Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Danmörk: ---- > Grunsamlegnr Ir- ani situr fund með forsætisráðherra Kaupmannaliöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttamanni Morgunbladsins. DANSKIR sljórnmálameim úr ýmsum flokkum hafa krafist skýringa á, hvemig á því stendur, að írani, sem orðaður hefur verið við hryðjuverk og morð á 13 manns, gat gengið rakleiðis inn í forsætis- ráðuneytið í Kaupmannahöfn sem fulltrúi í íranskri sendinefnd og setið fund með Poul Schliiter forsætisráðherra. íraninn, Wahid Gordji, var kall- aður til yfirheyrslu hjá frönsku lög- reglunni 1986 vegna rannsóknar á hryðjuverkabylgju, sem reið yfír Gandhi í Kína: Friðsamleg samskipti í fyrirrúmi Peking. Reuter. OPINBERRI heimsókn Rajivs Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, til Kina lauk i gær, en hún hófet sl. mánudag. Gandhi sagði að með heimsókn sinni hefði verið lagður homsteinn að friðsamleg- um og traustum samskiptum ríkjanna. Þjóðirnar áttu i landa- mærastríði árið 1962 og þær gera enn kröfiir til stórra landsvæða innan landamæra rfkja hvors ann- ars. A blaðamannafundi í Peking í gær sagði Gandhi að þjóðimar gætu bætt samskipti sín á öðrum sviðum á meðan unnið væri að því að leysa landamæradeilur ríkjanna. Hann sagði megintilgang ferðar sinnar að að koma á persónulegum tengslum við kínverska ráðamenn. Eftir blaða- mannafundinn átti hann óvænt fund með Li Peng, forsætisráðherra, þar sem þeir sömdu um að skipuð yrði nefnd háttsettra embættismanna til þess að finna lausn á landamæradeil- unni. í ferðinni ræddi Gandhi einnig við Zhao Ziyang,formann kínverska Kommúnistaflokksins, Deng Xiaop- ing, valdamesta mann Kína, og Yang Shangkun forseta landsins. Ákveðið var að þjóðimar tækju upp aukin samskipti á ýmsum sviðum. f gær undirrituðu Indveijar og Kínveijar gagnkvæman loftferðasamning. Síðan hélt Gandhi til hinnar fomu borgar Xian en heimsókn hans til Kína Iauk í gær. Parísarborg og kostaði 13 mannslíf, auk þess sem 50 manns slösuðust. Gordji sinnti ekki kalli lögreglunn- ar, heldur leitaði skjóls í íranska sendiráðinu, þar sem hann hélt sig í fimm mánuði. Allan þann tíma stóð franska lögreglan vakt um sendiráðið. Samkvæmt því, sem fram kemur í dönskum blöðum, var nafn Wahids Gordjis ekki á upprunalega listan- um yfir írönsku nefndarmennina, sem áttu að hitta Schliiter. Á síðustu stundu var nafn eins nefnd- armanna fellt niður, en nafti Gordj- is sett í staðinn, og hann gekk á fund danska forsætisráðherrans, sem bauð hann velkominn í ráðu- neytið. Viggo Fischer, fulltrúi íhalds- flokksins í laganefnd Þjóðþingsins, segir í viðtaii við Berlingske Tid- ende, að það sé mjög bagalegt, að Poul Schluter skuli hafa verið settur í þessa aðstöðu, og Bjem Elmquist, Venstre, formaður utanríkismála- nefndar, hefur farið fram á, að skýring verði gefin á málinu á næsta fundi nefndarinnar. Fram kemur í Berlingske Tid- ende, að Gordji hafi fengið vega- bréfsáritun til Danmerkur í danska sendiráðinu í Stokkhólmi, auk þess sem sendinefndin hafi þar m. a. gengið á fund Stens Andersons ut- anríkisráðherra. Gert Petersen, formaður Sósíal- íska þjóðarflokksins, segir, að þetta sé hneyksli og vísar til þess, að stjómvöld séu ævinlega fljót að vísa frá sér fulltrúum Frelsisfylkingar Palestínu (PLO). Flemming Kofoed Svendsen, formaður Kristilega þjóðarflokksins, segir aðéins, að þetta „hefði aldrei átt að verða“. Danska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja opinberlega. Heimildarmaður Berlingske Tid- ende í ráðuneytinu segir, að margir þeirra fulltrúa, sem koma frá ríkjum þriðja heimsins, séu fyrrum her- menn og blóðugir upp fyrir axlir. Þannig sé ákaflega erfitt að fara í manngreinarálit, þegar slíkar nefndir eigi í hlut. Reuter Shevardnadze á Filippseyjum Sovéski utanríkisráðherrann, Eduard Shevardnadze, kom í gær í eins dags heimsókn til Filippseyja og sagði þar að til greina kæmi að Sovétríkin drægju einhliða lið sitt á brott frá Cam Ranh- flotastöðinni í Víetnam. I september bauðst Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtogi til að leggja stöðina niður ef Bandaríkjamenn drægju á brott lið sitt frá Subic- og Clarkstöðvunum á Filippseyj- um. Shevardnadze hét því jafnframt að Sovétmenn myndu ekki styðja við bakið á kommúnískum uppreisnarmönnum á FUippseyj- um. Corazon Aquino Filippseyjaforseti hrósaði Sovétmönnum fyrir tilraunir þeirra i þá átt að draga úr spennu í heimsmálunum. Reuter Shimon Peres (t.v.), leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael og fjármálaráðherra nýrrar stjórnar lands- ins, og Yitzhak Shamir (t.h.), formaður hægriflokksins Likúds og forsætisráðherra, undirrita stjómar- sáttmálann í gær. Á mifli þeirra er Moshe Shahai, orkumálaráðherra. + Israel: Andóf gegn PLO helsta mál nýju stjórnarinnar __ Jerúsalem, Belgrað. Reuter. Á FUNDI í ísraelska þinginu í gær var traustsyfirlýsing við nýja samsteypustjóra Likuds og Verkamannaflokksins sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta. Ér Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra úr Likúd, kynnti stjóraina á þingi hvatti hann stjómir arabaríkja til að heQa viðræður við ísraelsstjórn um frið en tók fram að ísraelar myndu aldrei ræða við fulltrúa Pólland: Nýr flokkur til höf- uðs kommúnisma Varsjá. Reuter. RÓTTÆKIR félagar í Pólska sósíalistaflokknum, PPS, sem er bann- aður, sögðu á miðvikudag frá stofnun nýs flokks, sem hefiir það helst á sinni stefhuskrá að uppræta kommúnismann. Ennfremur voru gerðar breytingar á forystuliði kommúnistaflokksins en stjórn- völd höfnuðuðu skilmálum Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssam- taka, fyrir „hringborðsumræðum“ um framtið Póllands. Nýi flokkurinn heitir Lýðræðis- að lappa upp á kommúnismann, við byltingin og stofnun hans sýnir vel þann klofning, sem kominn er upp innan pólsku stjómarandstöðunnar, milli hófsamra manna, sem vilja ræða við stjómvöld, og þeirra, sem vilja steypa kommúnismanum með valdi ef nauðsyn krefur. Tók flokk- urinn til dæmis þátt í að skipu- leggja mótmæli í Varsjá fyrr í mán- uðinum þar sem hrópað var „Niður með kommúnismann" og lögreglan var grýtt. „Við kærum okkur ekkert um viljum losna við hann,“ sagði i yfir- lýsingu frá nýja flokknum á mið- vikudag. í ræðum Wojciech Jaruzelskis, leiðtoga Póllands, og fleiri forystu- manna kommúnistaflokksins á tveggja daga fundi miðstjómar flokksins, sem lauk á miðvikudags- kvöld, kom fram að afstaða flokks- ins til formlegs samkomulags við stjómarandstöðuna hafa harðnað og minnkandi líkur eru á því að af viðræðum þessara aðila verði. Forseti Vanuatu í gæzluvarðhaldi Port Vila. Reuter. ATI George Sokomanu, forseti Kyrrahaferíkisins Vanuatu, var hand- tekiun á miðvikudag, úrskurðaður í gæsluvarðhald og sakaður um að hafa hvatt til uppreisnar. Hann á allt að lffetíðar fengelsi yfir höfði sér. Sokomanu reyndi að mynda nýja ríkisstjóm um helgina og skipaði frænda sinn, Barak Sope, forsætis- ráðherra til bráðabirgða. Fyrir var ríkisstjóm Walters Linis forsætisráð- herra. Hann hvatti einnig lögregluna og þjóðvarðlið eyjanna til að styðja bráðabirgðastjómina. Þing eyjanna samþykkti á þriðjudag ályktun, þar sem forsetinn er sakaður um að hafa hvatt til uppreisnar, gerst sekur um landráð og stórkostlegt misferli í embætti. Þingið krafðist þess einnig að kjörmannaráð eyjanna ræki So- komanu úr embætti. Forsetinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir fimm mínútna réttarhöld, sem fóru fram án veij- anda. Dómarinn vísaði málinu til hæstaréttar. Saksóknari Vanuatu sagði að forsetinn ætti fleiri ákærur yfir höfði sér. Frelsishreyfíngar Palestínu- manna (PLO). Athygli vekur að í stjórnarsáttmálanum er ekkert minnst á hugmyndir um alþjóð- lega ráðstefiiu á vegum Samein- uðu þjóðanna til að semja um frið í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Shamir er andvigur slíkum hugmyndum en Shimon Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, er gegnir stöðu (jár- málaráðherra og varaforsætis- ráðherra nýju stjórnarinnar, er þeim meðmæltur. Shamir sagði að stjómin myndi leggja sig fram um að eyða þeim pólitíska árangri sem PLO hefur náð á alþjóðavettvangi að undan- fömu en um 70 ríki hafa nú viður- kennt hið nýja ríki Palestínu- manna. Hann sagði að sigrar PLO hefðu gert það afar brýnt að ná samkomulagi við Verkamanna- flokkinn en deilur eru innan Likúd vegna stjómarmyndunarinnar. Ákafir hægrisinnar vildu að gengið yrði til samstarfs við ýmsa hægri- sinnaða smáflokka. Shamir hvatti Egypta, sem eru eina arabaþjóðin er samið hefur um frið við Israel, til að hafa milligöngu um frið milli ísraels og arabaríkjanna og jafn- framt hvatti hann Jórdani og pa- lestínska fulltrúa, er ekki tengdust PLO eða „öðrum hryðjuverkasam- tökum" til að taka þátt í beinum viðræðum við ísraelsstjóm. Shamir og Peres hafa einnig samið um að stjómin leggi sig fram um að kveða sem fyrst niður upp- reisn Palestínumanna á hemumdu svæðunum en hún hefur nú staðið í eitt ár. Peres hefur verið gagnrýndur í eigin flokki fyrir að láta undan harðlínumönnum Likúds, m.a. með því að sætta sig við að allt að átta nýjar landnemabyggðir ísraela verði reistar á herteknu svæðun- um. Hann svaraði þeirri gagnrýni með orðunum:„Það er tvær megin- stefnur ríkjandi [í ísrael] en aðeins eitt land og ein framtíð. Með báðar stefnumar að leiðarljósi munum við reyna að þjóna þessu sama landi og framtíð þess.“ Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði í Belgrað á miðvikudag að stjómarsamstarf Likúds og Verka- mannaflokksins myndi ekki stuðla að friði á herteknu svæðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.