Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23- DESEMBER 1988
BANDARÍSK BREIÐÞOTA FERST YFIR SUÐUR-SKOTLANDI
258 fórust með þotunni og ekki
Reuter
Bréf starfsmannastjóra bandaríska sendiráðsins í Moskvu þar sem
skýrt er frá sprengjuhótuninni.
Sprengjuhótun barst
Moskvu. Routcr.
BANDARÍSKU flugmálastjórn-
inni (FAA) barst um það hótun
færri en 15 létust í bænum Lockerbie:
5. desember sl. að skemmdar-
verk yrði unnið á Pan Am þotu
á flugleið frá Frankfurt. Þaðan
kom þotan, sem fórst yfir Skotl-
andi. Talsmaður bandaríska
sendiráðsins í Moskvu skýrði
frá þessu í gær.
Reuter
Móðir eins farþega Pan Am
breiðþotunnar lætur harm sinn í
ljós á Kennedy-flug-vellinum í
New York eftir að hafa fengið
fregnir um að þotan hefði farizt
í Skotlandi. Eiginmaður konunn-
ar reynir að hughreysta hana.
t hn• boon notlflod fc»y th« Fodcrol Aviation Adminiatrotion
thot on Dcccmbar 5, .1988, an uniðpntifi«d individual taleþhonad
• U.S- diploMtic facllity in Europ« and atatcd that somctimc
within tho n*xt two vcck■ therc wouid b« m bombing attcmpt
•qoinot a Pan Anorican aircraft flyin<j fxoa rrankfurt to tho
Unitcd Statoa.
Tho fAA raporta thot tho r«liability of th« information connot
ba aaacaaod at thi• polnt, but thc appropriatc polico outhorltica
hovc bccn notifiod ond orc purau 1 nq tho Mttor. Pan Am hoa olso
þ««n notificd.
1« vi«w o f tho laoþ of coníirmation of thi• lnformqtion, l’omt
loavom to the discrction of individual travalcr■ ony dacisiona
on altorinq ptraonal traval plana or chanyinq to nnotlicr
Aawrican carriar. Thi■ dos> nofc ahmolv® th* travci*r from
Amwricmn corriar.
t Ail Emboaay Employccs
Jörðin skalf og logandi
braki rigndi yfir bæinn
1 zw'knrhín Thn Dnilv Tolonrranh Routor
Lockerbie, The Daily Telegraph, Reuter.
BJÖRGUNARMENN í bænum
Lockerbie i Suður-Skotlandi
höfðu síðdegis i gær fundið lik
um 150 þeirra 258 manna sem
voru um borð í Boeing 747 breið-
þotunni sem hrapaði þar tíl jarðar
á miðvikudagskvöld. Talið er að
ekki fterri en 15 manns hafi beðið
bana á jörðu niðri. Sjónarvottum
bar saman um að braki og logandi
eldsneytí hefði rignt yfir bæinn
er þotan fórst en líkiegt er talið
að um skemmdarverk hafi verið
að ræða. Andrés prins og Margar-
et Thatcher, forsætísráðherra,
komu 1 gær til Lockerbie tíl að
votta íbúunum samúð sina. Thatc-
her sagði að aðkoman væri mun
hryllilegri en hún hefði gert sér
i hugarlund eftir að hafa séð sjón-
varpsmyndir af slysstaðnum.
Sjónarvottar kváðust telja að þot-
an hefði hrapað til jarðar í þremur
eða fjórum hlutum en brakið dreifð-
ist yfír 20 kílómetra svæði.
Hluti þotunnar hrapaði á bensín-
stöð í Lockerbie en þar búa um
10.000 manns. Logandi brakið þeytt-
ist yfír nærliggjandi hús. „Allt lýstist
upp og það var bókstaflega sem eldi
rigndi af himnum," sagði einn þeirra
sem sá brakið falla til jarðar. „Við
sáum risastóran eldhnött á himni og
síðan skalf jörðin eins og í jarð-
skjálfta".
Hluti braksins kom niður á þjóðveg
A74 sem liggur í gegnum bæinn til
Glasgow og er óttast að ótilgreindur
Qöldi manna hafí týnt lífí er kvikn-
aði í bifreiðum þeirra. Þotan kom
niður á bensínstöðina í þá mund sem
ég ók framhjá. Gríðarleg sprenging
kvað við Ég sá ekkert nema eldhaf,"
sagði einn sjónarvóttanna í viðtali
við fréttamann dagblaðsins The Da-
ily Telegraph. „Vegurinn allur virtist
loga. Tvö hús stóðu í björtu báli. Við
reyndum að komast að brakinu en
það var ekki hægt sökum hitans,“
sagði annar.
„Varð að hörfa vegna
hitans“
Tugir húsa stórskemmdust og að
minnsta kosti átta heimili brunnu til
grunna en eldra fólk býr einkum í
þeim hluta Lockerbie þar sem þotan
kom niður. Ekki var fulljóst síðdegis
í gær hversu margir létust á jörðu
niðri en talsmenn lögreglu kváðu að
minnsta kosti 15 manns hafa farist.
Heillegasti hluti þotunnar, flug-
stjómarklefínn, kom niður nærri
kikijugarði í rúmlega þriggja kíló-
metra flarlægð frá bænum og einn
Reuter
Margaret Thatcher, forsætísráð-
herra Bretlands, á slysstaðnum
í gær. í bakgrunni sést flug-
stjómarklefi breiðþotunnar.
hreyfillinn hafnaði skammt frá heim-
ili í útjaðri bæjarins. Annar hafnaði
á einni götu bæjarins og grófst rú-
man meter ofan í malbikið. „Ég
rejmdi að komast að húsunum til að
hjálpa íbúunum út en varð að hörfa
sökum hitans. Það var vonlaust að
reyna að gera eitthvað," sagði einn
bæjarbúa, Ronnie Callender að nafni,
í viðtali við fréttamann Reuters-
fréttastofunnar.
Takmarkalaus hrylling-ur
Fjölmargir bæjarbúa voru á mið-
vikudagskvöld fluttir á brott vegna
þess að heimili þeirra höfðu orðið
fyrir skemmdum. I dögun í gær hafði
tekist að slökkva eldana og gat þá
víða að líta stóra giga þar sem áður
stóðu hús. Á götunum stóðu ónýtar
bifreiðar, gluggar í hundruðum húsa
voru brotnir, þök viða skemmd og
víða mátti enn sjá brak á götum og
í húsagörðum. Lik hinna látnu voru
flutt í ráðhús bæjarins sem þegar
var búið að skreyta í tiiefni jólahátí-
ðarinnar.
Sjónarvottum bar saman um að
alger ringulreið hefði gripið um sig
er logandi brakið steyptist yfír bæ-
inn. Fréttamaður breska útvarpsins
BBC sem kom til Lockerbie á mið-
vikudagskvöld sagði hiyllinginn tak-
markalausan og kvað almenna skelf-
ingu hafa gripið um sig. Hjúkruna-
rfólk tók í sama streng og kvaðst
ökumaður sjúkrabifreiðar einnar
hafa keyrt fram á nokkra særða
bæjarbúa sem orðið hefðu fyrir braki
og málmflísum. „Drunur kváðu við
og síðan gaus upp eldhaf. Ég hljóp
eins og ég frekast gat og beygði inn
í húsasund og fékk þá málmstykki
í höfuðið," sagði aldurhniginn íbúi
bæjarins við fréttamenn er gert var
að sárum hans í ráðhúsinu.
Mannskæðustu
fluglys sögunnar
HÉR fer á eftír yfirlit yfir mann-
skæðustu slys sem orðið hafa í
sögu farþegaflugs:
27. mars, 1977:Tvær farþegaþotur
af gerðinni Boeing 747, önnur frá
hollenska flugfélaginu, KLM, hin í
eigu Pan American, rekast saman á
flugvellinum í Santa Cruz de Tene-
rife á Kanarí-eyjum. Slysið er mann-
skæðasta flugslys sögunnar, 583
farast.
12. ágúst, 1985:Boeing 747 þota í
eigu Japan Air Lines rekst á Ogura-
ijall. Allir þeir sem um borð eru, 520
manns, farast.
3. mars, 1974:346 manns týna lífi
er þota af gerðihni DC-10 frá Turk-
ish Airlines hrapar í skóglendi
skammt frá París skömmu eftir flug-
tak frá Orly-flugvelli.
23. júnf, 1985:Boeing 747 þota í
eigu Air India steypist í hafið
skammt undan strönd Irlands. Talið
er að sprenging hafí orðið um borð.
Allir farþegamir og áhöfnin, alls 329
manns, týna lffí.
3. júlí, 1988:Bandaríska herskipið
Vincennes skýtur niður íranska þotu
af gerðinni A-300 Airbus yfír Persaf-
lóa. 301 maður týnir lífi.
25. maí, 1979:290 manns farast er
DC-10 þota í eigu American Airlines
hrapar skömmu eftir flugtak frá
O’Hare-flugvelli í Chicago.
1. september, 1983:Sovésk herþota
grandar Boeing 747 þotu í eigu Kor-
an Air Lines innan sovéskrar loft-
helgi skammt undan Sakhalín-eyju.
269 manns týna lífí.
28. nóvember, 1979:DC-10 þota í
nýsjálenska flugfélagsins Air Zea-
land rekst á Erebus fjall á Antartíku
á leið frá Auckland til Suður-Pólsins.
257 manns farast.
12. desember, 1985:DC-8 þota í
eigu Arrow air hrapar skömmu eftir
flugtak frá Gander á Nýfundna-
landi. Um borð eru bandarískir her-
Þotan fór frá
Frankfurt,V-Þýsk.
^ -v NorOursjór
gjS km ■
Lockerbie\ ■“* .....'
Y" 1 ~
— London
'■]iNGLANDUýsir- i
' * j
Boeing
747
Hæft: 19,2 mi
Langd: 70,6 m
Vænghaf: 59,4 m
Farþagafjöldi (hámark):
381
HEIMILDIR: Jane's All the World's Alrcraft,
The Airline Reference Guide, AP
FAA barst hótunin símleiðis frá
ókunnum aðila, sem hringdi í
bandaríska sendiráðið í Helsinki.
Aðeins var sagt að skemmdarverk
yrði unnið á Pan Am þotu á flug-
leiðinni frá Frankfurt í Vestur-
Þýzkalandi til Bandaríkjanna á
næstu tveimur vikum.
Sendiráðið í Moskvu gaf út við-
vörun til starfsmanna sinna 13.
desember þar sem þeim var skýrt
frá hótuninni.
Þeim var þó ekki ráðlagt að
forðast að fljúga með Pan Am.
Starfsmenn sendiráðsins ferðast
venjulega milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna með Pan Am þot-
um, sem fljúga um Frankfurt.
Sendiráð Bandaríkjanna um heim
allan voru látin vita af hótuninni.
Þá var frá því skýrt í gær að
á síðustu tveimur mánuðum hefði
bandaríska utanríkisráðuneytið
varað öll bandarísk flugfélög, sem
fljúga til Evrópu, við „meiriháttar
sprengjuhættu."
Ráðuneytið sagðist byggja á
uppiýsingum frá bandarísku
leyniþjónustunnin (CIA) og leyni-
þjónustu hersins (DIA). Aðvörun
þess komst hins vegar aldrei fyrir
sjónir almennings.
Talsmaður Pan American neit-
aði því í gær að flugfélaginu hefði
borizt aðvörun ráðuneytisins.
KRTN
menn á leið heim í jólalaeyfí. Allir
um borð, 256 manns, farast.
1. janúar 1978:Sprenging verður um
borð í Boeing 747 þotu í eigu Air
India skömmu eftir flugtak frá
Bombay. Þotan hrapar í hafið og
allir þeir sem um borð eru, 213
manns, týna lífí.
4. desember, 1974:DC-8 þota í
leiguflugi hrapar í óveðri nærri
Kólombó á Sri Lanka. 191 maður
ferst.
9. maí, 1987:Sovésk þota af gerðinni
IIjúsjín-62 hrapar í skóglendi
skammt frá Varsjá. Allir um borð,
187 manns, farast en þetta er mesta
flugslys í sögu Póllands.
15. nóvember, 1978:DC-8 þota í
eigu Flugleiða hrapar skammt frá
Katunyake-flugvelli í Kólombó á Sri
Lanka. Flugvélin hafði verið tekin á
leigu af Garuda Indonesian Airlines
og var hún f pflagrímafiugi. 183 far-
ast en um borð voru 259 farþegar
og 13 manna íslensk áhöfn.
27. nóvember, 1983:183 farast er
Boeing 747 þota frá Kólombíu hrap-
ar nærri Barajas-flugvelli í Madrid.
13. október, 1972:Iljúsjfn-62 þota í
eigu sovéska flugfélagsins Aeroflot
hrapar til jarðar nærri Moskvu. 176
farast.