Morgunblaðið - 23.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Jón Baldvin Hannibalsson: Kemur til greina að Borgaraflokk- urinn íai ráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisrádherra, segir að það komi til greina að Borgaraflokkurinn komi inn f ríkisstjórnina og fái ráðherra, eftir að þingmenn úr flokknum veittu frumvörpum stjómarinnar brautargengi. Hann sagðist búast við að viðræður um endurskipulagningu ríkisstjórnarinnar muni hefjast eftir ára- mót, en þar muni líka verða rætt um framgang víðtækra efhahags- aðgerða sem rikisstjórnin hefur undirbúið undanfarnar vikur. „Við höfum ekki haft tíma til að hugleiða það,“ sagði Ólafur Ragnar Síðdegisafgreiðsla: Allirbank- arnir flrnga að loka Sparnaðaraðgerðir og hugsan- leg lokun síðdegisafgreiðslu eru til umræðu hjá öllum viðskipta- bönkunum. Búnaðarbankinn og Iðnaðarbankinn hafa þegar ákveðið að loka sfðdegisaf- greiðslu, eins og fram hefur kom- ið f Morgunblaðinu, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um slfkt f neinum öðrum banka. Pétur Erlendsson, aðstoðarbanka- stjóri Samvinnubankans, sagði að bankinn hefði gætt aðhalds í manna- haldi, en það yrði líklega enn aukið vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í þjóðfélaginu og bankanum. Lokun síðdegisafgreiðslu yrði íhuguð alvar- lega, meðal annars vegna þess að sú þjónusta væri tiltölulega lítið not- uð. Guðmundur Eiríksson, forstöðu- maður rekstrarsviðs Útvegsbank- ans, sagði að vaxtamunur færi nú minnkandi og verið væri að ræða um aðgerðir í kjölfar þess. Hugsan- leg lokun síðdegisafgreiðslu kæmi þar til greina eins og annað. í svipað- an streng tóku bankastjórar og að- stoðarbankastjórar Landsbankans,. Alþýðubankans og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Allir ofangreindir bankar eru opn- ir daglega frá 9.15-16 og bjóða auk þess upp á síðdegisafgreiðslu á fímmtudögum klukkan 17-18. SPRON hefur opið á fímmtudögum klukkan 9.15-18. Grímsson, fjármálaráðherra, er hann var spurður um afstöðu hans til hugsanlegrar inngöngu Borgara- flokksins í ríkisstjómina. „Það ligg- ur ekki alveg ljóst fyrir hvað er að gerast í Borgaraflokknum. Það er ekki nema sjálfsagt að gefa þeim tíma til þess að fjalla um sín mál.“ Ólafur Ragnar sagðist meta mikils þann stuðning sem Aðalheiður Bjamfreðsdóttir veitti málum ríkis- stjómarinnar í þinginu. Ólafur Ragnar sagði að staða stjómarinnar á þingi hefði knúið stjómarandstöðuna til að taka ábyrgari afstöðu en ella. Það fyrir- komulag að stjómarliðar ræði við stjómarandstöðuna um afgreiðslu mála sé að mörgu leyti lýðræðis- legra en þegar um tvær fastmótað- ar blokkir stjómar og stjómarand- stöðu væri að ræða. Hann sagði aðspurður að þetta þýddi ekki að hann vildi útiloka að einhvetjir menn eða flokkar í stjómarandstöð- unni gengju til liðs við ríkisstjóm- ina, sá möguleiki kæmi fyililega til greina. Allir sem vildu styðja stefnu ríkisstjómarinnar væm velkomnir til liðs við hana. Rúðubijót- ur fundinn LÖGREGLAN hefur haft upp á manninum sem braut rúður í Alþingishúsinu að kvöldi þriðju- dagsins. Hann reyndist vera sami maður og hafði kastað gijóti að Alþingishúsinu síðastliðinn föstudag. Að sögn lögreglu er maðurinn heimilislaus og talinn vanheill á geðsmunum. Fyrir milligöngu borg- arlæknis var honum komið í vistun á viðeigandi stofnun í gær. Aldarafmæli fagnað Morgunblaðið/Rúnar Þór Tryggvi Kristjánsson frá Meyjarhóli á Svalbarðsströnd varð 100 ára í gær. Tryggvi er búsettur á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyuri og þar var myndin tekin þegar böm hans, Kristján, Laufey og Friðrikaj samfögnuðu afinælisbarninu, ásamt sonardótturinni Öldu Kristjánsdóttur og litlu dótt- ur hennar írisi Ósk. Loðnumjöl fyrir 900 milljónir til Póilands Um Qórðungs verðhækkun „VIÐ SÖMDUM fyrr í þessum mánuði við Pólverja um kaup þeirra & 29.000 tonnum af loðnu- ny'öli fyrir 900 miiyónir króna á fjórum fyrstu mánuðum næsta árs,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Andra hf., i samtali við Morgunblaðið. „Pól- veijar greiða um 670 dollara fyrir tonnið af loðnunýöli en í fyrra- haust greiddu þeir um 540 dollara fyrir tonnið," sagði Haraldur. Verðhækkunin er um 24%. loðnumjöli á ári og um 20 þúsund tonn af öðru fískimjöli, þannig að þessi 52 til 55 þúsund tonn eru tæp- ur þriðjungur af ársframleiðslu þeirra á fiskimjöli. Við seljum Pólveijum 52 til 55 þúsund tonn af fiskimjöli á þessu ári og þar af 45 til 47 þúsund tonn af loðnumjöli. Á þessu ári seljum við' Pólveijum hins vegar um 38 þúsund tonn af fiskimjöli og þar af um 33 þúsund tonn af loðnumjöli," sagði Haraldur Haraldsson. Borgaraflokkurinn: Aðalstjórnarfundur boðaður AÐALSTJÓRN Borgaraflokksins kemur saman til fimdar á miðviku- „Við gerðum rammasamning við Pólveija í október sfðastliðnum um kaup þeirra á 52 til 55 þúsund tonn- um af fiskimjöli sem 12 til 14 verk- smiðjur framieiða á næsta ári,“ sagði Haraldur. „Þetta er stærsti samning- ur sem við höfum gert um sölu á fiskimjöli. íslenskar verksmiðjur framleiða um 160 þúsund tonn af daginn. Að sögn Inga Björns Albertssonar, þingmanns flokksins, telur hann að á þessum fundi verði að skerpa línumar í stefiiu flokksins til að koma í veg fyrir frekari frávik frá henni en orðið er. Þingflokkur og aðalstjóm þurfa enn ekki óttast klofning í flokknum, að koma saman og ræða málin áður en frekari brestur verður á stefnu- málum okkar en orðið er og koma í veg fyrir að slíkt gerist ef hægt er,“ sagði Ingi Bjöm. Hann sagðist hins vegar hefðu þingmenn flokksins ekki greitt atkvæði á sama veg um bráðabirgðalög, vörugjald og tekju- og eignarskatt. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Skattamir huldumönnum til vansæmdar ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að við myndun núverandi ríkisstjómar hafí þvi verið lýst yfir, að á bak við hana stæðu huldumenn. Það hafi því ekki komið á óvart að ríkisstjómin hafði meirihluta við afgreiðslu bráðabirgðalaga rflds- stjómarinnar með stuðningi tveggja þingmanna Borgaraflokks- ins, Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur og óla Þ. Guðbjartssonar. Aðal- heiður studdi einnig frumvörp ríkisstjórnarinnar um vörugjald og tekju- og eignarskatt. Þorsteinn segir þessa þingmenn hafa í nafni félagshyggjunnar gengið til iiðs við stefiiu ríkisstjórnarinn- ar, sem Þorsteinn kallar gjaldþrotastefnu. Hún sé um leið árás á láglaunafólk og stuðningsmönnum stjómarinnar og þar með huldumönnunum til vansæmdar. „Það var tilkynnt við myndun ríkisstjómarinnar, að á bak við hana væru huldumenn sem kæmu í ljós síðar,“ sagði Þorsteinn Páls- son í samtali við Morgunblaðið. „Þetta hefur þýtt að fram til þessa hefur stjómin ekki haft augljósan meirihluta í neðri deild. Það kemur hinsvegar á daginn núna, að þess- ar yfirlýsingar vom réttar. Það hafði verið samið við tiltekna huldumenn og þeir eru komnir fram í dagsljósið. Að þessu leyti kemur þetta ekki á óvart, eða breytir mjög miklu frá mínum bæjardyrum séð. Sjálf- stæðisflokkurinn heldur sínu striki. Við höfum rekið málefnalega stjómarandstöðu. í efnahags- og flármálum hefur hún byggst á þeim tillögum sem við vorum með í haust sem leið, og þar af leið- andi höfum við verið í mjög sterkri andstöðu við stefnu ríkisstjómar- innar.“ — Aðalheiður Bjamfreðsdóttir segir að ástæðan fyrir því, að hún studdi tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjómarinnar, sé sú að stjómar- andstaðan hafi ekki komið fram með nein betri úrræði? „Það er frekar aumlegt yfírkiór. Þessi harkalega árás á láglauna- fólkið, sem felst í skattheimtu- frumvörpunum, er öllum stuðn- ingsmönnum ríkisstjómarinnar, og þar á meðal huldumönnunum, til vansæmdar. Þessi skattalög og efnahagsstefna stjómarinnar í heild munu gera ástandið enn verra. Þessi skattastefna leysir ekki vanda ríkissjóðs, fyrst og fremst vegna þess, að hún leiðir til minni umsvifa í þjóðfélaginu og minni tekna. Og þó að skatthlut- föllin séu hækkuð svona gífurlega, mun kreppa svo að í þjóðfélaginu með þessari stefnu, að það er eng- inn vandi leystur fyrir ríkissjóð og það eiga menn eftir að sjá þegar á hólminn er komið. Það sem þarf að gera í dag er þveröfugt. Það þarf að örva efna- hagslífið með almennum ráðstöf- unum. Þá aukast umsvifin í þjóð- félaginu og um leið tekjur ríkis- sjóðs. Það þarf að veita opinbemm rekstri mun meira aðhald, og í stað þess að auka umsvifín þarf að takmarka þau, þannig að þau verði að minnsta kosti ekki meiri en á síðasta ári. Þetta var okkar viðmiðun þegar við unnum að flárlögum í síðustu rfkisstjóm og þessi stefnumörkun af okkar hálfu hefur legið skýrt fyrir. Það er eina raunhæfa leiðin sem fær er við þessar aðstæður. Með öðram orðum: Stefna ríkis- stjómarinnar er gjaldþrotastefna. Stefna okkar er uppbyggingar- stefna, og um þetta tvennt er að ræða. Og þessir tveir huldumenn völdu gjaldþrotastefnuna í nafni félagshyggjunnar." — Hvemig metur þú stöðu Borgaraflokksins, eftir að Albert Guðmundsson hefur hætt for- mennsku og er að fara af landi brott? „Það er ljóst að Borgaraflokkur- inn er klofinn í afstöðu til ríkis- stjómarinnar. Annar hluti flokks- ins fylgir borgaralegum viðhorf- um. Hinn hefur gengist þessari ill- ræmdustu vinstri stefnu og skatt- heimtustefnu á hönd sem um get- ur.“ — Telur þú að borgaralegi hlut- inn, eða einstakir þingmenn hans, geti sameinast Sjálfstæðisflokkn- um? „Það er ástæðulaust að vera að velta vöngum yfír því eins og sak- ir standa. Við sjálfstæðismenn höfum hins vegar verið mjög opnir fyrir því, að borgaraöflin í landinu gætu starfað saman og mjög margir flokksmenn í Borgara- flokknum höfðu um langt árabil starfað í Sjálfstæðisflokknum og eiga þess vegna málefnalega sam- stöðu með okkur. Og það er ljóst, þegar Alþýðubandalagið hefur þvingað efnahagsstefnu sinni inn á Framsóknarflokk og Alþýðu- flokk, að þá er meiri þörf á þess- ari samvinnu en nokkra sinni fyrr,“ sagði Þorsteinn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.