Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Jón Baldvin Hannibalsson: Kemur til greina að Borgaraflokk- urinn íai ráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisrádherra, segir að það komi til greina að Borgaraflokkurinn komi inn f ríkisstjórnina og fái ráðherra, eftir að þingmenn úr flokknum veittu frumvörpum stjómarinnar brautargengi. Hann sagðist búast við að viðræður um endurskipulagningu ríkisstjórnarinnar muni hefjast eftir ára- mót, en þar muni líka verða rætt um framgang víðtækra efhahags- aðgerða sem rikisstjórnin hefur undirbúið undanfarnar vikur. „Við höfum ekki haft tíma til að hugleiða það,“ sagði Ólafur Ragnar Síðdegisafgreiðsla: Allirbank- arnir flrnga að loka Sparnaðaraðgerðir og hugsan- leg lokun síðdegisafgreiðslu eru til umræðu hjá öllum viðskipta- bönkunum. Búnaðarbankinn og Iðnaðarbankinn hafa þegar ákveðið að loka sfðdegisaf- greiðslu, eins og fram hefur kom- ið f Morgunblaðinu, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um slfkt f neinum öðrum banka. Pétur Erlendsson, aðstoðarbanka- stjóri Samvinnubankans, sagði að bankinn hefði gætt aðhalds í manna- haldi, en það yrði líklega enn aukið vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í þjóðfélaginu og bankanum. Lokun síðdegisafgreiðslu yrði íhuguð alvar- lega, meðal annars vegna þess að sú þjónusta væri tiltölulega lítið not- uð. Guðmundur Eiríksson, forstöðu- maður rekstrarsviðs Útvegsbank- ans, sagði að vaxtamunur færi nú minnkandi og verið væri að ræða um aðgerðir í kjölfar þess. Hugsan- leg lokun síðdegisafgreiðslu kæmi þar til greina eins og annað. í svipað- an streng tóku bankastjórar og að- stoðarbankastjórar Landsbankans,. Alþýðubankans og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Allir ofangreindir bankar eru opn- ir daglega frá 9.15-16 og bjóða auk þess upp á síðdegisafgreiðslu á fímmtudögum klukkan 17-18. SPRON hefur opið á fímmtudögum klukkan 9.15-18. Grímsson, fjármálaráðherra, er hann var spurður um afstöðu hans til hugsanlegrar inngöngu Borgara- flokksins í ríkisstjómina. „Það ligg- ur ekki alveg ljóst fyrir hvað er að gerast í Borgaraflokknum. Það er ekki nema sjálfsagt að gefa þeim tíma til þess að fjalla um sín mál.“ Ólafur Ragnar sagðist meta mikils þann stuðning sem Aðalheiður Bjamfreðsdóttir veitti málum ríkis- stjómarinnar í þinginu. Ólafur Ragnar sagði að staða stjómarinnar á þingi hefði knúið stjómarandstöðuna til að taka ábyrgari afstöðu en ella. Það fyrir- komulag að stjómarliðar ræði við stjómarandstöðuna um afgreiðslu mála sé að mörgu leyti lýðræðis- legra en þegar um tvær fastmótað- ar blokkir stjómar og stjómarand- stöðu væri að ræða. Hann sagði aðspurður að þetta þýddi ekki að hann vildi útiloka að einhvetjir menn eða flokkar í stjómarandstöð- unni gengju til liðs við ríkisstjóm- ina, sá möguleiki kæmi fyililega til greina. Allir sem vildu styðja stefnu ríkisstjómarinnar væm velkomnir til liðs við hana. Rúðubijót- ur fundinn LÖGREGLAN hefur haft upp á manninum sem braut rúður í Alþingishúsinu að kvöldi þriðju- dagsins. Hann reyndist vera sami maður og hafði kastað gijóti að Alþingishúsinu síðastliðinn föstudag. Að sögn lögreglu er maðurinn heimilislaus og talinn vanheill á geðsmunum. Fyrir milligöngu borg- arlæknis var honum komið í vistun á viðeigandi stofnun í gær. Aldarafmæli fagnað Morgunblaðið/Rúnar Þór Tryggvi Kristjánsson frá Meyjarhóli á Svalbarðsströnd varð 100 ára í gær. Tryggvi er búsettur á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyuri og þar var myndin tekin þegar böm hans, Kristján, Laufey og Friðrikaj samfögnuðu afinælisbarninu, ásamt sonardótturinni Öldu Kristjánsdóttur og litlu dótt- ur hennar írisi Ósk. Loðnumjöl fyrir 900 milljónir til Póilands Um Qórðungs verðhækkun „VIÐ SÖMDUM fyrr í þessum mánuði við Pólverja um kaup þeirra & 29.000 tonnum af loðnu- ny'öli fyrir 900 miiyónir króna á fjórum fyrstu mánuðum næsta árs,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Andra hf., i samtali við Morgunblaðið. „Pól- veijar greiða um 670 dollara fyrir tonnið af loðnunýöli en í fyrra- haust greiddu þeir um 540 dollara fyrir tonnið," sagði Haraldur. Verðhækkunin er um 24%. loðnumjöli á ári og um 20 þúsund tonn af öðru fískimjöli, þannig að þessi 52 til 55 þúsund tonn eru tæp- ur þriðjungur af ársframleiðslu þeirra á fiskimjöli. Við seljum Pólveijum 52 til 55 þúsund tonn af fiskimjöli á þessu ári og þar af 45 til 47 þúsund tonn af loðnumjöli. Á þessu ári seljum við' Pólveijum hins vegar um 38 þúsund tonn af fiskimjöli og þar af um 33 þúsund tonn af loðnumjöli," sagði Haraldur Haraldsson. Borgaraflokkurinn: Aðalstjórnarfundur boðaður AÐALSTJÓRN Borgaraflokksins kemur saman til fimdar á miðviku- „Við gerðum rammasamning við Pólveija í október sfðastliðnum um kaup þeirra á 52 til 55 þúsund tonn- um af fiskimjöli sem 12 til 14 verk- smiðjur framieiða á næsta ári,“ sagði Haraldur. „Þetta er stærsti samning- ur sem við höfum gert um sölu á fiskimjöli. íslenskar verksmiðjur framleiða um 160 þúsund tonn af daginn. Að sögn Inga Björns Albertssonar, þingmanns flokksins, telur hann að á þessum fundi verði að skerpa línumar í stefiiu flokksins til að koma í veg fyrir frekari frávik frá henni en orðið er. Þingflokkur og aðalstjóm þurfa enn ekki óttast klofning í flokknum, að koma saman og ræða málin áður en frekari brestur verður á stefnu- málum okkar en orðið er og koma í veg fyrir að slíkt gerist ef hægt er,“ sagði Ingi Bjöm. Hann sagðist hins vegar hefðu þingmenn flokksins ekki greitt atkvæði á sama veg um bráðabirgðalög, vörugjald og tekju- og eignarskatt. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Skattamir huldumönnum til vansæmdar ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að við myndun núverandi ríkisstjómar hafí þvi verið lýst yfir, að á bak við hana stæðu huldumenn. Það hafi því ekki komið á óvart að ríkisstjómin hafði meirihluta við afgreiðslu bráðabirgðalaga rflds- stjómarinnar með stuðningi tveggja þingmanna Borgaraflokks- ins, Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur og óla Þ. Guðbjartssonar. Aðal- heiður studdi einnig frumvörp ríkisstjórnarinnar um vörugjald og tekju- og eignarskatt. Þorsteinn segir þessa þingmenn hafa í nafni félagshyggjunnar gengið til iiðs við stefiiu ríkisstjórnarinn- ar, sem Þorsteinn kallar gjaldþrotastefnu. Hún sé um leið árás á láglaunafólk og stuðningsmönnum stjómarinnar og þar með huldumönnunum til vansæmdar. „Það var tilkynnt við myndun ríkisstjómarinnar, að á bak við hana væru huldumenn sem kæmu í ljós síðar,“ sagði Þorsteinn Páls- son í samtali við Morgunblaðið. „Þetta hefur þýtt að fram til þessa hefur stjómin ekki haft augljósan meirihluta í neðri deild. Það kemur hinsvegar á daginn núna, að þess- ar yfirlýsingar vom réttar. Það hafði verið samið við tiltekna huldumenn og þeir eru komnir fram í dagsljósið. Að þessu leyti kemur þetta ekki á óvart, eða breytir mjög miklu frá mínum bæjardyrum séð. Sjálf- stæðisflokkurinn heldur sínu striki. Við höfum rekið málefnalega stjómarandstöðu. í efnahags- og flármálum hefur hún byggst á þeim tillögum sem við vorum með í haust sem leið, og þar af leið- andi höfum við verið í mjög sterkri andstöðu við stefnu ríkisstjómar- innar.“ — Aðalheiður Bjamfreðsdóttir segir að ástæðan fyrir því, að hún studdi tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjómarinnar, sé sú að stjómar- andstaðan hafi ekki komið fram með nein betri úrræði? „Það er frekar aumlegt yfírkiór. Þessi harkalega árás á láglauna- fólkið, sem felst í skattheimtu- frumvörpunum, er öllum stuðn- ingsmönnum ríkisstjómarinnar, og þar á meðal huldumönnunum, til vansæmdar. Þessi skattalög og efnahagsstefna stjómarinnar í heild munu gera ástandið enn verra. Þessi skattastefna leysir ekki vanda ríkissjóðs, fyrst og fremst vegna þess, að hún leiðir til minni umsvifa í þjóðfélaginu og minni tekna. Og þó að skatthlut- föllin séu hækkuð svona gífurlega, mun kreppa svo að í þjóðfélaginu með þessari stefnu, að það er eng- inn vandi leystur fyrir ríkissjóð og það eiga menn eftir að sjá þegar á hólminn er komið. Það sem þarf að gera í dag er þveröfugt. Það þarf að örva efna- hagslífið með almennum ráðstöf- unum. Þá aukast umsvifin í þjóð- félaginu og um leið tekjur ríkis- sjóðs. Það þarf að veita opinbemm rekstri mun meira aðhald, og í stað þess að auka umsvifín þarf að takmarka þau, þannig að þau verði að minnsta kosti ekki meiri en á síðasta ári. Þetta var okkar viðmiðun þegar við unnum að flárlögum í síðustu rfkisstjóm og þessi stefnumörkun af okkar hálfu hefur legið skýrt fyrir. Það er eina raunhæfa leiðin sem fær er við þessar aðstæður. Með öðram orðum: Stefna ríkis- stjómarinnar er gjaldþrotastefna. Stefna okkar er uppbyggingar- stefna, og um þetta tvennt er að ræða. Og þessir tveir huldumenn völdu gjaldþrotastefnuna í nafni félagshyggjunnar." — Hvemig metur þú stöðu Borgaraflokksins, eftir að Albert Guðmundsson hefur hætt for- mennsku og er að fara af landi brott? „Það er ljóst að Borgaraflokkur- inn er klofinn í afstöðu til ríkis- stjómarinnar. Annar hluti flokks- ins fylgir borgaralegum viðhorf- um. Hinn hefur gengist þessari ill- ræmdustu vinstri stefnu og skatt- heimtustefnu á hönd sem um get- ur.“ — Telur þú að borgaralegi hlut- inn, eða einstakir þingmenn hans, geti sameinast Sjálfstæðisflokkn- um? „Það er ástæðulaust að vera að velta vöngum yfír því eins og sak- ir standa. Við sjálfstæðismenn höfum hins vegar verið mjög opnir fyrir því, að borgaraöflin í landinu gætu starfað saman og mjög margir flokksmenn í Borgara- flokknum höfðu um langt árabil starfað í Sjálfstæðisflokknum og eiga þess vegna málefnalega sam- stöðu með okkur. Og það er ljóst, þegar Alþýðubandalagið hefur þvingað efnahagsstefnu sinni inn á Framsóknarflokk og Alþýðu- flokk, að þá er meiri þörf á þess- ari samvinnu en nokkra sinni fyrr,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.