðstoð við fólk, sem telur sínum málum betur komið með tilhlutan lögreglu. Hins vegar er rétt að hvetja fólk til þess að kynna sér vel notk- unarmöguleika eyðublaðanna og gera sér grein fyrir tilgangi þeirra. Akjósanlegast er að enginn þurfí að nota eyðublöðin, en það geta þeir einir, sem komast hjá óhöppum. kmmmmmmmammmmmmBmmmmmmmmmmmJ f INDiAN TonícWater CCWTJUNSQUIMNf 'CHWEPPESSNCE1W5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.